341
BSRB hefur, eins og önnur heildarsamtök á vinnumarkaði, brugðist hart við #metoo byltingunni. Í þeirri vinnu hefur verið byggt á góðum grunni því jafnréttismál eru einn af hornsteinum stefnu bandalagsins.
Mikil áhersla hefur verið lögð ... sér stað.
Því miður eru enn fjölmargir atvinnurekendur sem ekki uppfylla þessa skyldu. Það er ein af frumforsendum þess að uppræta megi þennan vanda á vinnustöðum að unnið sé eftir reglugerðinni. Í lok nóvember 2017 sendu BSRB ásamt ASÍ, BHM ... hefur verið um #metoo byltinguna á þeim fundum formannaráðs BSRB sem haldnir hafa verið síðan byltingin hófst. Formannaráðið sendi frá sér ályktun 19 ... ákvörðunartöku er lykillinn að því að aldrei þurfi nokkur að segja aftur #metoo. Formannaráð BSRB skoraði á atvinnurekendur að taka næsta skref með athugun á vinnumenningu og greiningu á völdum og valdastöðu.
Bandalagið hefur jafnframt aukið fræðslu um ... og pólsku. Formaður BSRB flutti erindi á fundi Vinnueftirlitsins, Áreitni á vinnustöðum – NEI TAKK! þar sem undirrituð var viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þá hafa fulltrúar BSRB
342
Áherslan á félagslegt réttlæti er eitt af því sem sameinar BSRB og Alþýðusamband Ísland í baráttu fyrir betra samfélagi. Mikilvægt er að heildarsamtök launafólks standi saman og styðji við hvort annað í baráttunni, sagði Elín Björg Jónsdóttir ... , formaður BSRB, í ávarpi sínu við setningu 42. þings ASÍ í morgun. . „Stundum er eins og við í forystu BSRB og ASÍ tölum í sitthvora áttina í mikilvægum málum, en þegar nánar er að gáð eru miklu fleiri atriði sem sameina okkur en sundra,“ sagði ... Elín Björg. „Við erum sammála um mikilvægi þess að berjast fyrir kjörum og réttindum launafólks í landinu. Þar eigum við að standa saman og styðja við bakið hvort á öðru í baráttunni.“. . Elín Björg sagði BSRB og ASÍ eiga það sameiginlegt .... . Samstaða er yfirskrift þessa fertugasta og annars þings ASÍ og það á vel við. Hún er mikilvægt afl fyrir allt launafólk og við eigum þar samleið BSRB og ASÍ. . Stundum er eins og við í forystu BSRB og ASÍ tölum í sitthvora áttina í mikilvægum .... . Mikilvægi heildarsamtaka á borð við ASÍ og BSRB eru augljós í því að móta sýn um hvernig samfélag við viljum byggja. En það er ekki nóg að hafa markmiðin á hreinu, við verðum líka að vinna sameiginlega að því að komast á leiðarenda. . Við erum
343
af stærstu baráttumálum BSRB lengi og því afar ánægjulegt að nú virðist kominn skriður á málið. Auk sveitarfélaganna sem vinna að styttingu vinnuvikunnar er ríkið með tilraunaverkefni í gangi í samvinnu við BSRB sem hefur gefið afar góða raun.
Vinnan ... vagninn þegar kemur að styttingu vinnuvikunnar. Tilraunaverkefni BSRB og borgarinnar var fyrsta tilraunaverkefnið þar sem vinnuvika starfsmanna var stytt án þess að laun skertust á móti. Undirbúningur fyrir verkefnið fór af stað árið 2015 og hefur gefið ... afar góða raun.
Árangurinn af tilraunaverkefni BSRB og Reykjavíkurborgar hefur verið svo góður að borgarráð ákvað að framlengja tilraunaverkefnið og útvíkka það frá febrúar síðastliðnum þegar öllum vinnustöðum borgarinnar var gefinn kostur ... á að taka þátt. Í dag tekur um fjórðungur starfsmanna borgarinnar, um 2.200 manns, þátt í tilraunaverkefninu.
Lestu meira um baráttu BSRB fyrir styttingu
344
Ætli stéttarfélög sér að hafa eitthvað að segja um þróun raunfærnimats verða þau að vita hvað þau vilja, sagði Haukur Harðarson frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins á menntadegi BSRB.
Aðeins um 7,1 prósent af þeim 4.400 sem lokið ... opinberra starfsmanna og samsetningu hópsins.
Fjallað var um raunfærnimat, fagháskólanám og áherslur BSRB og aðildarfélaga bandalagsins á Menntadegi BSRB, sem haldinn var þriðjudaginn 20. mars 2018. Nánar verður sagt frá umræðum um raunfærnimat á vef ... BSRB síðar.
Í erindi sínu vitnaði Haukur í könnun sem gerð var meðal þeirra sem farið hafa í raunfærnimat. Könnunin sýndi að um 62 prósent þeirra sem fóru í raunfærnimat höfðu þegar farið í nám og 14 prósent til viðbótar ætluðu sér að fara í nám ....
Hér má sjá glærur Hauks frá menntadegi BSRB..
Nánar er fjallað um tilgang og markmið með raunfærnimatinu á vef Fræðslumiðstöðvar
345
Auðvelt er að skera úr um hvort frumvarp um breytingar á lífeyrissjóði opinberra starfsmanna endurspeglar rétt það samkomulag sem gert var við ríki og sveitarfélög, skrifar Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB ... það sanna.
Í flóknum málum getur verið erfitt að sjá hverjir segja satt og rétt frá. En stundum er það furðu auðvelt. Þannig er það með deilurnar um frumvarp sem breyta á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. . BSRB undirritaði, ásamt ... það samkomulag sem var undirritað. Undir það taka hin heildarsamtökin sem undirrituðu samkomulagið. . Fjármálaráðherra hefur fullyrt að bandalög opinberra starfsmanna séu nú að bæta við nýjum samningskröfum. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. BSRB ... “, sem eru aðeins þeir sem greiddu í sjóðinn á yfirstandandi ári.
.
Stjórnvöld standi við samkomulagið.
Það þarf ekki lögspeking til að átta sig á muninum á þessu tvennu. Svo því sé haldið til haga gerði BSRB skriflegar athugasemdir ... við þetta orðalag í tölvupósti til ráðuneytisins þann 11. september, án þess að við því væri brugðist. . BSRB gerir þá skýru kröfu að úr þessu verði bætt áður en málið verður afgreitt á Alþingi og að tekið verði að fullu tillit til athugasemda
346
og því kærkomið að komast í nýja íbúð hjá Bjargi.
Bjarg íbúðafélag var stofnað af Alþýðusambandi Íslands og BSRB árið 2016 með það að markmiði að byggja upp leiguhúsnæði fyrir tekjulægri félagsmenn þessara heildarsamtaka launafólks. Alls eru nú 563 íbúðir ... samstarfi við þau um frekari uppbyggingu á komandi árum.
Um 1.150 félagsmenn ASÍ og BSRB eru nú á biðlista eftir íbúðum svo ljóst er að þörfin fyrir leiguhúsnæði til langs tíma á hagkvæmu verði er mikil.
„Það er virkilega ánægjulegt að sjá ... fyrstu leigjendurnir að flytja inn og við hlökkum til að bjóða mun fleiri velkomna í hópinn á komandi mánuðum og árum,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
„Verkalýðshreyfingin hefur enn og aftur tekið frumkvæði að því að bjóða ... , Gelgjutanga, og Skerjafirði í Reykjavík, og í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi.
Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignastofnun stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og BSRB árið 2016. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða ... og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði, félagsmönnum í ASÍ og BSRB, aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Miðað er við að greiðslubyrði leigu fari ekki yfir 25% af heildartekjum leigjenda, að teknu tilliti
347
ef beita á ákvæðinu að mati BSRB.
Samkvæmt frumvarpinu, sem liggur fyrir Alþingi, verður opinberum aðilum heimilað að fela starfsmönnum tímabundið breyttar starfsskyldur til þess að sinna verkefnum sem hafa forgang á hættustundu.
Frumvarpið.
Í umsögn BSRB um frumvarpið er ítrekað að hér sé um neyðarúrræði að ræða. Þá var, eftir athugasemdir BSRB á fyrri stigum málsins, bætt við umfjöllun um að litið verði til aðstæðna starfsmanna hverju sinni, svo sem ef starfsmaður eða annar einstaklingur ... sem hann ber ábyrgð á, glímir við undirliggjandi sjúkdóm eða annað sem gæti leitt til þess að breytt starfssvið myndi stefna öryggi eða heilbrigði í hættu. BSRB telur afar mikilvægt að horft sé til þess í öllum tilvikum.
Í umsögn bandalagsins kemur ... við það.
BSRB hefur tekið saman nokkrar spurningar og svör sem hafa komið upp í tengslum við þetta, sem og annað sem tengist faraldrinum
348
Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum BSRB við viðsemjendur undanfarna daga. Rætt hefur verið um útfærslu styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og jöfnun launa milli markaða án þess að niðurstaða hafi náðst. Verkföll ... sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl 2019, eða í um 11 mánuði. Aðildarfélög bandalagsins hafa falið BSRB að semja um stór sameiginleg mál á borð ... ekki fyrir 9. mars munu aðildarfélög BSRB hefja boðaðar verkfallsaðgerðir. Aðgerðirnar munu hefjast með tveggja daga allsherjarverkfalli 9. og 10. mars. Þann 9. mars munu ákveðnir hópar einnig hefja ótímabundið verkfall til að leggja áherslu á kröfur
349
BSRB hefur nú tekið saman yfirlit yfir helstu aðgerðir stjórnvalda og annarra vegna COVID-19 faraldursins. Tilgangurinn er sá að gera aðildarfélögum og félagsmönnum þeirra auðveldara fyrir að hafa yfirsýn yfir þær aðgerðir sem gripið hefur verið ... til og tryggja réttindi launafólks.
Yfirlitið er aðgengilegt hér á vef BSRB og verður það uppfært eftir því sem tilefni gefst ... ..
Stjórnvöld hafa þegar lýst því yfir að grípa eigi til frekari aðgerða vegna gríðarmikilla efnahagslegra afleiðinga faraldursins, eins og stjórnvöld víða um heim. Í þeim aðgerðum mun BSRB eftir sem áður leggja þunga áherslu á að öryggi og heilsa fólks sé ... tryggð. Það á ekki síst við um þá sem starfa í framlínunni í baráttunni gegn faraldrinum, en einnig heilt yfir í vinnu og einkalífi launafólks.
Þessu til viðbótar leggur BSRB áherslu á að stjórnvöld grípi til markvissra aðgerða til að tryggja ... afkomu launafólks með jafnrétti að leiðarljósi. Þar telur bandalagið augljóst að stjórnvöld verði að ganga lengra í stuðningi við heimilin en þegar hefur verið gert.
BSRB hefur tekið saman lista yfir helstu áherslur bandalagsins þegar frekari
350
Krafa launafólks um að allir geti lifað af á launum sínum hefur verið áberandi í umræðunni og verður í forgrunni þegar kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB losna í lok mars. Sú krafa beinist ekki síður að stjórnvöldum en launagreiðendum enda ... til lítils að hækka laun þeirra lægst launuð ef kjarabæturnar eru hirtar aftur af fólki í gegnum skattkerfið.
Í viðræðum BSRB við stjórnvöld leggjum við höfuðáherslu á breytingar á skattkerfinu, úrbætur á húsnæðismarkaði, styttingu vinnuvikunnar ... sem jöfnunartæki til að auka hér félagslegan stöðugleika. Við hjá BSRB viljum frekari þrepaskiptingu í tekjuskattkerfinu og að mögulegar skattalækkanir eigi að útfæra þannig að þær komi þeim tekjulægri til góða. Þá er það ekki síður mikilvægt réttlætismál ....
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB..
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
351
„Það verður aldrei sátt í okkar samfélagi á meðan bætt kjör og betri lífsgæði eiga bara við um suma en ekki alla,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í opnunarávarpi sínu á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun ... ekki endum saman á meðan þeir sem best hafi það séu með mánaðarlaun á við árslaun almenns launfólks.
„Stefna BSRB, mörkuð á þingum undanfarin ár og áratugi, er sú að stuðla að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Við viljum styrkja almannaþjónustuna ... á barnafjölskyldum. Velferðarsamfélagið byggir á gildum samtryggingar og jafnaðar. Það eru gildin sem hafa fylgt BSRB í gegnum tíðina,“ sagði Elín Björg í opnunarávarpi
352
BSRB bregðast með því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 án launaskerðingar. Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref með tilraunaverkefnum sem bandalagið stendur fyrir ásamt Reykjavíkurborg og ríkinu.
Í dag vinna um 2.700 einstaklingar ... fyrr á sínu tilraunaverkefni og hefur árangurinn verið svo jákvæður að öllum vinnustöðum borgarinnar var boðið að taka þátt síðasta vor.
Þó BSRB taki þátt í tilraunaverkefnunum einskorðast þátttakan ekki við félagsmenn aðildarfélaga BSRB ... stjórnendur vilja einnig fara þessa leið enda sýnir reynslan að ávinningurinn er verulegur fyrir bæði vinnustaðinn og starfsfólkið.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB
353
Félagsmenn í aðildarfélögum BSRB og ASÍ hafa tekið vel við sér og fjölmargar umsóknir hafa borist Bjargi íbúðafélagi. Rétt er að minna sérstaklega ... þá sem búa á landsbyggðinni á möguleikann á að sækja um.
Bjarg íbúðafélag, sem stofnað var af ASÍ og BSRB, hefur það að markmiði að byggja upp og leigja tekjulágum félögum þessara tveggja heildarsamtaka íbúðir. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni.
Samkvæmt samantekt frá Bjargi, sem kynnt var á fundi stjórnar BSRB síðastliðinn föstudag, hafa á fimmta hundrað umsóknir þegar borist félaginu. Mikill meirihluti umsókna, nærri níu af hverjum tíu, eru frá fólki sem nú býr á höfuðborgarsvæðinu ....
Þeir félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem hafa hug á að sækja um íbúð hjá Bjargi eru hvattir til að nota sér reiknivél á vef Bjargs og að skila inn umsókn fyrir lok júlí
354
Forsvarsmenn Bjargs íbúðafélags, sem stofnað var af BSRB og ASÍ, hafa undirritað viljayfirlýsingar um uppbyggingu á leiguíbúðum í Sveitarfélaginu Árborg og Sveitarfélaginu Ölfusi.
Áformað er að reisa 44 íbúðir í Björkustykki á Selfossi ... sem fyrst.
„Þetta er afar jákvætt skref enda hefur verið ríkur vilji til þess hjá Bjargi að byggja líka upp leiguíbúðir á landsbyggðinni,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB og stjórnarmaður í Bjargi íbúðafélagi.
„Við sjáum ... að það er þörf fyrir íbúðir af þessu tagi víða og mikilvægt að hraða uppbyggingu eins og mögulegt er svo hægt verði að flytja inn sem fyrst,“ segir Elín.
Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignastofnun stofnuð af BSRB og Alþýðusambandi Íslands árið 2016 ... . Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði, félagsmönnum í BSRB og ASÍ, aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.
Uppbygging er þegar hafin á tveimur stöðum
355
nú með tilraunaverkefni í gangi til að skoða kosti og galla styttingar vinnuvikunnar. BSRB hefur talað fyrir því um áratuga skeið og hefur krafan færst sífellt ofar á kröfulistann. Bandalagið leggur áherslu á að vinnuvikan verði stytt úr 40 stundum í 36 ....
Nú er samfélagið farið að taka við sér svo um munar. Reykjavíkurborg hefur leitt vagninn með tilraunaverkefni sem unnið hefur verið með BSRB frá árinu 2015. Annar áfangi verkefnisins hefst bráðlega en þá geta allir vinnustaðir borgarinnar sótt um að taka þátt ... . Sambærilegt tilraunaverkefni ríkisins og BSRB er einnig í gangi.
Markmiðið með tilraunaverkefnunum er að rannsaka langtímaáhrifin af því að stytta vinnuvikuna án þess að skerða laun. Þær niðurstöður sem komnar eru úr fyrsta áfanga tilraunaverkefnis ... BSRB.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
356
er nauðsynlegt að finna jafnvægi þarna á milli og gera samfélagið fjölskylduvænna.
BSRB hefur lagt mikla áherslu á þróun í þessa átt á undanförnum árum. Grundvöllurinn fyrir því að byggja upp fjölskylduvænna samfélag er að bæði kynin hafi jöfn tækifæri ... fyrir að samþætta fjölskyldulífið og vinnuna. BSRB hefur mótað þá stefnu að stytta vinnuvikuna úr 40 tímum í 36 án þess að laun skerðist. Erlendar rannsóknir benda til þess að hægt sé að stytta vinnutímann án þess að það bitni á afköstum. Bæði ... Reykjavíkurborg og ríkið standa nú fyrir tilraunaverkefnum með BSRB til að kanna hvernig þetta getur gengið fyrir sig hér á landi.
En fleira þarf til eigi íslenskt samfélag að verða fjölskylduvænna. Bæta þarf samspil atvinnulífsins, skóla og heimilanna ... takmarkið virst órafjarri. Þess vegna þarf að vinna jafnt og þétt að þessu markmiði, eitt skref í einu í átt að takmarkinu.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB
357
Breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna taka gildi í dag, 1. júní. Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildi krefst BSRB þess að stjórnvöld standi að fullu við það samkomulag sem undirritað var 19. september síðastliðinn ....
Í ályktun aðalfundar BSRB um lífeyrismál kemur fram að lögin sem Alþingi setti fyrir áramót hafi ekki verið í samræmi við afar skýrt orðalag samkomulagsins. Þar var kveðið á um að réttindi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar yrðu jafn verðmæt fyrir ....
Aðalfundur BSRB ítrekar að í lögunum er hin óbeina bakábyrgð launagreiðenda á skuldbindingum sjóðfélaga í A-deildunum sem ekki hafa náð 60 ára aldri afnumin án bóta. „Það er skýr krafa aðalfundarins að staðið verði við samkomulagið og lögum breytt ... um málið, sem finna má á vef BSRB, er farið yfir aðkomu bandalagsins að málinu og áhrifin sem breytingarnar munu hafa á sjóðfélaga í A-deildum LSR
358
Bjarg íbúðafélag, sem stofnað er af BSRB og ASÍ, hefur fengið úthlutað byggingarrétti á þremur stöðum í Reykjavík. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, skrifaði undir samkomulag ... þar að lútandi ásamt Gylfa Arnbjörnssyni, forseta BSRB, og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á einni lóðanna í dag.
Reykjavíkurborg hefur skuldbundið sig til að úthluta alls 1.000 lóðum til íbúðafélagsins. Á þeim þremur lóðum sem nú hefur verið úthlutað ... á kostnað gæða.
Bjarg íbúðafélag er leigufélag sem BSRB og ASÍ stofnuðu á síðasta ári. Félagið er rekið sem sjálfseignarstofnun án hagnaðarmarkmiða. Því er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að ódýru, öruggu og vönduðu
359
Auglýst hefur verið eftir umsóknum frá vinnustöðum hjá ríkinu sem vilja taka þátt í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar. Í auglýsingu frá velferðarráðuneytinu eru vinnustaðir um allt land hvattir til að sækja um ... :.
Að stöðugildi á vinnustaðnum séu 20 eða fleiri.
Að 30% starfsmanna á vinnustaðnum að lágmarki séu í aðildarfélögum BSRB.
Fjöldi svipaðra starfa á vinnustaðnum.
Vinnufyrirkomulag – vaktavinna eða dagvinna.
Að meirihluti ... tilraunaverkefnið er skipaður fulltrúum velferðarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og BSRB. Hlutverk hópsins er meðal annars að velja vinnustaði til þátttöku í tilraunaverkefninu og meta árangur þess. Starfshópurinn mun skila skýrslu um verkefnið eigi ... síðar en í lok september 2018.
Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar útvíkkað.
BSRB tekur einnig þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið hefur staðið í eitt og hálft ár og var nýverið framlengt
360
BSRB og Alþýðusamband Íslands efna til samkeppni um nafn á íbúðaleigufélagi sem mun leigja út íbúðir til fólks með lágar- og meðaltekjur og verður rekið án hagnaðarmarkmiða. Höfundur bestu tillögunar fær 50 þúsund krónur í verðlaun.
Nýtt íbúðafélag ASÍ og BSRB mun starfa í nýju íbúðakerfi sem verið er að taka upp hér á landi. Kerfið er byggt á danskri fyrirmynd og er því ætlað að verða hagstæður og öruggur valkostur fyrir fólk á leigumarkaði.
. Íbúðfélagið ... á netfangið asi@asi.is eða bsrb@bsrb.is. Frjálst er að senda inn fleiri en eina tillögu. Óskað ... út.
BSRB og ASÍ hvetja alla til að leggja höfuðið í bleyti og senda tillögur að nafni á nýju íbúðafélagi fyrir miðnætti 16. október