1
réttindanefndar BSRB á föstudag.
Almennt eiga starfsmenn sem vinna vaktavinnu rétt á 11 klukkustunda hvíld á milli vakta að lágmarki, þó á því séu ákveðnar undantekningar. Þá er skýrt kveðið skýrt á um rétt á lengra hléi, sambærilegu helgarhléi þeirra ... sem ekki vinna vaktavinnu.
Bára sagði það allt of algengt að bæði stjórnendur og starfsmennirnir sjálfir virtu ekki ákvæði um hvíldartíma starfsmanna. Ástæðurnar fyrir því geta verið ýmsar. Bára nefndi til dæmis menninguna á hverjum vinnustað, eða jafnvel ... smærri einingum. Þá sagði hún einnig algengt að brotið sé gegn ákvæðum um hvíldartíma þegar starfsmenn ákveði sjálfir sín á milli að skiptast á vöktum ....
.
Bára sagði ýmsar leiðir mögulegar til að vinna gegn þessu. Fyrir það fyrsta verði þeir sem útbúi skipulag fyrir vaktir að gæta vel að því að engar undantekningar séu gerðar á ákvæðum um hvíld starfsmanna í vaktakerfinu. Hún sagði skýrt að það sé ... stjórnandinn sem beri ábyrgð á því að setja fram rétt útfærða áætlun sem standist öll ákvæði kjarasamninga.
Óskavaktir draga úr brotum.
Þá sagði hún margt benda til þess að með því að bjóða starfsmönnum að óska sjálfum eftir vöktum eftir
2
hafa komið vel út, en einnig hefur verið litið til fjölmargra erlendra rannsókna við mótun stefnunnar.
Margir þættir hafa verið rannsakaðir, svo sem áhrif næturvakta á svefn, tengsl vinnutímaskipulags við öryggi starfsmanna og slysahættu og mikilvægi ... hvíldar á vinnutíma. Það er fyrir nokkru orðin viðurkennd staðreynd að langir vinnudagar eða vaktir, lengri en 8 til 9 tímar, hafa verulega slæm áhrif bæði á öryggi starfsmanna og þjónustuþega sem og á þreytu starfsmanna. Að sama skapi hefur ítrekað verið
3
Samkomulag hefur náðst við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg um framhald kjaraviðræðna. Eins og í samkomulagi sem gert var við ríkið er kveðið á um að launagreiðendur greiði félagsmönnum aðildarfélaga BSRB 105 þúsund króna innágreiðslu þann 1. ágúst næstkomandi.
Greiðslan er til komin vegna tafa sem orðið hafa á gerð kjarasamninga. Í nýjum viðræðuáætlunum kemur fram að stefnt sé að því að ljúka nýjum kjarasamningin fyrir 15. september, en samningar flestra aðildarféla
4
Opinberir starfsmenn sætta sig ekki við áframhaldandi skeytingarleysi viðsemjenda nú þegar tíu mánuðir eru liðnir frá því kjarasamningar losnuðu. Félagar í BSRB, Bandalagi háskólamanna (BHM) og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) munu ... með streymi frá Háskólabíói.
„Við höfum nú verið í tíu mánuði án kjarasamnings og hefur þótt skorta verulega á samningsvilja viðsemjenda okkar. Samstaðan hefur verið sterkasta vopn opinberra starfsmanna í gegnum tíðina og það er kominn tími ... til að við sýnum viðsemjendum okkar það. Nú munum við fylgja eftir okkar kröfum með aðgerðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Á baráttufundinum mun forystufólk opinberra starfsmanna kanna hug félagsmanna til þess að hefja þegar í stað
5
Fyrirtæki geta nú lækkað starfshlutfall starfsmanna allt niður í 25 prósent og starfsmenn fengið atvinnuleysisbætur á móti eftir að Alþingi samþykkti lagabreytingar til að bregðast við heimsfaraldri kórónaveirunnar.
Breytingar á lögum um ... atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðarsjóð launa tóku gildi þann 20. mars 2020. Markmiðið með þeim var að stuðla að því að atvinnurekendur haldi ráðningarsambandi við starfsmenn sína eins og frekast er unnt, enda þótt það kunni að vera nauðsynlegt að minnka ... starfshlutfall þeirra að einhverju leyti. Með lögunum geta starfsmenn sótt um atvinnuleysisbætur á móti þegar starfshlutfall þeirra er minnkað um allt að 75 prósent. Þannig gæti starfsmaður haldið 25 prósent starfshlutfalli en þegið atvinnuleysisbætur upp að 75 ... prósenta starfshlutfalli.
Það er skilyrði að starfshlutfall starfsmanns sé lækkað um að minnsta kosti 20 prósent og er atvinnurekanda óheimilt að krefjast vinnuframlags frá starfsmanni umfram hið nýja starfshlutfall. Um tímabundna aðgerð er að ræða ... sem gildir frá 15. mars til 1. júní, en stjórnvöld hafa sagst vera tilbúin til þess að framlengja úrræðið verði þess talin þörf.
Fjárhæð atvinnuleysisbóta ræðst af meðaltekjum starfsmanns á þriggja mánaða tímabili áður en hann fór í hlutastarf
6
Starfsmenn sem þurfa að vera í sóttkví vegna COVID-19 faraldursins fá laun frá opinberum launagreiðendum, hvort sem þeir reynast vera með sjúkdóminn eða ekki. BSRB hvetur alla til að kynna sér einkenni veirunnar og gera allt sem hægt ... fjarveru starfsmanna.
Þeir starfsmenn sem eru sendir í sóttkví samkvæmt fyrirmælum frá heilbrigðisyfirvöldum eða vinnuveitanda sínum skulu fá greidd meðaltalslaun samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og skal fjarvist ekki talin til veikinda. Þannig ... er starfsmaður ekki að ráðstafa veikindarétti sínum vegna tímabilsins.
Þeir starfsmenn sem fara í sóttkví af eigin ákvörðun eru launalausir eða þurfa að taka orlofsdaga á tímabilinu.
Þeir starfsmenn sem eru með grun um COVID-19 smit
7
Magnús Már Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri BSRB. Hann tekur við starfinu af Helgu Jónsdóttur, sem lét af störfum um áramótin. Magnús hefur verið borgarfulltrúi og varaborgarfulltrúi frá árinu 2014 en mun óska eftir leyfi frá störfum á fundi borgarstjórnar í næstu viku.
„Það eru spennandi tímar hjá BSRB eins og annars staðar í verkalýðshreyfingunni og ég hlakka til að starfa með öflugu fólki innan bandalagsins og í aðildarfélögum þess,“ segir Magnús Már. „Barátta ve
8
Dagný Ósk Aradóttir Pind hefur hafið störf sem lögfræðingur BSRB. Hún tekur við starfinu af Sonju Ýr Þorbergsdóttur sem var kjörin formaður BSRB á þingi bandalagsins í október síðastliðnum. Dagný mun sinna verkefnum á sviði vinnuréttar og jafnframt vera sérfræðingur bandalagsins í jafnréttismálum.
Dagný lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Hluta námsins tók hún í skiptinámi við Kaupmannahafnarháskóla. Hún lauk einnig LLM gráðu í vinnurétti og samskiptum á vinnum
9
Hrannar Már Gunnarsson hefur hafið störf sem lögfræðingur BSRB. Hann tekur við starfinu af Döllu Ólafsdóttur sem hefur horfið til annarra starfa. Hrannar mun sinna verkefnum á sviði vinnuréttar og veita aðildarfélögum BSRB ráðgjöf um túlkun laga, reglna og kjarasamninga.
Hrannar starfaði sem lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum frá 2014 og hefur einnig verið aðstoðarkennari við Háskóla Íslands. Hann lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 2015
10
Mikilvægur munur er á skipuðum embættismönnum og öðrum opinberum starfsmönnum. Ýmsar reglur gilda um embættismenn sem ekki eiga við um aðra opinbera starfsmenn, til dæmis hvað varðar skipun í embætti og skipunartíma.
Embættismenn njóta ... ákveðinnar sérstöðu samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þannig má segja að þeir njóti nokkru meira öryggis í starfi og um þá gilda ákveðnar reglur sem gilda almennt ekki um opinbera starfsmenn. Í lögunum er upptalning á því hverjir ... hendi þegar aðrir opinberir starfsmenn sæta niðurlagningu starfs nema þeir hafi verið ráðnir til starfa fyrir árið 1996. Ef embættismaður hefur sinnt starfinu skemur en 15 ár skal hann halda óbreyttum launakjörum í sex mánuði en hafi hann sinnt
11
„Það er afar ánægjulegt að bætast í hóp starfsmanna BSRB og vinna að hagsmunum um 22 þúsund félagsmanna bandalagsins,“ segir Sigríður. „Þetta eru spennandi tímar, kjaraviðræður í fullum gangi og mikil vinna fram undan hjá bandalaginu. Ég hlakka til að takast
12
Karl Sigurðsson, nýr sérfræðingur BSRB á sviði framtíðarvinnumarkaðarins og menntamála, hefur nú hafið störf hjá bandalaginu. Meginverkefni Karls verður að vinna að stefnumótum BSRB í menntamálum, til dæmis varðandi framtíðarvinnumarkaðinn og 4. iðnbyltinguna.
Karl hefur undanfarna tvo áratugi starfað sem sérfræðingur Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðsmál og starfaði þar á undan hjá Félagsvísindastofnun. Hann er með BA gráðu í stjórnmála- og fjölmiðafræði frá Háskóla Íslands og vinnur
13
Ákvæði um yfirvinnuskyldu opinberra starfsmanna er íþyngjandi og ósanngjarnt og ósvífið að beita því gegn ljósmæðrum sem eiga í kjaradeilu við ríkið, segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB ... , í viðtali við Morgunblaðið í dag.
Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er ákvæði um að starfsmenn eigi að vinna þá yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega, en þó ekki meira en átta stundir á viku miðað við fullt starf ... við stjórnvöld.
Eins og staðan er núna hvíla ríkari skyldur á opinberum starfsmönnum en starfsmönnum á almennum vinnumarkaði. Þrátt fyrir það eru þeir almennt með lægri laun en starfsmenn í sambærilegum störfum á almenna vinnumarkaðinum
14
Laun starfsmanna sveitarfélaga sem eru í einhverjum af aðildarfélögum BSRB munu hækka um 1,5 prósent frá 1. janúar 2019 eftir að samkomulag um framhald launaþróunartryggingar opinberra starfsmanna var undirritað í gær.
Laun starfsmanna ... starfsmönnum er í kjölfarið bætt upp það launaskrið sem orðið hefur á almenna markaðinum umfram það sem orðið hefur á þeim opinbera.
Tilgangurinn með launaþróunartryggingunni er meðal annars sá að tryggja að laun á opinbera vinnumarkaðinum sitji
15
SÁÁ þarf að greiða fyrrverandi starfsmanni og félagsmanni í SFR – stéttarfélagi í almannaþágu alls 4,8 milljónir króna í skaðabætur, miskabætur og lögfræðikostnað vegna ólögmætrar ... uppsagnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag.
Starfsstöð starfsmannsins var á Akureyri en honum var tilkynnt að til stæði að færa hann til í starfi á starfsstöð SÁÁ í Reykjavík án rökstuðnings. Héraðsdómur féllst ... á að flutningur starfs milli landshluta jafngildi uppsögn og dæmdi SÁÁ til að greiða starfsmanninum bætur vegna hennar.
Málið átti sér nokkurn aðdraganda. Starfsmaðurinn hóf störf hjá SÁÁ árið 2005 en flutti sig á starfsstöð samtakanna á Akureyri árið 2008 ... þegar hann tók við starfi dagskrárstjóra göngudeildar. Starfsmanninum var tilkynnt bréflega í október 2016 að til stæði að veita honum áminningu vegna starfa hans fyrir barnaverndarnefnd sem ekki voru talin samrýmast störfum hans fyrir SÁÁ ... . Starfsmaðurinn leitaði þegar til síns stéttarfélags, SRF, sem vann að málinu með honum í kjölfarið.
SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu hélt því fram að engin haldbær rök væru fyrir áminningu sem varð til þess að SÁÁ hætti við þá aðgerð. Þess í stað fékk
16
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ritar grein í Fréttablaðið í dag sem fjallar m.a. um hið neikvæða viðhorf sem víða hefur birst til opinberra starfsmanna að undanförnu. „Niðurrif á störfum opinberra ... starfsmanna er í raun niðurrif á okkar samfélagsgerð sem fram til þessa hefur byggst upp á jöfnum réttri allra til menntunar, heilbrigðisþjónustu og mannlegrar reisna," segir Elín Björg Jónsdóttir á einum stað í greininni en hana má lesa í heild sinni ... hér að neðan.
.
Kaldar kveðjur til opinberra starfsmanna.
Neikvæð viðhorf í garð starfsmanna hins opinbera að undanförnu vekja óneitanlega upp nokkrar ... ríkisins eigi að vera sé ekki lengur til staðar. Reglulega hefur gróflega verið vegið að starfsheiðri starfsmanna ríkis og sveitarfélaga – fólks sem einmitt sinnir þeim störfum sem við byggjum samfélagsgerð okkar á. Opinberlega er talað um að leita verði ... starfsmanna sinnir grunnstoðum samfélagsins. Sem dæmi þá manna opinberir starfsmenn lögreglu og slökkvilið, allar heilbrigðisstofnanir landsins, menntastofnanir frá leikskóla og upp í háskóla og sinna allri þeirri þjónustu sem velferðarkerfið veitir. Um 70
17
Samningaviðræður opinberra starfsmanna við ríkið hafa nú staðið yfir í rúmt hálft ár. Á þessu hálfa ári hefur nánast enginn árangur náðst. Því hafa opinberir starfsmenn vísað málinu til ríkissáttasemjara til að freista þess að ná einhverri ... voru afar jákvæðar en sá árangur virðist ekki hafa skilað sér inn í viðræðurnar.
Í öðru lagi var krafa okkar um jöfnun launa milli opinberra og almenna vinnumarkaðarins. Árið 2016 var gerður samningur milli opinberra starfsmanna, ríkisvaldsins ... um að launakjör yrðu einnig jöfnuð enda hafa kannanir sýnt að það sé um 16 til 20 prósent launamunur milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði, opinberum starfsmönnum í óhag. Muninn átti að leiðrétta á næstu 6 til 10 árum samkvæmt ... . Viðsemjendur okkar þurfa að gera sér það ljóst að opinberir starfsmenn munu ekki ganga frá samningum án þess að frá þessu máli verði gengið.
Þriðja stóra málið sem við höfum lagt áherslu á er útfærsla launaþróunartryggingarinnar ... vinnubrögð og árangursríkari viðræður. Þessar meginkröfur opinberra starfsmanna eru kröfur um jafnrétti og jafnræði á vinnumarkaði – um þær þarf ekki að deila.
Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis og stjórnarmaður í BSRB
18
Trúnaðarmenn gegna mikilvægu hlutverki á sínum vinnustað, bæði gagnvart starfsmönnum og atvinnurekanda en einnig gagnvart viðkomandi stéttarfélagi. Trúnaðarmenn eru kosnir af félagsmönnum á vinnustað og eru tengiliður milli félagsmanna ... á vinnustaðnum og atvinnurekanda annars vegar og milli félagsmanns og stéttarfélagsins hins vegar.
Trúnaðarmenn hafa margvíslegt hlutverk en innan þeirra verkahring er meðal annars að gæta þess að samningar milli atvinnurekanda og starfsmanns séu virtir ... og að ekki sé gengið á rétt starfsmanna.
Starfsmenn geta leitað til trúnaðarmanns og gert honum grein fyrir kvörtunum eða atriðum sem þeir telja ekki vera í lagi á vinnustaðnum. Trúnaðarmaður hefur einnig frumkvæðisskyldu til þess að rannsaka atvik
19
Ákvæði í frumvarpi um breytingar á lögum um almannavarnir sem leggur borgaralega skyldu á opinbera starfsmenn til að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu er háð ströngum skilyrðum. Taka þarf tillit til aðstæðna starfsmanna hverju sinni ... ef beita á ákvæðinu að mati BSRB.
Samkvæmt frumvarpinu, sem liggur fyrir Alþingi, verður opinberum aðilum heimilað að fela starfsmönnum tímabundið breyttar starfsskyldur til þess að sinna verkefnum sem hafa forgang á hættustundu.
Frumvarpið ... eða gerðar kröfur um að starfsmenn vinni heiman frá sér. Starfsmenn geta einnig þurft að taka að sér önnur störf en venjulega, svo sem að taka að sér aukin hlutverk varðandi þrif og sóttvarnir eða fara úr sérfræðistörfum í þjónustu- eða afgreiðslustörf ... . Þá kann að vera þörf á því að færa starfsmenn milli starfsstöðva, til dæmis ef mikill fjöldi starfsmanna á einum vinnustað er í sóttkví og leita þarf leiða til að halda almannaþjónustu gangandi. Opinberir aðilar í skilningi frumvarpsins eru ríki, sveitarfélög.
Í umsögn BSRB um frumvarpið er ítrekað að hér sé um neyðarúrræði að ræða. Þá var, eftir athugasemdir BSRB á fyrri stigum málsins, bætt við umfjöllun um að litið verði til aðstæðna starfsmanna hverju sinni, svo sem ef starfsmaður eða annar einstaklingur
20
Opinberum starfsmönnum sem sinna meðal annars mikilvægri almannaþjónustu hefur fækkað hlutfallslega miðað við mannfjölda á undanförnum árum þrátt fyrir aukningu verkefna og breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Þetta sýnir úttekt BSRB ... starfa af fjölda heildarstarfa á Íslandi hefur staðið í stað.
Fjölgun opinberra starfsmanna nemur rúmlega 600 stöðugildum á tíu ára tímabili eða 1,5 prósent, en á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 10,5 prósent og fjölgun á vinnumarkaði nam um 10.
Til að hafa samanburðinn hér að ofan sem réttastan er miðað við stöðugildi en ekki störf. Mun fleiri einstaklingar sinntu þessum störfum enda fjölmargir starfsmenn hjá hinu opinbera í hlutastörfum. Það á sérstaklega við um fjölmennar kvennastéttir í vaktavinnu ... þar sem vinnutíminn og álag í starfi hefur leitt til þess að starfsfólkið treystir sér ekki til að vera í fullu starfi.
Ýmsir sem talað hafa fjálglega um fjölgun opinberra starfsmanna hafa vísað í tölur Hagstofunnar, og þá litið til þeirra sem starfa