Lífeyrismál

Lífeyriskerfi Íslendinga stendur á sterkum grunni byggðum á þremur stoðum: Opinberu almannatryggingakerfi, atvinnutengdum lífeyrissjóðum með skylduaðild og frjálsum lífeyrissparnaði. Styrkur íslenska kerfisins felst að stórum hluta í sjóðsöfnun en með því er átt við að eignir eru lagðar fyrir jafnóðum og réttinda er aflað til greiðslu lífeyris síðar. BSRB leggur ríka áherslu á að þessu fyrirkomulagi verði ekki hróflað.

BSRB krefst þess að dregið verði verulega úr tekjutengingu almannatrygginga og lífeyrisgreiðslna. Mikilvægt er að launafólk sem greitt hefur í lífeyrissjóði alla starfsævina sjái þess stað í afkomu sinni þegar kemur að starfslokum.

BSRB krefst þess að þær stéttir sem þurfa að hætta að vinna fyrr, til dæmis vegna álags í starfi, fái rétt til snemmtöku lífeyris sem fjármagnað verður sérstaklega með hærra mótframlagi atvinnurekanda í lífeyrissjóð. BSRB fer einnig fram á að alþingi breyti lögum og lagi útfærslu varúðarsjóðs A-deildar til samræmis við samkomulag um lífeyrismál frá 16. september 2016.

Meðferð tilgreindrar séreignar hjá lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna verði í samræmi við meðferð hennar á almennum vinnumarkaði.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?