Sótt um verkfallsbætur

 

Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning að morgni laugardags 10. júní 2023. Í framhaldinu var verkfallsaðgerðum sem hófust um miðjan maí aflýst.

Hér er sótt um verkfallsbætur vegna verkfalla á tímabilinu 15. maí - 10. júní sl.

Ath. ef þú hefur þegar sótt um en greiðsla hefur ekki borist getur verið að þitt stéttafélag sé enn að vinna úr umsókninni. Við bendum á að hafa beint samband við þitt félag.

CLICK HERE FOR ENGLISH VERSION

 

Um verkfallsbætur

Í verkfalli falla laun niður hjá þeim sem leggja niður störf. Líklegt er að laun verði dregin af öllu félagsfólki sem verkfall náði til vegna þeirra daga eða þess hluta dags sem þau lögðu niður störf.

Félagsfólk sem vinnur í verkfalli á rétt á launum fyrir þann tíma sem það vinnur. Hver og einn félagsmaður þarf að fara fram á að fá greitt ef hann hefur verið starfandi samkvæmt undanþágulista en lendir í frádrátti frá launum vegna verkfalls.

Sótt um verkfallsbætur

Aðildarfélög BSRB sem stóðu sameiginlega að verkfallsaðgerðum ákváðu að greiddar verði 30.000 kr. fyrir hvern heilan dag sem félagsfólk lagði niður störf, miðað við 100% starfshlutfall. Staðgreiðsla skatta er tekin af verkfallsbótum.

Við útborgun launa 1. júní sl. skertust laun félagsfólks Starfsmannafélags Kópavogs sem starfar í Kópavogsbæ og félagsfólks Kjalar sem starfar hjá Dalvíkurbyggð. Þau sem þegar hafa fengið greiddar verkfallsbætur vegna verkfallsaðgerða dagana 15. - 29. maí sækja ekki um bætur vegna þeirra daga núna.

 

Vandræði við innskráningu

Komi upp vandræði við innskráningu á umsóknarsíðu geta verið eðlilegar ástæður fyrir því. Viðkomandi er bent á að hafa beint samband við sitt stéttarfélag og óska eftir aðstoð. Í slíku erindi þarf fullt nafn og kennitala að fylgja.

__________________________________

HÉR ER SÓTT UM VERKFALLSBÆTUR


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?