Samstarf

BSRB á í ýmiskonar samstarfi við önnur bandalög launafólks á Íslandi þegar kemur að sameiginlegum hagsmunamálum. Þá á bandalagið aðild að ýmsum alþjóðlegum samtökum bandalaga launafólks.

 

Innlent samstarf

BSRB á í nánu sambandi við önnur bandalög verkalýðsfélaga á Íslandi. Hagsmunir launafólks fara í mörgum tilvikum saman, hvort sem er á opinbera vinnumarkaðinum eða almennum vinnumarkaði. Með samstarfi ná bandalögin auknum slagkrafti og koma sjónarmiðum launafólks betur á framfæri, félagsmönnum sínum til hagsbóta.

Lestu meira

 

Erlent samstarf

BSRB tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi samtaka launafólks. Meginþunginn hefur verið á norrænt samstarf, en bandalagið er einnig aðili að alþjóðlegum og evrópskum heildarsamtökum launafólks og opinberra starfsmanna.

Lestu meira

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?