Fræðsla um styttingu vinnuvikunnar

Nú þegar stytting vinnuvikunnar er á næsta leyti er mikilvægt að trúnaðarmenn og aðrir félagar í aðildarfélögum BSRB séu upplýstir um hvernig ferlið á að vera og hvernig hægt er að vera virkur í samtalinu inni á sínum vinnustað.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði verið boðað til fjölmennra funda til að kynna ferlið og upplýsa okkar fólk, en vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar gengur það ekki. Þess í stað höfum við hjá BSRB unnið þrjú fræðslumyndbönd þar sem farið er nákvæmlega yfir ferlið. Fyrsta myndbandið er stutt kynningarmyndband en í hinum er fjallað annars vegar um ferlið hjá starfsmönnum sem vinna í dagvinnu en hins vegar hjá þeim sem vinna vaktavinnu.

 

 

 

Kynningarfundir um styttingu í dagvinnu

Til að auðvelda trúnaðarmönnum og öðrum félagsmönnum aðildarfélaga BSRB að taka þátt í innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar voru haldnir rafrænir fundir þar sem verkefnið var kynnt og spurningum svarað. Hér að neðan má finna upptökur  frá fundunum og glærurnar sem notaðar voru. Fyrri fundurinn fjallar um styttinguna í dagvinnu en sá síðari um styttinguna hjá vaktavinnufólki. 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?