Aðalfundur BSRB

Aðalfundur BSRB er haldinn fyrir 1. júní ár hvert en heimilt að boða til aukafundar ef þörf krefur. Aðalfund BSRB sitja formenn allra aðildarfélaga bandalagsins sem fulltrúar fyrstu 400 félagsmanna síns félags. Félögin kjósa einn viðbótarfulltrúa fyrir hverja 400 félaga til viðbótar umfram það.

Á aðalfundi er meðal annars farið yfir skýrslu stjórnar, reikninga bandalagsins og fjárhagsáætlun. Þá samþykkir fundurinn framkvæmdaáætlun til næsta aðalfundar.

Samkvæmt lögum BSRB skal dagskrá aðalfundar vera eftirfarandi:

  1. Kosning fundarstjóra og ritara
  2. Skýrsla stjórnar og reikningar BSRB
  3. Framkvæmdaáætlun til næsta aðalfundar
  4. Aðildarumsóknir
  5. Ákvörðun aðildargjalds
  6. Fjárhagsáætlun lögð fram til staðfestingar
  7. Reglugerð um gæðaviðmið
  8. Kjör skoðunarmanna reikninga
  9. Önnur mál

 

Skýrslur stjórnar má finna undir flipanum Útgefið efni.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?