Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Ný skýrsla Vörðu sýnir að konur sinna heimilisstörfum og ábyrgð heimilisins langt umfram karla

Ný skýrsla Vörðu sýnir að konur sinna heimilisstörfum og ábyrgð heimilisins langt umfram karla

Konur sinna heimilisstörfum og ábyrgð heimilisins langt umfram karla. Verkskipting hjá konum og körlum í sambúð er mjög hefðbundin þar sem konur sjá í mun meira mæli um verkefni sem eru dagleg eða unnin oft í viku og innandyra en karlar sjá frekar um störf sem eru unnin utandyra og oftar tilfallandi.
Lesa meira
Sveitarfélag ársins 2025

Bláskógarbyggð í efsta sæti í könnuninni um Sveitarfélag ársins 2025

Niðurstöður könnunarinnar í ár sýna að heildareinkunn starfsumhverfis sveitarfélaganna hækkar enn og að starfsfólk er almennt mjög ánægt með stjórnendur, starfsanda, jafnrétti og vinnuskilyrði. Launakjör eru þó áfram veikasti þátturinn, þrátt fyrir skýra framför frá fyrri árum. Vinnuskilyrði eru að mestu góð en hljóðvist mælist enn veikasti þátturinn, sérstaklega á leikskólum þó þar sjáist jákvæð þróun. Þá kemur fram að starfsfólk í umönnunar-, gæslu-, öryggis- og eftirlitsstörfum býr við mun minni sveigjanleika í vinnu, til dæmis þegar þarf að skjótast frá vinnu vegna brýnna erinda.
Lesa meira
BSRB hafnar alfarið tillögum Reykjavíkurborgar um styttingu dvalartíma í leikskólum og hækkun gjald…

BSRB hafnar alfarið tillögum Reykjavíkurborgar um styttingu dvalartíma í leikskólum og hækkun gjalda

BSRB leggst alfarið gegn nýjum tillögum Reykjavíkurborgar um breytingar á leikskólastarfi í borginni, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að stytta dvalartíma barna og hækka gjöld fyrir leikskólavistun verulega. Í umsögn bandalagsins í samráðsgátt borgarinnar kemur fram að breytingarnar muni hafa víðtæk og neikvæð áhrif á fjölskyldur, sérstaklega konur og tekjulægri heimili.
Lesa meira