Málefnin

Kröfuganga 1. maíBSRB hefur forystu í hagsmuna- og réttindabaráttu starfsmanna í almannaþjónustu og beitir sér í fjölmörgum málaflokkum til að bæta velferðarsamfélagið. Starfsmenn bandalagsins taka þátt í ýmiskonar málefnastarfi og vinna að hagsmunum félagsmanna aðildarfélaga bandalagsins.

Verkefni bandalagsins eru af ýmsum toga en í þeim er unnið út frá stefnu bandalagsins eins og hún er samþykkt af þingi BSRB. Í þeim tilvikum þar sem ekki hefur verið mótuð stefna sem við á í málaflokki sem bandalagið hefur aðkomu að er leitað til stjórnar, og eftir atvikum formannaráðs, til að móta stefnu í þeim málaflokki. Þá er einnig unnið gott starf tengt ýmsum málum í fastanefndum bandalagsins.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir nokkra af þeim málaflokkum sem unnið hefur verið sérstaklega í undanfarið.

 

Baráttan um heilbrigðiskerfið

BSRB leggur mikla áherslu á að heilbrigðiskerfið sé rekið af hinu opinbera á réttlátan hátt fyrir skattfé landsmanna. Rannsóknir sýna að þar talar bandalagið fyrir hönd þorra þjóðarinnar. Þrátt fyrir það er vaxandi þrýstingur á stjórnvöld að auka einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.

Lestu meira 

 

Félagslegur stöðugleiki

Stöðugleiki á vinnumarkaði kemur bæði launafólki og launagreiðendum til góða. Ein af forsendunum fyrir stöðugleika á vinnumarkaði er styrk stjórn í landsmálunum þar sem áherslan er á félagslegan stöðugleika ekki síður en hinn efnahagslega, enda verður annað ekki til án hins. 

Lestu meira

 

Jöfnun lífeyrisréttinda

BSRB hefur tekið þátt í vinnu við að samræma lífeyrisréttindi á almenna markaðnum og hinum opinbera allt frá árinu 2009 þegar aðilar á vinnumarkaði og stjórnvöld gerðu með sér stöðugleikasáttmála. Samþykkt var á fundi formannaráðs BSRB í september 2016 að undirrita samkomulag við ríki og sveitarfélög um jöfnun lífeyrisréttinda. Í framhaldinu var unnið frumvarp byggt á samkomulaginu sem bandalagið taldi ekki endurspegla samkomulagið með réttum hætti. Þrátt fyrir mótmæli BSRB og annarra bandalaga opinberra starfsmanna samþykkti Alþingi frumvarpið.

Lestu meira

 

Kynbundin og kynferðisleg áreitni

Rannsóknir benda til að kynbundin og kynferðisleg áreitni þrífist á vinnustöðum. Hins vegar er óalgengt að einstaklingar leiti eftir aðstoð vegna slíkra mála. BSRB telur þörf á aukinni umræðu og útbreiðslu þekkingar á slíkri hegðun á vinnustöðum. Dæmi þar um er þátttaka í starfi um endurskoðun reglna varðandi kynbundna og kynferðislega áreitni sem tók gildi 2015, útgáfa fræðslubæklings og fræðslufundir.  

Lestu meira

 

Mennta- og fræðslumál

Mennta- og fræðslumál hafa verið ríkur þáttur í starfi BSRB og aðildarfélaga bandalagsins í yfir 50 ár.  Skipta má núverandi áherslum bandalagsins í mennta- og fræðslumálum í tvo flokka. Annars vegar er um að ræða áherslur vegna starfsmenntamála félagsmanna og hins vegar stefnumörkun og sýn bandalagsins vegna áherslna og aðgerða stjórnvalda í menntamálum. Þessir tveir flokkar liggja þó oft saman.

Lestu meira

 

Stytting vinnuvikunnar

Eitt af stærstu baráttumálum BSRB er að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna, eins og fram kemur í stefnu bandalagsins. Hluti af því viðamikla verkefni var að stytta vinnuvikuna, án þess að laun skerðist á móti. Íslendingar hafa í gegnum tíðina unnið mun lengri vinnudag en þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við og geta því ekki notið samveru með fjölskyldu og vinum eins mikið og til dæmis aðrar Norðurlandaþjóðir. Samið var um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum flestra aðildarfélaga BSRB vorið 2020.

Lestu meira

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?