Skoðun

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingar hjá ASÍ

Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda

Yfir helmingur kvenna í hópi innflytjenda starfar í ferðaþjónustu, framleiðslu og leigustarfsemi og ýmissri sérhæfðri þjónustu, eins og t.d. ræstingarstörfum þar sem aðfluttar konur eru í miklum meirihluta. Um 15% innflytjendakvenna starfa í þessum atvinnugreinum samkvæmt óbirtri greiningu Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins upp úr Stöðu launafólks á Íslandi 2025.
Lesa meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingar hjá ASÍ

Konur á örorku

Hærri tíðni örorku hjá konum en körlum gefur því vísbendingar um að kynjamisrétti hafi veruleg heilsufarsleg áhrif á konur og skerði þar með lífsgæði þeirra og afkomumöguleika.
Lesa meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingar hjá ASÍ

Kynbundið ofbeldi

Kröfur Kvennaárs snúa m.a. að því að endurskoða lög um nauðganir og kynferðisbrot og stórauka fræðslu dómara, ákærenda og lögreglu um kynbundið ofbeldi og afleiðingar þess. Kröfurnar endurspegla þann raunveruleika að fjórðungur kvenna verður fyrir kynferðisofbeldi, mun lægra hlutfall brotanna kemur inn á borð lögreglu og enn færri mál til dómstóla. Án breytinga erum við að viðhalda heimsfaraldri kynbundins ofbeldis.
Lesa meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ

Kyn­bundinn munur í tekjum á efri árum

Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði endurspeglast í kynbundnum mun í tekjum á efri árum. Launamunur, umönnunarábyrgð og vanmat á störfum kvenna hafa áhrif á tekjur kvenna út ævina og leiða til minni lífeyrisréttinda, séreignarsparnaðar og lægri fjármagnstekna. Þegar breytingar eru gerðar á almannatryggingakerfinu eða réttindum í lífeyrissjóðum er mikilvægt að huga að því að þær leiði ekki til enn frekari tekjumunar karla og kvenna.
Lesa meira