Niðurlagning starfs

Biðlaun eru greidd ríkisstarfsmönnum sem hafa starfað hjá ríkinu frá því fyrir 1. júlí 1996 ef starf er lagt niður og starfsmanni býðst ekki sambærilegt starf þegar til starfsloka kemur, sbr. 5. gr. bráðabirgðaákvæðis laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Starfsmönnum sveitarfélaga, annarra en Reykjavíkurborgar, hefur verið tryggður biðlaunaréttur við niðurlagningu starfs með kjarasamningum en misjafnt er við hvað þeir hafa þurft að vinna lengi hjá sveitarfélaginu svo að rétturinn sé fyrir hendi. Algengast er þó að miðað sé við 1. mars 1997.

Með biðlaunum er átt við föst laun starfsmanns að meðtöldum föstum greiðslum s.s. yfirvinnu. Biðlaun skulu greidd í 6 mánuði ef starfsaldur nemur skemmri tíma en 15 árum en greidd í 12 mánuði ef ráðningartíminn er lengri.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?