Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Hrafnhildur Arnkelsdóttir formaður KTN

Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar er komin út

Sundurliðuð gögn KTN um launaþróun liggja fyrir til janúar 2025 og er töluverður munur á þróun milli markaða frá upphafi samningalotunnar í febrúar 2024. Laun hækkuðu mest á almenna markaðnum þar sem tvær kjarasamningsbundnar hækkanir komu til framkvæmda en minna á opinberum markaði þar sem aðeins ein hækkun var á tímabilinu og samningum kennara var ólokið.
Lesa meira
Skýrsla stjórnar 2025

Skýrsla stjórnar 2025

Meðal efnis skýrslunnar er ítarleg umfjöllun um 47. þing BSRB sem haldið var á starfsárinu, helstu málefni og verkefni formannaráðs, stjórnar og skrifstofu. Þá er farið yfir öll helstu verkefni sem unnin hafa verið frá síðasta aðalfundi sem var í maí 2024. 
Lesa meira
Rauðsokkur gengur fremst með endurgerða Venusarstyttu ásamt forystufólki verkalýðshreyfingarinnar

Rauðsokkur ganga fremst í 1. maí göngunni á Kvennaári

Arfleifð Rauðsokkahreyfingarinnar er allt um lykjandi – og hefur mótað samfélagið okkar á ótal vegu,“ sagði Sonja meðal annars. „Barátta þeirra skilaði okkur auknum réttindum, breytti hugmyndum okkar um réttlæti og gildi samstöðunnar og sýndi okkur að það má vera gaman í baráttunni – og að húmor og myndræn framsetning skila oft meiru en orðasalat og neðanmálsgreinar.“
Lesa meira
Hittumst á rauðum sokkum 1. maí

Hittumst á rauðum sokkum 1. maí

Í Reykjavík mun tilvísun í 1. maí 1970 setja sterkan svip á gönguna. Sá dagur markaði upphaf Rauðsokkahreyfingarinnar þegar konur á rauðum sokkum mættu í kröfugöngu verkalýðsins með risastóra Venusarstyttu og lögðu fram kröfur sínar um kvenfrelsi.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?