Þing BSRB fer með æðsta vald í öllum málum bandalagsins. Þingið tekur til umfjöllunar öll þýðingarmikil málefni og mótar stefnu BSRB. Þá er kosið í helstu embætti bandalagsins á þingum þess. Þingið er haldið þriðja hvert ár, ekki síðar en í október.
Þing BSRB var síðast haldið 29. september 2021. Vegna sóttvarnarráðstafana var þingið haldið rafrænt og samþykkt að fresta málefnastarfi þar til á framhaldsþingi. Aðildarfélög bandalagsins skipa þingfulltrúa í réttu hlutfalli við fjölda félagsmanna.
47. þing BSRB 2. til 4. október 2024
47. þing BSRB var haldið dagana 2. til 4. október 2024 í Reykjavík undir yfirskriftinni „Afl í þágu almennings“. Á þinginu var Sonja Ýr Þorbergsdóttir endurkjörin í embætti formanns BSRB. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna var kosinn 1. varamaður bandalagsins og Arna Jakobína Björnsdóttir endurkjörin í embætti 2. varaformanns. Þá var ný stjórn var kjörin á þinginu.
47. þing BSRB
46. þing BSRB 29. september 2021
46. þing BSRB var haldið þann 29. september 2021 í Reykjavík undir yfirskriftinni „Þjóðin kýs almannaþjónustu“. Vegna sóttvarnarráðstafana var þingið haldið með rafrænum hætti og málefnastarfi frestað þar til á framhaldsþingi. Á þinginu var Sonja Ýr Þorbergsdóttir endurkjörin í embætti formanns BSRB. Þórarinn Eyfjörð var kosinn 1. varamaður bandalagsins og Arna Jakobína Björnsdóttir endurkjörin í embætti 2. varaformanns. Þá var ný stjórn var kjörin á þinginu.
46. þing BSRB
45. þing BSRB 17. til 19. október 2018
45. þing BSRB var haldið dagana 17. til 19. október 2018 í Reykjavík. Alls sátu 199 fulltrúar 26 aðildarfélaga þingið, sem fór fram undir yfirskriftinni „Bætt lífskjör – betra samfélag“. Eins og á fyrri þingum bandalagsins fór fram mikil og góð málefnavinna á þinginu sem birtist meðal annars í endurskoðaðri stefnu bandalagsins og fjölda ályktana. Jafnframt var kosið í embætti bandalagsins og tók nýr formaður við embætti að loknum kosningum.
45. þing BSRB
44. þing BSRB 28. til 30. október 2015
44. þing BSRB fór fram dagana 28. til 30. október 2015 í Reykjavík. Alls voru 239 fulltrúar á þinginu sem að þessu sinni fór fram undir yfirskriftinni „Öflug almannaþjónusta – betra samfélag“. Á þingum bandalagsins fer fram málefnavinna sem birtist m.a. í ályktunum þingsins og nýrri stefnu BSRB. Vinnan fer fram í sérstökum málefnahópum sem voru fimm talsins að þessu sinni. Þá er jafnframt kosið í embætti bandalagsins á þingum þess.
44. þing BSRB
43. þing BSRB 10. til 12. október 2012
43. þing BSRB fór fram dagana 10. til 12. október 2012 í Reykjavík. Alls tóku um 250 félagsmenn aðildarfélaga BSRB sæti á þinginu. Á þinginu fór fram öflug málefnavinna fram alla þingdagana sem birtist m.a. í ályktunum þingsins og nýrri stefnu BSRB sem gefin var út í kjölfarið. Unnið var að lagabreytingum, stefnu þingsins og ályktunum þess. Vinnan fór að mestu fram í hinum ólíku nefndum auk þess sem sérstakar málstofur voru haldnar á þinginu í fyrsta skiptið.
43. þing BSRB