Umhverfismál

Umhverfisvernd og sjálfbær nýting auðlinda þarf að njóta öflugs stuðnings stjórnvalda, verkalýðshreyfingarinnar, atvinnulífsins og alls almennings.

Tryggja þarf að auðlindir landsins verði í almannaeigu og aðgangur allra að hreinu drykkjarvatni sé tryggður.

Tryggja þarf að nýting náttúruauðlinda verði sjálfbær og að sem víðtækust sátt ríki um nýtingu þeirra.

BSRB telur mikilvægt að tryggja að allt grunnvatn sé í almannaeigu og afnema vatnalögin frá 2011 sem vinna gegn því markmiði.

BSRB vill vera umhverfisvænt bandalag bæði í orði og á borði og skuldbindur sig til þess að vinna með markvissum hætti að innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í umhverfismálum. Þá skuldbindur bandalagið sig til að hafa umhverfissjónarmið ávallt að leiðarljósi í sínu starfi.

BSRB mun beina áherslum sínum til stjórnvalda, atvinnurekenda og síðast en ekki síst aðildarfélaganna með samstarfi og öflugu fræðslustarfi.

Bandalagið leggur áherslu á að atvinnurekendur geri starfsfólki kleift að nota vistvæna samgöngumáta á leið í og úr vinnu og í vinnutíma, til dæmis með því að bjóða starfsfólki samgöngustyrki og/eða aðgang að vistvænum farartækjum.

BSRB gerir þær kröfur að atvinnurekendur sjái til þess að starfsfólk búi við umhverfisvænar vinnuaðstæður í starfi sínu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?