181
45. þing BSRB verður sett á Hilton Hótel Nordica miðvikudaginn 17. október klukkan 10. Þingið mun standa fram á föstudag og munu alls um 200 þingfulltrúar frá öllum aðildarfélögum bandalagsins sitja þingið.
Opnunarathöfn þingsins verður í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísir.is og verður hlekkur á útsendinguna settur inn um leið og hún hefst.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, mun opna þingið með ávarpi. Að því loknu munu þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Gylfi Ar
182
Ný stjórn Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja (SLRB) var kjörin á þingi sambandsins í gær. Afar góð mæting var á þingið og var fullt út úr dyrum í sal BSRB við Grettisgötu.
Elín Brimdís Einarsdóttir, sem hefur gegnt embætti formanns félagsins frá árinu 2009 gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu en enginn gaf kost á sér í embættið og var nýr formaður því ekki kjörinn.
Ný stjórn sambandsins mun því á fyrsta fundi sínum skipta með sér verkum og taka ákvörðun um framhaldið. Í
183
Ætli stjórnvöld sér að gera breytingar á tekjuskattkerfinu er mikilvægt að þær breytingar komi helst þeim tekjulægstu hópunum og millitekjuhópunum til góða. Áherslum BSRB varðandi mögulegar breytingar hefur verið komið á framfæri við formann starfshóps sem vinnur að útfærslu á breytingunum.
Eins og fram kemur í stefnu bandalagsins er BSRB fylgjandi þrepaskiptu skattkerfi. Reka á skattkerfið og velferðarkerfi landsins með því hugarfari að fólk greiði inn eftir efnum og taki út eftir þö
184
Félagsmenn í aðildarfélögum BSRB og ASÍ hafa tekið vel við sér og fjölmargar umsóknir hafa borist Bjargi íbúðafélagi. Rétt er að minna sérstaklega þá sem búa á landsbyggðinni á möguleikann á að sækja um.
Bjarg íbúðafélag, sem stofnað var af ASÍ og BSRB, hefur það að markmiði að byggja upp og leigja tekjulágum félögum þessara tveggja heildarsamtaka íbúðir. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyn
185
Vel á fjórða hundrað umsókna hafa borist Bjargi íbúðafélagi þar til opnað var fyrir skráningu á biðlista eftir íbúð hjá félaginu um miðjan maí. Reiknað er með að fyrstu íbúðir félagsins verði tilbúnar um mitt næsta ár.
Bjarg hefur þegar hafið byggingu á íbúðum í Spönginni í Grafarvogi og í Úlfarsárdal þar sem samtals 238 íbúðir munu rísa. Áformað er að framkvæmdir við samtals 450 íbúðir hefj
186
Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista vegna íbúða félagsins. Reiknað er með afhendingu fyrstu íbúða í júní 2019. Íbúðir Bjargs íbúðarfélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB s.l. 24 mánuði miðað við úthlutun. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða.
Skráningum á biðlista verður almennt raðað upp í þeirri röð sem þær berast og virkjast þegar
187
Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um úrbætur og nýtingu launatölfræðiupplýsinga eins og ákveðið var á fundum með aðilum vinnumarkaðarins í byrjun árs. Fulltrúi BSRB í nefndinni er Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri bandalagsins.
Vinna nefndarinnar er mikilvægur hlekkur í því samtali sem átt hefur sér stað milli verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda á síðustu mánuðum. Þar hefur verið lögð þung áhersla á mikilvægi þess að hafa betri launatölfræði sem hægt er að nota
188
Afturvirk hækkun á launum vegna launaþróunartryggingar getur haft áhrif á atvinnuleysisbætur og greiðslur úr fæðingarorlofssjóði samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun.
Félagar í aðildarfélögum BSRB sem starfa hjá ríkinu fengu 1,3 prósenta launahækkun afturvirkt frá 1. janúar 2017
189
Krafan um styttingu vinnutíma verður sífellt háværari í samfélaginu og fleiri eru farnir að taka undir sjónarmið BSRB um að stytta eigi vinnuvikuna í 36 stundir, án launaskerðingar.
Það er ekki tilviljun enda af sem áður var að það teljist dyggð að vinna myrkranna á milli. Ungt fólk leggur mun meira upp úr þeim lífsgæðum sem fengin eru með samverustundum með fjölskyldu og vinum
190
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og áhugamaður um heilbrigðiskerfið, verður frummælandi á opnum hádegisfundi BSRB um heilbrigðismál mánudaginn 9. október næstkomandi.
Yfirskrift fundarins
191
Um 400 íbúðir eru nú á teikniborðinu hjá Bjargi íbúðafélagi, sagði Björn Traustason, framkvæmdastjóri félagsins, á morgunverðarfundi hjá BSRB í morgun. Félagið, sem var stofnað af BSRB og ASÍ, ætlar að reisa að lágmarki um 1.150 íbúðir á næstu árum.
Með stofnun Bjargs íbúðarfélags voru BSRB og ASÍ að bregðast við viðverandi ófremdarástandi á húsnæðismarkaði. Félagið, sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða, mun tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að ódýru, öruggu og vöndu
192
Þær Bergrós Vala Marteinsdóttir og Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, sjúkraliðanemar frá Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) urðu hlutskarpastar þegar keppt var í hjúkrun á Íslandsmóti iðn- og verkgreina árið 2017 nýverið.
Ísandsmótið er haldið annað hvert ár og er markmiðið að vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og starfi í iðn- og verkgreinum.
Sjúkraliðanemar tóku nú þátt í þriðja skipti og kepptu sín á milli í hjúkrun. Þrjú lið sjúkraliðanema tóku þátt í keppninni. Þa
193
Um 25 þúsund Íslendingar hafa skráð sig sem líffæragjafa í gagnagrunn landlæknis en um 25 þúsund vantar til viðbótar ef vel á að vera. Hægt er að skrá sig sem líffæragjafa með einföldum hætti á vef landlæknisembættisins. . Opnað var fyrir skráningu á vef landlæknis í lok október 2014. Um 7.000 manns skráðu sig fyrir lok árs 2014, um 14.000 á árinu 2015 en einungis um 4.000 í fyrra
194
um lífeyrisréttindi félagsmanna bandalagsins án þess að ná sátt um þær breytingar. . Frumvarpið byggði á samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög. Í því samkomulagi er kveðið á um að „réttindi núverandi sjóðfélaga í A
195
BSRB mótmælir harðlega þeirri ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands um tugi prósenta og skorar á kjararáð að endurskoða ákvörðun sína. . Launahækkun kjörinna fulltrúa er í engu samræmi við rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Í rammasamkomulaginu er ákvæði um sameiginlega launastefnu til ársloka 2018 sem koma átti í veg fyrir það höfrungahlaup sem einkennt hefur vinnumarkaðinn. Hækkanir kjararáðs fara l
196
Stjórnendur skurðdeildar á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Mölndal í Svíþjóð styttu vinnutíma starfsmanna úr átta klukkustundum í sex í tilraunaskyni fyrir ári. Niðurstaðan er styttri biðtími sjúklinga og aukin vellíðan starfsmanna. Tilraunaverkefnið hefur nú verið framlengt
197
“ segir Ólöf í samtali við Morgunblaðið. . Í blaðinu kemur fram að það sem af er ári eru fæðingar um 5,5% færri en á sama tímabili í fyrra. Það virðist því vera áframhaldandi fækkun fæðinga, 2014 til 2015, sem var um 5,6
198
Þing Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) kaus nýjan formann og nýja stjórn yfir félagið síðastliðinn laugardag. Stefán Pétursson, neyðarflutningamaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, er nýr formaður LSS. . BSRB óskar Stefáni til hamingju með góða kosningu og hlakkar til þess að eiga samstarf við hann á komandi árum. . BSRB þakkar jafnframt fráfarandi formanni, Sverri Birni Björnssyni, kærlega fyrir samstarfið á undanförnum árum, og ósk
199
Þing BSRB verður sett kl. 10 á morgun, miðvikudaginn 28. október, á Hótel Nordica í Reykjavík. Þingið mun standa til föstudags og fer fram þrátt fyrir óvissu um stöðu kjaraviðræðna þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB sem semja við ríkið.
Síðustu daga hafa samninganefndir SFR, SLFÍ og LL átt í viðræðum við samninganefnd ríkisins sem fram til þessa hafa ekki skilað árangri. SFR og SLFÍ hafa staðið í verkföllum síðustu misseri og að óbreyttu hefst tveggja sólarhringa allsherjar
200
Mikil umræða um stöðu atvinnumála í Evrópu og atvinnuleysi ungs fólks hefur farið fram á þingi ETUC, Evrópusambands verkalýðsfélaga, sem nú stendur yfir í París. Einnig hefur verið fjallað um mikilvægi aukinna fjárfestinga til að skapa fleiri störf um leið og réttindi og kjör launafólks verði varin og þau bætt..
Umræðan einkenndist af áhyggjum af stöðu mála í á