Allir foreldrar á vinnumarkaði eiga rétt til fæðingar- og foreldraorlofs. Það á jafnt við foreldra sem eru starfsmenn eða þá sem eru sjálfstætt starfandi. Foreldrar utan vinnumarkaðar og foreldrar í námi eiga rétt til fæðingarstyrks, sbr. 1. gr. laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof (fæðingarorlofslög).
Helstu markmið laganna er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf, sbr. 2. gr. fæðingarorlofslaga.
Fæðingarorlofssjóður annast greiðslur til foreldra sem njóta réttinda til greiðslna í fæðingarorlofi en á vef sjóðsins má nálgast upplýsingar um fæðingarorlof, s.s. reiknivél fyrir útreikning á greiðslum frá sjóðnum.