Umhverfismál

Umhverfisvernd og sjálfbær nýting auðlinda þarf að njóta öflugs stuðnings stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og atvinnulífs.

Tryggja þarf að auðlindir landsins verði í almannaeigu og aðgangur allra að hreinu drykkjarvatni sé tryggður.

Tryggja þarf að nýting náttúruauðlinda verði sjálfbær og að sem víðtækust sátt ríki um nýtingu þeirra.

Standa þarf vörð um almannarétt fólks til að ferðast frjálst um landið. Tryggja þarf fjármagn til uppbyggingar ferðamannastaða sem geti að einhverju leyti orðið á kostnað ferðamanna.

BSRB leggur áherslu á að atvinnurekendur hvetji starfsfólk til að nota vistvæna samgöngumáta á leið í og úr vinnu, t.d. með því að bjóða starfsfólki samgöngustyrki.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?