Ofbeldi í nánum samböndum
Kallað er eftir aðgerðum til að uppræta stafrænt ofbeldi gegn konum og stúlkum, sem er ein útbreiddasta birtingarmynd ofbeldis í heiminum í dag. Ein af kröfum Kvennaárs er að lög um nauðganir og önnur kynferðis- og kynbundin ofbeldisbrot verði endurskoðuð til að fanga betur brot í netheimum og á samskiptamiðlum.