1
.
Yfirskrift dagsins að þessu sinni er Við sköpum verðmætin. .
. DAGSKRÁ 1. MAÍ 2025.
.
Reykjavík
2
Rauðir sokkar, risastór Venusarstytta og fjölmargar tilvísanir í kröfugönguna þann 1. maí árið 1970 settu svip sinn á hátíðarhöldin í Reykjavík í ár, en 1. maí fyrir 55 árum markaði upphaf Rauðsokkahreyfingarinnar, þegar hópur kvenna á rauðum sokkum mætti í kröfugöngu verkalýðsins með stóra Venusarstyttu.
Fjölmiðlar greindu frá því á sínum tíma að Rauðsokkurnar hefðu mætt í óþökk fulltrúaráðs verkalýðshreyfingarinnar sem kölluðu meira að segja á lögreglu í von um að
3
þannig að þau bresti. Við verðum að tryggja sterkt velferðarkerfi sem greiðir laun í samræmi við þau verðmæti sem störfin skapa, tryggir öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi, axlar ábyrgð á umönnun aldraðra, barna og veikra og jafnar möguleika fólks í gegnum ... sem eru ekki hvítar á hörund, eru ekki ófatlaðar, ekki gagnkynhneigðar, ekki sís konur, eru ekki í sterkri félagslegri stöðu eða fjárhagslegri. Okkur ber skylda til að tala máli allra kvenna og gera kröfum þeirra jafnhátt undir höfði og þannig skapa meðvind ....
Það sem einkennir kvennastéttirnar er að þær vinna gjarnan störf sem fela í sér náin persónuleg samskipti og tilfinningalegt álag þar sem hlaupið er hratt og sköpuð óáþreifanleg verðmæti.
Og af því konur sinna ósýnilegri vinnu, hvort sem er í launuðum
4
Á undanförnum vikum hefur mikið verið deilt um virði samkeppniseftirlits fyrir íslenskt samfélag og hagsæld í landinu. Gagnrýnendur Samkeppniseftirlitsins hafa gengið svo langt að tala fyrir varanlegri veikingu stofnunarinnar með tilheyrandi afturför, ójöfnuði og kjaraskerðingu fyrir íslenskan almenning. Í ljósi þessa viljum við, hagfræðingar þriggja heildarsamtaka á vinnumarkaði með samanlagt um 175.000 félagsmenn, árétta mikilvægi samkeppniseftirlitsins og virkrar samkeppni fyrir hagsæld ís
5
Félagsmenn í SFR, SLFÍ og LL, þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB sem semja við ríkið, hafa ákveðið að safnast saman fyrir framan stjórnarráðið í fyrramálið til að afhenda forsætisráherra yfirlýsingu þess efnis að ekki sé of seint að semja við félögin áður en verkfall SFR og SLFÍ skellur á um miðja næstu viku.
Félögin þrjú hafa átt í sameiginlegum viðræðum við ríkið sem fram til þessa hafa engu skilað. í tilkynningu frá SFR segir að vilji stjórnvalda til samninga hafi verið
6
saman strengi fyrir baráttuna framundan. Við beinum sjónum okkar að stjórnvöldum og fjármagnseigendum sem viðhalda mismunun og leyfa óréttlæti að grassera. Það erum við, vinnandi fólk sem sköpum verðmætin. Og það er með samstöðu okkar sem við náum ... til útvaldra karla. .
Ameríski draumurinn.
Sá misskilningur virðist ríkjandi að það séu helst toppar á einkamarkaði sem skapi verðmæti í samfélaginu og því sé eðlilegt að þeir njóti ágóðans. Hið ... rétta er að vinnandi fólk skapar verðmætin. Ameríski draumurinn lifir enn góðu lífi á Íslandi og sú skoðun er viðloðandi að þau sem eiga mestar eignir og hafa hæstar tekjur séu einfaldlega klárari og sniðugri en þorri almennings. Ef fólk hafi það skítt ... við ætlum að búa í árið 2030, 2050 eða jafnvel 2100. Hvaða skref þurfum við að taka núna til að skapa samfélag mennsku, jafnréttis og jöfnuðar?.
Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins söfnumst við saman til að stilla
7
Bann við mismunun á grundvelli aldurs á vinnumarkaði tekur gildi 1. júlí 2019. Bannið gildir meðal annars um ráðningar, aðgengi að starfsmenntun, ákvarðanir í tengslum við laun og önnur starfskjör og uppsagnir. Þar með er óheimilt að hafa aldursákvæði í launatöxtum kjarasamninga og álykta má að óheimilt sé að tengja orlofsrétt við aldur starfsmanna.
Bannið byggir á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði sem tóku gildi í september 2018 sem aftur byggir á Evróputilskipun sem bannar mismu
8
Boðið verður upp á námskeið um lífeyrismál við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar miðvikudaginn 17. október næstkomandi.
Námskeiðin verða haldin í húsakynnum Brúar lífeyrissjóðs að Sigtúni 42, 2. hæð. Þar verður farið almennt yfir helstu réttindi sjóðfélaga, sýnt hvar upplýsingar um lífeyrisréttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.
Brú lí
9
BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda, stéttarfélaga og einstaklinga. . Háværasta krafan var sú að atvinnurekendur setji í forgang fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynbundinni
10
Sú ákvörðun forsætisnefndar Alþingis að lækka starfstengdar greiðslur þingmanna kemur ekki til móts við gagnrýni BSRB á verulega launahækkun þingmanna sem kjararáð tilkynnti um á kjördag. Bandalagið kallar eftir því að ákvörðun kjararáðs verði afturkölluð og launaþróun þingmanna verði í takt við kjör annarra stétta.
BSRB gagnrýndi harðlega ríflegar launahækkanir sem kjararáð ákvað á síðasta ári að veita fyrst æðstu embættismönnum og síðan þjóðkjörnum fulltrúum; þingmönnum, ráðherrum o
11
Ýmsar hugmyndir um hvernig bæta má vinnubrögð við gerð kjarasamninga eru settar fram í bráðabirgðaútgáfu af skýrslu Steinar Holden, norsks sérfræðings í vinnumarkaðsmálum. Skýrslan verður mikilvægt innlegg í umræður innan Salek-hópsins um breytingu á íslenska kjarasamningsmódelinu.
Salek-hópurinn hefur starfað að því frá árinu 2013 að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga hér á landi. Að hópnum standa heildarsamtök aðila á vinnumarkaði, en ríkissáttasemjari skipuleggur starfsemi hóps
12
Verulegu máli hefur skipt fyrir þróun íslenska heilbrigðiskerfisins hvernig greitt hefur verið fyrir þjónustuna, sagði Birgir Jakobsson landlæknir á fundi Velferðarnefndar BSRB í síðustu viku. Hann sagði að ójafnt væri komið fyrir þeim tveimur kerfum sem notast sé við á Íslandi í dag, þjónustu sem veitt sé af stofnunum í opinberum rekstri annars vegar, en stofum í einkarekstri hins vegar.
Stofnanir sem reknar eru af hinu opinbera eru á fjárlögum og hefur verið skorið markvisst niður í
13
Heilsa fólks og heilbrigði getur aldrei orðið eins og aðrar vörur á markaði. Því leggst stjórn BSRB alfarið gegn áformum heilbrigðisráðherra um einkavæðingu heilsugæslustöðva. Það ætti, að mati BSRB, að vera skýrt markmið stjórnvalda að allur mögulegur „hagnaður“ af rekstri heilbrigðisþjónustu renni beint til frekari uppbyggingar þjónustunnar en ekki í vasa einkaaðila. .
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynna breytingar á fyrirkom
14
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hefur samþykkt kjarasamning sinn við Reykjavíkurborg í atkvæðagreiðslu félagsmanna..
Niðurstöður voru á þann veg að já sögðu 989 manns eða 76.31%, nei sögðu 277 manns eða 21.37%, 30 manns tóku ekki afstöðu eða 2.31%. 1296 félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni af 3316 sem eru á kjörskrá eða 39,1%. Reiknað
15
Jafnréttisnefnd BSRB boðar til morgunverðarfundar þriðjudaginn 2. júní nk. kl. 8:30-10:00 undir yfirskriftinni: Hvernig búum við til fjölskylduvænna samfélag?.
Fundurinn er ætlaður formönnum aðildarfélaga BSRB, stjórnarmönnum aðildarfélaga, starfsfólki og trúnaðarmönnum. Stutt innlegg í upphafi fundar munu flytja Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB en hún mun fjalla um tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB
16
BSRB setur mikla fyrirvara við forsendur útreikninga á áhrifum breytinga á virðisaukaskatti og vörugjöldum í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn BSRB um fjárlagafrumvarpið sem nýverið var send efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis en einnig er stuttlega farið yfir sama mál í grein í Fréttablaðinu í dag. Umsögnina má nálgast í heild sinni
17
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um undirritaðan kjarasamning FFR, SFR og LSS við SA/Isavia ohf. liggja nú fyrir. Undirritaður kjarasamningurinn var samþykktur með meirihluta atkvæða allra félagsmanna. .
Alls samþykktu 72,95% félagsmanna samninginn, 24,62% félagsmanna höfnuðu honum og alls 2,43% félagsmanna skiluðu auðu
18
Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir kjarasamning við ríkið í gærkvöld. Samið var m.a. um endurskoðun á launatöflu, hækkanir á orlofs-og desemberuppbót, eingreiðslu að upphæð 14. 600 kr. í upphafi samnings og 20.000 kr. við lok samningstímans sem er frá 1. mars sl. til 1. apríl 2015. Kynning á samningnum verður auglýst síðar samhliða atkvæðagreiðslu um hinn nýja samning
19
Samninganefnd Starfsmannafélags Reykjavíkurborg hefur undirritaði kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015 og byggir á þeim samningum sem þegar hafa verið undirritaðar með 2,8% launahækkun eða 8 þúsund frá og með 1. mars 2014. Á launataxta sem eru lægri en 230.000,- komi sérstök hækkun til viðbótar um 1.750 kr
20
Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir breytingu og framlengingu á kjarasamning við Reykjavíkurborg í kvöld. .
Kjarasamningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og verður fundur auglýstur fljótlega þar sem farið verður yfir samninginn. Í kjölfarið mun fara fram atkvæðagreiðsla á meða