Kjaramál

Allt launafólk á rétt á mannsæmandi launum fyrir vinnu sína. BSRB telur grundvallaratriði að launamunur milli hins opinbera og hins almenna vinnumarkaðar verði jafnaður. Þá verður áfram að vinna að því markmiði að hækka lægstu laun (umfram þau hærri.)

Grundvallaratriði er að launafólk geti lifað af dagvinnulaunum. Draga þarf úr yfirvinnu en minna vinnuálag leiðir til þess að afköst starfsfólks aukast hlutfallslega.

BSRB vill að lögfest verði að vinnuvikan sé ekki lengri en 36 stundir.

BSRB telur að forgangsmál að bæta stöðu tekjulægri fjölskyldna. Tryggja þarf að öll börn búi við örugga fjárhagslega afkomu, búi við búsetuöryggi og hafi tækifæri til að íþrótta- og tómstundaiðkunar. Samfélag jafnaðar verður ekki byggt nema allar fjölskyldur geti boðið börnunum sínum upp á sambærileg tækifæri.

BSRB krefst þess að sérstök launaþróunartrygging verði lögfest/sett í kjarasamninga opinberra starfsmanna en megintilgangur hennar er að tryggja samræmi í launaþróun á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins. Þannig telur BSRB að opinberir starfsmenn muni njóta launahækkana sem eru umfram umsamdar launahækkanir í kjarasamningum auk þess sem upptaka launaþróunartryggingar ætti að leiða til aukins stöðugleika á vinnumarkaði.

Gera þarf heildarúttekt á starfsháttum vinnustaða og aðbúnaði launafólks. Sérstaklega þarf að skoða vinnutilhögun og vinnuaðstöðu vaktavinnufólks, lög um lögbundinn hvíldartíma og sjá til þess að álag starfsmanna sé ekki óhóflegt.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?