141
Á Íslandi er til starfsstétt sem þið vafalaust hafið kynnst eða munið kynnast. Þetta er starfsstétt sem vinnur á meðan þið sofið, haldið jól, farið í frí og njótið samvista með fjölskyldu og vinum. Þetta er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins sem tekur virkan þátt í að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Í þessarar fagstétt eru 97% konur og meðalaldur stéttarinnar er um 50 ár. Þetta eru sjúkraliðar!
142
Boðuð verkföll starfsfólks 18 sveitarfélaga hefjast að óbreyttu mánudaginn 15. maí. Formaður BSRB segir sveitarfélög landsins einbeitt í að mismuna fólki og skynjar stuðning almennings við aðgerðirnar framundan.
„Það er mikill hugur í okkar fólki og við skynjum meðbyr í samfélaginu. Enda blasir það við að þetta er misrétti sem þarf að leiðrétta,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. „Ef við horfum yfir árið þá getur munað um 25% í launahækkunum, sem er mjög mikið
143
BSRB mótmælir harðlega þeirri forgangsröðun sem endurspeglast í breytingartillögum meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar sem birt var þann 12. desember sl. þar sem 7,7% hækkun gjalda á almenning er látin standa óbreytt á sama tíma og t.d. er fallið frá aukinni tekjuöflun vegna fiskeldis í sjó sem áætlað var að myndi skila 500 m.kr. í ríkissjóð á næsta ári.
Hér endurspeglast enn og aftur sú áhersla ríkisstjórnarinnar að ekki eigi a
144
Stígamót bjóða körlum upp á ítarlegt námskeið, Bandamannanámskeið, um kynferðisofbeldi gegn konum, kynsegin einstaklingum og öðrum jaðarsettum hópum. Námskeiðið er hugsað fyrir karla sem hafa áhuga á að taka þátt í umræðunni gegn kynbundnu ofbeldi og skapa rými þar sem karlar fá tækifæri til að ræða þennan málaflokk með öðrum körlum sem hafa áhuga á að taka þátt í baráttunni. Fyrr á árinu bauð BSRB í samstarfi við Stígamót körlum í hópi stjórnarmanna og starfsfólks aðildarfélag bandalagsins a
145
Isavia býður nú starfsfólki sem hefur annað tungumál en íslensku að móðurmáli að sækja íslenskunámskeið á vinnutíma. BSRB fagnar þessu framtaki enda ein af þeim kröfum sem settar eru fram í stefnu bandalagsins um menntamál.
Starfsfólki Isavia býðst að sækja íslenskunámskeið utan vinnutíma eða á vinnutíma þeim að kostnaðarlausu. Fyrsta námskeiðið hófst þann 11. október síðastliðinn og stendur í átta vikur. Í fyrsta námshópnum eru þrettán einstaklingar af fimm þjóðernum sem koma úr mism
146
Eitt af mikilvægustu verkefnum allra sveitarfélaga á landinu eru umönnun og kennsla barna. Engu að síður búa allt of margir foreldrar ungra barna við þær aðstæður að sveitarfélög tryggja ekki aðgang að leikskóla fyrr en mörgum mánuðum eftir að fæðingarorlofi lýkur..
BSRB kynnir niðurstöður rannsóknar á umönnunarbilinu á kynningarfundi kl 10:30 í dag, fimmtudag. Skýrslan verður gerð aðgengileg á vefnum að kynningu lokinni.
Hægt er að fyl
147
Nú þegar glittir í lok heimsfaraldursins og álaginu sleppir á almannaþjónustunni og samfélaginu öllu erum við sem samfélag á vissan hátt á upphafspunkti enda fjölmargar ákvarðanir sem þarf að taka sem munu hafa áhrif á samfélagið til langs tíma, sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í setningarávarpi framhaldsþings BSRB í morgun.
„Þess vegna hefur sjaldan verið mikilvægara að raddir launafólks fái að heyrast og að við höfum áhrif á það hvernig við byggjum upp samfélagið eftir
148
Í síðasta tölublaði tímarits Sameykis skrifaði Axel Jón Ellenarson greinina „Ertu giggari“ og hér er ætlunin að fjalla áfram um framtíðarvinnumarkaðinn. Höfundur er lögfræðingur og sérfræðingur í vinnurétti sem hefur starfað innan verkalýðshreyfingarinnar frá 2012, en einnig tekið að sér „gigg“ hér og hvar, meðal annars við rannsóknir á lagalegri umgjörð nýrra ráðningarforma. Þ
149
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða ASÍ, BSRB, BHM, Kennarasamband Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kvenréttindafélag Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja SSF til hádegisfundar á Hilton Reykjavík Nordica þann 8. mars kl. 12–13:15. Yfirskrift fundarins er „Er vinnumarkaðurinn vaknaður? #Metoo og lægri þröskuldur”.
Fundinum mun einnig vera deilt í streymi á samfélagsmiðlum og upptaka verður aðgengileg að fundi loknum.
Dagskrá
150
Það er svo sem ekki óvenjulegt að talsmenn fyrirtækja á frjálsum markaði barmi sér yfir því að þurfa að standa í samkeppni, enda eflaust þægilegra að sleppa við þesskonar vesen. Nú ber hins vegar svo við að einn forsvarsmanna samtaka atvinnurekenda kvartar yfir því að fyrirtækin geti ekki keppt við hið opinbera um hæft starfsfólk.
Það hefði vissulega verið áhugavert að sjá einhver dæmi um þau fyrirtæki sem eiga í þessum hræðilegu erfiðleikum. Þar sem þau dæmi vantar verðum við hin að
151
Starfsfólk sem hefur verið í framlínunni í heimsfaraldrinum á Írlandi fær sérstakar 145 þúsund króna skattfrjálsar álagsgreiðslur auk þess sem vinnuvikan hjá starfsfólki hins opinbera verður stytt í 35 stundir.
Þeir sem eiga rétt á álagsgreiðslunum eru þeir sem unnið hafa í heilbrigðiskerfinu tengt faraldrinum, að því er fram kemur í
152
aldarinnar var það oft í láglauna- og þjónustustörfum sem áður var sinnt innan veggja heimilisins, og fólk sagði sér að þessi störf væru lítils virði.
Allar þessar sögur, þessar gömlu tuggur, ýta undir það viðhorf að hver einstaklingur beri
153
COVID-19 heimsfaraldurinn virðist hraða þeirri þróun á vinnumarkaði sem spáð hefur verið á komandi árum þar sem störfum innan ákveðinna starfsgreina mun fækka á meðan ný störf verða til í öðrum geirum.
Á undanförnum árum ....
Langtímaáhrif heimsfaraldursins.
Allmargar rannsóknir og greiningar hafa verið gerðar á alþjóðavísu síðustu misseri á langtímaáhrifum COVID-19 heimsfaraldursins á vinnumarkaðinn. Svo virðist sem faraldurinn sé heldur að hraða þeirri þróun
154
Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins fékk ásamt hópi rannsakenda frá Háskólanum á Akureyri og Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri nýverið fjögurra milljóna króna styrk úr Jafnréttissjóði til að rannsaka stöðu láglaunakvenna á íslenskum vinnumarkaði.
Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, fer fyrir rannsóknarhópnum. Auk hennar eru í hópnum Andrea Hjálmsdóttir, lektor við Hug- og félagsvísindasvið, Bergljót Þrastardóttir, lektor vi
155
í álfunni.
Um er að ræða greiningu sem unnin var af Cedefop, starfsmenntastofnun Evrópu. Annars vegar var lagt mat á þróun mannafla í þessum greinum, en svo virðist sem búast megi við aðhaldi í starfsmannafjölda í heilbrigðisþjónustu á komandi árum
156
Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar, samstarfsvettvangs um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag sem BSRB tekur þátt í, verður kynnt næstkomandi föstudag, 30. apríl. Í skýrslunni er fjallað um kjarasamningalotuna sem hófst árið 2019 og stendur enn, þróun efnahagsmála og launa.
Kynningin verður í formi fjarfundar sem streymt verður í gegnum vef Kjaratölfræðinefndar. Fundurinn hefst klukkan 10
157
á kjörtímabilinu og áherslu stjórnvalda á aðhaldsaðgerðirnar þurfi að skoða í því ljósi. Markmið ríkisstjórnarinnar virðist vera að minnka hlutdeild ríkissjóðs í landsframleiðslunni sem muni bitna á opinberri þjónustu, tilfærslukerfunum og fjárfestingum á næstu
158
Opnunartímar skrifstofu BSRB taka breytingum nú um áramótin. Skrifstofan verður opin milli klukkan 8 og 16 mánudag til fimmtudags og milli klukkan 8 og 12 á föstudögum. Áfram verður svarað í síma milli klukkan 9 og 16 mánudag til fimmtudags og nú frá 9 til 12 á föstudögum.
Athugið að opnunartímar Styrktarsjóðs BSRB verða óbreyttir, frá 9 til 16 alla virka daga.
Breytingar á opnunartí
159
BSRB leggst alfarið gegn því að frítekjumark á fjármagnstekjum verði tvöfaldað og undanþágur nái til arðs og söluhagnaðar af verð- og hlutabréfum og hvetur þingmenn til að hafna frumvarpi fjármálaráðherra.
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að frítekjumark fjármagnstekna fari úr 150 þúsund krónum í 300 þúsund krónur og undanþágur verði víkkaðar út, eins og fram kemur í
160
Fyrsta skýrsla kjaratölfræðinefndar, nýs samstarfsvettvangs um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag, verður kynnt miðvikudaginn 16. september klukkan 11. Í skýrslunni er fjallað um kjarasamningslotuna sem hófst árið 2019, umfang kjarasamningagerðar og þróun efnahagsmála og launa. . Kynningin verður í formi fjarfundar og hlekkur á hann birtur þegar nær dregur. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra mun ávarpa fundinn og Edda Rós Karlsdóttir, formaður kjar