221
Heldur hefur þokast í átt að samkomulagi í kjaraviðræðum BSRB við viðsemjendur. Áfanga hefur verið náð í umræðum um styttingu vinnuvikunnar í samtali við ríkið og vonir standa til að sambærileg niðurstaða náist í viðræðum við sveitarfélögin ....
Samningseiningar BSRB funduðu fyrir hádegi í dag til að ræða stöðuna í viðræðunum. Á fundinum, sem formenn aðildarfélaga og aðrir sem koma að samningsvinnunni sátu, var ákveðið að halda áfram á þeirri braut sem lagt hefur verið upp með í vinnunni hjá ... ríkissáttasemjara.
Sá áfangi sem náðst hefur um styttingu vinnuvikunnar í viðræðunum nær eingöngu til dagvinnufólks og því eftir að taka upp samtalið um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnuhópum, en BSRB hefur lagt mikla áherslu á styttingu vinnutíma hjá ... þeim hópi.
„Þetta er aðeins að þokast en við sjáum ekki fyrir endann á þessu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Hún hefur segir bandalagið hafa þann skýra fyrirvara að ná þurfi saman um aðra þætti í viðræðunum til að sá áfangi sem náðst ... hefur um styttingu vinnuvikunnar haldi.
BSRB fer með samningsumboð fyrir hönd aðildarfélaga um stór sameiginleg mál. Þau stærstu eru stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar, launaþróunartrygging og jöfnun launa milli markaða. Önnur mál
222
Fulltrúar BSRB hafa setið á fundi ásamt viðsemjendum í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag og hafa fundir verið boðaðir alla helgina til þess að freista þess að ná saman um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk ....
„Það eru allir aðilar sammála um að nú ætlum við að gera atlögu að því að klára þessa umræðu um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Krafan um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar er ein ... af stærstu kröfum BSRB í kjaraviðræðunum, sem staðið hafa frá því samningar nær allra aðildarfélaga bandalagsins losnuðu í byrjun apríl 2019. Nokkuð er síðan samkomulag náðist um útfærslu á þessu mikla hagsmunamáli launafólks fyrir dagvinnufólk en ekki hefur ... tekist að ná saman um útfærsluna fyrir þá vinnustaði þar sem unnið er í vaktavinnu.
Öðrum stórum málum er einnig ólokið, til dæmis kröfum um jöfnun launa milli markaða, launaþróunartryggingu og fleiri mál sem BSRB og aðildarfélög bandalagsins ... hafa lagt áherslu á í kjaraviðræðunum. Þá á eftir að ræða launahækkanir, sem eru ekki á sameiginlegu borði BSRB heldur á forræði einstakra aðildarfélaga
223
Stjórn BSRB hefur borist erindi frá fjórum aðildarfélögum þar sem farið er fram á að haldin verði bindandi allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna bandalagsins um fyrirhugaðar breytingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna ... BSRB mótar stefnu og megináherslur bandalagsins milli þinga, samþykkti á fundi sínum þann 8. september síðastliðinn að fela formanni BSRB að undirrita samkomulag við ríki og sveitarfélög um samræmingu lífeyrisréttinda. Formleg beiðni um ... því. . Með undirritun sinni lýsti BSRB yfir stuðningi sínum við fyrirhugaðar breytingar en bandalagið tekur engar ákvarðanir í málinu. Um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins gilda lög og þeim lögum verður einungis breytt af Alþingi.
Afdráttarlaus ... niðurstaða lögmanna.
BSRB ákvað að leita eftir áliti lögmanna bandalagsins á heimildum formanns félagsins til að undirrita samkomulagið við ríki og sveitarfélög, í kjölfar athugasemda frá þeim fjórum félögum sem greiddu atkvæði gegn samkomulaginu ... . Niðurstaða lögmannanna er afdráttarlaust sú að ekki sé um kjarasamning eða ígildi kjarasamnings að ræða og formanni BSRB því bæði rétt og skylt að framkvæma vilja formannaráðs bandalagsins og undirrita samkomulagið. Í samkomulaginu kom ekki fram að það væri
224
Könnun BSRB sýnir að mikill fjöldi fólks vill eiga þess kost að leigja húsnæði í stað þess að eiga. Hér á eftir fer grein sem birtist í síðasta hefti BSRB-tíðinda sem kom út síðasta vor ... ..
Höfuðáhersla í umræðunni undanfarið hefur verið lögð á málefni þeirra sem eiga sitt húsnæði á meðan málefni leigjenda hafa setið á hakanum. BSRB vill fyrst og fremst auka á fjölbreytni í húsnæðismálum enda sýna rannsóknir að þörfin fyrir leiguhúsnæði er mikil ... áhersla hefur verið lögð á niðurfellingu og leiðréttingu skulda vegna húsnæðislána. Umræður um breytt húsnæðiskerfi hafa einnig ratað inn í umræðuna. Allt þetta er góðra gjalda vert og BSRB styður heilshugar aðgerðir sem miða að því að leiðrétta ... húsnæðisskuldir þeirra sem verst urðu úti í kjölfar efnahagshrunsins. Hins vegar finnst bandalaginu að málefni þeirra sem leigja húsnæði í stað þess að eiga hafa orðið útundan og hefur BSRB því lagt nokkra áherslu á að koma sjónarmiðum þess hóps á framfæri ... ..
Sífellt fleiri vilja leigja.
Samkvæmt svörum í síðustu kjara og viðhorfskönnun BSRB kom skýrt fram að þörfin fyrir leiguhúsnæði er mjög mikil og að framboðið
225
Nær öll þau störf sem skapa á með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar eru hefðbundin karlastörf og er því fyrirsjáanlegt að átakið mun auka á kynjamisrétti. BSRB gerir alvarlegar athugasemdir við þetta og kallar eftir því að ráðist verði ... í umsögn BSRB um frumvarp til fjárlaga og tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir næstu fimm ár, sem send hefur verið Alþingi. Þar segir að um 85 prósent þeirra starfa sem verði til með átakinu verði hefðbundin karlastörf ... til hærra atvinnustigs og eykur eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækja sem aftur eykur tekjur ríkissjóðs.“.
Ófjármögnuðum skattalækkunum mótmælt.
Í umsögn BSRB er einnig gagnrýnt að stjórnvöld ráðist í ófjármagnaðar skattalækkanir ... sem ekki tengjast heimsfaraldrinum og ítrekar bandalagið mótmæli sín við þessari stefnu. Þá hafnar BSRB alfarið þeirri stefnu sem endurspeglast í fjármálaáætluninni, þar sem gert er ráð fyrir því að umfang ríkisrekstrar í hagkerfinu verði minnkað frá árinu 2025 ... miðað 2019 með niðurskurði á útgjöldum og veikingu tekjustofna. .
BSRB kallar einnig eftir því að tekjustofnar sveitarfélaga verði efldir. Þá er því fagnað í umsögn bandalagsins að áfram eigi að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað
226
Alþjóðaviðskiptasamningar og samtök launafólks.
BSRB og BHM boða til morgunverðarfundar um alþjóðaviðskiptasamninga og áhrif þeirra á launafólk. .
Fundurinn fer fram í húsnæði BSRB ... , Grettisgötu 89, fimmtudaginn 23. febrúar milli klukkan 8 og 9. .
Á fundinum mun Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og formaður BSRB, fara yfir helstu alþjóðaviðskiptasamningana sem nú eru á vinnsluborðinu
227
„Hvað tefur í húsnæðismálum?“ er fyrirsögnin í grein formanns BSRB sem birtist í dag í Fréttablaðinu. Greinin fjallar um mikilvægi þess sett verði í forgang uppbygging almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðisbótakerfi ....
„Nauðsynlegt er að gera leiguformið að raunverulegum valkosti í búsetumálum á Íslandi. BSRB telur að með almennu leigukerfi að norrænni fyrirmynd verði hægt að bjóða upp á langtímaleigu húsnæðis á viðunandi kjörum. Þörf á auknu framboði leiguhúsnæðis er mikil ... en um 20% félagsmanna BSRB hafa lýst því í kjarakönnunum bandalagsins að þeir vilji færa sig úr eigin húsnæði yfir á leigumarkað ef búsetuöryggi væri tryggt,“ segir meðal annars í greininni sem má nálgast
228
Nauðsynlegt er að ganga lengra í stuðningi við heimilin en gert er í frumvarpi stjórnvalda um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru, að mati BSRB ... launafólks og auðvelda atvinnulífinu að rétta úr kútnum eftir að váin sé liðin hjá.
„ BSRB treystir því að von sé á fleiri aðgerðum til að tryggja afkomu heimila landsins. Staðan í samfélaginu breytist dag frá degi og ný álitaefni koma sífellt ... upp og munu halda áfram að koma upp. Til þess að tryggja öryggi samfélagsins, og sérstaklega viðkvæmra hópa, er mikilvægt að afkoma launafólks sé tryggð, svo fólk veigri sér ekki við að fylgja tilmælum yfirvalda,“ segir meðal annars í umsögn BSRB. Henni var ... innviðauppbyggingu. Tímabundinn hallarekstur ríkissjóðs er óumflýjanlegur en þann halla má ekki greiða niður á kostnað ofangreindra þátta heldur verða tekjustofnar ríkisins til lengri tíma að fjármagna hann,“ segir í umsögn BSRB.
Stuðningur ... við barnafjölskyldur ómarkviss.
Áformaður stuðningur til barnafjölskyldna er að mati BSRB ómarkviss. Ráðgert er að einstaklingar og pör með allt að 926 þúsund krónur í mánaðarlaun fái sama 40 þúsund króna barnabótaukann og foreldrar með tekjur yfir því fái 20
229
vel unnar og eru gott innlegg í umræðuna að mati BSRB. Ástæða er til að fagna þeirri samstöðu sem hefur náðst um aðgerðir. Nú þurfa stjórnvöld að hafa hraðar hendur og fjármagna tillögurnar og tryggja að þær nái fram að ganga.
Mikilvægt ... er að fylgt verði eftir tillögum um áframhaldandi uppbyggingu almennra íbúða og að ríki og sveitarfélög auki fjárveitingar í stofnframlög á næstu árum, til dæmis til Bjargs íbúðafélags, sem stofnað var af ASÍ og BSRB. Þá er einnig þörf á því að endurskoða ... tekur undir áherslur BSRB um stuðning við önnur íbúðafélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.
BSRB telur mikilvægt að byggt sé í samræmi við þörfina hverju sinni. Til þess þarf að efla upplýsingaöflun svo hægt sé að sjá hversu margar ... það eigi eða leigi húsnæði,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Allt of stór hlut launa í húsnæði.
„Það er mjög jákvætt að húsnæðismálin eru loksins komin á dagskrá og það er ekki síst verkalýðshreyfingunni að þakka. Afrakstur ... umfangsmiklar vinnu liggur nú fyrir og mikilvægt að unnið sér hratt að útfærslum tillagnanna því verkefnið skiptir fjölmarga gríðarlegu máli. Alltof stór hluti launa of margra fer nú í húsnæðiskostnað og BSRB leggur áherslu á unnið sé hratt og vel að lækkun
230
Stytting vinnuvikunnar úr 40 stundum í 36 hefur verið ein meginkrafa BSRB um langt skeið. Við finnum nú fyrir verulega auknum áhuga í samfélaginu og sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi þess að launafólk hafi meiri tíma til að sinna ... sem af því hljótist verði greiddur.
Ríkið og BSRB hafa staðið fyrir tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar með fjórum vinnustöðum. Á einum þeirra, hjá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum, er unnin vaktavinna. Tilraunaverkefnið átti að standa í eitt ár en var ... nýlega framlengt um eitt ár til viðbótar í ljósi þess hversu jákvæðar niðurstöður komu eftir fyrsta árið og vegna óska þátttakenda.
Í verkefni sem BSRB og Reykjavíkurborg standa að tekur nú fjöldi dag- og vaktavinnustaða, þar sem um fjórðungur ... hjá ríkinu sem hafa áhuga á að taka þátt í tilraunaverkefni BSRB og ríkisins um styttingu vinnutíma. Sá vinnustaður sem verður fyrir valinu verður þá sá fimmti í yfirstandandi tilraun fram að sumri 2019.
Allir vaktavinnustaðir eru hvattir ... til að sækja um en þátttakan getur afmarkast við deild eða svið innan vinnustaðarins. BSRB hvetur sérstaklega stjórnendur á vinnustöðum sem hafa talið styttingu vinnuvikunnar ómögulega vegna kostnaðar til að taka málið til skoðunar.
Elín
231
Samkomulag um framhald launaþróunartryggingar opinberra starfsmanna sem eru í BSRB eða Alþýðusambandi Íslands var undirritað á skrifstofu BSRB í hádeginu í dag. Laun félaga í BSRB sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1,4 prósent frá 1 ... hækkanir.
Samkomulagið um útfærslu launaþróunartryggingar er gert í kjölfar rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins sem gert var í október 2015. Aðild að samkomulaginu eiga íslenska ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, ASÍ, BSRB ... mælingu, frá 2013 til 2016, voru laun félagsmanna aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríkinu hækkuð um 1,3 prósent. Nú hækka laun starfsmanna hjá ... sveitarfélögum um svipað hlutfall, eða 1,4 prósent.
Laun félaga í aðildarfélögum BSRB sem starfa hjá ríkinu hækka ekki að þessu sinni þar sem laun þeirra hafa hækkað meira en sem nemur hækkunum á almennum vinnumarkaði á tímabilinu.
Þriðja
232
í umsögn BSRB um fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar sem nú er til umfjöllunar á Alþingi ....
BSRB fagnar því að hækka eigi hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi í 520 þúsund krónur á mánuði en telur að taka þurfi stærri skref strax í að endurreisa fæðingarorlofskerfið.
„Bandalagið hvetur því til enn stærri og hraðari skrefa ... . Þá fækki þeim fjölskyldum sem fá greiddar barnabætur. Ekki verði því séð að tekið sé undir sjónarmið BSRB um að auka stuðning við barnafjölskyldur og vinna að fjölskylduvænna samfélagi í frumvarpinu.
Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að framlög ... til að koma sér upp heimili en fær á sama tíma lægri vaxtabætur.
Veruleg vonbrigði með löggæslumál.
BSRB lýsir yfir vonbrigðum með að fjárframlög til Vinnustaðanámssjóðs lækki að raungildi. Bandalagið hefur lagt áherslu á að fjölga þurfi ... BSRB undir með Landssambandi lögreglumanna sem hefur ítrekað bent á að stórauka þurfi fjárframlög til löggæslu í landinu. Lögreglumönnum hefur fækkað úr 712 árið 2007 í um 660 í dag, en samkvæmt mati Ríkislögreglustjóra þyrftu þeir að vera 860
233
Borgarbyggð hefur nú bæst í hóp sveitarfélaga sem bjóða dagvistun barna frá 9 mánaða aldri. Þó það sé fagnaðarefni að sveitarfélög taki þátt í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, hið svokallaða umönnunarbil, telur BSRB eðlilegra ... í skýrslu um dagvistun barna sem BSRB sendi frá sér í nú í lok maí er mikill munur á þeirri þjónustu sem sveitarfélög bjóða börnum. Börn eiga misjafnan rétt eftir því í hvaða sveitarfélagi foreldrar eru búsettir, sem BSRB telur óásættanlegt ... ekki rétt beggja foreldra.
Eins og bent er á í skýrslu BSRB um dagvistunarmál barna er sveitarfélögunum í sjálfsvald sett við hvaða aldur börn eiga rétt á dagvistunarúrræðum. Þar sker Ísland sig frá hinum Norðurlöndunum, þar sem skýr ákvæði eru ... að loknu fæðingarorlofi.
BSRB leggur áherslu á að stjórnvöld fari þegar í stað að tillögum sem starfshópur um framtíðarfyrirkomulag fæðingarorlofsmála skilaði til félagsmálaráðherra vorið 2016. Lengja þarf fæðingarorlofið í 12 mánuði og jafnframt ... BSRB um dagvistunarúrræði barna
234
Stjórn BSRB telur að frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins endurspegli ekki samkomulag sem heildarsamtök opinberra starfsmanna og fulltrúar ríkis og sveitarfélaga undirrituðu 19. september síðastliðinn .... . Samkvæmt samkomulaginu eiga réttindi núverandi sjóðfélaga að vera jafn verðmæt fyrir og eftir breytingarnar. Frumvarpið tryggir ekki að svo sé. . BSRB hefur ... er ljóst að BSRB mun ekki styðja frumvarpið. . Komi sú staða upp fer stjórn bandalagsins fram á að Alþingi afgreiði ekki frumvarpið í þeirri mynd sem það er núna. . Tillögur BSRB að breytingum á frumvarpinu ... í varúðarsjóð dugi ekki til, sé það hlutverk opinberra launagreiðenda að bregðast við.
. Stjórn BSRB lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé farið eftir því samkomulagi sem undirritað hefur verið við vinnslu frumvarpsins. Stjórnin skorar .... . Hér má lesa umsögn BSRB um frumvarpið
235
Starfshópur um styttingu vinnutíma hefur samþykkt að auglýsa eftir fjórum ríkisstofnunum til að taka þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. . Tilraunaverkefni á BSRB og Reykjavíkurborgar hefur þegar ... verið í gangi í á annað ár, en við það bætist fljótlega annað stærra tilraunaverkefni á vegum ríkisins og BSRB. . Stýrihópur ... vinnustaða þar sem vinnuvikan var stytt og þar sem vinnuvikan hélst óbreytt.
Gerir íslenskt samfélag fjölskylduvænna.
BSRB bindur miklar vonir við tilraunaverkefnið og hefur unnið ötullega að styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í um ... áratug. Með því að stytta vinnuvikuna má auka verulega lífsgæði starfsmanna og gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. . Í stefnu BSRB er lögð áhersla á að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 án launaskerðingar. Fyrstu ... niðurstöður tilraunaverkefnis BSRB og Reykjavíkurborgar lofa góðu um að hægt sé að stytta vinnutímann án þess að það bitni á afköstum starfsmanna. Ákveðið hefur verið
236
Rúmlega 80 félagar í aðildarfélögum BSRB sátu í gær fræðslufund um starfslok. Á fundinum var fjallað um áskoranir og tækifæri sem fylgja þessum tímamótum. .
Góðar umræður mynduðust á fundinum, sem stóð í tæpar fjórar klukkustundir ... sín á tímamótum sem þessum er ekki síður mikilvægt að ræða það sem hægt er að hlakka til við starfslok, og hvernig hægt er að forðast það sem getur farið úrskeiðis. .
Mikilvægt að njóta lífsins.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB ... í aðildarfélögum BSRB eru haldnir reglulega hjá BSRB. Félögin senda út boð fyrir næsta fund og full ástæða til að hvetja þá sem stefna á starfslok að vera með okkur næst. .
Fylgdu BSRB á Facebook.
Fylgstu ... með BSRB á Facebook til að fá reglulega fréttir af því sem er að gerast hjá Bandalaginu
237
Félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríkinu munu fá 105 þúsund króna innágreiðslu 1. ágúst frá ríkinu vegna tafa sem orðið hafa á gerð kjarasamninga samkvæmt endurskoðaðri viðræðuáætlun. Viðræður eru í gangið við Samband íslenskra ... sveitarfélaga og Reykjavíkurborg um framhald kjaraviðræðna.
Í endurskoðaðri viðræðuáætlun sem aðildarfélög BSRB og samninganefnd ríkisins hafa gert með sér kemur fram að stefna eigi að því að ljúka gerð nýs kjarasamnings fyrir 15. september, en samningar ... flestra aðildarfélaga bandalagsins hafa verið lausir frá því í apríl. Í samningaviðræðum sem staðið hafa yfir undanfarið hefur verið unnið að samkomulagi um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar, launaþróunartryggingu og fleira. Bæði BSRB og samninganefnd ... til að stuðla að bættri heilsu og vellíðan,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Í áætluninni segir að þar sem langt sé síðan kjarasamningar hafi runnið verði greidd innágreiðsla inn á nýja samninga. Því fá starfsmenn ríkisins 105 þúsund króna ... greiðslu þann 1. ágúst vegna þessara tafa. Upphæðin miðast við fullt starf og fá starfsmenn í hlutastörfum greiðsluna í réttu hlutfalli við starfshlutfall. BSRB gerir eftir sem áður kröfu um að nýir kjarasamningar verði afturvirkir frá 1. apríl
238
Rætt var um hvort og þá hvenær grípa eigi til aðgerða til að þrýsta á viðsemjendur um gerð kjarasamnings á fundi samningseininga BSRB sem nú er nýlokið. Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í apríl 2019 og viðræður ... upp á samningsvilja viðsemjenda okkar og ljóst að við þurfum að grípa til aðgerða til að knýja á um gerð kjarasamninga,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Niðurstaða fundarins var að formenn aðildarfélaga munu ræða við sína félagsmenn og koma saman ... þess sem deilt er um við kjarasamningsborðið er krafa BSRB um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Náðst hafa drög að samkomulagi um styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki en enn hefur ekki tekist að ná samkomulagi um meiri styttingu hjá vaktavinnufólki ... . Þá hefur ekki tekist að ná saman um jöfnun launa milli markaða, launaþróunartryggingu og fleiri mál sem BSRB hefur lagt áherslu á í viðræðunum.
Launaliðurinn er ekki á sameiginlegu borði BSRB heldur verður hann ræddur í samningum einstakra
239
Ganga verður mun lengra í stuðningi við heimili sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna nauðsynlegra sóttvarnaraðgerða en gert er í frumvörpum stjórnvalda með viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum að mati BSRB ... óásættanlegt að þessir hópar standi óbættir hjá garði vegna tekjufalls og nauðsynlegt er að bregðast vel og hratt við. Tímabundið tekjufall getur haft langvarandi fjárhagsleg áhrif á heimilin sem um ræðir,“ segir meðal annars í umsögn BSRB. Þar er einnig kallað ... eftir því að bótafjárhæðir almanna- og atvinnuleysistrygginga verði hækkaðar.
BSRB fagnar álagsgreiðslum til heilbrigðisstarfsfólks sem staðið hefur í framlínunni í baráttunni gegn heimsfaraldrinum, en kallar eftir því að slíkar álagsgreiðslur ... nái til stærri hóps. Mun fleiri séu í framlínunni og verði fyrir auknu álagi vegna faraldursins, til dæmis fólk í umönnunarstörfum og ræstingum og viðbragðsaðilar á borð við lögreglu, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn.
„ BSRB telur eðlilegt ... sú þjónusta sé.
„Flestar af þeim opinberu stofnunum sem nú eru undir gríðarlegu álagi hafa búið við fjársvelti um árabil sem hefur leitt til langvarandi álags á starfsfólk,“ segir í umsögn BSRB. „Fyrir liggur að viðbótarkostnaður Landspítala hleypur
240
Þetta kemur fram í umsögn BSRB um 2. útgáfu aðferðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum..
BSRB leggur ... og mótvægisaðgerðir verði mótaðar með aðilum vinnumarkaðarins til að tryggja félagslegan stöðugleika og stuðning almennings við nauðsynlegar aðgerðir,“ segir meðal annars í umsögn bandalagsins.
BSRB er, ásamt Alþýðusambandi Íslands og Bandalagi háskólamanna ... til úr þessu samstarfi verða kynntar síðar í haust.
BSRB krefst aðkomu að vinnu við aðgerðaáætlun.
Í umsögn BSRB er kallað eftir aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að aðgerðaáætlun stjórnvalda. Í áætluninni segir að hún verði rýnd ... loftslagsaðgerðir, sjálfbæra velsæld og góð störf. BSRB gerir kröfu um þátttöku bandalagsins í vinnu við áætlun stjórnvalda um réttlát umskipti,“ segir í umsögn bandalagsins