Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðsla

 

Starfsmenntunarsjóðir

BSRB hefur alla tíð lagt áherslu á símenntun félagsmanna sinna. Öll aðildarfélög BSRB hafa ákvæði um starfsmenntunarsjóð. Starfsmenntunarsjóður starfsmanna ríkisins innan BSRB varð til eftir kjarasamninga árið 1980 og er hlutverk sjóðsins að efla og auðvelda starfsmenntun ríkisstarfsmanna innan BSRB. Tekjur sjóðsins eru framlag úr ríkissjóði sem er hlutfall af heildartekjum félagsmanna.

Félagar í eftirtöldum aðildarfélögum BSRB geta fengið styrk úr starfsmenntunarsjóði BSRB: Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Starfsmannafélag stjórnarráðsins, Starfsmannafélag RÚV, Sjúkraliðafélag Íslands og Tollvarðafélag Íslands.

Starfsreglur starfsmenntasjóðs BSRB má finna hér á vef fjármálaráðuneytisins og hér má nálgast umsóknareyðublöð fyrir starfsmenntasjóðinn.

Nokkur aðildarfélög BSRB hafa gengið úr sjóðnum og stofnað sína eigin starfsmenntunarsjóði. Hægt að nálgast frekari upplýsingar um þá á heimasíðum aðildarfélaganna.

 

Þróunar- og símenntunarsjóðir
Þróunar- og símenntunarsjóðir eru að stofni til frá 1995 og er hlutverk þeirra að stuðla að starfsþróun og símenntun fyrir starfsmenn og gera stofnunum kleift að mennta starfsmenn sína. Ríkissjóður fjármagnar þessa sjóði með umsömdu gjaldi af heildarlaunum félagsmanna. Samkvæmt reglum þessara sjóða er ekki gert ráð fyrir að einstaklingar geti sótt í þá heldur er þeim fyrst og fremst ætlað að styðja við námskeið sem stofnanir, félög eða þá sjóðurinn sjálfur stendur fyrir.

 

Félagsmálaskóli alþýðu

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. Á hverri önn eru sérhæfð námskeið í boði fyrir alla talsmenn stéttarfélaga. Á þeim er lögð áhersla á hefðbundna félagslega fræðslu. Jafnframt er boðið upp á námskeið sem taka á málefnum sem eru í brennidepli hverju sinni. Stéttarfélög geta pantað námskeið til að móta starf og stefnu og styrkja talsmenn sína. 

Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá á www.felagsmalaskoli.is eða í síma 53 55 600.

 

Áhugaverðir vefir um nám og námskeið: