Formaður og varaformenn

Formaður BSRB, fyrsti varaformaður BSRB og annar varaformaður BSRB eru kjörin á þingum bandalagsins. Þau sita jafnframt í stjórn bandalagsins.


Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRBSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður BSRB á 45. þingi bandalagsins þann 19. október 2018. Sonja var ráðin lögfræðingur BSRB haustið 2008 og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir bandalagið síðan.  

 

 

 

 

 

Garðar Hilmarsson annara varaformaður BSRB

Garðar Hilmarsson, fyrsti varaformaður BSRB

Garðar Hilmarsson hefur gegnt embætti fyrsta varaformanns BSRB frá 45. þingi bandalagsins í október 2018. Hann hafði áður gegnt embætti annars varaformanns BSRB frá árinu 2009. Garðar hefur starfað hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar frá árinu 1999. Hann hóf störf þar sem framkvæmdastjóri félagsins, en var kjörinn formaður þess árið 2006. Garðar hóf afskipti af félagsmálum starfsmanna sem trúnaðarmaður árið 1976. Hann hefur verið formaður stjórnar Styrktarsjóðs BSRB frá 2001.

 

  


Arna Jakobína Björnsdóttir, annar varaformaður BSRBArna Jakobína Björnsdóttir, annar varaformaður BSRB

Arna Jakobína Björnsdóttir hefur gegnt embætti annars varaformanns BSRB frá 45. þingi bandalagsins í október 2018. Hún hefur setið í stjórn bandalagsins frá árinu 2009. Arna Jakobína er formaður Kjalar - stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.  

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?