81
Mette Nord frá Fagforbundet í Noregi var í gær kjörin forseti Evrópskra heildarsamtaka opinberra starfsmanna, EPSU, á 10. þingi samtakanna sem stendur yfir þessa dagana í Dublin á Írlandi.
Á þinginu er víða komið við. Aðgerðaáætlun ... og fjárskorts. Samningsrétturinn er brotinn og rétturinn til verkfalla eða aðgerða ekki til staðar.
Fulltrúar fjölmargra þjóða lögðu til málanna um réttindi starfsmanna og þar kom m.a. fram að í Portúgal hafa laun opinberra starfsmanna staðið í stað ... í meira eða minna í tíu ár, engin þróun hefur orðið í réttindamálum, einkavæðing hefur aukist og eftirlaunasjóðir eru í hættu.
Víða hafa stjórnvöld notað efnahagskreppuna 2009 til að lækka laun opinberra starfsmanna og skerða réttindi ... þeirra. Þetta á til dæmis við í Bretlandi og nú tíu árum síðar hafa starfsmenn ekki fengið leiðréttingar eða hækkanir. Þetta þýðir víða um 20 prósent skerðingar.
Aðstaða opinberra starfsmanna í dag er þó líklega hvað verst Í Tyrklandi en þar hafa opinberir ... starfsmenn átt í hatrammri baráttu við stjórnvöld. Réttindi eru brotin, starfsmenn eru reknir án ástæðu og án uppsagnarfrestar samkvæmt nýjum lögum og fulltrúar stéttarfélaga handteknir og þeim misþyrmt. Verkföll eru bönnuð og opinber þjónusta er einkavædd
82
Verkföll BSRB eru skollin á af fullum þunga en um þessar mundir leggja um 1500 starfsmenn niður störf í tíu sveitarfélögum. Þau sem eru í verkfalli í þessari viku eru meðal annars leikskólaliðar, stuðningsfulltrúar og starfsfólk frístundaheimila ... ekki að semja bætist enn frekari þungi í verkfallsaðgerðir þar sem starfsfólk sundlauga og íþróttamiðstöðva í átta sveitarfélögum til viðbótar leggur niður störf í skæruverkfalli á vestur-, norður-, og austurlandi um Hvítasunnuhelgina.
Starfsfólk ... sem er í verkfalli hittist gjarnan á morgnana á samstöðufundum áður en haldið er af stað í verkfallsvörslu og önnur verkefni dagsins. Í þessari viku hafa stórir fundir verið haldnir í Kópavogi, Árborg, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ þar sem hundruðir starfsmanna komu
83
Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg hefur dregið úr álagi á starfsfólk og aukið starfsánægju án þess að dregið hafi úr afköstum. Þetta kemur ... eftir því sem leið á verkefnið. Þannig tóku tæplega 100 vinnustaðir borgarinnar með um 2.500 starfsmönnum þátt í öðrum áfanga tilraunaverkefnisins.
Í lokaskýrslunni eru teknar saman niðurstöður rannsókna sem gerðar voru til að meta árangur ... tilraunaverkefnisins auk þess sem áhrifin eru metin út frá árlegri viðhorfskönnun starfsmanna Reykjavíkurborgar. Allar rannsóknirnar sýndu fram á jákvæð áhrif af styttingu vinnuvikunnar.
Rannsóknirnar sýndu meðal annars fram á að stytting vinnuvikunnar ... auðveldaði barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf og minnkaði álagið bæði á vinnustað og á heimilum starfsmanna. Þá fjölgaði jafnframt samverustundum fjölskyldna. Einnig fundu starfsmenn fyrir bættri andlegri og líkamlegri heilsu og höfðu meiri orku ... í tilraunaverkefninu sem að sögn starfsmannanna leiddi af sér betri þjónustu fyrir borgarbúa. Þá sýnir úttekt borgarinnar úr vinnutímakerfi að yfirvinna hefur dregist saman hjá borginni á meðan tilraunaverkefnið hefur staðið yfir.
Borgin mældi einnig afköst
84
hverrar vinnuviku er spennandi að sjá hvernig fólk ætlar að nýta þetta,“ segir Katrín. „Það er nú það flotta í þessu að það eru möguleikar fyrir starfsfólkið að taka styttinguna á þeim tíma sem nýtist best.“.
Hún nefnir sem dæmi að einn starfsmaður ætli ... „Þetta ferli gekk í rauninni ótrúlega vel, en samt er alltaf áhugavert þegar starfsfólk tekur samtalið og fer að vega og meta hvernig best er að vinna úr þessu,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Eftir ítarlegt ... verkefninu í ágúst. Katrín segir að fjallað hafi verið um styttinguna á þremur starfsmannafundum og að á þeim hafi öllum möguleikum verið velt upp. Rætt hafi verið um bæði lágmarks- og hámarks styttingu, auk þess sem starfsfólk hafi rætt hver áhrifin ... af styttingu verði á þann sveigjanleika sem þegar hafi verið til staðar.
Í byrjun sumars var svo send vefkönnun á starfsfólk þar sem spurt var út í ákveðin atriði á borð við útfærslu á hádegishléi, hvernig það myndi helst vilja útfæra styttinguna ... og hverju þyrfti að breyta á vinnustaðnum til að hægt væri að koma við styttingu.
Á Jafnréttisstofu starfa átta starfsmenn og því ekki um fjölmennan vinnustað að ræða. Þess vegna var tiltölulega einfalt að komast að niðurstöðu sem allir voru sáttir
85
Stjórnendur skurðdeildar á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Mölndal í Svíþjóð styttu vinnutíma starfsmanna úr átta klukkustundum í sex í tilraunaskyni fyrir ári ... . Niðurstaðan er styttri biðtími sjúklinga og aukin vellíðan starfsmanna. Tilraunaverkefnið hefur nú verið framlengt.. . Skurðdeildin sérhæfir sig í aðgerðum á sviði bæklingarlækninga og hafði álag á starfsmenn verið gríðarlega mikið áður ... en breytingin var gerð. Álagið var raunar svo mikið að starfsmenn treystu sér fæstir til að vera í fullu starfi og starfsmannavelta var mikil, að því er fram kemur í umfjöllun sænska fjölmiðilsins ETC Göteborg sem lesa ... ,“ segir Marina Hendriksson, deildarstjóri á Sahlgrenska í samtali við sænska fjölmiðilinn ETC Goteborg. . Sex tímar án hádegishlés. Í staðinn fyrir að vinna átta tíma vakt með hádegishléi á miðri vakt, vinna starfsmenn sex ... tíma langar skurðvaktir en án hádegishlés. Ef eingöngu er litið til launakostnaðar þá er dýrara fyrir sjúkrahúsið að hafa fleira starfsfólk og styttri vinnudaga. En það eru fjölmargir aðrir hlutir sem vega þungt á móti en Marina bendir á að áður þurfti
86
BSRB mun í samstarfi við önnur heildarsamtök launafólks höfða mál gegn ríki og sveitarfélögum vegna túlkunar á því hvernig ber að standa að greiðslum fyrir starfsfólk sem þarf að fara í sóttkví þegar það er í orlofi.
Bæði ríkið ... og sveitarfélögin telja að starfsfólk sem er í orlofi en þarf að fara í sóttkví eigi að ganga á orlofsdaga sína á meðan það er í sóttkví. BSRB og önnur samtök launafólks telja hins vegar að starfsfólk eigi rétt á að fresta orlofstöku sé því gert að sæta sóttkví ....
BSRB, Alþýðusamband Ísland, Bandalag háskólamanna, Félag Íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands og Læknafélag Íslands sendu seint á síðast ári erindi á Kjara- og mannauðssýslu ríkisins til að freista þess að skýra réttarstöðu starfsfólks ... sem gert hefur verið að sæta sóttkví í orlofi sínu. Í svari frá Kjara- og mannauðssýslu kom fram að ekki yrði horfið frá þeirri túlkun að starfsfólk geti ekki frestað orlofi sé því gert að sæta sóttkví.
Þar sem ekki hefur tekist að ná sátt um túlkun
87
ef fyrir liggur skrifleg beiðni yfirmanns um að starfsmaður taki ekki orlof sitt á tilsettum tíma. Einnig getur starfsfólk sem var veikt eða í fæðingar- og foreldraorlofi á sumarorlofstímabilinu geymt sitt orlof til næsta árs, óháð því hvort þau starfi hjá ríkinu ... Starfsfólk Reykjavíkurborgar og ríkis sem sem átti gjaldfallið orlof þann 1. maí 2019 og starfsfólk sveitarfélaga sem átti gjaldfallið orlof 1. apríl 2020 getur tekið það út í orlofsdögum til 30. apríl 2023. Eftir það fyrnast ... orlofsdagarnir..
Við gerð síðustu kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði var öllu starfsfólki tryggður 30 daga orlofsréttur, óháð aldri viðkomandi eða starfsaldri. Orlofsrétturinn reiknast þó alltaf hlutfallslega út frá starfshlutfalli ... , Reykjavíkurborg eða öðrum sveitarfélögum.
Þrátt fyrir að almenna reglan sé að óheimilt sé að flytja orlof milli ára var í kjarasamningum undantekning sem heimilaði starfsfólki að fresta orlofstöku til næsta árs með samþykki yfirmanns. Þessi undantekning ... um að slíkir orlofsdagar, allt að 60 talsins, fyrnist ekki fyrr en 30. apríl 2023. Hjá Reykjavíkurborg og ríkinu var upphafsdagsetningin 1. maí 2019 en hjá sveitarfélögunum var hún 1. apríl 2020. . Starfsfólk sem átti gjaldfallið orlof á þessum
88
við umræðu um kulnun í starfi og önnur vandamál sem tengjast miklu álagi á starfsfólk. Algeng orsök kulnunar er einfaldlega langvarandi streita og of mikil vinna. Það er því alls ekki jákvætt fyrir starfsmenn að vera með vinnuna í vasanum í frítímanum ... Fyrirspurnum til stéttarfélaga um vinnu utan vinnutíma hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Á tímum kulnunar og álags vilja starfsmenn vita hvort atvinnurekendur og yfirmenn eigi heimtingu á því að starfsmenn svari vinnutengdum erindum utan ... til þess að starfsmenn eru margir hverjir orðnir sítengdir vinnustað sínum. Fundarboð, vinnutengdir tölvupóstar og símtöl sem berast utan vinnutíma eru orðinn hluti heimilishalds margra þó slíkt eigi sér stað að loknum fullum vinnudegi.
Flestir kannast orðið ....
Þessi sítenging við vinnustaðinn getur leitt til þess að vinnuveitandi, yfirmenn og samstarfsmenn vita að þeir geta náð í viðkomandi starfsmann hvenær sem er sólarhringsins. Þannig getur skapast mikil togstreita og starfsmaðurinn talið sig ítrekað þurfa
89
Það er ekki rétt, enda ljóst að hverjum starfsmanni er nauðsynlegt að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Með því að setja útfærsluna í hendur stofnana er starfsfólki og stjórnendum falið að finna leið til að skipuleggja vinnutímann betur ... er gert ráð fyrir að neysluhléin séu á forræði vinnuveitanda. Það þýðir að starfsmaður fer ekki af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta. Ef starfsfólk vill hins vegar hafa forræði á matarhléi þarf að ákveða hvort taka eigi allt matarhléið eða að hluta ... sem miðlað er til starfsmanna og stjórnenda stofnana. Aldrei áður hefur verið samið um viðlíka vinnutímabreytingar. Verkefnið er því bæði framandi og krefjandi en meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu ... og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks.
Mismunandi útfærsla.
Innleiðing á vinnutímabreytingu í dagvinnu er yfirstandandi enda á breytingin að vera komin til framkvæmda ... í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Útfærslan er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem öllum er ætlað að vinna saman að góðri lausn fyrir sig og vinnustaðinn. Útfærslurnar eru margar og misjafnar sem allar miða að því að stytta
90
starfsmanna ríkisins. .
Einnig kemur fram í ályktuninni að ítrekað hafi fulltrúar opinberra starfsmanna í stjórn LSR lagt það til að iðgjöld í A-deild sjóðsins verði hækkuð ... . Bæði Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitið hafa margsinnis sagt að hækkun iðgjalda sé nauðsynleg svo sjóðurinn geti staðið undir framtíðarskuldbindingum sínum. Fulltrúar opinberra starfsmanna í stjórn LSR lögðu slíka hækkun síðast til á stjórnarfundi LSR í september ... mótmælir því að ríkisstjórnin ætli ekki að hefjast handa við að greiða inn á skuldir sínar við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins á komandi fjárlagaári. Vandi sjóðsins hefur verið ljós í áraraðir og hann mun aðeins magnast á meðan ekkert er að gert. Þrátt ... starfsmanna um að hækka iðgjöld í A-deild sjóðsins. Það hafa þeir gert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar Ríkisendurskoðunar og Fjármálaeftirlitsins um nauðsyn þess. Stjórn BSRB krefst þess að stjórnvöld hækki þegar iðgjald hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins
91
þúsund opinberra starfsmanna hefjast 9. mars og standa þar til samningar hafa náðst.
Fjölbreyttir hópar starfsmanna hins opinbera munu taka þátt í verkfallsaðgerðunum, verði þær samþykktar í atkvæðagreiðslu, til dæmis starfsfólk á Landspítalanum ... og í annarri heilbrigðisþjónustu, í velferðarþjónustunni, skólum, leikskólum og frístundaheimilum. Einnig starfsmenn í sundlaugum og íþróttahúsum og starfsfólk sem sinnir þjónustu við aldraða og fólk með fötlun, svo einhver dæmi séu nefnd.
Boðaðar ... ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Það verða meðal annars starfsmenn grunnskóla og frístundaheimila á nær öllu höfuðborgarsvæðinu auk Akraness, sem þýðir að frístundaheimilin verða lokuð frá 9. mars.
Ótímabundið ... hafa verið kjarasamningslaus frá 1. apríl 2019, eða í á ellefta mánuð. Kjarasamningsviðræður munu halda áfram samhliða undirbúningi verkfallsaðgerða.
Félagsmenn í eftirtöldum félögum munu greiða atkvæði um verkfallsboðun:
Félag opinberra starfsmanna ... á Austurlandi
Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum
FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu
Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
Sameyki
92
hjá vaktavinnufólki.
Stytting vinnuvikunnar nær aðeins til starfsfólks sem vinnur dagvinnu. Hjá Fangelsismálastofnun starfa einnig starfsmenn í vaktavinnu, en vinnuvika þeirra mun styttast þann 1. maí 2021. „Maður heyrir kannski af smá öfund ... hjá Fangelsismálastofnun ríkisins á Hólmsheiði.
Fangelsismálastofnun er einn þeirra fyrirmyndarvinnustaða sem þegar hafa innleitt styttingu vinnuvikunnar hjá sínu starfsfólki sem vinnur dagvinnu. Vinnuvika starfsfólksins styttist úr 40 stundum í 36 ....
Þeim vinnustöðum fjölgar nú ört sem hafa lokið umbótasamtali og starfsfólk er ýmist byrjað að stytta vinnuvikuna eða veit hvernig það verður gert nú um áramótin. Um miðjan nóvember höfðu 19 stofnanir ríkisins sent inn staðfestingu á því að innleiðingarferlinu ... var í hámarksstyttingu, er útfærslan mismundandi milli starfsmanna og starfsstöðva. Valin var leið sem hentar verkefnum hvers og eins, segir Egill. Þannig hætta sumir starfsmenn á hádegi alla föstudaga, aðrir eru í fríi annan hvern föstudag og enn aðrir taka styttinguna ... styttingu á þeim dögum. Samhliða verða vinnuferlar einfaldaðir, rafrænar lausnir nýttar betur og skipulagi funda breytt eftir því sem hægt er.
Hann segir að engin breyting hafi verið gerð á kaffitímum. Starfsfólk hafi ekki verið með fasta tíma
93
Stéttarfélög taka á málum sem upp koma vegna kynferðislegrar áreitni og ofbeldi með sama hætti og önnur mál þar sem brotið er á réttindum starfsmanna. BSRB hefur í kjölfar #metoo byltingarinnar hvatt starfsmenn til að leita til stéttarfélaga ... sinna með slík mál.
„Kynbundið áreiti, kynferðisleg áreitni og ofbeldi eru brot, og eins og í öðrum brotum gegn starfsmönnum geta þeir leitað til stéttarfélaganna eftir stuðningi og ráðgjöf,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB ... og öðrum, halda utan um starfsmennina og gæta hagsmuna þeirra. Reglurnar sem atvinnurekendur þurfa að fara eftir eru afar skýrar.
Í þeim lögum sem gilda um kynbundið áreiti, kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er einnig skýrt ... að starfsmönnum sem verða varir við brot er skylt að láta vita af þeim, þó þau snúi ekki að þeim. Það þýðir að verði starfsmaður vitni að atviki þar sem samstarfsmaður er áreittur, ber viðkomandi að láta yfirmann sinn vita.
Öllum líði vel á vinnustaðnum ... honum samt að vinna úr atvikinu þannig að starfsmönnum líði vel á vinnustaðnum.
BSRB hefur, ásamt öðrum, gefið út bæklinginn
94
og búið að ákveða útfærsluna.
Styttingin á að taka gildi í síðasta lagi 1. janúar 2021 hjá þeim sem vinna dagvinnu og þar á starfsfólk að taka virkan þátt í því að ákveða útfærsluna. Á vaktavinnustöðum styttist vinnuvikan frá 1. maí 2021 og verður ... útfærslan miðlæg enda getur hún kallað á ýmsar breytingar, til dæmis á vaktakerfi og mönnun.
Á vinnustöðum þar sem unnið er í dagvinnu er mikilvægt að standa vel að samtali starfsfólks og stjórnenda þar sem farið er yfir starfsemina og hún í raun ... endurskipulögð. Markmiðið er að ná gagnkvæmum ávinningi fyrir starfsfólk og vinnustaðinn þannig að þjónusta og afköst verði óbreytt á sama tíma og heilsa og líðan starfsfólks batnar.
Starfsemin á vinnustöðum ríkis og sveitarfélaga er mjög fjölbreytt ... og því munu ólíkar leiðir henta mismunandi vinnustöðum. Á einhverjum stöðum er hægt að loka fyrr einn dag í viku án þess að þjónustan skerðist. Á öðrum getur starfsfólk skipst á að fara fyrr eða mæta seinna og á enn öðrum er staðan þannig að útfærslan ... getur verið mismunandi eftir starfsfólki.
Heimilt verður að stytta vinnuvikuna hjá dagvinnufólki í allt að 36 stundir. Styttingin verður að lágmarki fjórar stundir hjá vaktavinnufólki og allt að átta stundir, niður í 32 tíma vinnuviku, hjá þeim sem ganga þyngstu
95
Mikilvægar breytingar voru gerðar síðastliðið sumar sem stuðla að auknu tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna og upplýsingarétti almennings. Lagabreytingarnar voru afurð vinnu nefndar um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla ... - og upplýsingafrelsis en með breytingunum er meginreglan sú að opinberir starfsmenn njóta almennt tjáningarfrelsis.
Nýjum kafla hefur verið bætt við stjórnsýslulögin, en hann ber yfirskriftina ,,um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna ... þagnarskyldu og upplýsingagjöf í íslenskum rétti.
Opinberir starfsmenn hafa rétt og frelsi til þess að tjá sig opinberlega um atriði sem tengjast starfi þeirra, sem lengi sem þagnarskylda og trúnaðarskyldur standa því ekki í vegi. Í frumvarpi ... um frumvarpið þegar það var til meðferðar á Alþingi og studdi framgang þess. BSRB telur jákvætt að skýrt sé kveðið á um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna og að þær reglur sem gildi um slík mál séu gerðar skýrari
96
Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík ....
Klukkan 16.30: B deild Brúar lífeyrissjóðs – Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar – Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar
Klukkan 17.30: A deild
Klukkan 18.30: V deild
97
Starfsfólk almannaþjónustunnar vinnur mikilvæg störf um land allt og er undirstaða þess samfélags sem við búum í. Opinberir starfsmenn veita okkur umönnun og hjúkrun, gæta öryggis okkar, mennta og gæta barnanna okkar og sinna allri grunnþjónustu samfélagsins ... í almannaþjónustu. Mikið hefur mætt á starfsfólki almannaþjónustunnar síðustu ár þar sem verkefnum hefur fjölgað á sama tíma og starfsfólki hefur víða fækkað. Óhætt er að segja að þótt mjög hafi reynt á velferðarkerfi landsins á árunum eftir hrun hafi það staðist ... prófið og mildað það mikla högg sem margir urðu fyrir..
BSRB vill þess vegna minna á að án starfsfólks almannaþjónustunnar liti samfélag okkar allt öðruvísi út ... ..
Almannaþjónusta á samfélagslegum grunni þar sem allir eiga jafnan rétt, óháð efnahag, er ein helsta forsenda framfara. Styðjum við og verum erum stolt af því fólki sem þjónar okkur í fjölbreyttum störfum hjá hinum opinbera. Án þess starfsfólks væri samfélag okkar
98
Mikilvægt er að bæta þekkingu á vinnustöðum, bæði hjá starfsfólki og yfirmönnum, á kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum svo hægt sé að vinna markvisst að forvörnum og bregðast rétt við ef atvik koma upp. Allt of algengt ... er að þolendur kynferðislegrar áreitni og ofbeldis á vinnustöðum hiki við að leita sér aðstoðar.
Það er grundvallaratriði að starfsfólk upplifi öryggi á vinnustað og á viðburðum tengdum vinnunni enda á launafólk skilyrðislausan rétt á að búa við gagnkvæma ... virðingu í samskiptum við yfirmenn, samstarfsfólk og viðskiptavini eða notendur þjónustu á vinnustaðnum.
Starfsfólk á rétt á því að njóta skilyrðislausrar verndar fyrir kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi og ef brotið er gegn þeim rétti ... á það að geta leitað til síns yfirmanns til að fá úrlausn sinna mála. Vinnustaðir þurfa að móta sér verkferla til að taka á slíkum málum og setja þá í gang þegar upp koma tilvik sem kvartað er yfir. Beri kvartanir til yfirmanns ekki árangur getur starfsfólkið leitað ... , niðurlægingu og pirring, auk þess sem áreitnin og ofbeldið geta haft í för með sér tekjutap fyrir þolendurna.
Þegar kemur að kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi eru lögin afar skýr. Atvinnurekendum ber skylda til að vernda starfsfólk
99
BSRB hefur lagt ríka áherslu á endurheimt utan vinnudagsins, til dæmis með því að koma í veg fyrir vinnutengd símtöl til starfsfólks utan vinnutíma eða að gerð sé krafa um að þau vakti tölvupóst sinn þegar heim er komið. Þessi endurheimt er jafnframt ... liður í styttingu vinnuvikunnar og hafa rannsóknir sýnt að ávinningur af styttri vinnuviku sé meðal annars betri líðan og minni veikindafjarvera.
Nýleg norsk rannsókn sýnir fram á að starfsfólk sem nær ekki endurheimt innan vinnudags, til dæmis ... að sjö sinnum líklegri til þess að lenda í andlegum og líkamlegum kvillum heldur en þeir starfsmenn sem standa upp inn á milli, taka sér stutta stund frá amstrinu og slappa aðeins af. Þá er jafnframt afar mikilvægt að borða hádegismat fjarri vinnustöð ... þegar það er hægt og taka kaffipásur til að eiga smá spjall við vinnufélagana eða aðra. . Með styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu, sem tók gildi um síðustu áramót, var samið um að starfsfólk geti stytt sína vinnuviku úr 40 stundum í allt að 36 stundir. Þar gefst ... starfsfólki kostur á að stuðla að frekari endurheimt, verja meiri tíma með fjölskyldu og vinum eða sinna áhugamálunum. Norska rannsóknin varpar hins vegar ljósi á það hversu mikilvægt það er að taka sér pásur innan vinnudagsins. Það sé nauðsynlegt
100
og þegar kemur að langvarandi kyrrsetu.
Aðbúnaður starfsmanna getur verið mismunandi góður en almennt er talið að góður skrifborðsstóll og skrifborð sem hægt er að hækka sé gulls í gildi. Þannig getur starfsfólk sinnt störfum sínum, sem unnið er við tölvu ... Á undanförnum áratugum hafa vinnustaðir tekið breytingum og vinna starfsmenn störf sín í meira mæli við tölvu og þá almennt í sitjandi stöðu. Þeir sem sinna slíkum störfum þekkja margir hverjir þær afleiðingar sem langvarandi seta getur haft ... könnun sem tók til 45.000 vinnustaða í 33 Evrópuríkjum töldu 61 prósent svarenda langvarandi setu vera áhættuþátt í störfum starfsmanna sinna. Of mikil kyrrseta er talin vera sérstaklega mikið vandamál á vinnustöðum þar sem meirihluti starfsmanna vinnur ... áhættuþáttur samkvæmt sömu könnun heldur en störf sem felast í að lyfta eða hreyfa fólk og lyfta þungum hlutum. Þannig töldu 54 prósent svarenda það vera áhættuþátt í störfum starfsmanna sinna. Þar getur rétt líkamsbreyting skipt sköpum, rétt eins