Áminning í starfi

 

 

Starfsmenn sveitarfélaga

Í flestum kjarasamningum stéttarfélaga starfsmanna hjá sveitarfélögum við Samband íslenskra sveitarfélaga er að finna áþekk ákvæði um áminningu og eftirfarandi sem er gr. nr. 11.1.6.2. í kjarasamningi Samflots bæjarstarfsmannafélaga f.h. 12 stéttarfélaga við Samband íslenskra sveitarfélaga:

11.1.6.2 Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða afhafnir í því þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu skal vinnuveitandi veita honum skriflega áminningu.

Vinnuveitandi skal gefa starfsmanni kost á að tjá sig um meintar ávirðingar áður en ákvörðun um áminningu er tekin. Starfsmaður á rétt á því að tjá sig um tilefni áminningar í viðurvist trúnaðarmanns. Vinnuveitandi skal kynna honum þann rétt.

Áminning skal vera skrifleg. Í áminningu skal tilgreina tilefni hennar og þá afleiðingu að bæti starfsmaður ekki ráð sitt verði honum sagt upp. Ber að veita starfsmanni tíma og tækifæri til þess að bæta ráð sitt áður en gripið er til uppsagnar.

Ekki er skylt að veita starfsmanni áminningu og kost á að tjá sig um ástæður uppsagnar áður en hún tekur gildi, ef tilefni uppsagnar er ekki rakið til starfsmannsins sjálfs, s.s. vegna hagræðingar í rekstri stofnunar eða fyrirtækis. Ekki er þó skylt að veita áminningu ef uppsögn má rekja til ástæðna sem raktar eru í 3.-5. mgr. gr. 11.1.6.1 (ákvæðin fjalla um brottvikningu ef starfsmaður hefur brotið gegn 68. gr. almennra hegningarlaga eða orðið uppvís að grófu broti í starfi sjá nánar hér.)

Vinnuveitandi skal upplýsa starfsmann um rétt hans til að leita aðstoðar trúnaðarmanns og/eða stéttarfélags í tengslum við meðferð mála samkvæmt þessari grein.


Tengsl áminningar og reynsluráðningar

Almennt er viðurkennt samkvæmt dómaframkvæmd að opinberum atvinnurekendum sé heimilt að segja upp starfsmönnum á reynslutíma án þess að gæta að þeim reglum sem gilda um áminningu þrátt fyrir að tilefni uppsagnar sé af þeim toga. Reynslutími ráðningar getur verið 3-6 mánuðir samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga BSRB en algengast er að hann sé þrír mánuðir. Jafnframt er einnig algengast að ráðningarsamningar og kjarasamningar félagsmanna BSRB tilgreini að uppsagnarfrestur á fyrstu þremur mánuðum í starfi, eða á reynslutíma, sé þrír mánuðir.

Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 378/2004 var fjallað um uppsögn á ráðningarsamningi starfsmanns á reynslutíma. Tilkynnt var um uppsögnina tveimur og hálfum mánuðum eftir að hann hóf störf en samkvæmt ráðningarsamningi var reynslutími ráðningar þrír mánuðir. Ástæða uppsagnar var þar að atvinnurekandi taldi að leitt hefði verið í ljós að þau verkefni sem fylgdu starfinu væru að verulegu leyti þess eðlis að þekking og reynsla starfsmannsins kæmu ekki að haldi. Þær ástæður uppsagnar eru þess eðlis að atvinnurekanda ber að gæta að reglum sem gilda um áminningu og var uppsögninni af þeim ástæðum mótmælt af lögmanni starfsmannsins. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að með hliðsjón af dómafordæmum og orðalagi ráðningarsamnings aðila er ljóst að samningurinn gerði ráð fyrir þriggja mánaða reynslutíma. "Þennan reynslutíma nota bæði vinnuveitandi og starfsmaður til þess að athuga alla þætti starfsins, faglega þætti sem aðra. Eðli máls samkvæmt er hvorum aðila um sig á reynslutíma heimilt að segja ráðningarsamningi upp með samningsbundnum uppsagnarfresti án þess að tilgreina ástæður." Enn fremur taldi Hæstiréttur að atvinnurekandi hefði tilgreint ákveðnar ástæður uppsagnar sem að loknum reynslutíma kynnu að falla undir ákvæði laganna sem fjallar um áminningu í starfi. En þar sem um reynslutíma væri að ræða hefði atvinnurekandi heimild til að segja starfsmanninum upp án þess að tilgreina ástæður uppsagnar. Það hefði ekki áhrif á þá niðurstöðu að atvinnurekandi hafi tiltekið ástæður fyrir uppsögninni sem kynnu að falla undir skyldu til áminningar og jafnframt hafi atvinnurekanda ekki verið skylt að gefa starfsmanni kost á að tjá sig áður en til uppsagnar kom.

Sjá einnig dóma Hæstaréttar í málum nr. 296/1999 og nr. 131/2001.

 

Tengsl áminningar og tímabundinnar ráðningar

Almennt verður tímabundinni ráðningu ekki sagt upp á samningstímanum. Heimild til uppsagnar á tímabundnum ráðningarsamningum er því eingöngu til staðar ef sérstaklega hefur verið samið um það milli atvinnurekanda og starfsmanns. Ef heimild er til uppsagnar samkvæmt tímabundnum ráðningarsamningi bera stjórnvöld sömu skyldur gagnvart starfsmanni og ef hann væri ótímabundið ráðinn. Í því felst að opinber atvinnurekandi vill segja upp tímabundinni ráðningu á grundvelli ástæðna sem má rekja til starfsmannsins sjálfs, þ.e. eru atvik eða hegðun sem starfsmaðurinn getur bætt úr, er áminning nauðsynlegur undanfari lögmætrar uppsagnar.

Dæmi þar um er dómur Hæstaréttar nr. 105/2000. Málið varðaði framhaldsskólakennara sem var tímabundið ráðinn til eins árs. Þegar samningstíminn var tæplega hálfnaður tilkynnti skólameistari kennaranum að ráðningarsamningnum yrði rift. Ljóst var að ástæður uppsagnar væru að skólameistari teldi kennarann ekki valda starfi sínu. Hæstiréttur taldi að uppsögnin félli samkvæmt þessu undir 21. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt skýru ákvæði 44. gr. laganna hefði því skólameistara borið að veita kennara skriflega áminningu áður en gripið væri til uppsagnar og gefa henni kost á að bæta ráð sitt. Ekki var fallist á það að 44. gr. laganna ætti ekki við þegar um tímabundinn ráðningarsamning væri að ræða. Niðurstaða Hæstaréttar var því sú að uppsögnin væri ólögmæt og kennaranum voru dæmdar bætur.

Helstu þættir

 • Meðferð persónuupplýsinga

  Persónuupplýsingar verða ekki notaðar í neinum öðrum tilgangi en þeirra er aflað.

  BSRB áskilur sér rétt til að deila persónuupplýsingum með aðilum sem koma að tæknilegu viðhaldi eða greiðsluþjónustu (slíkir aðilar kallast héðan í frá einu nafni „þriðju aðilar“) að því marki sem nauðsynlegt er svo bandalagið geti innt þjónustu sína af hendi.

  Dæmi um slíka þriðju aðila eru vinnuveitendur félagsmanna aðildarfélaga BSRB. En þeir senda mánaðarlega skilagreinar til BSRB þar sem fram kemur fjárhæð greiddra félagsgjalda félagsmanna til síns stéttarfélags sem á aðild að BSRB. Bandalagið ábyrgist að nota þessar upplýsingar eingöngu í bókhaldslegum tilgangi og til að tryggja réttindi félagsmanna aðildarfélaga. Upplýsingar um skilagreinar verða varðveittar án tímatakmarka. Um er að ræða að lágmarki nafn og kennitölu launamanns, nafn og kennitölu launagreiðanda og skilatímabil.

  Aðildarfélög bandalagsins geta leitað lögfræðiráðgjafar hjá BSRB vegna réttindamála félagsmanna sinna. Vegna ráðgjafarinnar er iðulega óskað eftir ráðningarsamningi, launaseðlum og öðrum skriflegum gögnum þegar slíkt er nauðsynlegt. Félagsmaðurinn sækir viðkomandi upplýsingar sjálfur og afhendir sínu stéttarfélagi og veitir samþykki fyrir því að leitað verði aðstoðar lögfræðings BSRB ef félagið svo kýs. Félagsmenn aðildarfélaga BSRB eiga sínar persónuupplýsingar og hafa einir aðgang að þeim ásamt starfsfólki BSRB og þess stéttarfélags sem viðkomandi á aðild að.

 • Eyðing persónuupplýsinga

  Meginreglan er sú að persónuupplýsingum verði eytt þegar þeirra er ekki þörf lengur en í síðasta lagi við lok þess almanaksárs þegar sjö ár eru liðin frá öflun þeirra. Iðgjaldasaga félagsmanns auk upplýsinga um aðstoð í kjaramálum eru aftur á móti undantekningar og verða slíkar upplýsingar varðveittar lengur en þó þannig að upplýsingarnar séu ekki persónugreinanlegar þegar þess er kostur. Öllum upplýsingum sem aflað er í sambandi við slík mál, t.d. launaseðlum og tímaskriftum, verður þó eytt í samræmi við meginregluna.

 • Vefhegðun og skráning á póstlista

  Þegar notendur heimsækja vefsvæði BSRB kann bandalagið að safna tæknilegum upplýsingum um notkun þeirra, t.d. um tegund vafra, hvaða vefsíður notendur heimsækja á vefnum, tímann sem notendur verja á vefnum o.s.frv. Í þeim tilvikum sem persónuupplýsingar eru skráðar skuldbindum við okkur til að varðveita þær upplýsingar á öruggan hátt.

  Á vef BSRB er boðið upp á skráningu á póstlista bandalagsins. Þeir sem hafa áhuga á því að skrá sig þurfa einungis að gefa upp gilt netfang. Póstlisti bandalagsins er notaður til að senda fréttabréf BSRB og aðrar upplýsingar sem við teljum mikilvægt að koma á framfæri við félagsmenn og aðra sem vilja fylgjast með starfsemi okkar.

  Netföng sem skráð hafa verið á póstlista BSRB eru aldrei send utanaðkomandi aðilum né eru þau notuð í öðrum tilgangi en lýst hefur verið hér að ofan. Í öllum póstum sem sendir eru á póstlistann er hlekkur þar sem hægt er að afskrá netfang af póstlistanum.

 • Upplýsingar til þriðja aðila og bókhaldsgögn

  BSRB mun ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja persónuupplýsingar til þriðja aðila nema slíkt sé skylt samkvæmt lögum eða samkvæmt beiðni félagsmanns.

  Bókhaldsgögn eru geymd í samræmi við lög og reglur um færslu bókhalds og varðveislu þess. Að þeim tíma liðnum er þeim eytt, að undanskildum upplýsingum á skilagreinum sem er ekki eytt.

 • Tölfræðilegar samantektir

  BSRB áskilur sér rétt til að útbúa tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar upplýsingar sem án alls vafa eru ekki persónugreinanlegar og notfæra okkur þær í starfi bandalagsins, til dæmis fyrir ársskýrslu BSRB og á fundum á vegum bandalagsins.

 • Ábyrgð og aðgangur að persónugreinanlegum upplýsingum

  BSRB ber ábyrgð á því að skráning, varðveisla og meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við gildandi lög. Allar upplýsingar sem félagsmenn aðildarfélaga BSRB láta bandalaginu í té eða upplýsingar sem BSRB sækir með þeirra leyfi til þriðja aðila eru eingöngu sóttar í þeim tilgangi að hægt sé að veita þeim þá þjónustu sem þeir eiga rétt á.

  Bandalagið veitir þér aðgang og afrit að gögnum í hvaða tilgangi sem er, þ.m.t. til að leiðrétta gögn ef þau eru ónákvæm eða eyða gögnum ef bandalaginu ber ekki skylda til að varðveita þau lögum samkvæmt. Beiðni um slíkt gæti þó verið hafnað ef um er að ræða tilvik sem telst vera lítilvægt eða tilefnislaust. Beiðnir um aðgang, leiðréttingu eða eyðingu má senda á netfangið bsrb@bsrb.is.

 • Lög og lögsaga

  Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt.

 • Breytingar persónuverndarstefnu og tengiliðaupplýsingar

  BSRB áskilur sér rétt til þess að breyta og uppfæra persónuverndarstefnu þessa hvenær sem er. Tilkynnt verður sérstaklega um allar slíkar breytingar á heimasíðu BSRB.

  Ef þú óskar eftir nánari upplýsingum varðandi persónuverndarstefnu BSRB skaltu hafa samband við skrifstofu BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. Sími: 525-8300. Netfang: bsrb@bsrb.is.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?