Réttindi vaktavinnufólks
Vinnufyrirkomulag vaktavinnufólks er með öðrum hætti en þeirra sem vinna dagvinnu. Ákvæði um vaktavinnu eru almennt í kafla 2.6 í kjarasamningi. Ef starfsmaður vinnur meira en 20% utan dagvinnumarka telst hann vera vaktavinnumaður.
Réttindi vaktavinnufólks
Bakvaktir
Um bakvaktir er fjallað í kafla 2.5 í kjarasamningum. Með bakvakt er átt við að starfsmaður sé ekki við störf en reiðubúinn að sinna útkalli. Það telst ekki bakvakt ef starfsmaður dvelst á vinnustað að beiðni yfirmanns.
Bakvaktarálag greiðist með eftirfarandi hætti:
33,33% kl. 17:00 - 24:00 mánudaga - fimmtudaga
45,00% kl. 17:00 - 24:00 föstudaga
45,00% kl. 00:00 - 08:00 mánudaga
33,33% kl. 00:00 - 08:00 þriðjudaga - föstudaga
45,00% kl. 00:00 - 24:00 laugard., sunnud. og sérstaka frídaga
120,00% kl. 00:00 - 24:00 stórhátíðardaga sbr. gr. 2.1.4.3, þó þannig að frá kl. 16:00 - 24:00 á aðfangadag og gamlársdag og kl. 00:00 – 08:00 á jóladag og nýársdag er 165,00% álag.
Bakvaktargreiðsla fellur niður þann tíma sem yfirvinnukaup er greitt.
Heimilt er með samkomulagi starfsmanna og stjórnenda og með skriflegu samþykki samningsaðila að semja um annað fyrirkomulag greiðslu fyrir bakvaktir en að framan greinir. T.d. er heimilt að semja um ákveðinn fjölda klukkustunda fyrir bakvakt án tillits til tímalengdar.
Bakvaktarfrí
Fyrir reglubundna bakvakt skal veita frí sem svarar mest 80 klst. fyrir 1200 klst. á bakvakt. Frí þetta skal veita hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Bakvaktafrí er að hámarki 80 stundir vegna ákvæðis 2.5.4 þótt bakvaktastundir séu fleiri en 1200. Leitast skal við að taka bakvaktafrí samhliða ávinnslu og svo fljótt sem unnt er. Heimilt er að semja við starfsmann um greiðslu í stað fría.
Vaktskrá
Leggja skal fram drög að vaktskrá, sem sýnir væntanlegan vinnutíma hvers starfsmanns, sex vikum áður en hún tekur gildi. Endanleg vaktskrá skal lögð fram mánuði áður en fyrsta vakt samkvæmt skránni hefst, nema samkomulag sé við starfsmann um skemmri frest.
Ef gera þarf breytingar á vaktskrá skal að gert með samþykki starfsmanns. Í ákveðnum tilvikum greiðist breytingagjald. Ef vaktskrá er breytt með skemmri fyrirvara en 24 klst. skal greitt breytingagjald sem nemur 2% af mánaðarlaunum í hverjum launaflokki og þrepi. Sé fyrirvarinn minni en vika skal greiða 1,3% breytingagjald.
Ef starfsmaður tekur vakt umfram vinnuskyldu um helgar, á nóttunni eða á frídögum með minna en 24 klst. fyrirvara skal greiða 1,3% breytingagjald fyrir 8 klst. vakt og hlutfallslega fyrir lengri eða styttri vaktir.
Vinnutími vaktavinnufólks
Vinnuvika vaktavinnufólks í fullu starfi er 36 stundir, en fyrir vaktavinnufólk sem vinnur utan dagvinnumarka getur vinnuvikan farið niður í 32 stundir. Það er vegna mismunandi vægis vinnuskyldustunda vaktavinnufólks. Hver klukkustund á kvöldin og um helgar vegur 1,05, eða 63 mínútur, og hver klukkustund á næturvakt 1,2, eða 72 mínútur. Þannig styttist vinnuvika vaktavinnufólks sem vinnur utan dagvinnumarka, en getur aldrei farið niður fyrir 32 stundir.
Vaktskrá
Leggja skal fram drög að vaktskrá, sem sýnir væntanlegan vinnutíma hvers starfsmanns, sex vikum áður en hún tekur gildi. Endanleg vaktskrá skal lögð fram mánuði áður en fyrsta vakt samkvæmt skránni hefst, nema samkomulag sé við starfsmann um skemmri frest.
Ef gera þarf breytingar á vaktskrá skal að gert með samþykki starfsmanns. Í ákveðnum tilvikum greiðist breytingagjald. Ef vaktskrá er breytt með skemmri fyrirvara en 24 klst. skal greitt breytingagjald sem nemur 2% af mánaðarlaunum í hverjum launaflokki og þrepi. Sé fyrirvarinn minni en vika skal greiða 1,3% breytingagjald.
Ef starfsmaður tekur vakt umfram vinnuskyldu um helgar, á nóttunni eða á frídögum með minna en 24 klst. fyrirvara skal greiða 1,3% breytingagjald fyrir 8 klst. vakt og hlutfallslega fyrir lengri eða styttri vaktir.
Vinnuskil vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga
Árleg vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum skal að jafnaði vera sú sama og hjá dagvinnufólki. Vaktavinnufólk getur þurft að vinna á sérstökum frídögum og stórhátíðardögum ef slíkir dagar falla á vaktskrá og er þá greitt stórhátíðarálag. Óháð því hvort vaktavinnumaður vinnur umrædda frídaga lækkar vinnuskylda hennar/hans um 7,2 vinnuskyldustundir miðað við fullt starf vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga sem falla á virka daga og um 3,6 stundir vegna aðfangadags og gamlársdags. Að jafnaði skal taka út lækkun á vinnuskilum innan tímabils vaktskrár en starfsmaður getur óskað eftir því að safna upp vinnuskilum vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga. Skal það tilkynnt fyrir framlagningu vaktskrár og er yfirmanni skylt að verða við óskum starfsmanns enda verði því viðkomið vegna starfsemi stofnunar. Í þeim tilvikum sem vinnuskil vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga flytjast á milli mánaða skal halda utan um það og starfsfólk upplýst reglulega.
Vinna á sérstökum frídögum og stórhátíðardögum er auk þess greidd með álagi.
Vægi vinnuskyldustunda
Um vægi vinnuskyldustunda er fjallað í grein 2.6.8 í kjarasamningi.
Vinnuskyldustundir utan dagvinnumarka samkvæmt skipulagðri vaktskrá hafa ólíkt vægi. Vinnuskyldustundir sem greiddar eru með 33,33% og 55% vaktaálagi hafa vægið 1,05 þannig að fyrir hverjar 60 mínútur reiknast 63 mínútur upp í vinnuskil. Stundir sem greiddar eru með 65% og 75% vaktaálagi hafa vægið 1,2 þannig að fyrir hverjar 60 mínútur reiknast 72 mínútur.
Þrátt fyrir þetta skulu vinnuskil starfsmanns í fullu starfi aldrei fara undir 32 stundir að jafnaði.
Vaktahvati
Vaktahvati getur verið hluti af launum vaktavinnufólks. Vaktahvati greiðist sem hlutfall greiddra mánaðarlauna vegna fjölbreytileika og fjölda vakta á síðustu þremur launatímabilum. Vaktahvati reiknast aðeins af skipulögðum vöktum, ekki af yfirvinnu. Lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda á því tímabili utan dagvinnumarka eru 126 stundir. Vaktir eru flokkaðar í fjórar tegundir; dagvaktir, kvöldvaktir, næturvaktir á virkum dögum og helgarvaktir. Lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda í hverri tegund vakta skal vera 45 og starfsmaður þarf að standa vaktir í 2-4 tegundum vakta, 14 sinnum eða oftar að meðaltali á launatímabili til þess að fá vaktahvata. Vaktahvati greiðist skv. eftirfarandi töflu:
Þegar starfsfólk hefur störf reiknast vaktahvati fyrir eitt launatímabil á fyrsta og öðrum mánuði í starfi, þannig að lágmarksfjöldi utan dagvinnumarka er 42 og lágmarksfjöldi í hverri tegund er 15. Eftir þrjá mánuði í starfi tekur meðaltalsreglan við. Það sama á við þegar samið er um breytingar á starfshlutfalli sem nema a.m.k. 40% til hækkunar eða lækkunar.
Vaktaálag
Vaktaálag er greitt vegna vinnu utan dagvinnumarka með eftirfarandi hætti:
33,33% kl. 17:00 - 24:00 mánudaga - fimmtudaga
55,00% kl. 17:00 - 24:00 föstudaga
65,00% kl. 00:00 - 08:00 þriðjudaga - föstudaga
55,00% kl. 08:00 - 24:00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga
75,00% kl. 00:00 - 08:00 laugardaga, sunnudaga, mánudaga og sérstaka frídaga
120,00% kl. 00:00 - 24:00 stórhátíðardaga sbr. gr. 2.1.4.3, þó þannig að frá kl.
16:00 - 24:00 á aðfangadag og gamlársdag og kl. 00:00 – 08:00 á jóladag og nýársdag er 165,00% álag.
Brot úr klukkustund greiðist hlutfallslega.