Það er ljóst að tími mikilla breytinga er runninn upp á vinnumarkaði og þeirri þróun spáð áfram næstu árin. Samkvæmt framtíðarspám verður mest fjölgun í störfum við almenna umönnun, þjónustu við aldraða, í byggingariðnað og ferðaþjónustu, svo eitthvað sé nefnt, en á móti fækkar störfum í móttöku, afgreiðslu, bakvinnslu og almennum skrifstofustörfum.