Bjarg íbúðafélag

Merki Bjargs íbúðafélagsBjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignastofnun stofnuð af BSRB og Alþýðusambandi Íslands. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði, félagsmönnum í BSRB og ASÍ, aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

Um er að ræða svokölluð leiguheimili að danskri fyrirmynd. Leiðarljós félagsins er að byggja vel hannað, hagkvæmt og endingargott húsnæðihúsnæði. Miðað er við að greiðslubyrði leigu fari ekki yfir 25% af heildartekjum leigjenda, að teknu tilliti til húsnæðisbóta. 

Félagið hefur þegar samið við Reykjavíkurborg um byggingu 1.000 íbúða, við Hafnarfjarðarbæ um byggingu 150 leiguíbúða og við Akureyrarbæ um uppbyggingu 75 íbúða. Þá eru viðræður í gangi við önnnur sveitarfélög.

Samtals verða þetta um 100.000 fermetrar og er stefnt á að afhenda fyrsta húsið á árinu 2019. Eftir að fyrsta húsið verður afhent stefnir félagið á að ljúka smíði nýs fjölbýlishúss að meðaltali á mánaðar fresti næstu fjögur árin. Fjárfest verður fyrir rúmlega 30 milljarða króna í byggingunum.

Opnað var fyrir umsóknir um íbúðir vorið 2018 og barst strax mikill fjöldi umsókna.

BSRB og ASÍ hafa lagt fram stofnfé til þessa almenna íbúðafélags. Þá hafa aðildarfélög BSRB og ASÍ veitt íbúðafélaginu víkjandi lán til að tryggja félaginu rekstrarfjármögnun fyrstu árin, eða þar til reksturinn er orðinn að því umfangi að hann verði sjálfbær.

Nánari upplýsingar um félagið má fá á vef Bjargs íbúðafélags.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?