Stefna BSRB

Stefna BSRB 2018-2021Allt starf BSRB grundvallast á stefnu sem mörkuð er á þingum bandalagsins. Stefnan var síðast endurskoðuð og endurnýjuð á þingi bandalagsins í október 2018. BSRB hefur mótað sér stefnu í ýmsum málaflokkum. Lestu um einstaka málaflokka hér að neðan eða smelltu á forsíðuna hér til hliðar til að sækja stefnuna í heild sinni.

 

Almannatryggingar

Aukin gjaldtaka fyrir þjónustu hins opinbera er þróun sem verður að snúa við. Fyrir þarf að liggja skýr stefna stjórnvalda varðandi fyrir hvaða þætti velferðarþjónustunnar sé réttlætanlegt að innheimt sérstakt gjald fyrir.

Lestu meira


Almannaþjónusta

Almannaþjónustuna ber að reka á samfélagslegum grunni af opinberum aðilum þar sem allir eiga jafnan rétt, óháð efnahag. Það er grundvallaratriði að svo verði áfram. Reynslan sýnir að velferðarþjóðfélag verður ekki reist nema á gildum samvinnu og jafnaðar, gildum sem verkalýðshreyfingin hefur haldið á lofti frá öndverðu.

Lestu meira

 

Almannaöryggi

Öflug löggæsla er ein af grunnstoðum velferðarsamfélagsins. Aukin skipulögð glæpastarfsemi kallar á stóreflda löggæslu. Skilgreina þarf mannaflaþörf og fjárþörf miðað við eðli og umfang verkefna. Það á að vera í forgangi stjórnvalda að fjölga þeim sem starfa í löggæslu og bæta nauðsynlegan búnað ásamt þjálfun og starfsþróunarmöguleikum þeirra. 

Lestu meira


Atvinnumál

Hátt atvinnustig er lykilforsenda þess að hægt sé að halda uppi velferðarkerfi og því er brýnasta viðfangsefni stjórnvalda hvers tíma að búa svo um að sem flestir hafi tök á því að stunda vinnu.

Lestu meira


Efnahags- og skattamál

BSRB leggur áherslu á að skattkerfið sé nýtt sem jöfnunartæki. Reka á skattkerfið og um leið velferðarkerfið með því hugarfari að fólk greiði inn eftir efnum en taki út eftir þörfum. Þeir sem betur eru stæðir ættu að bera meiri byrðar en hinir sem verr eru staddir. Samstaða þarf að nást um þessa hugsun í rekstri hins opinbera og hafa samstöðu og jöfnuð fólks að leiðarljósi.

Lestu meira


Heilbrigðismál

Jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, stuðlar öðru fremur að auknum jöfnuði fólks og við því fyrirkomulagi ber ekki að hrófla. BSRB leggst alfarið gegn markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu og gjaldtöku sem byggir á hagnaðarsjónarmiðum.

Lestu meira


Húsnæðismál

Öruggt húsaskjól, hvort sem um er að ræða leiguhúsnæði eða séreign, er einn af hornsteinum almennrar velferðar og því verður að bregðast við breyttum þörfum á húsnæðismarkaðnum sem allra fyrst til að tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi kjörum til framtíðar.

Lestu meira

 

Jafnréttismál

BSRB skal standa vörð um að allir atvinnurekendur fylgi eftir markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Það felur m.a. í sér að komið verði á jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla á öllum sviðum þjóðfélagsins. Bandalagið á að tryggja að allir félagsmenn þess búi við jafnrétti á vinnumarkaði. Það er ekki eingöngu jafnréttismál heldur þjóðhagslega hagkvæmt að jafnrétti sé tryggt á vinnumarkaði. Þá er það grundvallaratriði að mati BSRB að við stefnumótun og áætlanagerð stjórnvalda sé jafnrétti haft að leiðarljósi.

Lestu meira


Kjaramál

Allt launafólk á rétt á mannsæmandi launum fyrir vinnu sína. BSRB telur grundvallaratriði að launamunur milli hins opinbera og hins almenna vinnumarkaðar verði jafnaður. Þá verður áfram að vinna að því markmiði að hækka lægstu laun (umfram þau hærri.)

Lestu meira


Lífeyrismál

Ríkissjóður verður að standa við skuldbindingar sínar við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Ekki má hrófla við þegar áunnum réttindum opinberra starfsmanna og allar breytingar á lífeyrismálum verða að vera unnar í fullu samráði við samtök þeirra. Núverandi vandi A- og B-deilda LSR verður að vera leystur á þann veg að inngreiðslur vegna skuldbindinga ríkisins í B-deild verði að veruleika og iðgjald í A-deild verði hækkað eins og lög mæla fyrir um.

Lestu meira


Menntamál

Menntun leiðir til jafnari tækifæra, framfara og hærra atvinnustigs landsmanna. Menntun skilar sér í auknum tekjum og leggur grunn að virkni og lengri veru fólks á vinnumarkaði. Menntun stuðlar þannig að sjálfbærum hagvexti og auknum sameiginlegum tekjum fyrir hið opinbera og landsmenn alla. Jöfn tækifæri til menntunar og fræðslu við hæfi að skyldunámi loknu er hornsteinn hvers samfélags.

Lestu meira


Starfsumhverfi starfsfólks í almannaþjónustu

Hlutverk starfsfólks í almannaþjónustu er að veita mikilvæga og lögbundna þjónustu þar sem hagsmunir almennings eru hafðir að leiðarljósi. Tryggja þarf samhæfingu í þjónustunni og að vinnustaðir og störfin þróist í samhengi við samfélagið.

Lestu meira


Umhverfismál

Umhverfisvernd og sjálfbær nýting auðlinda þarf að njóta öflugs stuðnings stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og atvinnulífs.

Lestu meira


Velferðarmál

Öflugt velferðarkerfi tryggir samfélag jafnaðar og sanngirni. Eitt af meginhlutverkum hins opinbera er að halda uppi öflugu velferðarkerfi þar sem landsmönnum óháð búsetu er tryggð örugg framfærsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta, menntun og réttarvarsla.

Lestu meira

 

Smelltu hér til að opna bækling með stefnu BSRB.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?