61
Alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins verður fagnað á morgun, 1. maí með hátíðardagskrá, kröfugöngum og baráttufundum víða um land. BSRB hvetur allt launafólk til að fjölmenna í sínu bæjarfélagi.
Fulltrúar BSRB munu taka þátt í hátíðarhöldunum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, verður annar ræðumanna á baráttufundi á Ingólfstorgi og Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri bandalagsins, ávarpar baráttufund í Árborg. Þá mun Arna Jakobína Björnsdóttir, 2. varaformaður BSRB, ávarpa
62
VIRK starfsendurhæfingarsjóður, Embætti landlæknis og Vinnueftirlitið standa fyrir morgunfundi á Grand Hótel fimmtudaginn 21. febrúar um mikilvægi þess að auka vellíðan á vinnustöðum.
Aðalfyrirlesari á morgunfundinum er Vanessa King, þekktur fyrirlesari og sérfræðingur um vellíðan, þrautseigju og hamingju á vinnustöðum, en Vanessa er hér á landi að kenna í Jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands.
Auk Vanessu þá ávarpar Alma D. Möller landlæknir morgunfundinn, Dóra G
63
Norræna ráðherraráðið hefur sett í loftið sérstaka tenglasíðu sem ætlað er að auðvelda þeim sem vilja stunda atvinnustarfsemi þvert á landamæri.
Síðan hefur fengið nafnið Norden Business, en á henni má finna tengla á samtök, stofnanir og stjórnvöld sem veita upplýsingar um hvernig eigi að stofna fyrirtæki, ráða vinnuafl og efla viðskipti milli Norðurlandanna.
Upplýsingarnar, sem eiga að auðv
64
Þó það geti verið erfitt að hlusta á og lesa frásagnir af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er jákvætt að nú séu þessi mál loksins að komast upp á yfirborðið. Þolendur hafa rofið þögnina og munu vonandi halda því áfram.
BSRB og önnur heildarsamtök launafólks sendu á miðvikudag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem hvatt er til aðgerða. Við verðum sem samfélag að senda skýr skilaboð. Fórnarlömbin verða að vita að þau fái stuðning og úrlausn sinna mála. Gerendur þurfa a
65
eru foreldrarnir komnir í villta vestrið, þar sem frumskógarlögmál virðast ríkja. Sumir eru heppnir og koma sínu barni að hjá dagforeldri. Aðrir búa við þá þjónustu að bæjarfélagið sem þeir búa í tekur við börnum á leikskóla frá 12 mánaða aldri og þurfa ....
Auðvelt að leysa vandann.
Vandinn er öllum ljós en einhverra hluta vegna virðist standa á því að hann sé leystur. Einstök sveitarfélög hafa þó tekið við sér og bjóða upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri. Eins og fram kemur í úttekt BSRB býr
66
Kertum verður fleytt á Reykjavíkurtjörn og á Minjasafnstjörninni á Akureyri miðvikudagskvöldið 9. ágúst til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Þetta verður 33. kertafleytingin hér á landi, en í ár eru 72 ár liðin frá því kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar tvær.
Með kertafleytingunni vilja friðarsinnar árétta kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. Nýverið gerðu 122 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna með sér sáttmála um bann við kjarnorkuvopnum en Í
67
Vinnumálastofnun mun á næstu vikum setja sig í samband við alla sem dómur Hæstaréttar Íslands um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga hefur áhrif á og leiðbeina þeim um hugsanlegan rétt til bóta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.
Í dómi Hæstaréttar, sem féll þann 1. júní síðastliðinn, var fjallað
68
Greinileg merki eru um yfirverðlagningu og þar með bólumyndun á húsnæðismarkaði að mati hagdeildar Íbúðalánasjóðs, þar sem framboð húsnæðis hefur ekki náð að haldast í hendur við eftirspurn að undanförnu. Þetta kom fram í máli Hermanns Jónassonar, forstjóra sjóðsins, með nefnd BSRB um velferðarmál nýverið.
Eitt af hlutverkum Íbúðalánasjóðs er að standa fyrir rannsóknum á húsnæðismarkaði, enda sjóðurinn nú frekar
69
Það er því óskiljanlegt að ákveðið hafi verið að breyta kerfinu aftur með því að fækka skattþrepunum, sér í lagi eftir svo stuttan tíma.
Rökin sem notuð eru fyrir því að fækka skattþrepunum virðast aðallega vera þau að það þurfi að einfalda kerfið
70
Formaður BSRB skorar á nýjan fjármálaráðherra að koma í gegn breytingum á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna þannig að lögin verði í samræmi við samkomulag sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög á síðasta ári.
Í aðsendri grein eftir Elínu Björgu Jónsdóttur, formann BSRB, sem birtist í Fréttablaðinu í dag, segir hú
71
Opnuð hefur verið ný vefsíða þar sem fjallað er um tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Á síðunni er að finna greinargóðar upplýsingar um staðalinn og notkun hans. . Með staðlinum er ætlunin að samræma vinnubrögð til að fyrirbyggja mismunun af öllu tagi. Hann á að nýtast atvinnurekendum við mótun á réttlátri og gagnsærri launastefnu. . Á
72
BSRB og Alþýðusamband Íslands efna til samkeppni um nafn á íbúðaleigufélagi sem mun leigja út íbúðir til fólks með lágar- og meðaltekjur og verður rekið án hagnaðarmarkmiða. Höfundur bestu tillögunar fær 50 þúsund krónur í verðlaun.
Nýtt íbúðafélag ASÍ og BSRB mun starfa í nýju íbúðakerfi sem verið er að taka upp hér á landi. Kerfið er byggt á danskri fyrirmynd og er því ætlað að verða hagstæður og öruggur valkostur fyrir fólk á leigumarkaði.
. Íbúðfélagið er sjálf
73
BSRB og ASÍ hafa tekið höndum saman um að krefja stjórnvöld um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Til að sýna mikilvægi þess að búa við gott fæðingarorlofskerfi hvetjum við fólk til að segja sína sögu í stuttu máli á samfélagsmiðlum og merkja með myllumerkinu #betrafaedingarorlof. . Fylgstu með á Facebook-síðu átaksins
74
Alþingi samþykkti nýlega fjármálastefnu stjórnvalda til næstu fimm ára. Þar birtast markmið ríkisstjórnarflokkanna fyrir afkomu og efnahag til ársins 2021. Það eru að mati BSRB veruleg vonbrigði að stjórnvöld ætli sér ekki að standa fyrir þeirri markvissu uppbyggingu velferðarkerfisins sem kallað hefur verið eftir. . Það er jákvætt a
75
Í kjölfar lagasetningar á kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia hljóta stjórnvöld að bregðast við telji þau það ógna almannahagsmunum ef sú stétt vinnur ekki yfirvinnu. Þau þurfa að kanna hver ber ábyrgð á því ófremdarástandi og hvernig hægt er að bæta þar úr án tafar. . „Þetta er einkennileg staða sem við erum komin í,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Alþingi setti fyrir helgi lög sem banna Félagi íslenskra flugumferðarstjóra að grípa til hvers kyns verkfallsaðgerða
76
BSRB og ASÍ standa fyrir málþingi um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu í dag, 3. maí milli klukkan 13 og 16 á Hótel Natura. Yfirskrift málþingsins er: Er einkarekstur í heilbrigðisþjónustu almannahagur?. . Á málþinginu munu þrír sérfræðingar halda erindi, en að þeim loknum verða pallborðsumræður þar sem boðið verður upp á spurningar úr sal. Það er ástæða til að hvetja alla sem áhuga hafa á framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi til að mæta og taka þátt í umræðunni
77
Stjórnvöld eru á rangri braut með áformum um aukna einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni og aukinni kostnaðarþátttöku stórs hluta sjúklinga. Þetta sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í ræðu sinni á 1. maí í Hafnarfirði í dag. . Elín gagnrýndi í ræðu sinni það fjársvelti sem heilbrigðiskerfið, hvort sem það er heilsugæslan eða Landspítalinn, hafa þurft að búa við. . „Ný rannsókn prófessors Rúnars Vilhjálmssonar á heilsu og lífsháttum Íslendinga gefur sterkar vísb
78
Fundur samninganefnda SFR, SLFÍ og LL með samninganefnd ríkisins hefur verið boðaður kl. 10:00 miðvikudaginn 14. október næstkomandi, daginn fyrir fyrirhugað verkfall félaganna.
Undirbúningur verkfallsaðgerða er kominn á fullt hjá félögunum og undanþágunefnd er að hefja störf. Verkfallsmiðstöð verður opnuð fimmtudaginn 15. október kl. 8 að Grettisgötu 89, 1. hæð og verður hún opin frá kl. 8-16 verkfallsdagana meðan ekki semst. Félags
79
Nú standa yfir nokkur námskeið á vegum Starfsmenntar sem nýst gætu félagsmönnum BSRB, starfsfólki aðildarfélaga BSRB og trúnaðarmönnum..
Vinnumarkaðurinn tekur stöðugum, stundum hröðum, breytingum, með tækninýjungum og breyttum áherslum. Því er mikilvægt að leggja áherslu á hverskonar starfstengda menntun, til að fylgja eftir og styrkja stöðu okkar á markaði. Starfsmennt býður fjö
80
Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hér segir:.
Gisting og fæði í einn sólarhring, kr 33.100
Gisting í einn sólarhring, kr 22.200
Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag, kr 10.900