Almannaöryggi

Öflug löggæsla er ein af grunnstoðum velferðarsamfélagsins. Aukin skipulögð glæpastarfsemi kallar á stóreflda löggæslu. Skilgreina þarf mannaflaþörf og fjárþörf miðað við eðli og umfang verkefna. Það á að vera í forgangi stjórnvalda að fjölga þeim sem starfa í löggæslu og bæta nauðsynlegan búnað ásamt þjálfun og starfsþróunarmöguleikum þeirra.

Vegna samfélagsbreytinga er mikilvægt að efla löggæslu og landamæraeftirlit. Tryggja verður öryggi þeirra sem starfa við að vernda samfélagið, tryggja gott starfsumhverfi og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða vegna aukningu á slysa- og veikindafjarveru.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?