Húsnæðismál

Öruggt húsnæði, hvort sem um er að ræða leiguhúsnæði eða séreign, eru mannréttindi. Brýn nauðsyn er að bregðast við framboðsskorti og tryggja þarf öllum húsnæði á jafnréttisgrundvelli.

Það á að vera forgangsverkefni stjórnvalda að húsnæðiskostnaður verði lækkaður og tryggt verði nægilegt framboð á húsnæði svo að fólk hafi raunverulegt val um hvort það eigi eða leigi húsnæði. Stefna stjórnvalda í húsnæðismálum verður að byggja á því að húsnæðiskostnaður verði ekki meiri en þriðjungur af ráðstöfunartekjum og vaxtakjör fasteignalána verði viðráðanleg. Vaxtakjör hér á landi eiga að vera sambærileg við vaxtakjör hjá nágrannalöndum okkar.

Auka verður stofnframlög til félaga sem hafa það að langtímamarkmiði að byggja, eiga og hafa umsjón með leiguhúsnæði og eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Reisa verður húsnæði sem miða sérstaklega að þörfum leigjenda. Sérstaklega ódýrara og hagkvæmara húsnæði víða um land. Hentugt leiguhúsnæði myndi stuðla að því að leigumarkaðurinn verði hagkvæmari valkostur en hingað til og þannig stuðla að því að gera leiguformið að raunverulegum valkosti í búsetumálum á Íslandi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?