Formaður og varaformenn

Formaður BSRB, fyrsti varaformaður BSRB og annar varaformaður BSRB eru kjörin á þingum bandalagsins. Þau eru sjálfkjörin í stjórn bandalagsins.


Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB

Elín Björg Jónsdóttir hefur gegnt embætti formanns BSRB frá árinu 2009. Hún hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir aðildarfélög BSRB frá árinu 1989 þegar hún var kjörin ritari BSRB. Það sama ár var hún einnig kjörin formaður Samflots, samtaka bæjarstarfsmanna við gerð kjarasamninga. Elín Björg hóf störf á skrifstofu Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, FOSS, árið 1991 og var kjörin formaður félagsins tveimur árum síðar. Árið 2006 hlaut hún kosningu sem 2. varaformaður BSRB og þremur árum síðar var hún kjörin formaður BSRB á þingi bandalagsins haustið 2009.

 

 


Árni Stefán Jónsson fyrsti varaformaður BSRB

Árni Stefán Jónsson, fyrsti varaformaður BSRB

Árni Stefán Jónsson hefur gegnt embætti fyrsta varaformanns BSRB frá árinu 2006. Hann tók fyrst þátt í starfi aðildarsamtakanna með setu í sameiginlegri samninganefnd bandalagsins í kringum 1985. Árni Stefán er formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og hefur gengt því embætti síðan 2006 en hann var áður framkvæmdastjóri SFR á árunum 1990-2006.

 

 

 

Garðar Hilmarsson annara varaformaður BSRB

Garðar Hilmarsson, annar varaformaður BSRB

Garðar Hilmarsson hefur gegnt embætti annars varaformanns BSRB frá árinu 2009. Garðar hefur starfað hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar frá árinu 1999. Hann hóf störf þar sem framkvæmdastjóri félagsins, en var kjörinn formaður þess árið 2006. Garðar hóf afskipti af félagsmálum starfsmanna sem trúnaðarmaður árið 1976. Hann hefur verið formaður stjórnar Styrktarsjóðs BSRB frá 2001.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?