Fræðsla

BSRB leggur mikla áherslu á símenntun félagsmanna aðildarfélaga bandalagsins. Boðið er upp á ýmis gagnleg námskeið hjá fræðslusetrinu Starfsmennt. Félagsmálaskóli alþýðu býður upp á námskeið fyrir trúnaðarmenn, auk annarra vinsælla námskeiða. Þá eru öll aðildarfélög BSRB með ákvæði um starfsmenntunarsjóði.

Starfsmennt fræðslusetur

Til að efla símenntun starfsmanna og auka færni þeirra, jafnframt því að auka möguleika stofnana til að þróa starfssvið sitt, var árið 2001 sett á stofn fræðslusetrið Starfsmennt. Setrið hefur tekjur sínar af framlagi ríkissjóðs sem reiknast af heildartekjum félagsmanna. Skilyrði fyrir framlagi ríkisins er samvinna stéttarfélaga og að setrið komi á starfstengdum námskeiðum.

Aðildarfélög BSRB hafa á þeim grunni stofnað Fræðslusetrið Starfsmennt sem er í samvinnu við þróunar- og símenntunarsjóði sömu félaga að verða leiðandi aðili í sí- og endurmenntun innan BSRB. Stofnanir og aðildarfélög geta sótt í þennan sjóð bæði fjármuni og aðstoð.

Starfsmennt

Starfsmennt

 

Framvegis

Framvegis er framsækin símenntunarmiðstöð sem hefur það markmið að bjóða metnaðarfullt nám og námskeið fyrir fullorðna sem svara þörfum atvinnulífsins. Hjá Framvegis er námsmaðurinn í fyrirrúmi og lögð áhersla á að hann eigi jákvæða og lærdómsríka upplifun. Lögð er áhersla á virka þátttöku námsmanna og fjölbreyttar kennsluaðferðir.

Framvegis er í eigu Sameykis– stéttarfélags í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélags Íslands.

Framvegis

Framvegis

 

Félagsmálaskóli alþýðu

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af BSRB og Alþýðusambandi Íslands. Á hverri önn eru sérhæfð námskeið í boði fyrir alla talsmenn stéttarfélaga.

Trúnaðarmannafræðsla BSRB og Félagsmálaskóla alþýðu hófst vorið 2008. Trúnaðarmannanámið er í sex þrepum og skiptist í fimm þriggja daga námskeið og eitt tveggja daga. Námskeiðið er metið til 10 eininga á framhaldsskólastigi.

Meginmarkmið Félagsmálaskóla alþýðu er öflug félagsmálafræðsla og menntun til að þekking og hæfni forystumanna og annarra talsmanna verkalýðshreyfingarinnar sé sem best á hverjum tíma.

Unnið er eftir tveimur námsskrám sem viðurkenndar hafa verið af mennta – og menningarmálaráðuneytinu. Námsþættir námsskrár Trúnaðarmannanámskeiðs I eru samtals 81 klst. og skiptast á fjögur þrep. Námsþættir námsskrár Trúnaðarmannanámskeiðs II eru samtals 61 klst. og skiptast á þrjú þrep.

Meðal þess sem tekið er fyrir á fyrsta hluta námsins eru spurningar eins og:

  • Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði?
  • Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera?
  • Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum ?
  • Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð?
  • Hvað einkennir góð og slæm samskipti á vinnustað?

Frekari upplýsingar um trúnaðarmannanámið má fá á skrifstofu BSRB og hjá Félagsmálaskóla alþýðu.

Félagsmálaskóli alþýðu

 

Félagsmálaskóli alþýðu

 

Áhugaverðir vefir um nám og námskeið

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

NTV - Nýi tölvu og viðskiptaskólinn Háskóli Íslands Promennt tölvunám
Fræðslusetrið Starfsmennt Mímir símenntun

Listaháskóli Íslands

Háskólinn á Akureyri
Endurmenntun Háskóla Íslands Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins Háskólinn í Reykjavík Háskólinn á Bifröst
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?