341
Nauðsynlegt er að ganga lengra í stuðningi við heimilin en gert er í frumvarpi stjórnvalda um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru, að mati BSRB ... launafólks og auðvelda atvinnulífinu að rétta úr kútnum eftir að váin sé liðin hjá.
„ BSRB treystir því að von sé á fleiri aðgerðum til að tryggja afkomu heimila landsins. Staðan í samfélaginu breytist dag frá degi og ný álitaefni koma sífellt ... upp og munu halda áfram að koma upp. Til þess að tryggja öryggi samfélagsins, og sérstaklega viðkvæmra hópa, er mikilvægt að afkoma launafólks sé tryggð, svo fólk veigri sér ekki við að fylgja tilmælum yfirvalda,“ segir meðal annars í umsögn BSRB ... innviðauppbyggingu. Tímabundinn hallarekstur ríkissjóðs er óumflýjanlegur en þann halla má ekki greiða niður á kostnað ofangreindra þátta heldur verða tekjustofnar ríkisins til lengri tíma að fjármagna hann,“ segir í umsögn BSRB.
Stuðningur ... við barnafjölskyldur ómarkviss.
Áformaður stuðningur til barnafjölskyldna er að mati BSRB ómarkviss. Ráðgert er að einstaklingar og pör með allt að 926 þúsund krónur í mánaðarlaun fái sama 40 þúsund króna barnabótaukann og foreldrar með tekjur yfir því fái 20
342
Samkomulag hefur náðst milli BSRB og allra viðsemjenda bandalagsins, ríkisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar, um útfærslu á styttingu vinnutíma starfsmanna í dagvinnu. Næsta verkefni í kjaraviðræðum bandalagsins ... sem eftir er að leysa úr í kjaraviðræðunum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Ekki er hægt að fara nánar í hvað felst í þeirri útfærslu á þessari stundu, enda kjaraviðræðurnar á borði ríkissáttasemjara og óheimilt að upplýsa opinberlega það sem fram fer ... á fundum á meðan viðræður eru í gangi.
Sonja segir það skýra kröfu BSRB að gengið verði lengra þegar kemur að styttingu vinnuviku vaktavinnufólks en dagvinnufólks, sem er í samræmi við þá stefnu sem mótuð var á 45. þingi bandalagsins haustið 2018 ....
Vinna við útfærslu styttingar vinnutíma vaktavinnufólks heldur áfram í næstu viku, auk þess sem áfram verður rætt um önnur mál sem aðildarfélög BSRB hafa falið bandalaginu að semja um
343
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Rannveig Rós Ólafsdóttir, formaður Lúðrasveitar verkalýðsins, undirrituðu í dag samkomulag ... um áframhaldandi samstarf BSRB og lúðrasveitarinnar.
Lúðrasveitin mun því eftir sem áður koma í Félagamiðstöðina við Grettisgötu og leika fyrir gesti og gangandi í kaffisamsæti BSRB þann 1. maí, auk þess sem sveitin verður til reiðu að spila við önnur ... tækifæri í næstu viku. Þann 19. nóvember klukkan 20 leiðir Lúðrasveit verkalýðsins áhorfendur í gegnum töfraheim kvikmyndatónlistarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. BSRB hvetur áhugasama til að mæta, en aðgangur að tónleikunum er ókeypis
344
Reykjavíkurborg hefur sett upp sérstakan vef með upplýsingum um tilraunaverkefni BSRB og borgarinnar um styttingu vinnuvikunnar, sem verið hefur í gangi frá árinu 2015 ... opnum fundum sem haldnir hafa verið um málið, en fulltrúar BSRB tóku þátt í öllum þessum fundum. Þá eru einnig hlekkir á fréttir af styttingu vinnuvikunnar hjá borginni á vefnum.
Áhugafólk um styttingu vinnuvikunnar er hvatt ... til að skoða nýja vefinn og kynna sér rannsóknir og annað efni sem þar má finna.
BSRB hefur tekið fullan þátt í tilraunaverkefninu með Reykjavíkurborg en hefur einnig staðið að tilraunaverkefni með ríkinu sem hefur gengið afar vel ... . Hægt er að lesa um áherslur BSRB á styttingu vinnuvikunnar og tilraunaverkefnin tvö hér
345
Formaður BSRB var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um eitt helsta stefnumál BSRB, styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið hefur verið á stefnuskrá bandalagsins til fjölda ára þar sem félagsmenn hafa lagt mikla áherslu ... á að þetta baráttumál hafi forgang umfram aðrar kjarabætur. .
Formaður BSRB sagðist í viðtalinu vonast til þess að þetta væri eitt af fyrstu skrefunum í endurskipulagningu íslensks vinnumarkaðar ....
.
.
Tilefni viðtalsins er tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar á tveimur vinnustöðum sveitarfélagsins en fulltrúi BSRB, Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri bandalagsins, á sæti í stýrihópi verkefnsins ásamt þeim Sóleyju Tómasdóttur
346
BSRB mun næstu daga minna á mikilvægi opinberra starfa fyrir samfélag okkar með auglýsingum bæði á netinu og í dagblöðum. Undanfarin ár hefur mikill niðurskurður orðið á opinberri þjónustu sem hefur skert ... lífsgæði allra sem í landinu búa. Þá hefur neikvæð umræða um starfsfólk almannaþjónustunnar verið óþarflega áberandi undanfarna mánuði, m.a. innan veggja þingsins..
BSRB vill minna ... okkar allra að grunnstoðir samfélagsins séu sterkbyggðar. .
BSRB vill hvetja stjórnvöld til að efla almannaþjónustuna í stað þess að veikja hana. Þá hvetur BSRB
347
Desemberuppbót er greidd þann 1. desember ár hvert eins og um er samið í kjarasamningum. Desemberuppbótin er greidd þrátt fyrir að kjarasamningar séu lausir en misjafnt milli aðildarfélaga BSRB hvernig upphæð uppbótarinnar er reiknuð ... í því tilviki.
Desemberuppbót er hluti af öllum kjarasamningum aðildarfélaga BSRB. Hún er föst krónutala, á hana bætist ekki orlof, og samið er um hana fyrir hvert og eitt ár þegar kjarasamningar eru gerðir.
Þar sem kjarasamningar hjá öllum ... aðildarfélögum BSRB nema Póstmannafélagi Íslands eru lausir núna liggur ekki fyrir hver upphæð desemberuppbótar fyrir árið 2019 verður. Upphæð desemberuppbótar er mismunandi eftir kjarasamningum.
Þrátt fyrir að ekki hafi náðst samningar þýðir ... BSRB hafa fengið staðfestingu á því að desemberuppbót verði hækkuð milli ára þrátt fyrir að samningar hafi ekki náðst. Upplýsingar um slíkt má nálgast ... á vefsíðum aðildarfélaga BSRB..
Um desemberuppbót gilda almennt þær reglur að einstaklingar sem hafa verið í fullu starfi á tímabilinu janúar til október eða nóvember, misjafnt eftir kjarasamningum, fá fulla uppbót. Það sama gildir um einstaklinga
348
Laun starfsmanna sveitarfélaga sem eru í einhverjum af aðildarfélögum BSRB munu hækka um 1,5 prósent frá 1. janúar 2019 eftir að samkomulag um framhald launaþróunartryggingar opinberra starfsmanna var undirritað í gær.
Laun starfsmanna ... ríkisins sem eru í einum af aðildarfélögum BSRB munu ekki hækka að þessu sinni þar sem laun þeirra hækkuðu meira en sem nemur hækkunum á almenna vinnumarkaðinum á síðasta ári. Laun félaga í aðildarfélögum ASÍ sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1,7 ....
Launaþróunartryggingin varð til með undirritun rammasamkomulags milli ríkisins, sveitarfélaga, BSRB, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í október 2015. Þetta er þriðja og síðasta mælingin þar sem borið er saman launaskrið á almenna markaðinum og hinum opinbera. Opinberum ... ekki eftir og að þar með myndist uppsöfnuð þörf á hækkun þegar kemur að kjarasamningum. Hækkanirnar sem fást vegna hennar koma til viðbótar við kjarasamningsbundnar hækkanir.
Þetta var þriðja og síðasta mælingin á launaskriði vegna samninga aðildarfélaga BSRB sem runnu út ... í lok mars. Ein af kröfum BSRB í kjarasamningsviðræðum sem nú eru í gangi er að nýtt samkomulag um launaskriðstryggingu verði undirritað til að tryggja félagsmönnum aðildarfélaga bandalagsins sama launaskrið og mælist á almenna vinnumarkaðinum
349
Ný stjórn Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja (SLRB) var kjörin á þingi sambandsins í gær. Afar góð mæting var á þingið og var fullt út úr dyrum í sal BSRB við Grettisgötu.
Elín Brimdís Einarsdóttir, sem hefur gegnt embætti formanns ....
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ávarpaði þingið. Hún sagði alla hópa samfélagsins jafn mikilvæga og að allir þurfi þeir að ná eyrum stjórnvalda og semja um lífskjör sín. Þar skipti samstaðan máli og að vinna skipulega að því að ná lausnum ... sem allir geti sætt sig við.
Elín Björg sagði líka frá 45. þingi BSRB, sem haldið verður dagana 17. til 19. október næstkomandi, en þar mun SLRB eiga þrjá þingfulltrúa.
Að loknu ávarpi Elínar Bjargar tóku þau Kristín Á. Guðmundsdóttir, fyrrverandi ... formaður Sjúkraliðafélags Íslands og stjórnarmaður í BSRB, Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, og Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, þingmaður og formaður BSRB, um málefni lífeyrisþega frá ýmsum sjónarhornum
350
Atvinnurekendur þurfa að taka næsta skrefið í tengslum við #metoo byltinguna og ráðast að rótum vandans, segir í ályktun fundar formannaráðs BSRB sem nú stendur yfir.
Í ályktun fundarins segir að fyrstu viðbrögð vinnustaða eftir að #metoo ... byltingin hófst hafi snúist um að innleiða áætlanir í samræmi við lagaskyldu. Nú sé komið að því að taka næsta skref.
Ályktun formannaráðs BSRB er eftirfarandi:.
„Formannaráð BSRB skorar á atvinnurekendur að taka næstu skref í tengslum ... jafnréttissjónarmiða með sérstakri áherslu á að uppræta valdamisræmi í hvers kyns ákvörðunartöku er lykillinn að því að aldrei þurfi nokkur að segja aftur #metoo. Formannaráð BSRB skorar því á atvinnurekendur að taka næsta skref með athugun á vinnumenningu og greiningu ... á völdum og valdastöðu. Það verða allir að taka þátt, jafnt karlar sem konur, til að ákall #metoo kvenna um bætt samfélag verði að veruleika.“.
Hér má lesa allar ályktanir stofnana BSRB
351
BSRB kallar eftir því að allir flokkar sem bjóða fram til Alþingis kynni launafólki hvernig þeir ætla að tryggja hagsmuni þess í fimm mikilvægum málaflokkum. Bandalagið hefur opnað sérstakan kosningavef þar sem farið er yfir málaflokkana og sett ... fram sjónarmið BSRB.
Á kosningavefnum er vísað til fimm málaflokka sem BSRB telur mikilvæga fyrir launafólk í landinu. Það er félagslegur stöðugleiki, fjölskylduvænt samfélag, heilbrigðismál, vinnumarkaðurinn og húsnæðismál.
BSRB hefur sett ... .
Nánar má lesa um afstöðu BSRB á kosningavef bandalagsins..
352
Rúmlega 80 félagar í aðildarfélögum BSRB sátu í gær fræðslufund um starfslok. Á fundinum var fjallað um áskoranir og tækifæri sem fylgja þessum tímamótum. .
Góðar umræður mynduðust á fundinum, sem stóð í tæpar fjórar klukkustundir ... á tímamótum sem þessum er ekki síður mikilvægt að ræða það sem hægt er að hlakka til við starfslok, og hvernig hægt er að forðast það sem getur farið úrskeiðis. .
Mikilvægt að njóta lífsins.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB ... í aðildarfélögum BSRB eru haldnir reglulega hjá BSRB. Félögin senda út boð fyrir næsta fund og full ástæða til að hvetja þá sem stefna á starfslok að vera með okkur næst. .
Fylgdu BSRB á Facebook.
Fylgstu ... með BSRB á Facebook til að fá reglulega fréttir af því sem er að gerast hjá Bandalaginu
353
BSRB fagnar því að til standi að lengja fæðingarorlofið í tólf mánuði en kallar jafnframt eftir því í umsögn að orlofið skiptist jafnt milli foreldra svo hvort foreldri fyrir sig eigi rétt á sex mánaða orlofi.
Bandalagið hefur beitt ... sér fyrir lengingu fæðingarorlofsins lengi. Fulltrúi BSRB tók þátt í vinnu starfshóps um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum sem skilaði ráðherra skýrslu árið 2016. Þá stóð BSRB fyrir átakinu Betra fæðingarorlof ásamt Alþýðusambandi Íslands árið 2017, auk ... í umsögn BSRB um frumvarp um lengingu á rétti til fæðingarorlofs, sem hefur verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, er bandalagið þeirrar skoðunar að réttur til fæðingarorlofs eigi að skiptast jafnt milli foreldra. Í frumvarpinu er gert ráð ... í skýrslu BSRB um dagvistunarúrræði, sem gefin var út árið 2017, er réttur barna til dagvistunar afar misjafn eftir sveitarfélögum. Ísland sker sig úr frá hinum Norðurlöndunum þar sem hér eiga börn ekki lögbundinn rétt til dagvistunar ... og sveitarfélaga til að vinna að því. Þeirri tillögu hefur ekki verið fylgt eftir. BSRB kallar því eftir því að dagvistunarmál verði tekin til skoðunar í félagsmálaráðuneytinu á ný
354
Alþjóðaviðskiptasamningar og samtök launafólks.
BSRB og BHM boða til morgunverðarfundar um alþjóðaviðskiptasamninga og áhrif þeirra á launafólk. .
Fundurinn fer fram í húsnæði BSRB ... , Grettisgötu 89, fimmtudaginn 23. febrúar milli klukkan 8 og 9. .
Á fundinum mun Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og formaður BSRB, fara yfir helstu alþjóðaviðskiptasamningana sem nú eru á vinnsluborðinu
355
BSRB hefur mótað sér stefnu í menntamálum. Bandalagið leggur áherslu á að menntun leiði til jafnari tækifæra, framfara og hærra atvinnustigs hér á landi. Augljóst er að menntun skilar auknum tekjum og leggur grunn að virkni fólks á vinnumarkaði .... . Stefna BSRB er skýr: „Tryggja þarf jafnrétti til náms óháð aldri eða öðrum aðstæðum. BSRB leggst jafnframt gegn því að skólagjöld séu lögð á í opinberum menntastofnunum. Kostnaður við skyldunám, þar með talinn námsgagnakostnaður, á að greiðast alfarið ... úr sameiginlegum sjóðum.“. . Kynntu þér stefnu BSRB, þar sem fjallað er um menntamál og fleira
356
Haldinn verður fundur með fræðslu um starfslok þriðjudaginn 15. mars kl. 13:00-16:30 í húsnæði BSRB Grettisgötu 89, 1. hæð. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga BSRB sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum ... - Lífeyrisþegar og almannatryggingar.
13:40 Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB.
14:00 Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur.
14:45 Kaffihlé.
15:15 Ágústa H. Gísladóttir forstöðumaður réttindamála hjá LSR og Þórdís H. Yngvadóttir sérfræðingur ... um það helsta sem gott er að hafa í huga. .
Mundu að fylgjast með BSRB á Facebook. Þar getur þú fengið fréttir af því sem hæst ber hjá bandalaginu hverju sinni
357
síðustu ára og birta helstu tölur um efnahagsumhverfið saman á einum stað..
Skýrslan kemur út í kjölfar skýrslu sem unnin var að frumkvæði BSRB af vinnuhópi aðila vinnumarkaðarins ... í vor um kjarasamningsumhverfið á Norðurlöndunum. Í kjölfar þeirrar vinnu var sett á stofn Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Auk fulltrúa BSRB er nefndin skipuð forystufólki frá ASÍ, BHM, KÍ, SA, fjármálaráðuneyti og Sambandi íslenskra ... sinni hér en BSRB átti fulltrúa í báðum vinnuhópunum..
Í skýrslunni má finna ... greiningu á efnahagsforsendum kjarasamninga og er hún mikilvægt innlegg í því verkefni að bæta umgjörð við gerð kjarasamninga hér á landi. Öll heildarsamtök launafólks á Íslandi komu að gerð skýrslunnar og er það von BSRB að skýrslan muni gagnast
358
Að mati BSRB mun hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna ríkisins úr 70 árum í 75 ekki leysa mönnunarvanda í opinberri heilbrigðisþjónustu. Bandalagið telur mikilvægt að beðið sé eftir niðurstöðum starfshóps sem vinnur að því að greina ... fram í umsögn BSRB um áform stjórnvalda um lagasetningu til breytinga á lögum nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn, varðandi hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár..
Í umsögninni kemur til að mynda fram að samkvæmt þeim gögnum ... sem liggja fyrir í samráðsgátt stjórnvalda hafi ýmis atriði varðandi lífeyrismál og önnur réttindi ekki verið tekin til skoðunar eins og BSRB telur ... nauðsynlegt að verði gert. Auk þess sé mikilvægt að tryggja að starfsfólk sé ráðið á sömu eða betri kjörum en það hefur starfað samkvæmt.
Það er mat BSRB að hækkun starfslokaaldurs ríkisstarfsmanna geti verið tímabær og er bandalagið ekki mótfallið
359
Samkomulag náðist í gærkvöldi í kjarasamningsviðræðum BSRB við viðsemjendur um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu. Þetta er stór áfangi í átt að því að ljúka gerð kjarasamnings, en áður hafði samkomulag náðst um styttingu ... kynnt fyrir félagsmönnum aðildarfélaga BSRB um leið og kjarasamningar hafa náðst.
BSRB fer með samningsumboð fyrir hönd aðildarfélaga um stór sameiginleg mál. Þau stærstu eru stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar, launaþróunartrygging ... á um gerð kjarasamninga, en samningar stórs hluta félagsmanna BSRB hafa nú verið lausir í tæpt ár. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, náist samningar ekki fyrir þann tíma
360
„Hvað tefur í húsnæðismálum?“ er fyrirsögnin í grein formanns BSRB sem birtist í dag í Fréttablaðinu. Greinin fjallar um mikilvægi þess sett verði í forgang uppbygging almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðisbótakerfi ....
„Nauðsynlegt er að gera leiguformið að raunverulegum valkosti í búsetumálum á Íslandi. BSRB telur að með almennu leigukerfi að norrænni fyrirmynd verði hægt að bjóða upp á langtímaleigu húsnæðis á viðunandi kjörum. Þörf á auknu framboði leiguhúsnæðis er mikil ... en um 20% félagsmanna BSRB hafa lýst því í kjarakönnunum bandalagsins að þeir vilji færa sig úr eigin húsnæði yfir á leigumarkað ef búsetuöryggi væri tryggt,“ segir meðal annars í greininni sem má nálgast