Formaður BSRB, fyrsti varaformaður BSRB og annar varaformaður BSRB eru kjörin á þingum bandalagsins. Þau sita jafnframt í stjórn bandalagsins.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður BSRB á 45. þingi bandalagsins þann 19. október 2018. Sonja var ráðin lögfræðingur BSRB haustið 2008 og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir bandalagið síðan.
Þórarinn Eyfjörð, fyrsti varaformaður BSRB
Þórarinn Eyfjörð var kjörinn í embætti 1, varaformanns BSRB á 46. þingi bandalagsins í september 2021. Þórarinn er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Arna Jakobína Björnsdóttir, annar varaformaður BSRB
Arna Jakobína Björnsdóttir hefur gegnt embætti annars varaformanns BSRB frá 45. þingi bandalagsins í október 2018. Hún hefur setið í stjórn bandalagsins frá árinu 2009. Arna Jakobína er formaður Kjalar - stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.