Réttarheimildir

Þau lög og reglur sem skipta opinbera starfsmenn mestu máli eru eftirfarandi:

  • Lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna - Lögin gilda fyrir alla opinbera starfsmenn, einnig þá sem vinna hjá sjálfseignastofnunum sem starfa í almannaþágu. Lögin fjalla um framkvæmd kjarasamninga, vinnudeilur, félagsdóm og trúnaðarmenn.
  • Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins - Lögin fjalla eingöngu um réttindi og skyldur þeirra sem starfa hjá ríkinu. og umfjöllun þeirra skiptist í tvennt. Ólíkar reglur gilda að mestu leyti um annars vegar embættismenn og hins vegar almenna starfsmenn ríkisins og ber að hafa það í huga við lesturinn. Það má greina í sundur ólík réttindi með því að lesa yfirskrift hvers kafla til að sjá hvort hann gildi fyrir embættismenn eða almenna starfsmenn. Embættismenn eru tæmandi taldir í lögunum (22.gr.) og af félagsmönnum aðildarfélaga BSRB eru það t.d. lögreglumenn, tollverðir og fangaverðir. Almennir starfsmenn ríkisins eru þeir sem ekki eru embættismenn.
  • Lög um orlof - Lögin fela í sér lágmarksreglur um orlof og orlofslaun fyrir allt starfsfólk á vinnumarkaði. Algengt er að kjarasamningar kveði á um betri réttindi og í sumum tilfellum ráðningarsamningar.
  • Reglur um auglýsingar á lausum störfum - Skylt er að auglýsa öll laus störf hjá ríkinu samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og reglur þessar fela í sér nánari útlistun á því hvernig beri að auglýsa og hvað eigi að koma fram í auglýsingunni. Jafnframt er fjallað um undanþágur frá auglýsingaskyldunni.
  • Sveitarstjórnarlög  - Lögin fjalla um stjórnun og starfssemi sveitarfélaga. Þau ákvæði laganna sem snerta réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga, að framkvæmdastjóra frátöldum er að finna í 56. og 57. gr. laganna. Þar segir m.a. að um starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga fari eftir ákvæðum kjarasamninga hverju sinni og ákvæðum ráðningarsamninga. Einnig er kveðið á um þagnarskyldu starfsmanna sveitarfélaga. 
  • Stjórnsýslulög - Lögin gilda þegar ríki og sveitarfélög, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna s.s. við ráðningu til starfa, áminningu og uppsögn. Um málsmeðferðarreglur er að ræða sem felur í sér að þau fjalla um atriði sem stjórnvöld þurfa að gæta að við töku ákvörðunar. Dæmi þar um er leiðbeiningarskylda, andmælaréttur, rannsókn máls áður en ákvörðun er tekin og jafnræði þeirra sem ákvörðunin beinist að.

Að miklu leyti gilda sambærilegar reglur fyrir starfsfólk hjá ríkinu og starfsfólk sveitarfélaga. Það er hins vegar munur á því á hvaða stoð þessar reglur byggja. Hjá starfsfólki ríkisins byggja þær að mestu leyti á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og kjarasamningum. Hjá starfsmönnum sveitarfélaga byggja reglurnar hins hins vegar að mestu leyti á kjarasamningum.

Þegar horft er til réttinda launafólks á almenna vinnumarkaðinum skipta eftirtalin lög mestu máli:

Aðrir tenglar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?