Nefndir BSRB

Fimm fastanefndir eru starfandi innan BSRB. Nefndirnar vinna út frá þeirri stefnu sem mótuð er á þingum BSRB og móta út frá stefnunni framkvæmdaáætlun hvers árs. Þá eiga fulltrúar BSRB sæti í ýmsum nefndum og ráðum þar sem þeir gæta hagsmuna félagsmanna aðildarfélaga bandalagsins.

Nefndir sem starfa innan BSRB

 • Nefnd um fjölskylduvænna samfélag og jafnréttismál

  Hlutverk nefndar um fjölskylduvænna samfélag og jafnréttismál er að fylgja eftir stefnu BSRB í jafnréttismálum sem var samþykkt á 44. þingi BSRB, 28. til 30. október 2015. Hlutverk nefndarinnar er einnig að vera leiðbeinandi fyrir stjórn BSRB um jafnréttismál. Nefndin leggur í störfum sínum áherslu á fjölskylduvænna samfélag, jafnréttismál almennt, kynbundinn launamun, styttingu vinnuvikunnar, kynbundna og kynferðislega áreitni ásamt innleiðingu mismunatilskipana. Leiðarljós nefndarinnar er stefna bandalagsins ásamt ályktun 44. þings BSRB um fjölskylduvænna samfélag.

  Nefndarmenn
  • Elín Björg Jónsdóttir BSRB, formaður
  • Birna Kjartansdóttir FOSS
  • Helga Hafsteinsdóttir SDS
  • Kristín Ólafsdóttir SLFÍ
  • Sólveig Jónasdóttir SFR
  • Berglind Eyjólfsdóttir LL
  • Þorsteinn V. Einarsson St.Rv.
  • Halla Reynisdóttir PFÍ
  • Sigurjón Jónasson FÍF
  • Hlöðver Sigurðsson St.Hafn.
  • Þuríður Jóna Sveinsdóttir Kjölur
  • Ársæll Ársælsson TFÍ
  Tengiliðir
  • Rita Arnfjörð SfK

  Sonja Ýr Þorbergsdóttir er starfsmaður nefndarinnar.

 • Nefnd um mennta- og fræðslumál

  Hlutverk mennta- og fræðslunefndar er að fylgja eftir stefnu BSRB í mennta- og fræðslumálum sem var samþykkt á 44. þingi BSRB, 28. til 30. október 2015. Hlutverk nefndarinnar er einnig að vera leiðbeinandi fyrir stjórn BSRB í mennta- og fræðslumálum svo sem vegna þróunar og skipulags framhaldsfræðslunnar, eflingu vinnustaðanáms og námstækifæra. Leiðarljós nefndarinnar er stefna BSRB í mennta- og fræðslumálum.

  Nefndarmenn
  • Karl Rúnar Þórsson St.Hafn., formaður
  • Kristín Erna Leifsdóttir FOSS
  • Birna Ólafsdóttir SLFÍ
  • Þórveig Þormóðsdóttir FSS
  • Ingibjörg Fjeldsted St.Rv.
  • Þórarinn Eyfjörð SFR
  • Rita Arnfjörð Sigurgarðsdóttir St.Kóp

  Dalla Ólafsdóttir er starfsmaður nefndarinnar.

 • Nefnd um velferðarmál

  Hlutverk velferðarnefndarinnar er að fylgja eftir stefnu BSRB í velferðarmálum, almannaþjónustu, heilbrigðismálum, almannatryggingum og húsnæðismálum sem var samþykkt á 44. þingi BSRB, 28. til 30. október 2015. Hlutverk nefndarinnar er einnig að vera leiðbeinandi fyrir stjórn BSRB um framangreinda málaflokka. Nefndin leggur í störfum sínum áherslu á rekstrarform í heilbrigðisþjónustu þar með talið einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar og rannsókn Rúnars Vilhjálmssonar fyrir BSRB. Leiðarljós nefndarinnar er stefnan ásamt ályktunum 44. þings BSRB um almannaþjónustuna og heilbrigðisþjónustu í kjölfar rannsóknar prófessors Rúnars Vilhjálmssonar á heilsu og lífsháttum Íslendinga.

  Nefndarmenn
  • Kristín Á. Guðmundsdóttir SLF, formaður
  • Guðmunda Wium SDS
  • Herdís Jóhannesdóttir St.Rv.
  • Vésteinn Valgarðsson SFR
  • Marianna Dam Vang PFÍ
  • Kristín Sigurðardóttir Kjölur
  • Hafsteinn Ingibergsson STFS
  Tengiliðir
  • Þórhildur Una Stefánsdóttir SLFÍ

  Sonja Ýr Þorbergsdóttir er starfsmaður nefndarinnar.

 • Nefnd um vinnumarkað, kjaramál og lífeyrismál

  Hlutverk nefndar um vinnumarkað, kjaramál og lífeyrismál er að fylgja eftir stefnu BSRB í atvinnumálum, efnahags- og skattamálum, kjaramálum, lífeyrismálum og starfsumhverfi starfsfólks í almannaþjónustu sem var samþykkt á 44. þingi BSRB, 28 til 30. október 2015.

  Nefndarmenn
  • Árni Stefán Jónsson SFR, formaður
  • Guðbrandur Jónsson FSS
  • Kristjana Árnadóttir SDS
  • Árni Egilsson Kjölur
  • Jófríður Hanna Sigfúsdóttir St.Kóp.
  • Ásbjörn Sigurðsson FOSS
  • Sverrir Björn Björnsson LSS
  • Jóna Jóhanna Sveinsdóttir SLFÍ
  • Guðmundur Freyr Sveinsson St.Rv.
  • Ingvar Reynisson St.Hafn.
  • Atli Bachmann PFÍ
  • Unnur Sigmarsdóttir STAVEY
  Tengiliðir 
  • Arna Jakobína Björnsdóttir Kjölur
  • Helga Hafsteinsdóttir SDS
  • Torfi Friðfinnsson FOSS

  Kristinn Bjarnason er starfsmaður nefndarinnar.

 • Réttindanefnd

  Hlutverk réttindanefndarinnar er að taka til skoðunar erindi sem stjórn eða einstök aðildarfélög vísa til hennar. Fulltrúar BSRB sem skipaðir eru í nefndir og ráð um réttindamál á vegum bandalagsins geta leitað liðsinnis réttindanefndar við vinnslu gagna og skal nefndin vera þeim til ráðgjafar sé eftir því leitað. Nefndin getur einnig að eigin frumkvæði tekið til athugunar mál sem snerta sameiginlega hagsmuni félagsmanna. Niðurstöður réttindanefndar eru ráðgefandi.

  Nefndarmenn
  • Arna Jakobína Björnsdóttir Kjölur, formaður
  • Stefanía Geirsdóttir FOSS
  • Jófríður Hanna Sigfúsdóttir St.Kóp.
  • Halldór Gunnarsson St.Rv.
  • Gunnar Örn Gunnarsson SLFÍ
  • Snorri Magnússon LL
  Tengiliðir
  • Árni Stefán Jónsson SFR
  • Helga Hafsteinsdóttir SDS
  • Halla Reynisdóttir PFÍ
  • Karl Rúnar Þórsson STH
  • Þórir Gunnarsson SFR

  Dalla Ólafsdóttir er starfsmaður nefndarinnar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?