Beint á efnisyfirlit síðunnar

Borgin úthlutar lóðum til Bjargs íbúðafélags

Borgin úthlutar lóðum til Bjargs íbúðafélags

Bjarg íbúðafélag, sem stofnað er af BSRB og ASÍ, hefur fengið úthlutað byggingarrétti á þremur stöðum í Reykjavík. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, skrifaði undir samkomulag þar að lútandi ásamt Gylfa Arnbjörnssyni, forseta BSRB, og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á einni lóðanna í dag.

Reykjavíkurborg hefur skuldbundið sig til að úthluta alls 1.000 lóðum til íbúðafélagsins. Á þeim þremur lóðum sem nú hefur verið úthlutað er stefnt á að reisa alls 236 íbúðir. Lóðirnar eru í Spönginni í Grafarvogi, í Úlfarsárdal við Urðarbrunn og á Kirkjusandi við Hallgerðargötu.

Við uppbygginguna verður horft til hugmynda um um félagslega blöndun, íbúalýðræði og hönnun. Miðað er við að Félagsbústaðir Reykjavíkurborgar eignist eða fái til úthlutunar að jafnaði 10-20% íbúða í uppbyggingarverkefnum. Íbúðir á skipulagssvæðunum eru fyrir fjölbreyttan hóp íbúa og eru misstórar.

Leigðar til langs tíma

Íbúðir Bjargs verða svokölluð Leiguheimili og byggja á nýjum húsnæðislögum um almennar íbúðir. Íbúðirnar verða leigðar út til langs tíma til til fólks með lágar- og meðaltekjur. Lögð verður lögð áhersla á hagkvæmni í byggingu, rekstri, endingu og góða nýtingu á rýmum, án þess að það verði á kostnað gæða.

Bjarg íbúðafélag er leigufélag sem BSRB og ASÍ stofnuðu á síðasta ári. Félagið er rekið sem sjálfseignarstofnun án hagnaðarmarkmiða. Því er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að ódýru, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði með því að byggja, kaupa, leigja, stjórna, viðhalda og endurbyggja leiguíbúðir á grundvelli laga nr. 52-2016 um almennar íbúðir.

Til baka
    http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/frett/