Nefndir BSRB
Sjö starfsnefndir eru starfandi innan BSRB. Nefndirnar vinna út frá þeirri stefnu sem mótuð er á þingum BSRB og móta út frá stefnunni framkvæmdaáætlun hvers árs. Þá eiga fulltrúar BSRB sæti í ýmsum nefndum og ráðum þar sem þeir gæta hagsmuna félagsmanna aðildarfélaga bandalagsins.
Nefndir sem starfa innan BSRB
Fræðslunefnd
Hlutverk fræðslunefndar er að styrkja bandalagið og aðildarfélög þess þegar kemur að mennta- og fræðslumálum, ekki síst vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði og kalla á auknar kröfur um sí- og endurmenntun. Hlutverk nefndarinnar er einnig að rýna fræðslu til trúnaðarmanna, leggja til breytingar og taka þátt í innleiðingu nýs fyrirkomulags í samráði við stjórn BSRB og aðildarfélög.
Nefndarfólk
Árný Erla Bjarnadóttir, FOSS
Bjarni Ingimarsson, LSS
Guðrún J. Haraldsdóttir, FSS
Hafdís Erna Ásbjarnardóttir, Kjölur
Jóhanna Fríður Bjarnadóttir, PFÍ
Jóhanna Þóroddsdóttir, Sameyki
Karl Rúnar Þórsson, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
Kjartan Friðrik Adólfsson, SS
Lára María Valgerðardóttir, Sjúkraliðafélag Íslands
Málfríður Anna Gunnlaugsdóttir, Starfsmannafélag Kópavogs
Stefán Elí Gunnarsson, LL
Unnur Sigmarsdóttir, Starfsmannafélag Vestmannaeyja
Réttindanefnd
Hlutverk réttindanefndar BSRB er að taka til umfjöllunar þau álitamál sem aðildarfélög skjóta til BSRB varðandi túlkun á réttindamálum sem eru almenn fyrir aðildarfélögin. Nefndin getur einnig að eigin frumkvæði tekið til athugunar mál sem snerta sameiginlega hagsmuni félaganna.
Nefndarfólk
Arna Jakobína Björnsdóttir, Kjölur
Árný Erla Bjarnadóttir, FOSS
Bjarni Ingimarsson, LSS
Guðrún J. Haraldsdóttir, FSS
Gunnar Örn Gunnarsson, Sjúkraliðafélag Íslands
Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, LL
Jenný Þórunn Stefánsdóttir, Sameyki
Karl Rúnar Þórsson, Starfsmannafélag Hafnafjarðar
Marta Ólöf Jónsdóttir, Starfsmannafélag Kópavogs
Sigrún Ómarsdóttir, PFÍ
Trausti Björgvinsson, Starfsmannafélag Suðurnesja