Allt starf BSRB grundvallast á stefnu sem mörkuð er á þingum bandalagsins. Stefnan var síðast endurskoðuð og endurnýjuð á framhaldsþingi bandalagsins í mars 2022. BSRB hefur mótað sér stefnu í ýmsum málaflokkum. Lestu um einstaka málaflokka hér að neðan eða smelltu á forsíðuna hér til hliðar til að nálgast stefnuna í heild sinni.
Almannatryggingar
BSRB krefst þess að tekjutenging almannatrygginga og lífeyrisgreiðslna verði endurskoðuð. Það er grundvallaratriði að lífeyrir tryggi elli- og örorkulífeyrisþegum mannsæmandi lífskjör.
Lestu meira
Almannaþjónusta
Lagarammi almannaþjónustunnar verður að vera nægilega traustur til að veita henni vernd gegn markaðsvæðingu. Almannaþjónustuna á aldrei að reka á hagnaðargrundvelli heldur eiga almannahagsmunir og samfélagsmarkmið að vera í forgrunni.
Lestu meira
Atvinnumál
Hátt atvinnustig er lykilforsenda þess að hægt sé að halda uppi velferðarkerfi og því er brýnasta viðfangsefni stjórnvalda hvers tíma að búa svo um að sem flestir hafi tök á því að stunda vinnu.
Lestu meira
Efnahags- og skattamál
BSRB leggur áherslu á að skattkerfið sé nýtt sem jöfnunartæki. Reka á skattkerfið og um leið velferðarkerfið með því hugarfari að fólk greiði inn eftir efnum en taki út eftir þörfum. Þeir sem betur eru stæðir ættu að bera meiri byrðar en hinir sem verr eru staddir. Samstaða þarf að nást um þessa hugsun í rekstri hins opinbera og hafa samstöðu og jöfnuð fólks að leiðarljósi.
Lestu meira
Heilbrigðismál
BSRB leggst alfarið gegn markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu og gjaldtöku sem byggir á hagnaðarsjónarmiðum. Einkarekstur dregur úr skilvirkni kerfisins, yfirsýn og samhæfingu, eykur hættu á oflækningum og torveldar eftirlit með gæðum og umfangi.
Lestu meira
Húsnæðismál
Húsnæðisöryggi, hvort sem um er að ræða búsetu í leiguhúsnæði eða séreign, eru mannréttindi. Hið opinbera á að tryggja öllum húsnæðisöryggi með framboði af húsnæði á viðráðanlegu verði, húsnæðisstuðningi og efnahagsaðgerðum sem draga úr óeðlilegri hækkun húsnæðisverðs.
Lestu meira
Jafnréttismál
Uppræta þarf kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni og ofbeldi en rót þeirrar meinsemdar er misrétti og valdaójafnvægi kynjanna. Reynslan sýnir að jöfn staða og jafnir möguleikar allra innan vinnustaða koma ekki af sjálfu sér. Það þarf þekkingu, vilja og aðgerðir til að ná fram breytingum á þessu sviði..
Lestu meira
Kjaramál
Ein af meginkröfum BSRB er að fólk geti lifað af á laununum sínum. Það tekur einnig til tilfærslna svo sem bóta og skattbyrði.
Lestu meira
Lífeyrismál
BSRB krefst þess að dregið verði verulega úr tekjutengingu almannatrygginga og lífeyrisgreiðslna. Mikilvægt er að launafólk sem greitt hefur í lífeyrissjóði alla starfsævina sjái þess stað í afkomu sinni þegar kemur að starfslokum vegna aldurs eða örorku.
Lestu meira
Menntamál
Menntun stuðlar að virkari þátttöku í íslensku samfélagi og eykur hæfni fólks á vinnumarkaði. Þá skilar menntun sér í aukinni verðmætasköpun fyrir samfélagið í heild og auknum tekjum fyrir hið opinbera og landsmenn alla.
Lestu meira
Starfsumhverfi starfsfólks í almannaþjónustu
Hlutverk starfsfólks í almannaþjónustu er að veita mikilvæga og lögbundna þjónustu þar sem hagsmunir almennings eru hafðir að leiðarljósi. Tryggja þarf samhæfingu í þjónustunni og að vinnustaðir og störfin þróist í samhengi við samfélagið og þróun þekkingar.
Lestu meira
Umhverfis- og loftslagsmál
BSRB styður loftslagsmarkmið stjórnvalda en krefst þess að meiri þungi verði settur í aðgerðirnar því hlýnun jarðar ógnar öryggi og lífsgæðum mannkyns. Efnahagslegar afleiðingar hlýnunar eru gríðarlegar og miklu meiri en kostnaður við aðgerðir til að draga úr losun og auka bindingu.
Lestu meira