Bryndís Blöndal hefur gengið til liðs við BSRB og bætist hún við öflugt teymi á skrifstofu bandalagsins. Bryndís er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu af verkefnastjórnun, fjármálaráðgjöf og alþjóðlegum samskiptum.
Bryndís kemur til BSRB frá Samgöngustofu þar sem hún starfaði sem sérfræðingur á flugsviði. Áður hefur hún gegnt lykilhlutverkum hjá Icelandic Water Holdings sem alþjóðlegur sölu- og markaðsstjóri og hjá Icelandair sem öryggiskennari og flugliði. Bryndís hefur einnig sinnt stjórnunarstörfum við Flugakademíu Keilis og tekið þátt í stefnumótun og skipulagi náms þar.
Með sterka hæfni í mannlegum samskiptum, skipulagi og stafrænum lausnum, ásamt fjölbreyttri tungumálakunnáttu, er Bryndís vel í stakk búin til að takast á við ný verkefni innan BSRB og leggja sitt af mörkum til hagsmunabaráttu félagsmanna.
BSRB býður Bryndísi Blöndal hjartanlega velkomna til starfa.