Erlent samstarf

BSRB tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi samtaka launafólks. Meginþunginn hefur verið á norrænt samstarf, en bandalagið er einnig aðili að alþjóðlegum og evrópskum heildarsamtökum launafólks og opinberra starfsmanna.

 

ITUC – Alþjóða verkalýðssambandið

ITUC er alþjóðlegt samband verkalýðsfélaga og rödd verkalýðshreyfingarinnar á alþjóðavettvangi. Hlutverk sambandsins er að vinna að réttindum launafólks og gæta hagsmuna þeirra í alþjóðasamfélaginu. Sambandið beitir sér sértaklega á sviði mannréttinda, efnahagsmála, samfélagsmála og vinnuumhverfi, auk jafnréttismála.

VEFUR ITUC

  

ETUC – Evrópska verkalýðssambandið

ETUC er samband evrópskra verkalýðsfélaga sem hafa það að markmiði að hafa áhrif á vinnuumhverfi og réttindi launafólks í Evrópu. Stór þáttur í starfi samtakanna er að gæta hagsmuna launafólks gagnvart Evrópusambandinu enda mikilvægt að gæta að því að samhliða sameiginlegum markaði Evrópuríkja sé unnið að því að bæta hag launafólks.

VEFUR ETUC

 

NFS – Norræna verkalýðssambandið

NFS, Norræna verkalýðssambandið, er samband bandalaga verkalýðsfélaga á Norðurlöndunum. Hlutverk þess er að samræma starf verkalýðsfélaga á Norðurlöndunum og auka samvinnu á milli landa og vinna að hagsmunum launafólks í löndunum. Sambandið beitir sér til dæmis í samfélagslegum og efnahagslegum verkefnum af ýmsu tagi.

VEFUR NFS

 

 

PSI – Alþjóðleg heildarsamtök opinberra starfsmanna

PSI, alþjóðleg heildarsamtök opinberra starfsmanna, eru samtök bandalaga opinberra starfsmanna. Þau leggja áherslu á að gæta hagsmuna sinna félagsmanna á heimsvísu. Félagsmenn eru yfir 20 milljónir, þar af tveir þriðju hlutar konur.

VEFUR PSI

 

EPSU – Evrópsk heildarsamtök opinberra starfsmanna

EPSU, evrópsk heildarsamtök opinberra starfsmanna, eru samtök bandalaga opinberra starfsmanna frá ríkjum Evrópu. Samtökin eru öflugur þrýstihópur sem vinnur að því að bæta réttindi um átta milljón félagsmanna, bæði gagnvart Evrópusambandinu og einstökum þjóðríkjum.

VEFUR EPSU

 

NOFS – Norræn heildarsamtök opinberra starfsmanna

NOFS, norræn heildarsamtök opinberra starfsmanna, vinna að því að samræma starf aðildarfélaga sinna á Norðurlöndunum. Á vettvangi samtakanna er skipst á hugmyndum og hvatt til samstarfs milli Norðurlandana til að bæta hag opinberra starfsmanna í löndunum.

Vefur NOFS

 

ILO – Alþjóðavinnumálastofnunin

ILO, Alþjóðavinnumálastofnunin, er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og vettvangur fyrir samstarf ríkisstjórna, samtaka launafólks og atvinnurekenda bæði á alþjóðavettvangi og í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna.

VEFUR ILO

 

Ráðgjafarnefnd EFTA

Ísland á aðild að ráðgjafarnefnd EFTA í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæði, EES samninginn. Hlutverk nefndarinnar er þríþætt. Henni er ætlað að taka þátt í umræðum um málefni EES samningsins og vera ráðgefandi um þau atriði er varða aðila vinnumarkaðarins. Hún á að vera vettvangur fyrir skoðanaskipti milli aðila vinnumarkaðar frá öllum EFTA ríkjunum og vera milliliður við sambærilegar stofnanir hjá ESB. Þá á hún að vekja athygli á félagslegum og efnahagslegum þáttum í fríverslunarsamningum EFTA og EES samningnum.

VEFUR NEFNDARINNAR

 

Genfarskólinn

Genfarskólinn er félagsmálaskóli sem rekinn er af norrænu verkalýðshreyfingunni. Hlutverk skólans er að kynna starfsemi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) og árlegt vinnumálaþing sem haldið er í Genf í Sviss.

VEFUR SKÓLANS

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?