Vinnuréttur

Á þessu vefsvæði má nálgast allskyns upplýsingar sem viðkoma réttindum og skyldum opinberra starfsmanna. 

Vinnuréttarvefur BSRB hefur að geyma upplýsingar um réttindamál félagsmanna í bandalaginu auk ýmissa annarra upplýsinga sem varða vinnumarkaðinn. 

Ábyrgðarmaður vefsins er Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur BSRB.

Áður en hægt er að kynna þær reglur sem gilda um réttindi og skyldur manna í starfi sínu þarf að geta þess að ólíkar reglur gilda eftir því hjá hverjum er starfað. Þannig gilda að nokkru leyti ólíkar reglur um opinbera starfsmenn og um starfsmenn almenna vinnumarkaðarins. Einnig eru fjöldi reglna sem gilda fyrir alla á vinnumarkaði.

Í umfjöllun á síðunni verður því umfjöllunin skipt í þrjá hluta; upphaf starfs, starfsævina og lok starfs.

Þegar við á er umfjölluninni skipt á niður í í umfjöllun um starfsmenn ríkisins, starfsmenn sveitarfélaga, starfsmenn sjálfseignarstofnana og starfsmenn almenna vinnumarkaðarins. Þá skiptist umfjöllun um starfsmenn ríkisins í tvennt þar sem að nokkru leyti gilda ólíkar reglur um embættismenn annars vegar og almenna starfsmenn ríkisins hins vegar. Almennir starfsmenn ríkisins eru allir starfsmenn þess sem ekki eru embættismenn. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?