Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir

28.02.2017

Vilt þú vinna #kvennastarf?

Ekkert starf er kvennastarf, konur og karlar geta starfað við það sem þeim sýnist. Átakinu #kvennastarf er ætlað að sýna fram á það.
Lesa meira
24.02.2017

Læra þarf af mistökum

Nauðsynlegt er að draga lærdóm af mistökum sem gerð voru í starfsemi Kópavogshælisins fyrr á tímum, segir í ályktun félagsstjórnar Sjúkraliðafélags Íslands.
Lesa meira
06.02.2017

Saga SLFÍ rakin í nýrri bók

Formaður Sjúkraliðafélags Íslands afhenti formanni BSRB nýlega bók sem félagið hefur gefið út þar sem farið er yfir sögu þess á 50 ára afmæli félagsins.
Lesa meira
16.01.2017

Samstarf grundvallað á trausti

Formaður BSRB skorar á nýjan fjármálaráðherra að standa við samkomulag um lífeyrismál við opinbera starfsmenn og segir traust forsendu fyrir góðu samstarfi.
Lesa meira
01.12.2016

Fullu jafnrétti náð eftir 83 ár

Ísland er í fyrsta sæti á lista yfir stöðu jafnréttis kynjanna í 144 ríkjum, áttunda árið í röð. Haldi fram sem horfir næst fullt jafnrétti eftir 83 ár.
Lesa meira
29.11.2016

Mannauðurinn skiptir mestu máli

Misbrestur er á að hugað sé að sálrænni líðan viðbragðsaðila á borð við slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn segir formaður LSoS í viðtali við Fréttablaðið.
Lesa meira
17.11.2016

Náum sátt um stóru málin

Formaður BSRB hvetur þá flokka sem taka við stjórnartaumunum til að vinna að þeim stóru málum sem bíða í sátt í stað átaka í grein í Fréttablaðinu í dag.
Lesa meira
24.10.2016

Kjarajafnrétti STRAX!

Í sameiginlegri yfirlýsingu verkalýðshreyfingarinnar eru konur hvattar til að sýna samstöðu og leggja niður störf til að fylgja eftir kröfu um jafnrétti.
Lesa meira
06.10.2016

Orðalag samkomulagsins er skýrt

Formaður BSRB skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem farið er yfir hvað er satt og rétt í fullyrðingum ráðamanna um samkomulag í lífeyrismálum.
Lesa meira
15.09.2016

Aldrei sátt um kaupaukagreiðslur

Formannaráð BSRB segir kaupaukagreiðslur eins og tíðkuðust fyrir hrun ekki eiga heima í íslensku samfélagi og skorar á fyrirtæki að sýna samfélagslega ábyrgð.
Lesa meira
04.08.2016

Menntun skilar auknum tækifærum

Mörgum er mikilvægi menntunar hugleikið nú þegar farið er að styttast í skólabyrjun. Mikilvægt er að hér sé jafnrétti til náms, óháð aldri og aðstæðum.
Lesa meira
29.07.2016

Sumarlokanir áhyggjuefni

Um fimmtungur rúma á Landspítalanum verður ekki í notkun í lok júlí vegna sumarlokana. Áhyggjuefni er að sumarfrí hafi svo mikil áhrif á starfsemina.
Lesa meira
13.07.2016

Stöndum vörð um almannarétt

Víst er að margir eru á faraldsfæti um landið þessa dagana. Við hjá BSRB minnum á að standa þarf vörð um rétt fólks til að ferðast frjálst um landið.
Lesa meira
12.07.2016

Vilja aðkomu Norðurlanda að G20

Stjórn Norræna verkalýðssambandsins (NFS) skorar á ríkisstjórnir Norðurlandanna og á Norrænu ráðherranefndina að leita þegar eftir áhrifum í G20-hópnum.
Lesa meira
07.07.2016

Einkarekstur leysir engan vanda

Vandi heilsugæslunnar er að henni hefur verið haldið í fjársvelti. Það verður ekki leyst með einkavæðingu heilbrigðisráðherra, eins og nú er að sanna sig.
Lesa meira
05.07.2016

Leiðrétta þarf laun fleiri hópa

Fleiri þurfa leiðréttingu á launum vegna mikils álags í starfi en fámennur hópur hálaunafólks hjá ráðuneytunum skrifar formaður BSRB í Fréttablaðið í dag.
Lesa meira
01.07.2016

Mótmælum ákvörðun kjararáðs

BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs um að hækka verulega laun sumra embættismanna enda gengur hækkunin þvert gegn samkomulagi aðila vinnumarkaðarins.
Lesa meira
03.06.2016

Þak á greiðslur lækkað verulega

Það er fagnaðarefni að Alþingi hafi samþykkt þak á greiðslur í heilbrigðiskerfinu. Ekki síður að sátt hafi náðst um að þakið lækki í 50 þúsund í haust.
Lesa meira
13.05.2016

Fyrirmyndarstofnanir 2016 kynntar

Niðurstöður úr könnunum á stofnunum ársins 2016 voru kynntar við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. Fyrirmyndarstofnanir fá hamingjuóskir með árangurinn.
Lesa meira
10.05.2016

Einkarekstur er einkavæðing

Ákvörðun heilbrigðisráðherra um einkarekstur í heilsugæslunni er tilraun til að auka enn á einkavæðinguna í kerfinu skrifar formaður BSRB.
Lesa meira
04.05.2016

Ávörp stjórnarmanna BSRB 1. maí

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, og Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, fluttu ávörp þann 1. maí.
Lesa meira
01.05.2016

Stjórnvöld eru á rangri braut

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, gagnrýndi áform stjórnvalda um hækkun gjalda á sjúklinga og einkavæðingu í heilsugæslunni í ræðu í Hafnarfirði 1. maí.
Lesa meira
29.04.2016

Mætum öll í kröfugöngu 1. maí!

Íslenskt launafólk hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum áratugum með samstöðu. Þá samstöðu sýnum við meðal annars í kröfugöngu 1. maí. Mætum öll!
Lesa meira
27.04.2016

Hátíðarhöld um allt land 1. maí

Við fögnum alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins 1. maí með því að fara í kröfugöngu og á útifund þar sem kröfumál launafólks eru efst á baugi. Fjölmennum öll.
Lesa meira
26.04.2016

Er einkarekstur almannahagur?

Stjórnvöld áforma að opna þrjár nýjar heilsugæslustöðvar sem verða reknar af einkaaðilum. BSRB og ASÍ halda málþing um einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni.
Lesa meira
15.04.2016

Heilbrigðiskerfið í fjársvelti

Slæm staða heilbrigðiskerfisins er áhyggjuefni og auka þarf verulega fjárútlát til kerfisins, sagði Birgir Jakobsson landlæknir á fundi Velferðarnefndar BSRB.
Lesa meira
05.04.2016

Skoða þarf kostnað fjölskyldna

BSRB fagnar frumvarpi heilbrigðisráðherra sem setja mun þak á greiðslur sjúklinga í heilbrigðiskerfinu en hvetur til þess að aukið fjármagn fari í kerfið.
Lesa meira
30.03.2016

Kynna 3. áfanga rammaáætlunar

Drög að tillögum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar verða kynnt á morgun. Mikilvægt er að sátt ríki um nýtingu náttúruauðlinda að mati BSRB.
Lesa meira
09.03.2016

Áhugaverð erindi á fundi um áreitni

Fjallað var um mismunandi hliðar á kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað á vel heppnuðum fundi í gær. Á fundinum var kynntur nýr bæklingur um málaflokkinn.
Lesa meira
07.03.2016

Konur í stéttastríði

Konur í stéttastríði er yfirskrift fundar sem haldinn verður á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti á morgun, þriðjudaginn 8. mars.
Lesa meira
02.03.2016

Einkarekstur ekki rétta leiðin

Breytt rekstrarform á heilsugæslustöðvum mun eitt og sér ekki leiða til betra aðgengis að heilsugæslunni, skrifar formaður BSRB í Fréttablaðið í dag.
Lesa meira
01.03.2016

Námskeið um vaktavinnu

Starfsmennt stendur fyrir námskeiðum um vaktavinnu og lýðheilsu á næstunni sem nýst gætu félagsmönnum aðildarfélaga BSRB.
Lesa meira
29.02.2016

Fræðslufundur vegna starfsloka

Haldinn verður fundur með fræðslu um starfslok þriðjudaginn 15. mars. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga BSRB sem nálgast starfslok.
Lesa meira
11.02.2016

Morgunverðarfundur um TiSA samningsviðræður

BSRB stóð fyrir opnum morgunverðarfundi um TiSA samningsviðræðurnar í morgun. Bergþór Magnússon lögfræðingur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins var með erindi þar sem hann skýrði frá efni og gangi samningsviðræðnanna.
Lesa meira
07.02.2016

Opinn fundur um TiSA viðræður

BSRB býður til morgunverðarfundar þann 11. febrúar n.k. Á fundinum mun Bergþór Magnússon lögfræðingur á Viðskiptaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins fjalla um TiSA og segja frá stöðu viðræðnanna.
Lesa meira
26.01.2016

Forystufræðsla á vorönn

Í vor verður boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá í Forystufræðslunni. Námskeiðin eru fjögur og taka á mjög ólíkum þáttum sem allir nýtast vel í starfi. Smelltu á nafn námskeiðs til að fá nánari upplýsingar og skrá þig til þátttöku.
Lesa meira
18.01.2016

Vaktavinna og lýðheilsa

Starfsmennt mun í febrúar bjóða upp á nám um vaktavinnu og lýðheilsu. Markmið þess er að miðla nýrri þekkingu á vaktstörfum og vaktskrám út frá rannsóknum á heilsu, einstaklingsmun, lífshlutverkum, vinnuumhverfi, félagslegri stöðu og þekkingu á kjarasamningsbundnum réttindum.
Lesa meira
14.01.2016

Starfsmannafélag RVK 90 ára

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fagnar 90 ára afmæli sínu nú um helgina en félagið var formlega stofnað þann 17. janúar 1926. Af þessu tilefni stendur félagið fyrir dagskrá alla helgina þar sem félagsmönnum og fjölskyldum þeirra verður m.a. boðið upp á tónlistarflutning, sundferðir, yoga, ratleiki og fleira.
Lesa meira
14.01.2016

Fundur um lífeyrismál - streymi á vefnum

Fræðslufundur um stöðuna í lífeyrismálum opinberra starfsmanna fer fram í húsnæði BSRB að Grettisgötu 89 í dag kl. 13. Fundurinn verður einnig sendur út með fjarfundarbúnaði og hægt verður að fylgjast með honum skv. leiðbeiningum hér að neðan.
Lesa meira
08.01.2016

Trúnaðarmannanámskeið að fara af stað

Nú styttist í að trúnaðarmannanámskeið BSRB og Félagsmálaskóla Alþýðu fari af stað á ný. Í byrjun febrúar hefst kennsla á 1. þrepi trúnaðarmannanámsins og mun kennsla fara fram í BSRB-húsinu að Grettisgötu 89.
Lesa meira
05.01.2016

Mikill ávinningur af starfi VIRK

Í lok árs 2015 voru um 1900 einstaklingar í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK en alls hafa rúmlega 9200 einstaklingar leitað til VIRK frá því að byrjað var að veita þjónustu í lok árs 2009. 5100 einstaklingar hafa lokið þjónustu, útskrifast, frá VIRK frá upphafi og um 70% þeirra eru virkir á vinnumarkaði við útskrift.
Lesa meira
30.12.2015

Áramótapistill formanns BSRB

Í áramótapistli sínum fer Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB yfir það markverðasta á árinu 2015 og þau verkefni sem framundan eru hjá bandalaginu og verkalýðhreyfingunni sem heild. Kemur hún þar m.a. inn á vinnu við nýtt vinnumarkaðsmódel, áherslur á fjölskylduvænna samfélag og styttingu vinnutíma sem prófuð verður hjá tilteknum stofnunum ríkisins á árinu, þörfina fyrir að tryggja jafnan aðgang allra að gjaldfrjálsri grunnþjónustu og fleira.
Lesa meira
21.12.2015

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981 á Þorláksmessu. Gengið er frá Hlemmi og fer gangan að þessu sinni af stað á slaginu kl. 18.
Lesa meira
14.12.2015

Raunútgjöld til heilbrigðismála hafa lækkað

Útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa lækkað á undanförnum árum sem og raunútgjöld á mann segir Rúnar Vilhjálmsson prófessor í félagsfræði við hjúkrunardeild Háskóla Íslands.
Lesa meira
11.12.2015

Bæjarstarfsmannafélög BSRB samþykkja samninga

Samflot bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB ásamt Kili, Foss, Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar og Starfsmannafélagi Kópavogs hafa samþykkt nýja kjarasamninga sem undirritaðir voru við Samband íslenskra sveitarfélaga í nóvember. Niðurstöður kosninga hjá umræddum félögum voru gerðar opinberar fyrr í dag.
Lesa meira
07.12.2015

Ályktun stjórnar BSRB um útboð heilsugæslu

Stjórn BSRB hefur samþykkt og sent frá sér eftirfarandi ályktun vegna áforma heilbrigðisráðherra um að bjóða út rekstur heilsugæslustöðva. Stjórn BSRB gagnrýnir að ekki standi til að ræða málið á þingi né fara að vilja almennings í þessum efnum. Auk þess er bent á að samkvæmt alþjóðlegum samanburði koma félagslega rekin heilbrigðiskerfi líkt og það íslenska best út hvað varðar jafnt aðgengi, lýðheilsu og hagkvæmni. Stjórn BSRB vill að allur mögulegur „hagnaður“ sem verði til innan heilbrigðisþjónustunnar fari til frekari uppbyggingar hennar í stað þess að enda í vösum einkaaðila.
Lesa meira
04.12.2015

STAG samþykkir nýjan samning

Starfsmannafélag Garðabæjar hefur samþykkt nýjan kjarasamning við launanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn var samþykktur með 74,2% greiddra atkvæða.
Lesa meira
27.11.2015

Loftlagsgangan á sunnudag

Loftlagsgangan í Reykjavík fer fram næsta sunnudag, þann 29. nóvember, göngum við Loftslagsgönguna í Reykjavík. Gangan er hluti af alþjóðlegri hreyfingu, Global Climate March, og ein af ríflega 1.500 göngum sem gengnar verða víða um heim sama dag.
Lesa meira
27.11.2015

Mikill stuðningur við félagslegt heilbrigðiskerfi

Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði, fjallar í Fréttablaðinu í dag um viðhorf Íslendinga til einkarekinnar og félagslegrar heilbrigðisþjónustu. Rúnar hélt erindi um sama efni á nýafstöðnu þingi BSRB þar sem kom m.a. fram að yfirgnæfandi stuðningur er við félagslega rekið heilbrigðiskerfi hér á landi.
Lesa meira
25.11.2015

Tollverðir samþykkja nýjan samning

Félagsmenn í Tollvarðafélagi Íslands hafa samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið. Kosningaþátttaka var rúmlega 91% og þar af sögðu 95% já við nýjum samningi, 4% höfnuðu honum og 1% seðla voru auðir.
Lesa meira
24.11.2015

Jafnréttisþing 2015

Jafnréttisþing verður haldið þann 25. nóvember. Á jafnréttisþingi leggur félags- og húsnæðismálaráðherra fram skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2013–2015 en boðað er til þingsins í samræmi við lög nr. 10/2008, um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Jafnréttisþing er að þessu sinni haldið í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjölmiðlanefnd.
Lesa meira
23.11.2015

Samið við Samband íslenskra sveitarfélaga

Samninganefnd bæjarstarfsmannafélaganna innan BSRB hefur gert kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þá hafa SFR og St.Rv. einnig gert samning við Sambandið og er hann á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði undanfarið.
Lesa meira
19.11.2015

Samningur LL samþykktur

Kjörstjórn Landssambands lögreglumanna koma framan í dag á skrifstofu lögreglustjórans á Suðurnesjum ásamt Kristjáni B.Thorlacius hrl. til að meta niðurstöður kosninga um nýjan kjarasamning LL.
Lesa meira
19.11.2015

Staða kjarasamninga BSRB félaga

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hefur samið við Reykjavíkurborg. Þá hefur SFR einnig samið við Reykjavíkurborg og Isavia en eftir á að semja við fleiri aðila, s.s. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Lesa meira
17.11.2015

Tveir samningar til viðbótar samþykktir

Félag starfsmanna stjórnarráðsins hefur samþykkt nýjan kjarasamning sem undirritaður var á dögunum við ríkið. Þá hefur Starfsmannafélag Suðurnesja samþykkt nýjan kjarasamning sem félagið gerði við ríkið vegna starfsmanna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Lesa meira
16.11.2015

Kjarasamningur SFR og ríkis samþykktur

Kjarasamningur SFR og ríkisins sem undirritaður var 28. október síðastliðinn hefur verið samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta. Atkvæðagreiðslu lauk nú um hádegið. Já sögðu 92,36% eða 2213. Nei sögðu 139 eða 5,8%. Alls greiddu 2396 atkvæði um samninginn eða rúmlega 60%.
Lesa meira
12.11.2015

TFÍ semur– bæjarstarfsmenn vísa til sáttasemjara

Tollvarðafélag Íslands skrifaði í gærkvöld undir nýjan kjarasamning við ríkið. Þar með hafa öll aðildarfélög BSRB gert nýja samninga við ríkið þótt kosningum um samninganna sé víða ólokið. Öðru máli gegnir um samninga aðildarfélaga BSRB við sveitarfélögin.
Lesa meira
10.11.2015

SLFÍ samþykkir nýjan kjarasamning

Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Alls greiddu 59,9% þeirra sem voru á kjörskrá atkvæði. Af þeim sem greiddu atkvæði sögðu 96,25% já en 3,30% höfnuðu samningnum. Auðir og ógildir seðlar voru 3.
Lesa meira
10.11.2015

Staða kjarasamninga BSRB félaga

Fjölmörg aðildarfélög BSRB eiga enn eftir að klára nýja kjarasamninga og eru þó nokkrir fundir fyrirhugaðir milli samningsaðila í dag og næstu daga. Nú þegar hafa Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins og Póstmannafélag Íslands samþykkt nýja kjarasamninga og þá hefur Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum samþykkt nýjan samning fyrir þá starfsmenn sem starfa hjá Orkubúi Vestfjarða. Einnig hefur Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar undirritað kjarasamning við Orkuveituna fyrir starfsmenn St.Rv sem starfa þar. Kjarasamningurinn verður kynntur á næstu dögum og greiddur um hann atkvæði.
Lesa meira
09.11.2015

Kosið um nýja kjarasamninga

Kosningar um nýja kjarasamninga hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands standa nú yfir en kosning um kjarasamninga Landssambands lögreglumanna hefst á morgun.
Lesa meira
04.11.2015

Ályktun um fjölskylduvænna samfélag

Mikið var fjallað um fjölskylduvænar áherslur á nýafstöðnu þingi BSRB. Að lokinni setningarræðu Elínar Bjargar Jónsdóttur formanns BSRB tók fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson til máls. Undir lok ávarp síns afhenti hann formanni BSRB yfirlýsingu þar sem stjórnvöld lýsa vilja til þess að kanna með tilraunaverkefni hvort unnt sé að stytta vinnutíma án launaskerðingar og ná fram gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og stofnana.
Lesa meira
03.11.2015

Yfirlýsing frá Starfsmannafélagi Rúv

Starfsmannafélag Rúv hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna villandi umræðu um Ríkisútvarpið síðustu daga. Í yfirlýsingunni eru ráðamenn hvattir til að notast við staðreyndir þegar þeir fjalla um Rúv. Yfirlýsinguna í heild má sjá hér að neðan:
Lesa meira
03.11.2015

Vel heppnað þing að baki

Þingi BSRB var slitið á föstudaginn síðasta þar sem hátt í 240 félagsmenn BSRB komu saman m.a. til að vinna að stefnu bandalagsins til næstu þriggja ára. Unnið var í nokkrum málsstofum sem fjölluðu um ólík efni og vinnur skrifstofa bandalagsins nú að því að vinna úr niðurstöðum þeirra. Á næstunni verður stefna næstu þriggja ára gefin formlega út ásamt ályktunum þingsins.
Lesa meira
30.10.2015

Elín Björg endurkjörin – Ný stjórn BSRB

Elín Björg Jónsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB á 44. þingi bandalagsins sem staðið hefur yfir í Reykjavík síðustu þrjá daga. Þá var Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, endurkjörinn 1. varaformaður BSRB og Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, var endurkjörinn 2. varaformaður BSRB. Bæði formaður og varaformennirnir tveir voru sjálfkjörin í embætti þar sem engin mótframboð bárust.
Lesa meira
30.10.2015

Ályktun stjórnar BSRB um heilbrigðismál

Þing BSRB vinnur nú að afgreiðslu þingmála, ályktana og stefnu BSRB. Í gær afgreiddi stjórn BSRB ályktun og heilbrigðismál sem byggð er á niðurstöðum rannsóknar prófessors Rúnars Vilhjálmssonar á heilsu og lífsháttum Íslendinga.
Lesa meira
30.10.2015

Þing BSRB: Kosningar og afgreiðsla mála í dag

Síðasti dagur 44. þings BSRB hófst kl. 9 í morgun. Eftir hádegi verður gengið til kosninga. Kosið verður í embætti BSRB, þ.e. embætti formanns, 1. varaformanns og 2. varaformanns. Auk formannanna þriggja mun ný stjórn BSRB verða skipuð sex meðstjórnendum sem verða kosnir sérstakri kosningu.
Lesa meira
29.10.2015

Íslendingar vilja félagslegt heilbrigðiskerfi

Öryrkjar eru sá þjóðfélagshópur sem greiðir hlutfallslega mest af ráðstöfunartekjum sínum í heilbrigðisþjónustu hér á landi, eða um 10%. Þar á eftir koma langveikir, fólk sem þarf oft að sækja sér þjónustu á göngu og bráðadeildir. Fjölda þeirra sem fresta þess að leita heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar hennar fer stöðugt vaxandi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í rannsókn Rúnar Vilhjálmssonar um heilsu og lífshætti Íslendinga. Rúnar flutti erindi sitt við setningu 44. þings BSRB í gær þar sem jafnframt kom fram stuðningur við að hið opinbera eigi og reki heilbrigðisþjónustu á Íslandi fer vaxandi.
Lesa meira
29.10.2015

Annar dagur þings BSRB

Þing BSRB var sett í gær í 44. sinn á Hótel Nordica Reykjavík. Þingið hófst með setningu formanns og síðan flutti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ávarp. Þar fagnaði hann samkomulagi þriggja aðildarfélaga BSRB sem hafði verið undirritað nokkrum klukkustundum áður. Þá afhenti Bjarni formanni BSRB undirritaða viljayfirlýsingu um tilraunverkaefni um styttingu vinnuvikunnar.
Lesa meira
28.10.2015

Öflug almannaþjónusta – betra samfélag

„Undirstaða okkar samfélags, er að hér eiga allir að hafa jafnan rétt rétt – óháð kyni, aldri, búsetu, uppruna, trúar eða efnahag. Sameiginlegan rétt til menntunar, umönnunar og heilbrigðisþjónustu án þess að greiða sérstaklega fyrir það. Og það er þetta sem almannaþjónustan veitir,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB í setningarræðu sinni á 44. þingi BSRB sem var sett á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í Reykjavík í morgun. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Öflug almannaþjónusta – betra samfélag“.
Lesa meira
28.10.2015

Samningar í höfn – Þing BSRB sett í dag

Í nótt samþykktu SFR, SLFÍ og LL, þrjú fjölmennustu aðildarfélög BSRB sem semja við ríkið, nýja kjarasamninga eftir tveggja vikna samfellda samningalotu. Allsherjarverkfalli SFR og SLFÍ sem hefjast átti á miðnætti í kvöld hefur verið frestað.
Lesa meira
27.10.2015

44. þing BSRB hefst á morgun

Þing BSRB verður sett kl. 10 á morgun, miðvikudaginn 28. október, á Hótel Nordica í Reykjavík. Þingið, sem að þessu sinni fer fram undir yfirskriftinni "Öflug almannaþjónusta - betra samfélag", mun standa til föstudags og fer fram þrátt fyrir óvissu um stöðu kjaraviðræðna þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB sem semja við ríkið.
Lesa meira
26.10.2015

Samningafundur hafinn

Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL funda í dag, mánudaginn 26. október, á ný með samninganefnd ríkisins. Fundurinn hófst kl. 13 og mun standa frameftir degi.
Lesa meira
21.10.2015

Áfram fundað í dag

Samninganefnd SFR, SLFÍ og LL fundaði hjá ríkissáttasemjara ásamt samninganefnd ríkisins í gærdag og fram á kvöld. Eitthvað hefur þokast áfram í viðræðunum og munu aðilar taka upp þráðinn kl. 10 í dag og funda fram eftir degi.
Lesa meira
20.10.2015

Ályktun Landssambands lögreglumanna

Landsamband lögreglumanna sendi í gær frá sér ályktun vegna bréfs sem sambandinu barst frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu nýverið. Landsamband lögreglumanna fordæmdi bréfið í ályktun sinni í gær.
Lesa meira
19.10.2015

Fundur í dag - samstöðufundur í fyrramálið

Samninganefnd BSRB félaganna þriggja – SFR, SLFÍ og LL – á fund með samninganefnd ríkisins í dag kl. 13 þar sem haldið verður áfram að ná saman um nýjan kjarasamning. Önnur vinnustöðvun SFR og SLFÍ hóst á miðnætti og mun standa til miðnættis á þriðjudag.
Lesa meira
15.10.2015

Vel sóttur samstöðufundur í morgun

Samstöðufundur fór fram á Austurvelli nú í morgun þar sem félagsmenn SFR, SLFÍ og LL komu saman til að ítreka kröfur sínar um sambærilegar launahækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn hafa þegar fengið. Fundurinn var vel sóttur.
Lesa meira
13.10.2015

Fundur boðaður á morgun

Fundur samninganefnda SFR, SLFÍ og LL með samninganefnd ríkisins hefur verið boðaður kl. 10:00 miðvikudaginn 14. október næstkomandi, daginn fyrir fyrirhugað verkfall félaganna.
Lesa meira
09.10.2015

Yfirlýsing SFR, SLFÍ og LL

Formenn SFR, SLFÍ og LL hittu ásamt fjölda félagsmanna Sigmun Davíð forsætisráðherra nú í morgun í stjórnarráðinu í upphafi ríkisstjórnarfundar. Þar afhentu þau ráðherra yfirlýsingu frá félögunum þar sem stjórnvöld voru hvatt til þess að semja áður en verkfall þúsunda ríkisstarfsmanna skellur á.
Lesa meira
09.10.2015

Ályktun aðalfundar Stavey

Aðalfundur Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar samþykkti í gær ályktun þar sem ríkisstjórn Íslands er hvött til að klára þegar samninga við aðildarfélög BSRB í samræmi við hækkanir sem aðrir ríkisstarfsmenn hafa þegar fengið.
Lesa meira
08.10.2015

Samstöðufundur við stjórnarráðið

Félagsmenn í SFR, SLFÍ og LL, þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB sem semja við ríkið, hafa ákveðið að safnast saman fyrir framan stjórnarráðið í fyrramálið til að afhenda forsætisráherra yfirlýsingu þess efnis að ekki sé of seint að semja við félögin áður en verkfall SFR og SLFÍ skellur á um miðja næstu viku.
Lesa meira
07.10.2015

Elín Björg gestur Morgunvaktarinnar

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun þar sem hún fór m.a. yfir þá afleiddu stöðu sem aðildarfélög BSRB hafa verið í að undanförnu. Félögin hafa boðað til verkfalls en komast ekki að samningaborðinu með samninganefnd ríkisins þar sem samninganefndin segist vera að bíða eftir útspili frá svonefndum SALEK-hóp sem skipaður er öllum aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum stjórnvalda.
Lesa meira
06.10.2015

Árangurslaus samningafundur SFR, SLFÍ og LL

Samningafundi SFR, SLFÍ og LL við samninganefnd ríkisins lauk fyrir stundu. Ljóst er að fjármálaráðherra hefur sent samninganefnd sína án samningsumboðs á fundinn. Hann var því árangurslaus og ekki var boðað til nýs fundar. Staðan í samningaviðræðum félaganna við ríkið er grafalvarleg enda skellur á verkfall hjá félagsmönnum SFR og SLFÍ sem starfa hjá ríkinu þann 15. október ef samningar nást ekki fyrir þann tíma.
Lesa meira
02.10.2015

Lögreglan styrkir verkfallssjóði SFR og SLFÍ

Lög­reglu­fé­lag Eyja­fjarðar ákvað á fé­lags­fundi sín­um í dag að gefa bæði Sjúkra­liðafé­lag­inu og SFR 100.000 krón­ur hvoru í verk­falls­sjóð komi til verk­falls fé­lag­anna 15. októ­ber.
Lesa meira
01.10.2015

NFS mótmælir aðgerðum finnsku ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórn Finnlands hefur kynnt áform um að afnema samningsrétt verkalýðshreyfingarinnar, grípa inn í gerða kjarasamninga og skerða kjör launafólks á fjölmörgum sviðum. Þessi aðgerð mun sérstaklega hafa neikvæð áhrif á láglaunafólk, konur og þá sem starfa utan dagvinnutíma og um helgar.
Lesa meira
01.10.2015

Flúði frá Bosníu - Nú ráðherra í Svíþjóð

Ræða hinnar sænsku Aidu Hadzialic á þingi Evrópusambands verkalýðsfélaga, ETUC, hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. Aida er sjálf flóttamaður frá Bosníu sem flúði með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar sem barn. Nú er hún ráðherra í sænsku ríkisstjórninni þar sem hún ber m.a. ábyrgð á menntun á framhaldsskólastigi og fullorðinsfræðslu.
Lesa meira
01.10.2015

Atvinnuleysi í brennidepli á þingi ETUC

Mikil umræða um stöðu atvinnumála í Evrópu og atvinnuleysi ungs fólks hefur farið fram á þingi ETUC, Evrópusambands verkalýðsfélaga, sem nú stendur yfir í París. Einnig hefur verið fjallað um mikilvægi aukinna fjárfestinga til að skapa fleiri störf um leið og réttindi og kjör launafólks verði varin og þau bætt.
Lesa meira
29.09.2015

Þing Evrópusambands verkalýðsfélaga sett

Þrettánda þing Evrópusambands verkalýðsfélaga (ETUC) var sett í París í morgun og stendur það fram á föstudag. Yfirskrift þingsins er „Réttlátt samfélag – góð störf og réttindi launafólks“.
Lesa meira
18.09.2015

Verkföll í Finnlandi

Fjöldi launafólks í Finnlandi hefur í dag lagt niður störf til að mótmæla miklum niðurskurði ríkisstjórnarinnar þar í landi. Almenningssamgöngur hafa víða legið niðri og hafnir hafa verið lokaðar svo dæmi sé tekið. Þá hefur þurft að aflýsa nokkrum flugferðum vegna verkfallsins.
Lesa meira
16.09.2015

Fullt út úr dyrum á baráttufundinum

Félagsmenn BSRB fjölmenntu á baráttufund fyrir bættum kjörum, í Háskólabíói í gær og var fullt út úr dyrum og góður andi í fólki. Það voru SFR, SLFÍ og LL sem stóðu að fundinum en kjaraviðræður umræddra félaga við samninganefnd ríkisins hafa lítið þokast áfram á síðustu vikum.
Lesa meira
14.09.2015

Baráttufundur á morgun

Baráttufundur SFR, SLFÍ og LL fyrir fyrir bættum kjörum fer fram á morgun, þriðjudag kl. 17:00 í Háskólabíói. Félögin sem um ræðir eru þrjú fjölmennustu aðildarfélög BSRB sem semja við ríkið og fram til þessa hafa stjórnvöld hafnað því að félagsmenn SFR, SLFÍ og LL fái sambærilegar kjarabætur og sérfræðingar og hálaunafólk, sem starfar hjá ríkinu. Þeir sem eru á lægri launum eiga að sætta sig við einungis hluta í stað sambærilegra kjarabóta.
Lesa meira
12.09.2015

Baráttufundur á þriðjudag

Sjúkraliðafélag Íslands, SFR- stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna efna til baráttu- og kynningarfundar þriðjudaginn 15. september, kl. 17.00 í Háskólabíói. BSRB hvetur alla félagsmenn sína til að sýna stuðning í verki með því að taka þátt í baráttufundinum.
Lesa meira
10.09.2015

Ályktun NFS um flóttafólk

NFS, Norræna verkalýðssambandið, sendi í dag frá sér ályktun vegna flóttamannastraumsins til Evrópu. Ályktunin var samþykkt á formannafundi sambandsins sem fer þessa dagana fram í Kaupmannahöfn. Bæði BSRB og ASÍ eru aðildarfélög NFS.
Lesa meira
09.09.2015

Árangurslaus samningafundur í dag

Fundi SFR, SLFÍ og LL með samninganefnd ríkisins sem hófst kl. 13 í dag er lokið án árangurs og ekki hefur verið boðað til næsta fundar. Fulltrúar þessara þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB fóru fullir bjartsýni á fund samninganefndarinnar í dag enda höfðu ráðamenn ríkissins í allan gærdag talað um góða stöðu ríkissjóðs og fjallað um aukin fjárframlög til hinna ýmsu málaflokka.
Lesa meira
01.09.2015

Vonbrigði með tilboð ríkisins

Samninganefndir þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB sem semja við ríkið funduðu í dag með samninganefnd ríkisins. Félögin sem um ræðir eru Sjúkraliðafélags Íslands, SFR og Landssambandi lögreglumanna og fór fundur dagsins fram undir stjórn ríkissáttasemjara.
Lesa meira
31.08.2015

Launakröfur SFR, LL og SLFÍ lagðar fram

Samninganefndir þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB sem semja við ríkið – SFR, Landssamband lögreglumanna og Sjúkraliðafélag Íslands – hafa undanfarið fundað með samninganefnd ríkisins. Fyrir helgi kynntu félögin samninganefndinni launakröfur sínar sem byggja á sama ramma og fram kemur í ákvörðun gerðardóms um kjör fólks í aðildarfélögum BHM og Félagi ísl. hjúkrunarfræðinga.
Lesa meira
28.08.2015

Kjölur semur við Norðurorku hf.

Kjölur undirritaði nýverið kjarasamning við Norðurorku hf. vegna félagsmanna sem starfa þar. Kjarasamningurinn tekur mið að kjarasamningum gerðum á almenna vinnumarkaðnum sl. vetur.
Lesa meira
25.08.2015

Riftun IPA samnings við FA ólögmæt

Umboðsmaður Evrópusambandsins (European Ombudsman) gagnrýnir framkvæmdastjórn ESB harðlega fyrir málsmeðferð þeirra varðandi IPA samning Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og ESB. Samningnum var rift þegar aðildarviðræður Íslands voru stöðvaðar. Umboðsmaður hefur beint þeim tilmælum til Evrópusambandsins að það standi við samninginn enda sé framferði framkvæmdastjórnarinnar óásættanlegt og grafi undan þeim gildum sem byggja skuli á.
Lesa meira
20.08.2015

Trúnaðarmannanámskeiðin fara af stað á ný

Trúnaðarmannanámskeiðin halda áfram hjá Félagsmálaskóla alþýðu nú í haust. Í september og október verður kennt í 3. og 4. þrepi Trúnaðarmannanámskeiðs I en í nóvember heldur kennsla áfram í Trúnaðarmannanámskeiði II.
Lesa meira
18.08.2015

Fundar vegna kjarasamninga

Fulltrúar úr viðræðu- og samninganefndum þremur af fjölmennustu aðildarfélögum BSRB, SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna, hittust á fundi í gær. Þar var m.a. farið yfir úrskurð Gerðardóms í málum BHM og Félags ísl. hjúkrunarfræðinga sem birtur var á sl. föstudag.
Lesa meira
10.08.2015

Kjaraviðræður að hefjast á ný

Kjaraviðræður þriggja af fjölmennustu aðildarfélögum BSRB sem semja við ríkið eru hafnar að nýju eftir sumarleyfi. Formaður SFR segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að menn bíði átekta og fundað verði næstkomandi miðvikudag og fimmtudag í deilunni.
Lesa meira
08.07.2015

PFÍ skrifar undir kjarasamning

Samninganefndir Póstmannafélags Íslands og Íslandspósts hafa undirritað nýjan kjarasamning. Samningsforsendur í þessum samningi taka að stærstum hluta mið af samningsforsendum í samningum SA við SGS, Flóabandalagið og VR frá 29. maí 2015.
Lesa meira
02.07.2015

Nýtt starfsmat skilar 3,3% meðalhækkun launa

"Það er mikill áfangi og ánægjuefni að endurskoðun starfsmatsins sé lokið enda hefur þessi vinna staðið yfir í langan tíma. Mestu skiptir að hún skilar yfirgnæfandi meirihluta okkar félagsmanna hækkun launa en hún er að jafnaði um 3,3%," segir Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar - stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, um endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaganna sem nú liggur fyrir. Breytingarnar þýða að laun fjölmargra félagsmanna aðildarfélaga BSRB sem semja við sveitarfélögin muni hækka samkvæmt endurskoðuðu starfsmatskerfi.
Lesa meira
30.06.2015

Viðræðum frestað

Flest aðildarfélög BSRB hafa ákveðið í samráði við viðsemjendur sína að fresta samningaviðræðum fram í ágúst.
Lesa meira
29.06.2015

Tillögur að nýrri vinnumarkaðsstefnu

Nefnd sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, skipaði í september á liðnu ári til að móta vinnumarkaðsstefnu og fjalla um skipulag vinnumarkaðsmála hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Markmiðið er að stuðla að velferð fólks á vinnumarkaði og tryggja atvinnuþátttöku sem flestra.
Lesa meira
22.06.2015

Virkur vinnustaður - mikilvægt þróunarverkefni

Haustið 2011 fór VIRK Starfsendurhæfingarsjóður af stað með Virkan vinnustað, metnaðarfullt 3ja ára þróunarverkefni um forvarnir á vinnustað og endurkomu einstaklinga til vinnu eftir veikindi eða slys. VIRK var umsjónar- og ábyrgðaraðili verkefnisins en fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins sátu í stýrihópi þess. 12 fyrirtæki og stofnanir tóku þátt í verkefninu, um 30 vinnustaðir innan mismunandi starfsgreina, svo sem verslunar og þjónustu, fræðslu- og heilbrigðisstarfsemi, framleiðslustarfsemi og fiskiðnaðar.
Lesa meira
19.06.2015

Til hamingju með daginn

Fyrir einni öld staðfesti konungur lög frá Alþingi sem færðu um 12.000 íslenskum konum, sem voru 40 ára og eldri, kosningarétt. Þessum áfanga verður fagnað á margvíslegan hátt um land allt í dag.
Lesa meira
18.06.2015

Kynjabókhald BSRB

Kynjabókhald BSRB fyrir síðasta starfsár hefur nú verið gert opinbert. Jafnréttisnefnd BSRB hefur í samræmi við ályktun sem samþykkt var á 42. þingi bandalagsins látið taka saman kynjabókhald fyrir BSRB á hverju ári.
Lesa meira
15.06.2015

Fögnum og gefum frí 19. júní!

Haldið verður upp á 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna þann 19. júní næstkomandi. Í tilefni af afmælinu hafa atvinnurekendur jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum verið hvött til að gefa starfsmönnum frí frá hádegi 19. júní, að því marki sem kostur er.
Lesa meira
12.06.2015

Stytting vinnutíma gefist vel

Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar á styttingu vinnuvikunnar hefur nú staðið yfir í þrjá mánuði og hefur gefist afar vel samkvæmt því sem Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir í viðtali við Fréttatímann. Framkvæmdastjóri BSRB á sæti í stýrihóp verkefnisins sem er ætlað að meta árangur af styttingu vinnutíma m.a. út frá gæði þjónustunnar sem veitt er og líðan starfsfólks.
Lesa meira
11.06.2015

Sameiginlega yfirlýsing frá BSRB og ASÍ

Stjórn BSRB og miðstjórn ASÍ hafa ákveðið að tilnefna ekki fulltrúa í verðlagsnefnd búvara. Undanfarin ár samtökin tilnefnt einn fulltrúa hvort til setu í nefndinni til að gæta hagsmuna neytenda. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur skýrt fram að starf verðlagsnefndar búvara hefur verið farsælt og til hagsbóta fyrir bæði neytendur og bændur. Niðurstaða nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er á sama veg.
Lesa meira
08.06.2015

Útskrift frá Sjúkraflutningaskólanum

Útskrift nemenda Sjúkraflutningaskólans fór fram í hátíðarsal Háskólans á Akureyri síðastliðinn föstudag þegar útskrifaðir voru 237 nemendur sem stunduðu nám við skólann 2014–2015.
Lesa meira
05.06.2015

Sveitarfélög greiði sjúkraliðum mismunin

Félagsdómur í máli nr. 1/2015, Sjúkraliðafélagið gegn Akureyrarbæ. Sjúkraliðafélagið (SLFÍ) krafðist þess að viðurkennt yrði að starfandi sjúkraliðar á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð og á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri falli undir starfsheitið „Sjúkraliði B“ samkvæmt grein 1.3.1 í kjarasamningi aðila. Akureyrarbær krafðist sýknu.
Lesa meira
03.06.2015

Yfirlýsing þings NFS

Norræna verkalýðssambandið hélt á dögunum þing sitt. Aðild að NFS eiga öll helstu heildarsamtök launafólks á Norðurlöndunum, þar á meðal BSRB og ASÍ.
Lesa meira
02.06.2015

Kjaraviðræðum vísað til sáttasemjara

Samninganefnd SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna - ákvað á fundi sínum í gær að vísa viðræðum um endurnýjun kjarasamninga SFR, SLFÍ og LL við fjármálaráðherra til ríkissáttasemjara. Samningsaðilar hafa fundað síðan í mars og telja fulltrúar samninganefndar félaganna fullreynt að ná samningi á milli aðila án milligöngu ríkissáttasemjara.
Lesa meira
28.05.2015

NFS gefur FIFA rauða spjaldið

Fulltrúar NFS, Norræna verkalýðssambandsins, gáfu FIFA í dag rauða spjaldið á þingi NFS sem fer fram þessa dagana í Köge í Danmörku. Innan NFS eru öll helstu heildarsamtök launafólks á Norðurlöndunum, þar á meðal BSRB.
Lesa meira
27.05.2015

Eru til karla- og kvennastörf?

Morgunfundur fer fram á morgun, fimmtudaginn 28. maí, þar sem stjórnendur þriggja tæknifyrirtækja segja frá því hvernig unnið er að jafnrétti í þeirra fyrirtækjum. Í lok fundar verða síðan Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent í annað sinn. Fundurinn er ætlaður stjórnendum og öðrum sem áhuga hafa á auknu jafnrétti í íslensku viðskiptalífi.
Lesa meira
22.05.2015

SLFÍ hafði betur gegn Akureyrarbæ

Félagsdómur í máli nr. 1/2015, Sjúkraliðafélagið gegn Akureyrarbæ. Sjúkraliðafélagið (SLFÍ) krafðist þess að viðurkennt yrði að starfandi sjúkraliðar á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð og á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri falli undir starfsheitið „Sjúkraliði B“ samkvæmt grein 1.3.1 í kjarasamningi aðila. Akureyrarbær krafðist sýknu.
Lesa meira
21.05.2015

Ávarp varaformanns BSRB á ársfundi LSR

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins fór fram í dag þar sem m.a. koma fram að samanlagðar eignir allra deilda LSR eru 535,5 milljarðar kr. og hafa hækkað um 50,5 milljarða kr. frá árinu á undan. Árni Stefán Jónsson, varaformaður formaður BSRB og stjórnarformaður LSR flutti ávarp á fundinum þar sem hann fjallaði m.a. um góða ávöxtun eigna sjóðsins á árinu en jafnframt um vandann sem tryggingarfræðileg staða LSR stendur frammi fyrir.
Lesa meira
20.05.2015

Af morgunverðarfundi um kyn, starfsframa og laun

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynnti í morgun á fundinum Kyn, starfsframi og laun niðurstöður rannsóknarverkefna hópsins. Annars vegar er um að ræða fyrstu rannsókn, sem gerð hefur verið hér á landi á kynbundnum launamun, sem tekur til vinnumarkaðarins í heild og hins vegar rannsóknarskýrslu um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði.
Lesa meira
19.05.2015

Ársfundur LSR og LH

Ársfundur LSR og LH verður haldinn fimmtudaginn 21. maí kl. 15 í húsnæði LSR við Engjateig 11, 105 Reykjavík. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.
Lesa meira
19.05.2015

Kyn, starfsframi og laun

Morgunverðarfundur verður haldin þann 20. maí 2015 kl. 08.00 – 10:00 á Grand Hótel Reykjavík þar sem kynntar verða niðurstöður rannsóknar um kynbundinn launamun og skýrsla um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði
Lesa meira
18.05.2015

Um 13% launamunur hjá opinberum starfsmönnum

Óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi var 18,3% árið 2014 og hefur minnkað frá fyrra ári úr 19,9%. Munurinn var 19,9% á almennum vinnumarkaði en 13,2% hjá opinberum starfsmönnum, þar af var munurinn 14,1% hjá ríki og 6,7% hjá sveitarfélögum. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.
Lesa meira
08.05.2015

Ályktun aðalfundar BSRB

Aðalfundi BSRB lauk nú síðdegis. Á fundinum var samþykkt ályktun um kjaramál þar sem stjórnvöld eru og launagreiðendur eru hvött til að axla ábyrgð á þeirri stöðu sem nú ríkir á vinnumarkaði.
Lesa meira
08.05.2015

Aðalfundi BSRB lokið

Aðalfundi BSRB lauk rétt í þessu. Fyrir hádegi fjallaði Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, um starfsemi og árangur sjóðsins. Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB fór því næst yfir stöðu í lífeyrismálum og Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB fór yfir gang kjarasamningsviðræðna.
Lesa meira
01.05.2015

Ræða formanns BSRB á 1. maí

„Við stöndum frammi fyrir alvarlegustu deilum á vinnumarkaði í áraraðir. Á síðasta ári voru kjarasamningar megin þorra launafólks framlengdir með mjög hóflegum launahækkunum. Með þeim samningi var skapað tækifæri fyrir stjórnvöld til að byggja samfélag jafnaðar, þar sem hagsmunir heildarinnar voru settir í forgrunn. En í stað þessa að nýta þetta einstaka tækifæri og leggjast á eitt með launafólki, með því að vinna sameiginlega að bættum hag almennings héldu stjórnvöld inn á braut sérhagsmuna og ójafnaðar,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir í 1. maí ræðu sinni á Akureyri í dag þar sem hún var aðalræðumaður dagsins. Fjallaði hún m.a. um gjörðir stjórnvalda og atvinnurekenda sem hefðu ekki verið til þess að skapa traust og koma á frekari jöfnuði.
Lesa meira
01.05.2015

Varaformaður BSRB á 1. maí

„Við stöndum nú á tímamótum þar sem teknar verða afdrifaríkar ákvarðanir um afdrif þjóðarinnar. Nú standa yfir einhver mestu og illvígustu átök á vinnumarkaði sem sést hafa í áratugi. Fullkomið vantraust og trúnaðarbrestur er á milli aðila. Það er tími til kominn að launafólk sýni mátt sinn og megin,“ sagði Árni Stefán Jónsson, varaformaður BSRB, í 1. maí ræðu sinni á Ingólfstorgi í Reykjavík í dag.
Lesa meira
01.05.2015

Jöfnuður síst of mikill

„Með kjarasamningum á síðasta ári var tækifæri skapað fyrir stjórnvöld og launagreiðendur að ávinna sér traust og sýna í verki að þau hefðu hagsmuni heildarinnar í huga. En í stað þess að leggjast á eitt með almenningi og vinna sameiginlega að bættum hag fjöldans var haldið inn á braut sérhagsmuna,“ er á meðal þess sem Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir í grein sinni í Fréttablaðinu í dag í tilefni 1. maí, baráttudegi verkalýðsins.
Lesa meira
30.04.2015

1. maí um land allt

Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur um allt land þann 1. maí. Fjölbreytt baráttudagskrá hefur verið skipulögð um land allt og hér á eftir fara upplýsingar um hvað er að gerast hvar.
Lesa meira
29.04.2015

Dagskrá 1. maí á Akureyri

Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur um allt land þann 1. maí og Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, verður aðal ræðumaður á baráttufundinum á Akureyri.
Lesa meira
27.04.2015

Dagskrá 1. maí í Reykjavík

Baráttudagur verkalýðsins er á föstudaginn kemur þann 1. maí og verða baráttufundir haldnir af því tilefni víða um land. yfirskrift fundarins í Reykjavík að þessu sinni er „Jöfnuður býr til betra samfélag“ og mun varaformaður BSRB, Árni Stefán Jónsson, vera einn ræðumanna á fundinum sem fer fram á Ingólfstorgi. Áður en fundurinn hefst verður farið í kröfugöngu niður Laugaveginn en ítarlegri dagsrká má sjá hér að neðan. Að fundi loknum mun BSRB bjóða í baráttukaffi í húsnæði sínu að Grettisgötu 89.
Lesa meira
22.04.2015

Starf VIRK skilar miklu til baka

Starfsemi VIRK, starfsendurhæfingarsjóðs sparar ríkinu, Tryggingastofnun og lífeyrissjóðunum milljarðaútgjöld skv. skýrslu Benedikts Jóhannessonar, tryggingastærðfræðings. Framkvæmdastjóri VIRK segir matið varfærið í samtali við fréttastofu Rúv.
Lesa meira
21.04.2015

Formaður BSRB á ráðstefnunni í morgun

„Árin eftir hrun hafa verið launafólki mjög erfið, megin byrðar efnahagshrunsins hafa verið bornar af launafólki sem hefur mátt sætta sig við hækkun nánast allra tölfræði þátta sem mælikvarðar ná yfir – nema kannski launa sinna,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB á ráðstefnu BSR og ASÍ í morgun.
Lesa meira
16.04.2015

Málþing - Að stika sér spönn á kvennaslóðum

Efnt verður til málþings laugardaginn 18. apríl kl. 14 í tengslum við sýninguna MENN sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) skipuleggur málþingið en þar koma fræðimenn og samfélagsrýnar saman og ræða efni frá sjónarhóli karla- og jafnréttisfræða.
Lesa meira
15.04.2015

Námskeið um vottun jafnlaunakerfa

Velferðarráðuneytið stendur ásamt endurmenntun Háskóla Íslands fyrir námskeiði um vottun jafnlaunakerfa. Á námskeiðinu verður fjallað um lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, vinnurétt, kjarasamninga, launagreiningar og flokkun og mat á verðmæti starfa. Námskeiðinu lýkur með útgáfu skírteinis fyrir þá sem ljúka námskeiðinu með prófi.
Lesa meira
14.04.2015

Góð ávöxtun LSR

„Ávöxtun eigna LSR á árinu 2014 var mjög góð,“ segir í tilkynningu frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þar kemur einnig fram að: „Nafnávöxtun sjóðsins var 10,1% sem svarar til 8,9% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 5,7%. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi á árinu 2014 voru 49,5 milljarðar króna og heildareignir LSR voru 535,5 milljarðar króna í árslok 2014. Undanfarin þrjú ár hafa eignir LSR aukist um 156 milljarða króna. Það má að stærstum hluta rekja til ávöxtunar sjóðsins því á sama tíma hafa tekjur af fjárfestingum numið 150,1 milljarði króna.“
Lesa meira
13.04.2015

Vel heppnað málþing um auðlindir

Vel á annað hundrað manns mættu á málþing Landverndar og áhugafólks um sjálfbæra þróun um auðlindamál sem haldið var á Hótel Sögu laugardaginn 11. apríl undir yfirskriftinni Þjóðareign. Umfjöllunarefni málþingsins var nýting auðlinda Íslands, eignarhald og skipting auðlindaarðsins. Efnt var til þingsins með stuðningi ASÍ og BSRB. Fundarstjórar voru þeir Stefán Jón Hafstein og Þórarinn Eyfjörð.
Lesa meira
10.04.2015

Krefjast afturköllunar uppsagna

SFR stéttarfélag í almannaþjónustu mótmælir harðlega þeim aðferðum sem viðhafðar voru við uppsagnir starfsfólks á Samgöngustofu fyrir skemmstu og gerir þá skýlausu kröfu að uppsagnirnar verði dregnar til baka hið fyrsta.
Lesa meira
08.04.2015

Málþing um auðlindir landsins

Málþing um auðlindir landsins, nýtingu þeirra og arðsemi verður haldið næstkomandi laugardag 11. apríl. Yfirskrift málþingsins er „Þjóðareign“. Eins og líkum lætur verður þar fjallað um hvert arðurinn og rentan af auðlindum okkar ratar og velt m.a. upp spurningum um spillingu og skilvirka auðlindastjórnun.
Lesa meira
01.04.2015

Lokað yfir páskana

Starfsfólk skrifstofu BSRB óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska. Skrifstofa BSRB verður lokuð frá og með skírdegi, fimmtudeginum 2. apríl. Skrifstofan mun opna að lokinni páskahátíðinni á þriðjudaginn kemur, þann 7. apríl, kl. 9:00.
Lesa meira
26.03.2015

Kröfugerð SFR, SLFÍ og LL birt

Samninganefndir SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna lögðu í dag fram sameiginlega kröfugerð félaganna í komandi kjarasamningum. Félögin þrjú eru stærstu félögin innan BSRB sem semja við ríkið og hópurinn sem samið verður fyrir telur rúmlega 5200 manns.
Lesa meira
25.03.2015

Opinn fundur: jafnréttislög og ráðningar

Opinn fundur um jafnréttislög og ráðningar verður haldinn í Háskóla Íslands þann 26. mars 2015 frá kl. 12:00 til 13:00. Fundurinn fer fram í Odda í stofu 101 og þar mun Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður fjalla um álitamál við ráðningar.
Lesa meira
24.03.2015

Fjölskylduvænt samfélag brýnt kjaramál

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir í grein sinni í Fréttablaðinu í dag að fjölskylduvænt samfélag sé á meðal mikilvægustu kjaramála samtímans. Þar fjallar hún m.a. um styttingu vinnutíma, stöðu fæðingarorlofssjóðs og jafnrétti á vinunmarkaði og á heimilinum.
Lesa meira
22.03.2015

Alþjóðlegur dagur vatnsins

Alþjóðlegur dagur vatnsins er haldinn ár hvert þann 22. mars og er markmiðið að beina sjónum að vatnsskorti í heiminum og stuðla að sjálfbærum nýtingum á vatnsauðlyndum heimsins. Það eru SÞ sem halda daginn árlega til að vekja athygli á þessu mikilvæga máli.
Lesa meira
16.03.2015

Námskeið um hvíldartíma og frítökurétt

Námskeið þar sem farið verður yfir ákvæði og reglugerðir um um hvíldartíma og ávinnslu á frítökurétti í umhverfi starfsmanna sem vinna vaktavinnu eða óreglubundna vinnu verður haldið fimmtudaginn 19. mars næstkomandi á vegum Félagsmálaskóla Alþýðu.
Lesa meira
04.03.2015

Hádegisfundur í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða Alþýðusamband Íslands, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð til hádegisverðarfundar mánudaginn 9. mars 2015 þar sem fjallað verður um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs undir yfirskriftinni „Er tími til að njóta lífsins?“
Lesa meira
23.02.2015

Hvað tefur í húsnæðismálum?

„Hvað tefur í húsnæðismálum?“ er fyrirsögnin í grein formanns BSRB sem birtist í dag í Fréttablaðinu. Greinin fjallar um mikilvægi þess sett verði í forgang uppbygging almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðisbótakerfi.
Lesa meira
19.02.2015

Undirbúningur kjaraviðræðna

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um undirbúning aðildarfélaga BSRB fyrir komandi kjaraviðræður. Formaður BSRB segir undirbúninginn ganga vel þó félögin séu mislangt á vel komin.
Lesa meira
19.02.2015

Starfskostnaður eða laun?

Formaður BSRB segir í samtali við Fréttastofu Rúv að líta megi á fastar mánaðarlegar starfskostnaðargreiðslur þingmanna sem launagreiðslur enda eru greiddir skattar eins og um hver önnur laun sé að ræða.
Lesa meira
14.02.2015

Svigrúm til launahækkana

Formaður BSRB segir í samtali við Fréttastofu Rúv staða aðildarfélaga BSRB hljóti að vera sterkari við gerð kröfugerða fyrir komandi kjarasamninga í ljósi nýrrar skýrslu um launaþróun. Samkvæmt úttekt heildarsamtaka vinnumvarkaðarins á efnahagsumhverfi og launaþróun sem kom út fyrir helgi hækkaði tímakaup ríkisstarfsmanna innan BSRB minnst eða um 4,9%.
Lesa meira
13.02.2015

Ný skýrsla: Í aðdraganda kjarasamninga

Ný skýrsla sem ber heitið „Í aðdraganda kjarasamninga: Efnahagsumhverfi og launaþróun“ var kynnt á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Skýrslan er afrakstur tveggja vinnuhópa á vegum samstarfsnefndar um launaupplýsingar sem er skipuð fulltrúum ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, SA, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fjármála- og efnahagsráðuneytis.
Lesa meira
08.02.2015

Isavia greiði 7 milljónir vegna ólöglegrar uppsagnar

Fyrir skemmstu féll dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli félagsmanns BSRB og FÍF, félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þar var Isavia ohf. gert að greiða félagsmanninum miskabætur vegna meiðandi framkomu í hans garð auk bóta vegna fjártóns af völdum ólöglegrar uppsagnar hans, samtals 7.000.000 króna auk málskostnaðar. Dómurinn er sá nýjasti sem Isavia hefur fengið á sig vegna sambærilegra mála á síðustu árum.
Lesa meira
06.02.2015

Ályktun stjórnar BSRB um heilbrigðismál

Stjórn BSRB samþykkti á fundi sínum í Reykjavík í dag ályktun um mikilvægi þess að tryggja um jafnt aðgengi landsmanna allra að heilbrigðisþjónustu. Þar segir m.a. „heilsa fólks getur aldrei orðið eins og aðrar markaðsvörur í samfélagi sem vill kenna sig við jafnræði og réttlæti“ auk þess sem áhersla er lögð á að efling heilbrigðiskerfisins verði gerð með hagsmuni landsmanna allra að leiðarljósi.
Lesa meira
04.02.2015

Ályktun stjórnar BSRB

Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun vegna ákvörðunar Kópavogsbæjar um að lækka laun karlmanns sem hafði hærri laun en kona í jafn verðmætu starfi í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Hér að neðan má einnig nálgast samatekt á úrskurði kærunefndarinnar. BSRB tekur mikilvægt vegna mikillar opinberrar umfjöllunar um málið sé rétt að árétta að málið snýst um mismunun við ákvörðun grunnlauna konunnar og karlsins. Í niðurstöðu kærunefndarinnar var einnig sérstaklega tilgreint að: „óumdeilt er að kærandi er nú einnig með lægri heildarlaun er karlmaðurinn. Launamun þessum verður ekki eytt með lækkun launa karlmannsins eins og kærði hefur hreyft þar sem laun hans eru í samræmi við kjarasamning en samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar samrýmast ekki 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, og eru ógildir.“
Lesa meira
03.02.2015

Höfnum leið misskiptingar

"Höfnum leið misskiptingar í heilbrigðismálum," er fyrirsögnin í grein formanns BSRB sem birtist í dag í Fréttablaðinu. Greinin fjallar um mögulega einkavæðingu í heilbrigðiskerfisins og þau félagslegu og fjárhagslegu áhrif sem slíkar aðgerðir kunna að hafa.
Lesa meira
02.02.2015

SLFÍ samþykkja kjarasamning

Sjúkraliðar starfandi hjá FAAS (Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga) hafa samþykkt kjarasamning sem félagið samdi um fyrir þeirra hönd. Ekki verður því af boðuðu verkfalli félaga í Sjúkraliðafélagi íslands sem hefjast átti í Múlabæ og Hlíðabæ.
Lesa meira
01.02.2015

Undrast afstöðu Kópavogsbæjar

„Afstaða Kópavogsbæjar eins og hún birtist í þessu máli er ekki til þess að hvetja fólk til að sækja rétt sinn,“ segir Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB um þá ákvörðun Kópavogsbæjar að lækka laun karlmanns sem hafði hærri laun en kona í sama starfi. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði launamun karlsins og konunnar ólögmætan í október í fyrra og brást Kópavogsbær við úrskurðinum með því að lækka launa karlmannsins í stað þess að hækka laun konunnar.
Lesa meira
29.01.2015

Námskeið fyrir vinnuverndarfulltrúa

Námskeið fyrir vinnuverndarfulltrúa öryggisverði, öryggistrúnaðarmenn, mannauðsstjóra og vinnuverndarfulltrúa vinnustaða verður haldið dagana 3. og 4. febrúar. Námskeiðið, sem haldið er í húsnaði Mannvits hf í Kópavogi, stendur í alls 12 klukkustundir.
Lesa meira
28.01.2015

Rannsókn á notendum atvinnuleysistryggingakerfisins

Niðurstöður nýrrar rannsóknar Vinnumálastofnunar og velferðarráðuneytisins sýna að meirihluti þeirra sem þátt tóku í könnuninni og fullnýtt höfðu rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins hafði hafið þátttöku á vinnumarkaði að nýju þegar könnunin var gerð, eða 57,8% svarenda. Að auki höfðu 5,8% hafið nám. Þannig sögðust 63,6% svarenda vera annaðhvort launamenn í fullu starfi, launamenn í hlutastarfi, í sjálfstæðum rekstri eða í námi.
Lesa meira
27.01.2015

Er íbúalýðræði leiðin til betri stjórnhátta?

Samband íslenskra sveitarfélaga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa fyrir opnu síðdegismálþingi föstudaginn 30. janúar 2015 kl. 15:00-17:30 í Norræna húsinu í tilefni að útkomu nýrrar bókar dr. Gunnars Helga Kristinssonar stjórnmálafræðiprófessors.
Lesa meira
23.01.2015

SLFÍ undirritar samninga

Sjúkraliðafélag Íslands undirritaði tvo kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara í gær. Annars vegar við Múlabæ / Hlíðabæ og hins vegar við FAAS, Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga.
Lesa meira
22.01.2015

Genfarskólinn 2015

Norræni Lýðháskólinn í Genf, Genfarskólinn er ætlaður virkum félagsmönnum í stéttarfélögunum. Gert er ráð fyrir því að umsækjendur hafi áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar. Æskilegt er að þeir hafi sótt fræðslustarf verkalýðshreyfingarinnar og þekki til starfsemi stéttarfélaganna og samtaka þeirra hér á landi.
Lesa meira
20.01.2015

Sjúkraliðar samþykkja tveggja daga verkfall

Sjúkraliðar sem starfa á Múlabæ og Hlíðabæ hafa samþykkt tveggja daga verkfall í febrúar hafi ekki samist fyrir þann tíma. Verkfallið mun standa yfir 4. til 5. febrúar frá kl. 8-16. Náist ekki að semja eftir fyrstu verkfallslotuna hefst þriggja daga verkfall 11. febrúar og ótímabundið frá og með átjánda febrúar hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Lesa meira
19.01.2015

Ekki bara launafólks að tryggja stöðugleika

Formaður BSRB segir í samtali við Fréttastofu Rúv að almennt launafólk geti ekki eitt borið ábyrgð á stöðugleika og lágri verðbólgu. Samfélagið allt hagnist á því að viðhalda stöðugleika og því verði allir jafnframt að leggja sitt af mörkum til að tryggja að svo verði áfram.
Lesa meira
16.01.2015

Dómur í máli félagsmanns BSRB

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra um að Seltjarnarnesbær skuli greiða félagsmanni BSRB tvær og hálfa milljón króna auk vaxta í skaðabætur vegna ólögmætrar niðurlagningar á starfi.
Lesa meira
13.01.2015

HM í skjóli þrælahalds

„Verkafólk frá löndum eins og Indlandi, Nepal, Sri Lanka, Filippseyjum og löndum Afríku eru á margan hátt í nauðungarvinnu. Þeim er neitað um að stofna stéttarfélög, aðbúnaður skelfilegur og gjarnan eru þeim ekki greidd umsamin laun. Fjöldi ungra manna hefur dáið við þessar aðstæður,“ sagði Sharan Burrows framkvæmdastjóri ITUC, Alþjóðasambands verkalýðsfélaga, fyrir fáeinum mánuðum þegar ljóst varð að heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu yrði haldin í Katar. Á morgun hefst þar heimsmeistarakeppnin í handknattleik og því er ekki úr vegi að benda á hinar skelfilegu aðstæður sem verkafólk býr við í landinu.
Lesa meira
13.01.2015

STAMOS opnar nýja skrifstofu

Starfsmannafélag Mosfellsbæjar opnaði skrifstofur sínar í Þverholti 3 í Mosfellsbæ síðasta haust og ætlar félagið af því tilefni að bjóða félagsmönnum sínum til gleðskapar í hinum nýju húsakynnum á fimmtudaginn milli kl. 17 og 19.
Lesa meira
12.01.2015

Trúnaðarmannanámskeiðin halda áfram á vorönn

Trúnaðarmannanámskeið BSRB og Félagsmálaskóla alþýðu heldur áfram í upphafi næsta mánaðar. Byrjað verður að kenna fyrsta námskeið á 1. þrepi Trúnaðarmannanámsins þann 2. febrúar nk. Kennt verður í þrjá daga frá 2. til 4. febrúar á milli kl. 9-15:45.
Lesa meira
09.01.2015

Dómur í máli félagsmanns BSRB

Nýlega féll dómur Hæstaréttar í máli félagsmanns BSRB. Málið varðaði miskabótakröfu félagsmannsins vegna þess hvernig staðið var að uppsögn á ráðningarsamningi við hann.
Lesa meira
07.01.2015

Félagslegt heilbrigðiskerfi tryggir aðgengi

Heilbrigðisþjónusta verður brotakenndari og skilar minni árangri þegar einkarekstur breiðist út í félagslegu heilbrigðiskerfi eins og er hér á landi. Þetta er niðurstaða úttektar á rekstri heilbrigðisþjónustu í Evrópu og vestan hafs sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor við Háskóla Íslands kynnti nýverið og sagt var frá í fréttum Rúv í vikunni.
Lesa meira
06.01.2015

Umsögn BSRB um verkfallsrétt lögreglumanna

BSRB hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996 sem fjallar m.a. um verkfallsrétt lögreglumanna. Í frumvarpinu er lagt til að verkfallsréttur lögreglumanna verði endurreistur.
Lesa meira
29.12.2014

Áramótapistill formanns BSRB

„Komandi kjarasamningar verða því ekki bara að fela í sér kjarabætur, betri aðbúnað og starfsskilyrði heldur verða stjórnvöld og atvinnurekendur allir að leggjast á árarnar með launafólki um að auka sameiginleg lífsgæði. Undir það fellur betri heilbrigðisþjónusta án óhóflegrar greiðsluþátttöku, jafn aðgangur að menntun, umönnun og félagslegri aðstoð,“ er á meðal þess sem Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir í áramótapistli sínum. Auk þess fjallar hún um samskiptin við stjórnvöld, nauðsyn þess að efla fæðingarorlofskerfið og málefni leigjenda. Þá leggur Elín Björg áherslu á að komandi kjarasamningar verði gerðir á fjölskylduvænum forsendum. Pistil formanns BSRB má sjá í heild sinni hér að neðan:
Lesa meira
23.12.2014

Gleðileg jól

BSRB óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og gæfu á komandi ári með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári.
Lesa meira
22.12.2014

Heildarkerfi starfsendurhæfingar í hættu

Stjórn VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs segir í bréfi til Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra að afgreiðsla fjárlaga 2015 hafi staðfest ásetning ríkisstjórnarinnar að standa ekki við lög og samninga við aðila vinnumarkaðarins um uppbyggingu starfsendurhæfingar og fjármögnun á VIRK og verði til þess að eitt heildarkerfi atvinnutengdrar starfsendurhæfingar verði ekki lengur fyrir hendi.
Lesa meira
21.12.2014

SDS og St. Fjallabyggðar gera samnning við SFV

Samflot bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hefur undirritað nýjan kjarasamning f.h. St. Fjallabyggðar og SDS og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu vegna starfsmanna á Hornbrekku Ólafsfirði og Fellsenda Dalabyggð.
Lesa meira
18.12.2014

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. Óhætt er að segja að gangan sé orðin ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum og tekur fjöldi fólks sér hlé frá tiltektum og innkaupum rétt fyrir jólin til að leggja sitt af mörkum og styðja kröfuna um frið og afvopnun í heiminum. Undanfarin ár hafa slíkar göngur einnig verið á Þorláksmessu á Akureyri og á Ísafirði og verður svo einnig nú.
Lesa meira
17.12.2014

Velferðarvakt skiptir máli

Fyrstu niðurstöður mats á störfum Velferðarvaktarinnar árin 2009-2014 benda til þess að Velferðarvaktin hafi gegnt mikilvægu hlutverki í kjölfar efnahagshrunsins og stuðlað að úrbótum í þágu ýmissa hópa í samfélaginu sem þurftu á stuðningi að halda.
Lesa meira
10.12.2014

Störf í þína þágu

Undanfarið hefur BSRB vakið athygli á þeim fjölbreyttu störfum sem félagsmenn bandalagsins sinna í almannaþjónustu. Mikið hefur mætt á starfsfólki almannaþjónustunnar síðustu ár þar sem verkefnum hefur fjölgað á sama tíma og starfsfólki hefur víða fækkað. Óhætt er að segja að þótt mjög hafi reynt á velferðarkerfi landsins á árunum eftir hrun hafi það staðist prófið og mildað það mikla högg sem margir urðu fyrir.
Lesa meira
09.12.2014

Frestur Styrktarsjóðs fyrir árið 2014

Styrktarsjóður BSRB vill benda félagsmönnum á að til að geta fengið styrk vegna ársins 2014 er nauðsynlegt að skila umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi miðvikudaginn 17. desember nk.
Lesa meira
04.12.2014

Hærra matvöruverð heimilum til hagsbóta?

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Hærra matvöruverð heimilum til hagsbóta?“ Þar vísar hún m.a. til þess að margt bendi til að skattahækkanir muni skila sér að fullu út í verðlag en skattalækkanir skili sér takmarkað
Lesa meira
02.12.2014

Störf í þína þágu

BSRB mun næstu daga minna á mikilvægi opinberra starfa fyrir samfélag okkar með auglýsingum bæði á netinu og í dagblöðum. Undanfarin ár hefur mikill niðurskurður orðið á opinberri þjónustu sem hefur skert lífsgæði allra sem í landinu búa. Þá hefur neikvæð umræða um starfsfólk almannaþjónustunnar verið óþarflega áberandi undanfarna mánuði, m.a. innan veggja þingsins.
Lesa meira
29.11.2014

Breyting á upphæð dagpeninga

Ferðakostnaðarnefnd hefur gert breytingar á upphæðum dagpeninga til greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis á vegum ríkisins.
Lesa meira
26.11.2014

Starfsnám stuðningsfulltrúa

Stafsnám stuðningsfulltrúa er starfstengt grunnnám fyrir þá sem vilja vinna með fötluðu fólki, öldruðum eða sjúkum og byggja um leið upp starfsferil á félags- og heilbrigðissviði.
Lesa meira
24.11.2014

Eldvarnarátak LSS farið af stað

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) í aðdraganda hátíðanna hófst á föstudaginn í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Þar fræddu starfsmenn Brunavarna Suðurnesja börn um eldvarnir.
Lesa meira
20.11.2014

SfK samþykkir kjarasamning

Starfsmannafélag Kópavogs hefur samþykkt nýjan kjarasamning sem gerður var við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar.
Lesa meira
20.11.2014

Barnasáttmálinn 25 ára

Barnasáttmáli SÞ er 25 ára í dag. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til undirritunar og fullgildingar þann 20. nóvember 1989 og markaði tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna, þar sem sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með réttindi, óháð réttindum fullorðinna.
Lesa meira
18.11.2014

Mikið traust slökkviliðsins

Um 98 prósent þátttakenda í nýrri könnun Capacent Gallup segjast bera mikið traust til slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Traust til þeirra mælist langt umfram það sem þekkist hjá helstu stofnunum samfélagsins. Þá segist svipað hlutfall þátttakenda telja Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) mikilvægt.
Lesa meira
17.11.2014

SFR 75 ára

SFR fagnar 75 ára afmæli sínu í dag, mánudaginn 17. nóvember. Starfsmannafélag ríkisstofnana, eins og félagið hét þar til nafnbreyting var samþykkt á aðalfundi 2004, var stofnað í Alþýðuhúsinu í Reykjavík árið 1939 og er í dag fjölmennasta aðildarfélag BSRB.
Lesa meira
14.11.2014

Samstarfsyfirlýsing um jafnlaunastaðal

Samstarfsyfirlýsing hefur verið undirrituð milli velferðarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, SA og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fræðslu og ráðgjöf við innleiðingu á jafnlaunastaðli: ÍST 85:2012.
Lesa meira
11.11.2014

Samningur SfK kynntur félagsmönnum

Nýr kjarasamningur Starfsmannafélags Kópavogs veður kynntur í Salnum á miðvikudag 12.nóvember kl. 20:00. Önnur kynning verður síðan á fimmtudag 13. nóvember í Fannborg 6, 3. hæð, kl.13:00.
Lesa meira
10.11.2014

SfK semur - verkfalli aflýst

Starfsmannafélag Kópavogs hefur náð samkomulagi við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast í morgun hefur því verið afstýrt í bili.
Lesa meira
09.11.2014

Saman um jafnrétti í 40 ár

Niðurstöður úr norræna rannsóknarverkefninu; Hlutastörf, kyn og dreifing tekna, verða kynntar á norrænni ráðstefnu um jafnrétti á vinnumarkaði 12. nóvember. Erlendir og hérlendir fyrirlesarar fjalla um fjölmörg málefni tengd jafnrétti á vinnumarkaði á tveimur ráðstefnum um efnið 12. og 13. nóvember.
Lesa meira
06.11.2014

Dagur gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Dagurinn verður að þessu sinni haldinn hátíðlegur í fjórða sinn föstudaginn 7. nóvember til að skólar geti nýtt virkan skóladag til að huga að þessu mikilvæga málefni.
Lesa meira
03.11.2014

LSS skrifar undir samning við sveitarfélögin

Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning þann 30. október sl. Kynningarfundir um efni hins nýja samnings standa yfir og atkvæðagreiðsla vegna samninganna stendur yfir.
Lesa meira
29.10.2014

Ljósmyndasýning: 30 ár frá verkfalli

Fyrir réttum 30 árum síðan lauk allsherjarverkfalli BSRB og af því tilefni verður sýning á ljósmyndum sem Helgi Jóhann Hauksson tók í verkfallinu opnuð kl. 14 á morgun, fimmtudaginn 30. október, á 1. hæð í húsi BSRB að Grettisgötu 89.
Lesa meira
28.10.2014

Ísland efst hjá World Economic Forum

Ísland skipar 1. sæti á lista World Economic For­um 2014 þar sem jafnrétti kynjanna er mælt með hliðsjón af fjórum atriðum. Þetta er í sjötta skiptið í röð sem Ísland skipar fyrsta sætið en Norðurlöndin raða sér í efstu sætin. Finnland er í öðru sæti, Noregur í því þriðja, Svíþjóð í fjórða og Danmörk í því fimmta.
Lesa meira
27.10.2014

Ráðstefna um jafnréttismál á Akureyri

Utanríkisráðuneytið, Jafnréttisstofa, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Norðurslóðanet Íslands og Norræna ráðherranefndin bjóða til alþjóðlegrar ráðstefnu um jafnréttismál á norðurslóðum á Akureyri dagana 30.-31. október næstkomandi.
Lesa meira
24.10.2014

Opnum fundi aflýst

Opna fundinum sem átti að vera í dag er aflýst vegna veikinda. BSRB þykir þetta miður og vonar að þetta verði ekki til mikilla óþæginda fyrir þá sem hugðust mæta.
Lesa meira
23.10.2014

Opinn fundur á morgun

Jafnréttisnefnd BSRB býður til opins fundar í tilefni kvennafrídagsins föstudaginn 24. október, kl. 12-13 á 1. hæð BSRB hússins að Grettisgötu 89.
Lesa meira
22.10.2014

Mikilvægi VIRK staðfest í nýrri skýrslu

Mikill ávinningur er að því að reka VIRK starfsendurhæfingarsjóð skv. nýrri úttekt Talnakönnunar og kemur fram í skýrslu þeirra sem gerð var að beiðni VIRK. Samkvæmt skýrslunni er um 10 milljarða ávinningur af starfsemi VIRK árið 2013 sem skili sér til Tryggingarstofnunar, lífeyrissjóða og ríkisins að ótöldum ábata hvers einstaklings.
Lesa meira
21.10.2014

24. okt á Akureyri

Þann 24. október næstkomandi mun Jafnréttisstofa, í samstarfi við Akureyrarbæ, standa að opnum fundi um stöðu kvenna í umönnunar- og þjónustustörfum með sérstaka áherslu á kynbundna og kynferðislega áreitni.
Lesa meira
18.10.2014

SfK samþykkir allsherjarverkfall

Starfsmannafélag Kópavogsbæjar (SfK) hefur samþykkt verkfallsboðun í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna sinna. Allsherjarverkfall SfK mun því skella á þann 10. nóvember hafi samningar félagsins og Samninganefndar íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar ekki tekist fyrir þann tíma.
Lesa meira
13.10.2014

Upptaka frá opnum fundi

Fyrir skemmstu var haldinn opinn fundur heilbrigðis- og velferðarnefndar BSRB. Á fundinum sat Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri Tryggingastofnunar fyrir svörum nefndarmanna og gesta fundarins. Upptaka af fundinum hefur nú verið sett á vefinn og er hún aðgengileg hér á vef BSRB.
Lesa meira
09.10.2014

Tilkynning frá Starfsmannafélagi Kópavogs

Fulltrúi úr stjórn Starfsmannafélags Kópavogs (SfK) ásamt lögfræðingi BSRB áttu á mánudaginn sl. fund hjá ríkissáttasemjara. Þar kom fram að Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) véfengir atkvæðagreiðslu félagsmanna SfK um boðað verkfall.
Lesa meira
09.10.2014

Opinn fundur með forstjóra TR

Heilbrigðis- og velferðarnefnd BSRB býður til opins fundar á morgun, föstudaginn 10. október kl. 15:00 á 1. hæð BSRB hússins að Grettisgötu 89. Þar mun Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri Tryggingastofnunar sitja fyrir svörum nefndarmanna og gesta fundarins.
Lesa meira
08.10.2014

Ályktanir stjórnar BSRB

Stjórn BSRB samþykkti á stjórnarfundi sínum á Akureyri í dag tvær ályktanir sem fjalla um forgangsröðun í þágu heilbrigðismála og kjaradeilu Starfsmannafélags Kópavogs við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar.
Lesa meira
08.10.2014

Störfum hefur sannarlega fækkað hjá ríkinu

BSRB birti á mánudag frétt þess efnis að störfum hjá ríkinu hefði fækkað um 10,6% frá árinu 2008. Vegna athugasemda Viðskiptaráðs við þá frétt vill BSRB árétta að eftirfarandi atriði skýra mismun þeirra talna sem VÍ og BSRB fara fram með:
Lesa meira
07.10.2014

Ályktun stjórnar BSRB

Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun þar sem fjallað er um neikvæða og villandi umræði í garð opinberra starfsmanna. Stjórnin mun í dag og á morgun funda á Akureyri.
Lesa meira
06.10.2014

Störfum hjá ríkinu fækkað um nærri 11%

Störfum hjá ríkinu hefur fækkað um 10,6% frá 2008. Ef litið er aftur til aldamóta má sjá að starfsmönnum ríkisins hefur fjölgað um 5,6% frá árinu 2000 á meðan fjöldi starfandi á vinnumarkaðnum öllum hefur aukist um 11,8%. Tölurnar eru byggðar á upplýsingum frá Hagstofunni og Fjármálaráðuneytinu.
Lesa meira
01.10.2014

Laun á opinberum markaði 17% lægri

Launamunur á milli opinbera og almenna markaðarins er 17% samkvæmt kjarakönnun SFR og samanburði við VR félaga. Borin voru saman laun á milli félagsmanna í sambærilegum störfum og sýndi það sig að enn er almenni markaðurinn talsvert á undan hinum opinbera í launaþróun.
Lesa meira
30.09.2014

Málþing Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja

Þann 13. október mun Samband lífeyrisþega ríkis og bæja efna til málþings þar sem fjögur erindi er varða hin ýmsu málefni lífeyrisþega verða flutt. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB, Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs, Ingibjörg Hjaltadóttir sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Landspítala og Erna Indriðadóttir fjölmiðlakona munu allar flytja erindi en ítarlegri dagskrá málþingsins má sjá hér að neðan.
Lesa meira
25.09.2014

Lögfræðingur BSRB á Rás 2

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, var gestur í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Þar fjallaði hún m.a. um rangfærslur í málflutningi formanns og varaformanns fjárlaganefndar.
Lesa meira
25.09.2014

Nýr lögfræðingur á BSRB

Dalla Ólafsdóttir hefur hafið störf hjá skrifstofu BSRB. Dalla er lögfræðingur að mennt og mun hún sinna almennum lögfræðistörfum fyrir bandalagið. Hún starfaði áður m.a. hjá Alþýðusambandi Íslands og fjölmiðlanefnd.
Lesa meira
24.09.2014

SfK samþykkir verkfall

Starfsmannafélag Kópavogs (SfK) hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna að boða til verkfalls. Alls tóku 62,82% félagsmanna SfK þátt í atkvæðagreiðslunni og þar af samþykktu 89,89% verkfallsboðanir. Að óbreyttu munu félagsmenn SfK því leggja niður störf dagana 14., 15., 21. og 22. október. Allsherjarverkfall mun svo hefjast þann 1. nóvember hafi ekki tekist að semja fyrir þann tíma. Ljóst er að vinnustöðvanirnar munu hafa umtalsverð áhrif á starfsemi grunn- og leikskóla, íþróttahús, sundlaugar og velferðarsvið Kópavogsbæjar.
Lesa meira
22.09.2014

Ráðstefna: Þriðja æviskeiðið

Ráðstefnan Þriðja æviskeiðið - nýtum og njótum fer fram á morgun, þann 23. september nk. í Listasafni Reykjavíkur. Þar verður m.a. fjallað um hið svokallaða þriðja æviskeið sem yfirleitt er skilgreint sem tímabilið eftir fimmtugt. Hér að neðan má sjá frekari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar.
Lesa meira
18.09.2014

Trúnaðarmannanámskeið - skráning stendur yfir

Skráning er hafin í Trúnaðarmannanámskeið Félagsmálaskóla alþýðu en í október mun kennsla á 3. þrepi hefjast. Þar verður m.a. farið yfir vinnurétt, hugmyndafræði starfsendurhæfingarsjóða, vinnueftirlit og tryggingakerfið. Kennslan mun fara fram í húsi BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík dagana 6. til 8. október.
Lesa meira
17.09.2014

Formaður BSRB: Vilja breyta skerðingarmörkum barnabóta

Formaður BSRB segir í samtali við Ríkisútvarpið að eðlilegt væri að breyta fyrirkomulagi barnabóta þannig að skerðingarmörkum þeirra verði breytt svo fleiri fái notið fullra bóta. BSRB hefur lýst yfir ánægju sinni með að hækka eigi barnabæturnar en hefur jafnframt bent á að breyta þurfi skerðingarhlutfallinu.
Lesa meira
16.09.2014

Kjarakönnun SFR og STRV

Árleg launakönnun tveggja stærstu aðildarfélaga BSRB, SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (St.Rv.), sem framkvæmd er af Capacent leiðir í ljós að hækkun heildarlauna hjá félögunum eru á bilinu 5-7% milli ára. SFR félagar hækkuðu að meðaltali um 7% en félagsmenn í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar um 5%. Kjarasamningsbundnar hækkanir hjá félögunum á tímabilinu voru krónutöluhækkanir og 3,25-3,5%. Þetta þýðir að laun félagsmanna hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar hafa ekki haldið í við launavísitöluna og er það mikið áhyggjuefni. SFR félagar hafa hins vegar ná að halda í við launavísitölu á tímabilinu, þó laun margra séu enn lág.
Lesa meira
15.09.2014

Formaður BSRB í Vikulokunum

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB var einn gesta í þættinum Vikulokin á Rás 1 síðastliðinn laugardag. Ræddi hún þar m.a. um áherslur í nýkynntu fjárlagafrumvarpi.
Lesa meira
12.09.2014

Ályktun stjórnar BSRB um fjárlög

Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun vegna fjárlaga fyrir árið 2015. Þar er m.a. fjallað um hækkun virðisaukaskatts á nauðsynjavörur, rétt atvinnulausra og jafnan rétt allra til grunnþjónustu, s.s. menntunar og heilbrigðisþjónustu.
Lesa meira
08.09.2014

Nýtt fréttabréf Starfsmenntar

Námskeiðsflóra haustsins er að venju fjölbreytt og flestir ættu að finna þar eitthvað fróðlegt sem nýtist í starfi. Hjá Starfsmennt er boðið upp á löng og stutt námskeið um allt land og búum til heilu stofnanaskólana í samstarfi við stjórnendur og starfsfólk.
Lesa meira
05.09.2014

Fræðslufundur vegna starfsloka

Fundurinn verður þriðjudaginn 23. september 2014 kl. 13:30-16:30 í húsnæði BSRB Grettisgötu 89, 1. hæð. Á fundinn mæta fulltrúar frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga auk fulltrúa frá Tryggingastofnun. Nánari dagskrá auglýst síðar.
Lesa meira
04.09.2014

Trúnaðarmannanámskeið - skráning hafin

Skráning er hafin í Trúnaðarmannanámskeið Félagsmálaskóla alþýðu en í október mun kennsla á 3. þrepi hefjast. Þar verður m.a. farið yfir vinnurétt, hugmyndafræði starfsendurhæfingarsjóða, vinnueftirlit og tryggingakerfið. Kennslan mun fara fram í húsi BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík dagana 6. til 8. október.
Lesa meira
01.09.2014

Kaldar kveðjur til opinberra starfsmanna

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ritar grein í Fréttablaðið í dag sem fjallar m.a. um hið neikvæða viðhorf sem víða hefur birst til opinberra starfsmanna að undanförnu. „Niðurrif á störfum opinberra starfsmanna er í raun niðurrif á okkar samfélagsgerð sem fram til þessa hefur byggst upp á jöfnum réttri allra til menntunar, heilbrigðisþjónustu og mannlegrar reisna," segir Elín Björg Jónsdóttir á einum stað í greininni en hana má lesa í heild sinni hér að neðan.
Lesa meira
21.08.2014

Námskeið á vegum Framvegis

Starfsemi Framvegis er hafin aftur eftir sumarlokun og hefjast fyrstu námskeiðin í september en opnað verður fyrir skráningu 25. ágúst klukkan 10:00.
Lesa meira
19.08.2014

Afmælisráðstefna um jafnrétti í 40 ár

Árið 1974 var á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar ákveðið að hefja formlegt samstarf á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur aukið þekkingu okkar á jafnréttismálum og fært okkur nær markmiðinu um norræn samfélög velferðar, réttlætis og lýðræðis. Í dag mælist kynjajafnrétti hvergi meira en á Norðurlöndunum. Markmið samstarfsins hefur frá upphafi verið að auka kynja- jafnrétti á Norðurlöndunum og að norrænu ríkin taki í sameiningu virkan þátt og axli ábyrgð á vettvangi alþjóðamála.
Lesa meira
13.08.2014

Formaður BSRB kallar eftir yfirvegaðri umræðu

„Dapurlegt er að fylgjast með umræðu fulltrúa meirihluta fjárlaganefndar í kjölfar birtingar árshlutauppgjörs Fjársýslu ríkisins um fjárreiður ríkissjóðs. Áður en skýringa á meintum framúrkeyrslum tiltekinna stofnana er leitað hjá viðkomandi ráðuneytum er talið farið að berast að mögulegum breytingum á starfsmannalögum svo auðveldara verði að víkja fólki úr starfi til að refsa þeim. Einn þingmaður meirihlutans á þingi gekk svo langt að leggja til að forstöðumenn stofnana finni sér nýtt starf,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB sem segir að umræðan hefði mátt vera yfirvegaðri enda hafi ekki verið nærri eins mikil ástæða til upphlaups þegar málið var skoðað betur.
Lesa meira
11.08.2014

Skráning hafin hjá Starfsmennt

Í nýju veffréttabréfi Fræðslusetursins Starfsmenntar má sjá hluta af þeim námskeiðum sem í boði verða í vetur hjá setrinu en allar nánari upplýsingar eru inni á www.smennt.is.
Lesa meira
07.07.2014

Styttri vinnutími – fjölskylduvænna samfélag

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ritar grein í Reykjavík vikublað sem kom út nú um helgina. Þar fjallar hún m.a. um mögulega hagkvæmni þess að stytta vinnuvikuna. Greinina má sjhá hér að neðan en blaðið í heild sinni má nálgast hér.
Lesa meira
05.07.2014

Kjölur skrifar undir – SFK til sáttasemjara

Starfsmannafélag Kópavogsbæjar hefur vísað kjaradeilu sinni við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Þá hafa Kjölur, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi framlengt kjarasamninga sína.
Lesa meira
01.07.2014

Formaður BSRB um flutning Fiskistofu

Formaður BSRB var gestur morgunútvarps Rásar 2 í gærmorgun þar sem hún ræddi um áform ríkisstjórnarinnar að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar. Þar sagði Elín Björg m.a. að sérkennilegt væri hvernig staðið var að því að tilkynna starfsfólki Fiskistofu um breytingarnar. Sumir hafi jafnvel verið kallaðir úr sumarfrí með sólarhrings fyrirvara.
Lesa meira
25.06.2014

Ekkert ákveðið varðandi breytingar á lífeyriskerfinu

Undanfarið hafa reglulega verið sagðar fréttir af því í fjölmiðlum að gera eigi breytingar á lífeyriskerfinu og m.a. hækka lífeyristökualdur. Rétt er að taka fram að ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum og slíkar aðgerðir yrðu aðeins hluti af viðmeiri breytingum á lífeyriskerfi landsmanna.
Lesa meira
20.06.2014

Lokaskjal Nordisk Forum

Jafnréttisráðherrum Norðurlandanna, þ.á.m. Eygló Harðardóttir, voru formlega afhentar lokaniðurstöður jafnréttisráðstefnunnar Nordiskt Forum á lokahátíð ráðstefnunnar sunnudaginn 15. júní.
Lesa meira
19.06.2014

Til hamingju með Kvenréttindadaginn

Kvenréttindadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag 19. júní. Það var þennan dag árið 1915 sem íslenskar konur fengu kosningarétt og um leið kjörgengi til Alþingis og verður þess áfanga minnst í dag, m.a. á Hallveigarstöðum þar sem hátíðardagskráin mun hefjast kl. 17:00.
Lesa meira
12.06.2014

Nordisk Forum hófst í dag

Nordisk Forum hófst í Malmö í dag og mun fjöldi Íslendinga taka þátt í ráðstefnunni. Nordiskt Forum er skipulögð af norrænu kvennahreyfingunni á Íslandi, í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og á meðan á ráðstefnunni stendur munu þátttakendur úr öllum áttum, fræðimenn, stjórnmálamenn, aktífistar, fulltrúar fyrirtækja og félagasamtaka, listamenn og femínistar, ræða áskoranir jafnréttisbaráttunnar í dag og lausnir framtíðarinnar.
Lesa meira
28.05.2014

Ríkið verður að standa við skuldbindingar sínar

„Ástæða þessa vanda er að ríkið hefur ekki staðið við lífeyrisskuldbindingar sínar. Frá því fyrir hrun hefur ríkið ákveðið að nýta þessa fjármuni í önnur verkefni í stað þess að standa við skuldbindingar sínar gagnvart opinberu lífeyrissjóðunum líkt og ríkinu ber að gera,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um vanda B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er til umfjöllunar í Fréttablaðinu í dag. Þar fullyrt er að ríkið þurfi að greiða 23 til 24 milljarða árlega eftir árið 2027 ef ekkert verði að gert fyrir þann tíma.
Lesa meira
27.05.2014

Kynningarfundir fyrir sjóðfélaga

Árlega eru haldnir kynningarfundir fyrir virka sjóðfélaga í A- og B-deild LSR sem og Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga. Sjóðfélagar skrá sig fyrirfram á fundina.
Lesa meira
26.05.2014

Launamunur kynjanna skv. Eurostat

Í frétt á vef Hagstofunnar kemur fram að óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi, reiknaður samkvæmt aðferðafræði evrópsku hagstofunnar Eurostat, var 19,9% árið 2013 og jókst úr 18,1% árið 2012.
Lesa meira
23.05.2014

Þingi ITUC lýkur í dag

Þing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga (ITUC) verður slitið í dag í Berlín þar semþingið hefur staðið yfir frá sunnudegi. Núverandi framkvæmdastjóri, Sharan Burrows framkvæmdastjóri, var í gær endurkjörin framkvæmdastjóri samtakana með nærri 90% atkvæða.
Lesa meira
22.05.2014

Samnorrænn vinnumarkaður 60 ára

Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður fagnar 60 ára afmæli í dag, 22. maí. Samningur þess efnis var undirritaður fyrir 60 árum og af því tilefni mun norræna ráðherranefndin fagna áfanganum með afmælisráðstefnu um vinnumarkaðsmál í Hörpu í Reykjavík.
Lesa meira
19.05.2014

Framtíð sameiginlegs norræns vinnumarkaðar

Dagana 21.-22. maí halda Norðurlönd upp á 60 ára afmæli sameiginlegs norræns vinnumarkaðar með afmælisráðstefnu í Reykjavík. Um leið stendur norrænn vinnumarkaður frammi fyrir miklum áskorunum, þ.á.m. miklu atvinnuleysi, einkum meðal ungs fólks, minnkandi aðild launafólks að stéttarfélögum og minna atvinnuöryggi, svo nokkuð sé nefnt.
Lesa meira
19.05.2014

Þriðja þing ITUC í Berlín

Þriðja alþjóðaþing ITUC (International Trade Union Confederation) var sett í gær í Berlín og mun standa fram á föstudag. Þar eru fulltrúar frá meira en 1000 heildarsamtökum launafólks um allan heim og BSRB þar á meðal.
Lesa meira
17.05.2014

Ályktanir aðalfundar BSRB

Aðalfundi BSRB lauk í gær og í kjölfar hans voru sendar þrjár ályktanir frá fundinum. Ályktanirnar fjölluðu um kjaradeilu SLFÍ og SFR við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, stöðu heilbrigðismála á Íslandi og sú þriðja fjallaði um nýsamþykktar skuldaleiðréttingar og húsnæðismál.
Lesa meira
16.05.2014

Ályktun aðalfundar BSRB um kjaramál

Aðalfundi BSRB lauk nú síðdegis. Þar var m.a. samþykkt ályktun sem fjallar um kjaramál og sérstaklega þá kjaradeilu sem tvö af aðildarfélögum BSRB, Sjúkraliðafélag Íslands og SFR, standa í við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Ályktunin er svo hljóðandi:
Lesa meira
16.05.2014

Ávarps formanns BSRB og erindi Rúnars

Aðalfundur BSRB var settur í morgun með ávarpi Elín Bjargar Jónsdóttur, formanns BSRB. Því næst flutti Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild HÍ, erindið „Staða og framtíð félagslegrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi“ og að því loknu tók Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, til máls og flutti erindi undir yfirskriftinni „Uppbygging lífeyrissparnaðar“.
Lesa meira
16.05.2014

Aðalfundur BSRB í beinni á vefnum

Aðalfundur BSRB fer fram frá kl. 10-14:45 í dag föstudaginn 16. maí 2014 að Grettisgötu 89. Hægt er að fylgjast með fundinum á vef BSRB og upplýsingar um það má finna hér að neðan.
Lesa meira
15.05.2014

Aðalfundur BSRB 2014

Aðalfundur BSRB fer fram frá kl. 10-14:45 föstudaginn 16. maí 2014 að Grettisgötu 89. Fyrir hádegi verða flutt tvö erindi sem eru opin fjölmiðlum og öðrum sem áhuga hafa. Fyrra erindið flytur Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild HÍ, og ber það yfirskriftina „Staða og framtíð félagslegrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi“. Þar mun Rúnar m.a. kynna rannsóknir sínar á kostnaði sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem er að hluta unnin upp úr gögnum heilbrigðiskönnunarinnar Heilbrigði og lífskjör Íslendinga.
Lesa meira
15.05.2014

Kjarasamingur við Isavia samþykktur

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um undirritaðan kjarasamning FFR, SFR og LSS við SA/Isavia ohf. liggja nú fyrir. Undirritaður kjarasamningurinn var samþykktur með meirihluta atkvæða allra félagsmanna.
Lesa meira
14.05.2014

Ályktanir fulltrúaþings SLFÍ

Á 23. fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands, sem haldið var í dag 14. maí, voru samþykktar nokkrar ályktanir. Fjalla þær m.a. um skort á sjúkraliðum, starfsumhverfi sjúkraliða og kjaradeilu SLFÍ og SFR við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Sjá má ályktanir 23. fulltrúaþings SLFÍ hér að neðan.
Lesa meira
11.05.2014

Verkfall SLFÍ og SFR

Verkfall hefst mánudaginn 12. maí kl. 08.00 til 16.00 hjá félagsmönnum SLFÍ og SFR - stéttarfélagi í almannaþjónustu, sem starfa hjá stofnunum innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Lesa meira
09.05.2014

SLFÍ semur við ríkið

Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir kjarasamning við ríkið í gærkvöld. Samið var m.a. um endurskoðun á launatöflu, hækkanir á orlofs-og desemberuppbót, eingreiðslu að upphæð 14. 600 kr. í upphafi samnings og 20.000 kr. við lok samningstímans sem er frá 1. mars sl. til 1. apríl 2015. Kynning á samningnum verður auglýst síðar samhliða atkvæðagreiðslu um hinn nýja samning.
Lesa meira
05.05.2014

SLFÍ semur við Reykjavíkurborg

Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir breytingu og framlengingu á kjarasamning við Reykjavíkurborg í kvöld. Kjarasamningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og verður fundur auglýstur fljótlega þar sem farið verður yfir samninginn. Í kjölfarið mun fara fram atkvæðagreiðsla á meðal félagsmanna um samninginn.
Lesa meira
01.05.2014

Ræða formanns BSRB á 1. maí

„Okkur tókst að byggja upp samfélag þar sem jöfnuður fólksins var settur framar öllu – kerfi sem veitti fólki jafnari tækifæri, óháð efnahag, fjölskylduaðstæðum og búsetu. Eins og sakir standa erum við að þróast frá þessari samfélagsgerð yfir í samfélag aukinnar misskiptingar og ójafnaðar. Grunngildum okkar er ógnað og það munum við ekki sætta okkur við,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í 1. maí ræðu sinni á Ingólfstorgi fyrr í dag á baráttudegi verkalýðsins.
Lesa meira
01.05.2014

Baráttufundir um land allt

Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur víða um land. BSRB minnir sérstaklega á 1. maí kaffi í kjölfar útifundarins á Ingólfstorgi í Reykjavík. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, verður fyrsti ræðumaður í Reykjavík en dagskráin þar mun hefjast kl. 14:10. Kröfugangan mun leggja af stað um 40 mínútum áður frá Hlemmi.
Lesa meira
01.05.2014

BSRB tíðindi komin á vefinn

BSRB tíðindi eru komin út og ættu að hafa borist öllum félagsmönnum á síðustu dögum. Blaðið er einnig birt hér á vefnum en meðal efnis þar að þessu sinni er kynjabókhald BSRB, áherslur í kjarasamningum, ágrip af sögu og sigrum verkalýðsbaráttunnar auk þess sem fjallað er um stöðuna í lífeyrismálum opinberra starfsmanna.
Lesa meira
01.05.2014

Kynjabókhald BSRB

Jafnréttisnefnd BSRB tekur á hverju ári saman kynjabókahald í samræmi við stefnu BSRB um jafnréttismál.
Lesa meira
30.04.2014

St.Rv semur við ríkið

Samninganefnd Starfsmannafélags Reykjavíkurborg hefur undirritaði kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015 og byggir á þeim samningum sem þegar hafa verið undirritaðar með 2,8% launahækkun eða 8 þúsund frá og með 1. mars 2014. Á launataxta sem eru lægri en 230.000,- komi sérstök hækkun til viðbótar um 1.750 kr.
Lesa meira
30.04.2014

Samningur við Isavia undirritaður

Skrifað var undir kjarasamning SFR, FFR og LSS við ISAVIA rétt fyrir miðnætti í gærkvöld, en nokkrum klukkustundum áður hafði fyrirhuguðu verkfalli verið frestað til 22. maí.
Lesa meira
25.04.2014

Verkfallsboðun samþykkt

Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun starfsmanna fyrirtækja í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) er nú lokið. Verkfallsboðunin var samþykkt með 65% atkvæða en kosningaþátttaka var 61,9%
Lesa meira
25.04.2014

Framkvæmdastjóra SA svarað

Formenn þriggja aðildarfélaga BSRB, sem hafa undanfarnar vikur átt í árangurslausum kjaraviðræðum við Isavia, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Þorsteins Víglundssonar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í morgun. Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan:
Lesa meira
23.04.2014

Vinnustöðvun á flugvöllum landsins

Annað skammtímaverkfall félagsmanna SFR, FFR og LSS gagnvart Isavia stóð yfir frá kl. 4 til 9 í morgun. Verkfallsverðir félaganna stóðu vaktina og gættu þess að ekki væri gengið í störf félagsmanna. Allt gekk það snurðulaust fyrir sig og ekki kom til ágreinings um framkvæmd vinnustöðvunarinnar. Flugfarþegar sýndu góðan skilning á kjarabaráttu starfsmanna og biðu þolinmóðir eftir því að félagsmenn hæfu störf kl. 9.
Lesa meira
22.04.2014

Kjölur samþykkir nýjan samning

Kjölur, eitt stærsta einstaka aðildarfélagið innan BSRB sem telur um 1000 félagsmenn sem starfa á svæðunum í kringum Akureyri og allt vestur til Borgarness, hefur skrifað samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið.
Lesa meira
17.04.2014

Skrifstofa BSRB lokuð yfir páskana

Skrifstofa BSRB er lokuð yfir páskahátíðina en mun opna aftur þriðjudaginn 22. apríl kl. 9:00. Starfsfólk skrifstofu BSRB óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar.
Lesa meira
16.04.2014

Baráttufundur um verkfallsaðgerðir

Afar fjölmennur baráttufundur félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands sem starfa hjá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var haldinn síðdegis í gær
Lesa meira
16.04.2014

LL framlengir kjarasamning

Samninganefnd Landssambands lögreglumanna undirritaði í dag framlengingarsamkomulag við Samninganefnd ríkisins. Framlengingarsamkomulagið tekur gildi frá því að síðasta framlengingarsamkomulag LL rann út, eða frá 1. febrúar 2014. Framlenging kjarasamningsins gildir til loka apríl 2015.
Lesa meira
16.04.2014

Staða kjarasamninga aðildarfélaga BSRB

SFR, fjölmennasta aðildarfélag BSRB, hefur samþykkt nýja kjarasamninga við ríkið í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna sinna. Samningurinn var samþykktur með 61,92% atkvæða. Á kjörskrá voru 3933, þar af kusu 1581. Já sögðu 61.92%, eða 979 og 35,08% sögðu nei eða 566. Auð atkvæði voru 36 eða 2,28%. Kjörsókn var 40,20%.
Lesa meira
15.04.2014

Nýr framkvæmdastjóri LSS

Gerður Guðjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) í stað Jóns G. Kristjánssonar sem lætur af störfum í sumar vegna aldurs, en hann hefur verið framkvæmdastjóri sjóðsins frá stofnun hans árið 1998.
Lesa meira
11.04.2014

St.Rv samþykkir nýjan samning

Félagsmenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, stærsta einstaka bæjarstarfsmannafélagsins innan BSRB, hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg.
Lesa meira
11.04.2014

Samflot samþykkir nýjan samning

Samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi Samflots bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við ríkið hefur verið samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsmanna.
Lesa meira
08.04.2014

SRÚ semur við RÚV ohf.

Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins hefur undirritað nýjan kjarasamning við Ríkisútvarpið ohf. Samningurinn er um flest sambærilegur þeim samningum sem aðildarfélög BSRB hafa gert undanfarið.
Lesa meira
08.04.2014

Verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli

Verkfallsaðgerðum félaga SFR stéttarfélags, Félags flugmálastarfsmanna (FFR) og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) sem boðaðar höfðu verið snemma í morgun er lokið, en gripið var til þessara aðgerða til að undirstrika kröfur félaganna í sameiginlegum kjaraviðræðum við Isavia. Félögin hafa boðað fleiri sambærilegar aðgerðir næstu vikur ef ekki semst.
Lesa meira
07.04.2014

Kjölur semur við ríkið

Kjölur, eitt stærsta einstaka aðildarfélagið innan BSRB sem telur um 1000 félagsmenn sem starfa á svæðunum í kringum Akureyri og allt vestur til Borgarness, hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015 og byggir að hluta til á þeim samningum sem þegar hafa verið undirritaðar af BSRB félögum að undanförnu.
Lesa meira
04.04.2014

Samið fyrir sjúkraliða við Ísafold

Samkomulag hefur náðst um kjarasamning á milli sjúkraliða á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ og viðsemjenda þeirra. Samtals starfa 18 sjúkraliðar á hjúkrunarheimilinu en nýverið höfðu sjúkraliðar á Ísafold samþykkt að fara í verkfall þann 17. apríl ef ekki tækist að semja.
Lesa meira
03.04.2014

Staða kjarasamninga aðildarfélaga BSRB við SNR

Meirihluti bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hefur nú undirritað nýja kjarasamninga við Samninganefnd ríkisins. Nú síðast skrifaði FOSS, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, undir nýjan kjarasamning við ríkið en það gerðist seinnipartinn í gær. Samningurinn nær til félagsmanna FOSS sem starfa hjá ríkinu. Kjarasamningurinn er sambærilegur þeim sem önnur bæjarstarfsmannafélög BSRB hafa gert við ríkið á síðustu dögum.
Lesa meira
03.04.2014

Sjúkraliðar við Ísafold boða verkfall

Sjúkraliðar á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ boða til verkfalls hafi ekki samist fyrir 17. apríl nk. Deilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara undanfarið og hafa nokkrir fundir verið haldnir undir hans stjórn án árangurs.
Lesa meira
02.04.2014

FOSS semur við ríkið

FOSS, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, skrifaði í gær undir nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn nær til félagsmanna FOSS sem starfa hjá ríkinu. Kjarasamningurinn er sambærilegur þeim sem önnur bæjarstarfsmannafélög BSRB hafa gert við ríkið á síðustu dögum.
Lesa meira
01.04.2014

St.Rv skrifar undir nýjan kjarasamning

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, stærsta einstaka bæjarstarfsmannafélagið innan BSRB, undirritaði í nótt nýja kjarasamninga við Reykjavíkurborg. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2014 og til loka apríl 2015. Laun hækka að lágmarki um 2,8% og ekki minni en 8000 kr. á mánuði fyrir dagvinnu í fullu starfi. Tvær eingreiðslur verða greiddar, ein við upphaf samningstíma að upphæð 14.600 kr. og önnur þann 1. febrúar 2015 að upphæð 20.000 kr., desemberuppbót hækkar í 79.500 kr. og orlofsuppbót verður 39.500. Þá er kveðið á um breytingar á launatöflu og vaktafyrirkomulagi auk þess sem framlag til starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóða hækkar um 0,1% frá 1. febrúar2014.
Lesa meira
31.03.2014

Fjögur bæjarstarfsmannafélög BSRB skrifa undir

Fjögur bæjarstarfsmannafélög BSRB skrifuðu fyrr í dag undir kjarasamninga við Samninganefnd ríkisins. Félögin sem um ræðir eru Starfsmannafélag Garðabæjar, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Kópavogs og Starfsmannafélag Suðurnesja.
Lesa meira
31.03.2014

Mikill meirihluti samþykkir verkfallsaðgerðir

Þrjú af aðildarfélögum BSRB sem eiga félagsmenn sem starfa hjá Isavia ohf. hafa í samþykkt boðaðar verkfallsaðgerðir. Félögin sem um ræðir eru Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Félag flugmálastarfsmanna ríkisins og SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu.
Lesa meira
28.03.2014

Samflot skrifar undir kjarasamninga við ríkið

Samflot bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB skrifaði í kvöld undir kjarasamningin við Samninganefnd ríkisins. Þau aðildarfélög sem aðild eiga að samkomulaginu eru Starfsmannafélag Fjallabyggðar,Starfsmannafélag Vestmannaeyja, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Félag opinberra starfsmanna á Húsavík, Starfsmannafélag Dala og Snæfellssýslu auk Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi.
Lesa meira
28.03.2014

BSRB semur – SFR gerir nýjan kjarasamning

BSRB og Samninganefnd ríkisins (SNR) undirrituðu í gærkvöld samkomulag í húsnæði ríkissáttasemjara. Samkomulagið fjallar um þau sameiginlegu mál sem aðildarfélög BSRB höfðu falið bandalaginu að semja um.
Lesa meira
27.03.2014

Ný stjórn kosin á aðalfundi SFR

Fjölmennur aðalfundur SFR fór fram í gær þar sem ný stjórn félagsins var kosin. Árni Stefán Jónsson var sjálfkjörinn sem formaður til næstu þriggja ára samkvæmt nýjum lögum félagsins.
Lesa meira
26.03.2014

Póstmannafélagið 95 ára

Póstmannafélag Íslands var stofnað á þessum degi árið 1919 og er því 95 ára í dag. Það þýðir jafnframt að Póstmannafélagið er eitt af elstu starfandi stéttarfélögum í á Íslandi.
Lesa meira
25.03.2014

Fundur um boðaðar aðgerðir

Þrjú af aðildarfélögum BSRB sem hafa verið í samningaviðræðum við Isavia undanfarnar vikur um gerð nýs kjarasamnings hafa boðað til fundar um mögulegar aðgerðir. Félögin sem um ræðir eru Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR), SFR stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS).
Lesa meira
24.03.2014

Kjarasamningur PFÍ samþykktur

Póstmannafélag Íslands hefur samþykkt nýjan kjarasamning við Íslandspóst. Samningurinn var samþykktur með 73% greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru 866 en atkvæði greiddu 398 sem gerir kosningaþátttöku upp á 46%.
Lesa meira
23.03.2014

Styttist í Nordisk Forum

BSRB minnir á að í sumar fer fram jafnréttisráðstefnan Nordisk Forum í Malmö í Svíþjóð dagana 12. til 15. júní. Flest stéttarfélög landsins munu styrkja félagsmenn sína til farar á ráðstefnuna og þess vegna er áhugasömum bent á að kanna rétt sinn til þess hjá viðkomandi stéttarfélagi.
Lesa meira
23.03.2014

Jafnréttisviðurkenningar veittar

Samtök kvenna af erlendum uppruna og Orkuveita Reykjavíkur hlutu jafnréttisviðurkenninguna fyrir árið 2013. „Það er ekki nóg að virða jafnréttið, það þarf að fremja það,“ sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, þegar hann tók við viðurkenningunni við athöfnina í dag. Hann lagði áherslu á að stjórnendur stofnana og fyrirtækja hefðu aðstöðu og tækifæri til að framkvæma breytingar. Það væri því ekki nóg að lýsa stuðningi við jafnrétti, þeir þyrftu að vinna að því á markvissan hátt.
Lesa meira
22.03.2014

Alþjóðlegur dagur vatnsins

Sameinuðu þjóðirnar hafa merkt 22. mars sem dag vatnsins þar sem sjónum er beint að rétti allra til aðgengis að vatni. Það er nefnilega svo að ekki hafa allir aðgang að vatni og víða eru vatnslindir undir yfirráðum einkaaðila sem þannig geta takmarkað aðgengi að þeim.
Lesa meira
20.03.2014

Námskeið um lífeyriskerfið

Nýtt námskeið fyrir talsmenn og áhugafólk um lífeyriskerfið og starfsemi lífeyrissjóða verður haldið í byrjun aprílmánaðar á vegum Félagsmálaskóla alþýðu.
Lesa meira
19.03.2014

Mannréttindi hversdagsins

Öryrkjabandalag Íslands, Rannsóknasetur í fötlunarfræðum og Félag um fötlunarrannsóknir bjóða til síðasta málþingsins af fjórum. Að þessu sinni verður yfirskriftin „Fötlun og menning“ og fer málþingið fram í Norðurljósasal Hörpu, 28. mars kl. 9.00-16.00. Aðalfyrirlesari er bandaríska fræðikonan, dr. Rosemarie Garland-Thomson.
Lesa meira
18.03.2014

Kjarasamningur felldur

Atkvæðagreiðslu er lokið á kjarasamningi milli St.Rv. og Reykjavíkurborgar sem var undirritaður 9. mars 2014. Samningurinn var felldur með 217 atkvæðum eða 50,6% á móti 208 atkvæðum 48,5%. Auðir og ógildir seðlar voru 4 eða 0,9%. Á kjörskrá voru 3349 atkvæði greiddu 429 eða 12,8%.
Lesa meira
17.03.2014

Afmælisfundur ILO nefndar

Fyrir skemmstu var haldinn 300. fundur þríhliða nefndar stjórnvalda, launafólks og atvinnurekenda um málefni Alþjóðavinnumálastofnunarinna.
Lesa meira
14.03.2014

PFÍ semur við Íslandspóst

Samninganefnd Póstmannafélags Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning við Íslandspóst hf. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015.
Lesa meira
14.03.2014

Ályktun félagsfundar starfsfólks Isavia

Sameiginlegur félagsfundur starfsmanna Isavía var haldinn í gær. Fundurinn var afar fjölmennur en þar var samankomið félagsfólk frá þremur félögum innan BSRB, en það eru SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, FFR (Félag flugmálastarfsmanna ríkisins) og LSS (Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna).
Lesa meira
12.03.2014

Kynning á samningi St.Rv

Skrifað var undir aðfarasamning og framlengingu á kjarasamningi við Reykjavíkurborg þann 9. mars og gildir hann frá 1. febrúar 2014 til 30. apríl 2015.
Lesa meira
11.03.2014

Forystufræðsla BSRB og ASÍ

Í mars og apríl verða haldin nokkur námskeið fyrir starfsfólk stéttarfélaga innan ASÍ og BSRB. Áherslan þessa vorönn er á nokkra mikilvæga starfsþætti sem allir geta eflt og unnið með. Þannig mætum við nýjum áskorunum og ábyrgð í starfi.
Lesa meira
10.03.2014

St.Rv semur við Reykjavíkurborg

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar skrifaði í gærkvöldi undir kjarasamning við Reykjavíkurborg. Samningurinn felur í sér framlengingu á gildandi kjarasamningi til lok apríl 2015 og viðræðuáætlun fyrir gerð kjarasamninga 2015.
Lesa meira
09.03.2014

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina var haldið í Kórnum í Kópavogi í síðustu viku. Mótið er haldið annað hvert ár. Sú nýbreytni var í ár að keppnin stóð yfir í þrjá daga.
Lesa meira
08.03.2014

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti verður haldinn hátíðlegur á morgun. Vegleg dagskrá verður í Iðnó af þessu tilefni og verður hún sem hér segir:
Lesa meira
06.03.2014

Rosa Pavanelli um alþjóðlegan baráttudag kvenna

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna verður haldinn hátíðlegur um allan heim þann 8. mars. Rosa Pavanelli, aðalritari PSI (Public Service international), sagði að þótt víða hefði mikill árangur náðst í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna væri enn mjög langt í land og ástandið sums staðar í heiminum væri í raun skelfilegt.
Lesa meira
06.03.2014

Afmælistónleikar LV

Lúðrasveit verkalýðsins heldur upp á 61 árs afmæli sitt og spilar ýmsar perlur kvikmyndatónlistar undir dyggri stjórn Kára Húnfjörð nú um helgina. Tónleikarnir verða í Seltjarnarneskirkju á afmælisdaginn sjálfan, laugardaginn 8.mars kl. 14. Það verður frítt inn.
Lesa meira
05.03.2014

Allt um Nordiskt Forum

Undirbúningur kvenna- og jafnréttisráðstefnunnar Nordiskt Forum sem haldin verður í Malmö 12. til 15. júní er í fullum gangi um þessar mundir, enda aðeins rúmir þrír mánuðir þar til þessi stórkostlega kvenna- og jafnréttishátíð fer fram. „Íslenskar konur eru í startholunum, við finnum fyrir miklum áhuga og hvetjum konur til þess að skrá sig sem fyrst,“ segir Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastýra Kvenfélagasambands Íslands, en hún situr í norræna stýrahóp Nordiskt Forum.
Lesa meira
04.03.2014

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti er haldinn hátíðlegur eins og venja er þann 8. mars. Þann dag verður dagskrá í Iðnó í miðbæ Reykjavíkur þar sem nokkur erindi verða flutt ásamt tónlist. Dagskráin mun hefjast kl. 14:00 og verður hún sem hér segir:
Lesa meira
03.03.2014

Árangur af úrræðum Vinnumálastofnunar

Um 75% þeirra sem skráðir voru hjá Vinnumálastofnun í atvinnuleit á árunum 2009–2013 voru í vinnu eða námi haustið 2013 samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Vinnumálastofnun lét gera á aðstæðum þessa hóps. Markmiðið var að kanna stöðu hópsins og einnig viðhorf einstaklinga innan hans til mismunandi vinnumarkaðsúrræða. Þetta kemur fram í frétt á vef velferðarráðuneytisins.
Lesa meira
01.03.2014

Sjálfbær vinnsla náttúruauðlinda

Eftirspurn auðlinda úr jörðu fer vaxandi á Norðurlöndum eftir því sem velmegun eykst víða um heim. Því telur Norðurlandaráð þörf á að dýpka norrænt samstarf um náttúruauðlindir. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda verður í brennidepli á þemaþingi ráðsins á Akureyri þann 8. apríl eins og fram kemur í frétt á vefnum www.norden.org.
Lesa meira
27.02.2014

Jafnlaunakönnun hjá Ísafjarðarbæ

Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) hyggst vinna jafnlaunakönnun fyrir Ísafjarðarbæ í mars-apríl að sögn Sædísar Maríu Jónatansdóttur, ráðgjafa hjá fjölskyldusviði sveitarfélagsins, sem sér um að safna gögnum saman fyrir RHA sem nota á í könnunina. „Þetta er umfangsmikið verk en það er í vinnslu,“ sagði Sædís í samtali við vefinn bb.is.
Lesa meira
26.02.2014

Öryggi og heilbrigði á vinnustöðum

Vinnuvernd ehf. í samvinnu við Mannvit hf. stendur fyrir námskeiði sem ætlað er öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum og starfsmönnum mannauðsmála sem haldið er í Reykjavík dagana 3. og 4. mars.
Lesa meira
25.02.2014

Norræn skýrsla um „vaxtarverki“ Svansins

Norrænu sjálfsstjórnarsvæðin í Færeyjum, Grænlandi og á Álandseyjum geta horft til reynslu Íslendinga af framgangi norræna umhverfismerkisins Svansins. Út er komin ný norræn skýrsla þar sem fjallað er um „vaxtarverki“ Svansins í minni norrænum samfélögum.
Lesa meira
24.02.2014

Konur í hefðbundnum karlastörfum

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja efnir til opins morgunverðarfundar um konur í hefðbundnum karlastörfum miðvikudaginn 26. febrúar.
Lesa meira
23.02.2014

Forystufræðsla BSRB og ASÍ

Nokkur námskeið fyrir starfsfólk stéttarfélaga innan ASÍ og BSRB fara fram í mars og apríl. Áherslan þessa vorönn er á nokkra mikilvæga starfsþætti sem allir geta eflt og unnið með. Þannig mætum við nýjum áskorunum og ábyrgð í starfi.
Lesa meira
20.02.2014

Sameining Kjalar og St. Skagafjarðar samþykkt

Á aðalfundi Starfsmannafélags Skagafjarðar sem haldinn var 17. febrúar var samþykkt að sameinast Kili stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu. Viðræður hafa staðið yfir um nokkurn tíma milli stjórna félaganna og undirrituðu þær samkomulag 23. janúar síðastliðinn þar sem sameiningin var ákveðin.
Lesa meira
18.02.2014

Áfangaskýrsla aðgerðarhóps um launajafnrétti

Aðgerðarhópur um launajafnrétti hyggst framkvæma rannsókn á launamun kynjanna á þessu ári og gefa út skýrslu um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Nú þegar hefur hópurinn skilað félags- og húsnæðismálaráðherra áfangaskýrslu með samantekt á nýlegum launakönnunum og umfjöllun um norrænt samstarf og fyrirmyndir að verkefnum.
Lesa meira
14.02.2014

Námskeið á vegum Vinnueftirlitsins

Á vef Vinnueftirlitsins má finna frekari upplýsingar um námskeið á vegum þess. Á næstunni verður boðið upp á nokkur námskeið og vill Vinnueftirlitið sérstaklega benda á eftirfarandi námskeið um Vinnuslys og vinnuslysarannsóknir.
Lesa meira
13.02.2014

Femínísk flóðbylgja í Hörpu

Stefnt er að því að einn milljarður manna í 207 löndum og komi saman á morgun og dansi í tilefni af átakinu Milljarður rís. Uppátækið heppnaðist sérstaklega vel í fyrra og létu Íslendingar sitt ekki eftir liggja og 2100 menn, konur og börn á öllum aldri komu saman í Hörpu og dönsuðu af lífi og sál.
Lesa meira
12.02.2014

Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2014

Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarna á sviði áfengis- og vímuvarna, tóbaksvarna, heilbrigðra lifnaðarhátta og geðræktar og með áherslu á að draga úr ójöfnuði til heilsu.
Lesa meira
11.02.2014

Tilnefningar til jafnréttisverðlauna

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2013. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála.
Lesa meira
11.02.2014

1-1-2 dagurinn í dag

112 og samstarfsaðilar vegna 112-dagsins leggja mikla áherslu á að fólk hugi betur að öryggi í ferðalögum að vetri til. Vetrarmánuðirnir eru gríðarlega annasamir hjá 112 og viðbragðsaðilum vegna ferðalaga og útivistar við misjafnar og stundum mjög varasamar aðstæður. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri 112, segir að með því að vanda betur undirbúning ferðalaga megi draga verulega úr hættu á slysum og erfiðleikum og auðvelda leit og björgun þegar á þarf að halda.
Lesa meira
11.02.2014

Norræna lífhagkerfinu hrundið úr vör

Stærsta verkefni formennskuáætlunar Íslands í norrænu ráðherranefndinni, Norræna lífhagkerfinu NordBio,verður hrundið úr vör á morgun, miðvikudag, í Norræna húsinu í Reykjavík.
Lesa meira
10.02.2014

Karlar í umönnunar- og kennslustörfum

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja efnir til opins fundar um karla í umönnunar- og kennslustörfum fimmtudaginn 13. febrúar. Eitt verkefna aðgerðahópsins er að stuðla að aðgerðum sem draga úr kynjaskiptingu starfa á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna benda til þess að engin ein aðgerð sé líklegri til að minnka launamun karla og kvenna en uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar.
Lesa meira
09.02.2014

Ársskýrsla leigjendaaðstoðarinnar

Leigjendaaðstoðin sem Neytendasamtökin reka samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðuneytið hefur birt ársskýrslu um starfsemi sína árið 2013. Alls bárust 1.467 erindi sem flest snérust um ástand og viðhald leiguhúsnæðis og uppsögn leigusamnings.
Lesa meira
08.02.2014

Skattabreytingar á haustþingi

Á haustþingi voru lögð fram fjölmörg frumvörp sem sneru að skattamálum og urðu flest þeirra að lögum í lok ársins. Á vef fjármálaráðuneytisins er farið yfir helstu efnisbreytingar sem í þeim fólust.
Lesa meira
07.02.2014

Styrktarsjóður BSRB á nýju ári

BSRB minnir félagsmenn sína á Styrktarsjóð BSRB sem tekur nú við styrkumsóknum fyrir árið 2014. Aðildarfélög að styrktarsjóðnum eru öll félög BSRB nema SFR, Landsamband lögreglumanna og Póstmannafélag Íslands sem reka sína eigin styrktarsjóði. Upplýsingar um sjóði þeirra er að finna á heimsíðum viðkomandi félaga sem finna má hér.
Lesa meira
06.02.2014

Nýr framkvæmdastjóri NFS

Formannafundur NFS, Norræna verkalýðssambandsins, kaus í gær Magnús Gissler í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Gissler hefur talsverða reynslu af störfum stéttarfélaga og mun hann formlega hefja störf hjá NFS á vormánuðum þegar hann hefur lokið skyldum sínum á núverandi vinnustað.
Lesa meira
04.02.2014

Upplýsingafundur um Betri heilbrigðisþjónustu

Um hundrað manns sátu fund velferðarráðuneytisins í Norræna húsinu í síðustu viku þar sem kynnt voru verkefni um úrbætur í heilbrigðisþjónustu sem unnið verður að á næstu misserum. Þjónustustýring, stórbætt upplýsingagjöf og ráðgjöf, innleiðing hreyfiseðla, heildstætt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu og sameining stofnana eru meðal helstu verkefna.
Lesa meira
03.02.2014

Elín Björg skipuð í nefnd um verðlagsstöðugleika

Aðgerðir til að styðja við verðlagsstöðugleika kynntar í ríkisstjórn fyrir helgi. Hluti þess var að skipa í fastanefnd um samskipti ríkisins, sveitarfélaga og heildarsamtaka aðila á vinnumarkaði. Hlutverk hennar er að hafa yfirsýn yfir regluleg samskipti þessara aðila og vera vettvangur hugmynda og skoðanaskipta um sameiginleg hagsmunamál. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, er fulltrúi BSRB í nefndinni.
Lesa meira
02.02.2014

Fræðslufundur í tengslum við starfslok

Fræðslufundur í tengslum við starfslok verður haldinn í húsnæði BSRB að Grettisgötu 89 mánudaginn 3. febrúar kl. 15:15. Einnig verður fundurinn sendur út með fjarfundarbúnaði og hægt verður að fylgjast með honum í Háskólanum á Akureyri, Sólborg stofu L 101.
Lesa meira
27.01.2014

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu 2014

Landspítali háskólasjúkrahús-bráðadeild hlaut í dag nýsköpunarverðlaunin 2014 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, sem afhent voru á ráðstefnu á Grand hótel. Verðlaunin voru í dag afhent í þriðja sinn og að þessu sinni voru yfir 40 verkefni tilnefnd.
Lesa meira
27.01.2014

Varaformaður BSRB um stöðu kjarasamninga

Í kjölfar niðurstaðna atkvæðagreiðslu þar sem helmingur félagsmanna felldi samninga ASÍ og SA hafa augun beinst í ríkara mæli að áformum ríkisins í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. Samninganefnd ríkisins hafði þegar lagt fram tilboð sem fól í svipaðar hækkanir og samningur ASÍ og SA , en SFR hafnaði því eins og kunnugt er.
Lesa meira
21.01.2014

Viðurkenningar í opinberri stjórnsýslu

Veiting nýsköpunarverðlauna og viðurkenninga í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2014 verða veitt á hádegisverðarfundi föstudaginn 24. janúar 2014 kl. 11:45-14:00 á Grand hótel Reykjavík.
Lesa meira
17.01.2014

Verðbólgan er dýrkeypt

BSRB stendur ásamt ríkisstjórninni, Samtökum atvinnulífsins og ASÍ að átaki þessa dagana sem miðar að því að hvetja atvinnurekendur, fyrirtæki, verslanir og launafólk til að gera sitt til að koma í veg fyrir óhóflega verðbólgu í landinu.
Lesa meira
14.01.2014

Fjöldi námsskeiða í boði á vorönn

Fjöldi námsskeiða er nú í boði fyrir meðlimi stéttarfélaganna bæði hjá Starfsmennt og Framvegis. Þá eru einnig nokkur námsskeið í boði hjá Vinnueftirlitinu sem gjarnan eru niðurgreidd af stéttarfélögum og atvinnurekendum. Hér að neðan má finna tengla og helstu upplýsingar um námsframboð hjá þessum stofnunum á vorönn.
Lesa meira
10.01.2014

Ný skýrsla velferðarvaktarinnar

Fráfarandi formaður Velferðarvaktarinnar hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra skýrslu með umfjöllun um verkefni vaktarinnar, ásamt tillögum um úrbætur í velferðarmálum á þeim sviðum sem Velferðarvaktin telur brýnast að sinna á næstunni.
Lesa meira
06.01.2014

Formaður BSRB í Vikulokunum á Rás 1

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, var gestur í Vikulokunum á Rás 1 á laugardaginn var. Gestir Hallgríms Thorsteinssonar í þættinum voru ásamt Elínu Björgu þeir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, og Árni Snævarr, upplýsingafulltrú SÞ í Brussel.
Lesa meira
06.01.2014

Skráning í trúnaðarmannanám

Nú styttist í að trúnaðarmannanámskeið BSRB og Félagsmálaskóla Alþýðu fari af stað á ný. Í byrjun febrúar hefst kennsla á 1. þrepi trúnaðarmannanámsins og mun kennsla fara fram í BSRB-húsinu að Grettisgötu 89.
Lesa meira
02.01.2014

Formaður BSRB í Speglinum

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB tók þátt í áramótaspjalli í Speglinum í Ríkisútvarpinu þann 30. desember ásamt Margréti Guðmundsdóttur forstjóra Icepharma og Katrínu Ólafsdóttur lektor við HR. Þar var m.a. fjallað um kjarasamninga og áherslur í komandi kjarasamningsviðræðum.
Lesa meira
30.12.2013

Áramótaávarp formanns BSRB

Í áramótaávarpi formanns BSRB fjallar Elín Björg Jónsdóttir m.a. um mikilvægi þess að vanda til verka við gerð kjarasamninga til lengri tíma og hversu mikilvægt er að gera körlum kleift að verja auknum tíma með fjölskyldum sínum með sveigjanlegri og fyrirsjáanlegri vinnutíma, mikilvægi á góðu samspil fjölskyldu og atvinnulífs og hvernig jafnræði á heimilum fólks skilar sér í auknu jafnrétti á vinnumarkaði.
Lesa meira
23.12.2013

Gleðilega hátíð

Starfsfólk skrifstofu BSRB óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Opnunartími skrifstofu BSRB yfir hátíðarnar verður með hefðbundnu sniði.
Lesa meira
18.12.2013

BSRB & ASÍ varðandi desemberuppbót atvinnuleitenda

Hugmyndir forystu ASÍ og BSRB um tilflutning á fjármunum frá Virk Starfsendurhæfingarsjóði yfir til Atvinnuleysistryggingasjóðs á þessu ári til að fjármagna desemberuppbót gegn því að fjármunum yrði varið til að tryggja ráðgjöf og vinnumiðlun við atvinnuleitendur á næsta ári var ráðandi þáttur í þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót, eins og tíðkast hefur.
Lesa meira
18.12.2013

Vandi Sunnuhlíðar er vandi stjórnvalda

Stéttarfélög starfsmanna í Sunnuhlíð lýsa yfir þungum áhyggjum af rekstrarstöðu Sunnuhlíðar, sem virðist vera á leiðinni í þrot. Málefni aldraðra eru óumdeilanlega á ábyrgð ríkisins og það er stjórnvalda að tryggja jafnvægi og öryggi þessa hóps, án undanbragða. Ef ríkið tekur ekki við rekstri Sunnuhlíðar munu íbúar þar missa heimili sín og fjölmargir starfsmenn missa atvinnu sína. Stjórnendur Sunnuhlíðar hafa ítrekað vakið athygli á erfiðri rekstrarstöðu heimilisins án árangurs. Skapast hefur óviðeigandi ástand fyrir starfsmenn og íbúa heimilisins.
Lesa meira
18.12.2013

Gengið til friðar í 35 ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. Óhætt er að segja að gangan sé orðin ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum og tekur fjöldi fólks sér hlé frá tiltektum og innkaupum rétt fyrir jólin til að leggja sitt af mörkum og styðja kröfuna um frið og afvopnun í heiminum. Undanfarin ár hafa slíkar göngur einnig verið á Þorláksmessu á Akureyri og á Ísafirði og verður svo einnig nú.
Lesa meira
16.12.2013

Formaður SFR um Vinnumálastofnun

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu í þinginu liggur fyrir að Vinnumálastofnun verði að draga úr rekstrarútgjöldum um 342,5 m.kr. frá árinu 2013. Þetta gerir um 27% niðurskurð á einu ári sem hefur gríðarleg áhrif á starfsemi stofnunarinnar.
Lesa meira
16.12.2013

Frá Styrktarsjóði BSRB

Styrktarsjóður BSRB bendir félagsmönnum á að til að geta fengið styrk vegna ársins 2013 er nauðsynlegt að skila umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi þriðjudaginn 17. desember nk.
Lesa meira
10.12.2013

Mikil raunlækkun barnabóta síðustu ár

Nú hefur ríkisstjórnin gefið það út að lækka eigi barnabætur á næsta ári. Þótt útfærsla þess sé ekki full ljós hefur fjármálaráðherra talað um að lækka hámarksbætur og heildarframlög til barnabóta verða lækkuð um 300 milljónir.
Lesa meira
03.12.2013

Stöndum við stóru orðin

Í síðasta mánuði hleypti BSRB af stað átaki sem miðar að því að hjálpa þingmönnum þjóðarinnar við að standa við kosningaloforð sín. Nú þegar hefur mikill fjöldi fólk tekið þátt í átakinu sem fer fram í gegnum einfalt krossapróf á Facebook.
Lesa meira
28.11.2013

Formaður BSRB: Niðurskurður eða niðurrif?

Uppsagnir rúmlega fimmtungs starfsmanna Ríkisútvarpsins hafa eðlilega vakið upp hörð viðbrögð. Aðgerðir gærdagsins eru aðeins nýjasta viðbótin við fjölda uppsagna innan almannaþjónustunnar. Nýverið var fjölda opinberra starfsmanna sagt upp störfum, t.d. hjá Sérstökum saksóknara og Vinnumálastofnun. Ástandið í heilbrigðisþjónustunni þekkja allir.
Lesa meira
26.11.2013

NFS leitar að framkvæmdastjóra

Staða framkvæmdastjóra NFS, Norræna verkalýðssambandsins, er nú laus til umsóknar. Viðfangsefni framkvæmdastjóra NFS er að leiða skrifstofu sambandsins, starfa með stjórn sambandsins og koma fram fyrir hönd NFS út á við. Framkvæmdastjórinn er kosinn af stjórn til fjögurra ára í senn með möguleika á framlengingu.
Lesa meira
25.11.2013

Pistill formanns BSRB

Í aðdraganda þeirra kjarasamningsviðræðna sem nú standa yfir voru allir samningsaðilar sammála um að helsta markmiðið ætti að vera ná fram auknum kaupmætti launa. Undanfarið hafa svo Samtök atvinnulífsins, fjármálaráðherra og seðlabankastjóri talað á þann veg að „hóflegar launahækkanir“ launafólks sé lykilinn að auknum kaupmætti. Talað hefur verið með þeim hætti að litlar launahækkanir einar og sér muni skila sér í minni verðbólgu, sterkara gengi krónunnar, aukinni fjárfestingu, aukinni eftirspurn eftir vinnuafli og vitanlega því eftirsóknarverðasta – auknum kaupmætti launa.
Lesa meira
15.11.2013

Karlar síður í hlutastörfum

Á vef velferðarráðuneytisins segir að á bilinu 30–48% kvenna á Norðurlöndunum sem vinna hlutastörf segjast gera það vegna fjölskyldunnar. Mun færri karlar en konur vinna hlutastörf og þeir nefna miklu síður en konur að það sé fjölskyldunnar vegna. Í norrænni rannsókn nefndi enginn íslenskur karl að hann ynni hlutastarf vegna fjölskyldunnar. Frá þessu er sagt í nýjasta tölublaði Arbeidsliv i Norden.
Lesa meira
15.11.2013

Árni Stefán: Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar

Árni Stefán Jónsson, fyrsti varaformaður BSRB og formaður SFR, fjallaði í pistli á vef SFR í dag um tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Þar segir hann að eðli málsins samkvæmt snertir efni þeirra opinbera starfsmenn talsvert og líklegt má telja að þær muni hafa áhrif inn í nýhafnar kjarasamningsviðræður SFR og ríkisins.
Lesa meira
11.11.2013

Stöndum við stóru orðin

BSRB ætlar næstu vikurnar að hjálpa þingmönnum þjóðarinnar að rifja upp kosningaloforð sín. Bandalagið býður fólki að slást með í för til að hvetja þingheim til að standa við þessi loforð. Allt mun þetta fara fram á nýrri Facebook-síðu BSRB sem finna má hér.
Lesa meira
07.11.2013

Dagur gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn föstudaginn 8. nóvember næstkomandi og er markmiðið með deginum að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er. Í tengslum við baráttudaginn 2011 undirituðu fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga, félagasamtaka og opinberra stofnana þjóðarsáttmála gegn einelti og lýstu þar með vilja sinum til að leggja þessu málefni lið. Sáttmálinn er því grunnur að frekari vinnu þeirra sem undirrituðu hann í Höfða 2011. Hvatt er eindregið til þess að sem flestir undirriti sáttmálann og sýni þar með hug sinn í verki.
Lesa meira
05.11.2013

Starfslokanámskeið BSRB-dagskrá

Fullbókað er í starfslokanámskeið sem haldið verður á vegum BSRB mánudaginn 18. nóvember 2013 kl. 16:15 til kl. 19:15 í húsnæði bandalagsins að Grettisgötu 89, 1. hæð. Annað námskeið verður sett á eftir áramótin og mun það verða auglýst hér á síðu BSRB og á heimsíðum aðildarfélaganna.
Lesa meira
04.11.2013

Formaður SFR: Fordómar og þekkingarleysi

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um fækkun ríkisstarfsmanna og hagræðingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir að svo virðist sem sumum stjórnmálamönnum finnist það í lagi að fjalla um fækkun og uppsagnir ríkisstarfsmanna eins og hvert annað hundsbit. „Það að segja upp fólki og kasta því í atvinnuleysispyttinn er stóralvarlegt mál og á aldrei að fjalla um af léttúð.“
Lesa meira
04.11.2013

Lífeyrisgáttin opnuð

Lífeyrissjóðir landsins hafa opnað aðgang að Lífeyrisgáttinni, nýrri leið sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingar-sjóðum.
Lesa meira
02.11.2013

Ályktun Heilbrigðis- og velferðarnefndar BSRB

Málþing um mikilvægi heilbrigðisþjónustu og þess mannauðs sem þar starfar fór fram í húsi BSRB í gær. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hélt fyrsta erindi dagsins og svaraði að því loknu fyrirspurnum viðstaddra. Rúnar Vilhjálmsson, Anna Stefánsdóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Landspítala, Geir Gunnlaugsson landlæknir og Guðrún Árnadóttir fulltrúi Heilbrigðis- og velferðarnefndar BSRB héldu einnig erindi á fundinum.
Lesa meira
01.11.2013

Gögn frá málþingi um heilbrigðismál

Málþing um mikilvægi heilbrigðisþjónustunnar og mannauðsins sem þar starfar fór fram í húsi BSRB í gær. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hélt fyrsta erindi dagsins og svaraði að því loknu fyrirspurnum viðstaddra. Rúnar Vilhjálmsson prófessor, Anna Stefánsdóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Landspítala, Geir Gunnlaugsson landlæknir og Guðrún Árnadóttir fulltrúi Heilbrigðis- og velferðarnefndar BSRB héldu einnig erindi á fundinum.
Lesa meira
30.10.2013

Málþing um heilbrigðisþjónustu í beinni á vefnum

Málþing um mikilvægi öflugrar heilbrigðisþjónustu og þann mannauð sem þar starfar verður haldið á vegum BSRB að Grettisgötu 89 í dag 31. október 2013. Dagskráin hefst kl. 13:00 með setningu formanns BSRB og svo mun heilbrigðisráðherra flytja ávarp. Ráðstefnan er öllum opin en dagskrá hennar má sjá hér að neðan.
Lesa meira
29.10.2013

Fyrsti fundur BSRB og SNR

Forsvarsmenn BSRB áttu í dag fyrsta formlega fundinn við Samninganefnd ríkisins vegna gerð nýrra kjarasamninga. Fyrir helgina var viðræðuáætlun milli samningsaðila samþykkt og fór fyrsti fundurinn samkvæmt þeirri áætlun fram í húsnæði Ríkissáttasemjara fyrr í dag.
Lesa meira
28.10.2013

Nýskipan í opinberum fjármálum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands bjóða til morgunverðarfundar þriðjudaginn 29. október 2013 kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík undir yfirskriftinni „Nýskipan í opinberum fjármálum : Heildstæð stefnumótun, aukið samráð og nýjar áherslur við framkvæmd fjárlaga“.
Lesa meira
26.10.2013

Ályktun stjórnar BSRB um lífeyrismál

Nýverið samþykkti stjórn BSRB ályktun um lífeyrismál. Þar er því mótmælt að ekki sé gert ráð fyrir því á fjárlögum að ríkið greiði inn á skuldbindingar sínar við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
Lesa meira
24.10.2013

Ályktun SFR vegna Sjúkratrygginga

Á fjölmennum fundi starfsfólks Sjúkratrygginga Íslands í gær kom fram mikil óánægja með viðhorf stjórnenda stofnunarinnar til sanngjarnar launaleiðréttingar. Unnið hefur verið að nýjum stofnanasamningi síðan fyrri hluta árs 2013 en ekkert gengið. Alls starfa um 50 félagsmenn SFR hjá Sjúkratryggingum Íslands og voru rúmlega 40 þeirra á fundinum.
Lesa meira
22.10.2013

Formaður BSRB í Speglinum

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB var í viðtali við Spegilinn á Rúv í gær þar sem m.a. var rætt um komandi kjarasamninga og ný vinnubrögð í kringum þá vinnu.
Lesa meira
21.10.2013

Fundur BSRB um kynskiptan vinnumarkað

Í tilefni af jafnréttisviku sem haldin verður í aðdraganda jafnréttisþings býður BSRB til morgunverðarfundar. Á fundinum munu Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir vera með fyrirlestra um kynskiptan vinnumarkað. Finnborg Salome er MA-nemi í kynjafræði og Gyða Margrét er lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands.
Lesa meira
20.10.2013

Ályktun stjórnar BSRB

„Tekjuskattslækkun á 2. skattþrepi mun aðeins koma þeim tekjuhærri til góða og í reynd hækka hlutfallslega skattbyrði þeirra sem lægst hafa launin,“ er meðal þess sem segir í ályktun stjórnar BSRB sem samþykkt var á fundi stjórnar BSRB á föstudag. Á stjórnarfundinum var m.a. fjallað um stöðu mála í komandi kjarasamningsviðræðum, stöðuna í viðræðum um lífeyrismál og fjallað var um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.
Lesa meira
18.10.2013

Ný skýrsla: Í aðdraganda kjarasamninga

Ný skýrsla sem ber heitið „Í aðdraganda kjarasamninga: Efnahagsumhverfi og launaþróun“ var kynnt á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Markmið skýrslunnar er að rekja kjaraþróun síðustu ára og birta helstu tölur um efnahagsumhverfið saman á einum stað.
Lesa meira
15.10.2013

Fyrsta fundi BSRB og SNR lokið

Forsvarmenn BSRB áttu fyrr í dag fyrsta fund sinn með samninganefnd ríkisins (SNR) vegna komandi kjarasamningsviðræðna. Farið var yfir drög að viðræðuáætlun samningsaðila auk þess sem BSRB fór yfir þau verkefni sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögum sínum í tengslum við gerð kjarasamninga. Þar á meðal eru málefni vaktavinnufólks, málefni trúnaðar­manna og önnur sameiginlega mál aðildarfélaganna.
Lesa meira
14.10.2013

Ályktun SFR um kjaramál

Trúnaðarmannaráð SFR ályktaði um kjaramál á fundi sínum í síðustu viku. Ráðið gerir þá kröfu á stjórnvöld að næstu kjarasamningar feli í sér verulega kaupmáttaraukningu enda hafa launafólk lagt mikið á sig á síðast liðnum árum til þess að tryggja stöðugleika.
Lesa meira
14.10.2013

Ályktun SLFÍ

Fjölmennur fundur Trúnaðarmannaráðs Sjúkraliðafélags Íslands ályktaði á fundi sínum í síðustu viku. Þar kom m.a. fram mikil gagnrýni á ítrekaðan niðurskurð til heilbrigðismála, gríðarlegt álag á sjúkraliðastéttina og gistináttagjaldi á sjúklinga. Einnig er gagnrýnt að enn skuli vera jafn mikill óútskýrður launamunur á Íslandi og raun ber vitni. Ályktunina má sjá í heild sinni hér að neðan:
Lesa meira
11.10.2013

SFR ályktar

Fjölmennur fundur trúnaðarmanna hjá SFR var haldinn í gær. Þar kynnti Tómas Bjarnason frá Capacent m.a. niðurstöður launakönnunar, Kristinn Bjarnason hagfræðingur BSRB rakti innihald fjárlagafrumvarpsins og Árni Stefán Jónsson fór yfir stöðu mála í undirbúningi kjarasamningsviðræðnanna.
Lesa meira
09.10.2013

Framkvæmdastjóri NFS í heimsókn

Christina J. Colclough framkvæmdastjóri NFS, sem eru heildarsamtök launafólks á Norðurlöndum, er í heimsókn hér á landi og átti fund með formanni og starfsfólki BSRB fyrr í dag. Þar fræddist Christina um stefnu BSRB, íslenska efnahagskerfið og komandi kjarasamninga svo eitthvað sé nefnt.
Lesa meira
04.10.2013

Pistill formanns BSRB

Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram fjárlagafrumvarp fyrir komandi ár þar sem margvíslegar aðhalds- og niðurskurðarkröfur birtast okkur. Sem dæmi hefur verið boðað að fækka eigi ríkisstofnunum um að minnsta kosti 50 og taka á gjald fyrir innlagnir á sjúkrahús. Þá eru raunlækkanir á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins talsverðar frá fyrra ári. Full ástæða er því til að hafa nokkrar áhyggjur af því í hvaða átt íslenskt þjóðfélag er að þróast ef þetta eru aðgerðirnar sem ríkisstjórnin ætlar að ráðast í á fyrsta fjárlagaári sínu, ríkisstjórnin sem var kosin vegna loforða um að bæta hag heimilanna í landinu.
Lesa meira
03.10.2013

Stefnumótun í vinnuvernd

Þann 24. október verður haldin ráðstefna um stefnumótun í vinnuvernd til ársins 2020 á Grand Hótel í Reykjavík. Ráðstefnan hefst kl. 12.15 með „vinnuverndarforrétti” (léttur hádegisverður) sem verður upphitun fyrir það sem koma skal. Markmið fundarins er að kalla eftir áhersluatriðum í vinnuvernd frá sem flestum aðilum á íslenskum vinnumarkaði.
Lesa meira
01.10.2013

Formaður BSRB um fjárlög

„Eins og fjárlagafrumvarpið lítur út við fyrsta yfirlestur boðar það ekki eins miklar breytingar og margir áttu ef til vill von á. Mér finnst frumvarpið sýna að ríkisstjórnin hafi áttað sig á að ekki er hægt að framkvæma allar þær breytingar sem boðaðar höfðu verið í einu, þ.e.a.s. lækka skatta, minnka skuldir og halda uppi velferðarkerfinu á sama tíma,“ segir Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB um fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í dag.
Lesa meira
29.09.2013

Félagsmenn BSRB vilja hækkun launa

Í kjarakönnun BSRB voru félagsmenn bandalagsins spurðir að því hvað þeim þætti að sitt stéttarfélag ætti að leggja mesta áherslu á í starfsemi sinni á næstu mánuðum og í komandi kjarasamningsviðræðum. Flestir nefndu hækkun launa sem mikilvægasta atriðið en þar á eftir töldu flestir að mikilvægast væri að hækka lægstu laun umfram önnur laun.
Lesa meira
26.09.2013

Formaður BSRB með erindi

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB mun í kvöld halda erindi um kynbundinn launamun og niðurstöður kjarakönnunar BSRB 2013. Erindið verður haldið á fundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar þar sem umræðu- og umfjöllunarefnið verður kynbundinn launamunur og fer fundurinn fram kl. 20:00 á Hallveigarstíg 1.
Lesa meira
19.09.2013

Kröfugerð SFR birt

Trúnaðarmannaráð SFR samþykkti kröfugerð félagsins á fundi sínum í gær og verður hún kynnt viðsemjendur á næstunni. Í kröfugerðinni kemur m.a. fram að gert er ráð fyrir því að samið verði til skamms tíma að þessu sinni. Enda ríkir mikil óvissa um þróun efnahagsmála og aðgerðir stjórnavalda í ríkisfjármálum.
Lesa meira
18.09.2013

Framkvæmdastjóri BSRB í viðtali hjá TCO

Á vef TCO, sem eru systursamtök BSRB í Svíþjóð, er rætt við Helgu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra BSRB. Þar er fjallað um þá staðreynd að í mælingum World Economic Forum frá árinu 2009 er Ísland í efsta sæti á lista yfir lönd m.t.t. jafnréttis. En þrátt fyrir það er enn talsvert um ójöfnuð á Íslandi, t.d. launamunur kynjanna.
Lesa meira
17.09.2013

Launakönnun SFR, St.Rv og VR

Tvö fjölmennustu aðildarfélög BSRB, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, hafa auk VR haft með sér samstarf um gerð launakannana undanfarin ár. Með þessum könnunum fást mikilvægar upplýsingar um launaþróun og samanburð milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almenna vinnumarkaðnum.
Lesa meira
16.09.2013

Samningseiningafundur hjá BSRB

Samningseiningar BSRB komu saman til fundar í gær til að ræða kröfugerð og helstu áherslur fyrir komandi kjarasamningsviðræður. Fulltrúar allra helstu samningseininga innan BSRB voru viðstaddir fundinn.
Lesa meira
14.09.2013

20% geta hugsað sér að færa sig á leigumarkað

Samkvæmt kjarakönnun BSRB telja 26,5% félagsmanna það líklegt að þeir myndu velja að leigja húsnæði til frambúðar frekar en að kaupa ef búseta þeirra væri tryggð í leiguhúsnæðinu. Það verður að teljast dágóður fjöldi þegar staðreyndin er sú að tæplega 85% félagsmanna BSRB búa í eigin húsnæði í dag
Lesa meira
12.09.2013

Forystufræðsla BSRB og ASÍ

Skráning er hafin á fjölda haustnámskeiða þar sem áhersla er lögð á undirbúning kjarasamninga og betri þjónustu. Síðasti skráningardagur er í dag, 12. september.
Lesa meira
07.09.2013

Mikill munur á launamun eftir landssvæðum

Kynbundinn launamunur á landinu öllu mældist 11,4% í nýrri kjarakönnun sem Capacent framkvæmdi fyrir BSRB. Þegar kynbundni launamunurinn er skoðaður eftir landssvæðum sést hann er ansi breytilegur á milli staða.
Lesa meira
06.09.2013

Ályktun stjórnar BSRB um ríkisfjármál

Stjórn BSRB samþykkti ályktun um ríkisfjármál á fundi sínum á Egilsstöðum í dag. Þar er m.a. brýnt fyrir stjórnvöldum að frekari aðhaldsaðgerðir hjá hinu opinbera muni hafa mjög neikvæðar afleiðingar í för með sér og vinna gegn markmiðum stjórnvalda um að ná fram jöfnuði í ríkisrekstrinum.
Lesa meira
05.09.2013

Ályktun stjórnar BSRB

Stjórn BSRB samþykkti á fundi sínum sem nú stendur yfir á Egilsstöðum ályktun varðandi kynbundinn launamun. Ný kjarakönnun bandalagsins hefur sýnt fram á kynbundinn launamun innan BSRB upp á 11,4%.
Lesa meira
23.08.2013

Ráðstefna NTR á Íslandi

Árleg ráðstefna NTR, Nordisk Tjänstemannsråd, fer að þessu sinni fram í Reykjavík dagana 25. til 28. ágúst á Hilton Reykjavík Nordica. NTR eru samtök bæjarstarfsmanna á Norðurlöndum og tæplega 100 fulltrúar frá Íslandi, Færeyjum Noregi, Svíþjóð og Danmörku munu taka þátt.
Lesa meira
13.08.2013

"Bitnar harðast á þeim sem síst skyldi"

Fréttastofa Ríkisútvarpsins vakti í gær athygli á því að vaxtabætur munu eftir áramótin lækka um allt að helming. „Það er auðvitað afleitt að það skuli vera útlit fyrir að það skuli vera afnám á þessu bráðabirgðaákvæði ekki síst vegna þess að það mun bitna á þeim sem síst skyldi það er tekjulágu fólki með háa skuldastöðu,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, þegar fréttastofa Rúv leitaði viðbragða hennar við þessu.
Lesa meira
12.08.2013

Forystufræðsla – skráning hafin

Skráning er hafin á fjölda haustnámskeiða hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt þar sem áhersla er lögð á undirbúning kjarasamninga og betri þjónustu. Þar á meðal er skráning hafin fyrir forystufræðsluna sem er unnin sameiginlega af BSRB og ASÍ.
Lesa meira
27.06.2013

Nýr vefur BSRB

BSRB hefur tekið nýjan vef í notkun. Mest af því efni sem var á gamla vefnum er aðgengilegt á þeim nýja en á næstu vikum mun meira af efni verða sett inn á vefinn og frekari endurbætur gerðar á honum. Ef notendum reynist erfitt að nálgast einhverjar ákveðnar upplýsingar er hægt að hafa samband við skrifstofu BSRB í síma 525 8300 eða á netfangið bsrb@bsrb.is.
Lesa meira
26.06.2013

Samræming fjölskyldu og atvinnulífs

Starfshópur um samræmingu á fjölskyldu og -atvinnulífi, sem lögfræðingur BSRB hefur átt sæti í, hefur nú skilað félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum og greinargerð. Velferðarráðherra skipaði hópinn í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu haustið 2012.
Lesa meira
02.01.2013

Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar

Út er kominn staðallinn ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar. Staðallinn er ætlaður sem grundvöllur fyrir vottunarkerfi að því er varðar launajafnrétti kynja á vinnustöðum. Markmið hans er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum. Jafnframt gefst þeim sem uppfylla skilyrði staðalsins möguleiki á að fá vottun þar um.
Lesa meira
28.11.2012

Rosa Pavanell nýr formaður PSI

Rosa Pavanelli, var rétt í þessu kjörinn nýr framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka opinberra starfsmanna (PSI) á þingi samtakanna í S-Afríku. Hlaut hún yfirburðarkosningu og lagði Peter Waldorff, fráfarandi framkvæmdastjóra PSI, með meira en helmings mun.
Lesa meira
16.11.2012

Morgunverðarfundur um samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs

Velferðarráðuneytið í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu boðar til morgunverðarfundar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á Grand hóteli þriðjudaginn 20. nóvember klukkan 08:00 - 10:30. Á fundinum verður meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum:
Lesa meira
15.11.2012

Formaður BSRB með erindi á ráðstefnu Landssambands eldri borgara

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, hélt í dag erindi á kjaramálaráðstefnu á vegum Landssambands eldri borgara í Reykjavík. Þar fjallaði formaður BSRB um samspil tekjutengingar í almannatryggingakerfinu, samspil þess við lífeyrisgreiðslur og kynbundinn launamun. Meðal þess kom fram í máli Elínar Bjargar var að breyta verði lífeyriskerfinu á þann veg að fólk njóti þess þegar á lífeyrisaldur er komið að hafa greitt í lífeyrissjóði á starfsævi sinni í formi hærri ráðstöfunartekna en ella. Þá fjallaði hún um kynbundinn launamun sem mælist 13,1% á landinu öllu samkvæmt kjarakönnun BSRB. Benti Elín Björg m.a. á að ef launamunurinn verði ekki upprættur á vinnumarkaði samtímans muni hann fylgja fólki inn í lífeyriskerfi framtíðarinnar.
Lesa meira
14.11.2012

Evrópskur dagur aðgerða og samstöðu í dag

Dagur aðgerða og samstöðu er haldin í Evrópu í dag að frumkvæði ETUC, sambands verkalýðsfélaga í Evrópu. Fyrir vikið eru víða verkföll og mótmælaaðgerðir á vegum hinna ýmsu verkalýðsfélaga í dag. Aðgerðunum er ætlað að verkja athygli á því mikla og vaxandi atvinnuleysi sem nú er í Evrópu og mótmæla þeim miklum niðurskurðar og aðhaldsaðgerðum sem margar ríkisstjórnir Evrópuríkja hafa staðið fyrir. Búist er við að samgöngur truflist víða en um 40 verkalýðssamtök í meira en 20 Evrópuríkjum ætla að leggja niður störf í dag. Aðgerðirnar munu eflaust hafa talsverð áhrif á Spáni, Ítalíu, í Grikklandi og Portúgal þar sem vinnustöðvanir hafa verið boðaðar en boðað hefur verið til mótmæla og samstöðufunda í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi.
Lesa meira
13.11.2012

Skýrsla um rekstrarumhverfi leigusala íbúðarhúsnæðis

Vinnuhópur sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fól að skoða rekstrar- og skattaumhverfi félaga og einstaklinga sem leigja út íbúðarhúsnæði hefur skilað ráðherra skýrslu með niðurstöðum sínum og tillögum til úrbóta. Störf hópsins eru hluti vinnu við að útfæra tillögur um opinbera húsnæðisstefnu. Sagt er frá málinu á vef stjórnarráðsins og þar kemur fram að í apríl 2011 voru kynntar niðurstöður samráðshóps velferðarráðherra um húsnæðisstefnu stjórnvalda sem í meginatriðum felast í upptöku húsnæðisbóta, að hið opinbera stuðli að auknu framboði af leigu- og búseturéttaríbúðum og að öflun og miðlun upplýsinga um húsnæðismál verði efld. BSRB átti fulltrúa í hópnum sem kom sjónarmiðum bandalagsins í húsnæðismálum á framfæri við hópinn.
Lesa meira