Fjölmiðlatorg

BSRB í hnotskurn

BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Bandalagið hét áður Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, en heitir nú einfaldlega BSRB eftir breytingu á lögum þess haustið 2015. BSRB var stofnað 14. febrúar 1942. Hlutverk BSRB er að fara með forystu í hagsmuna- og réttindabaráttu starfsmanna í almannaþjónustu hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Þá er það hlutverk bandalagsins að stuðla að bættu velferðarsamfélagi.

 

Stjórnendur

 

Merki (logo) BSRB

BSRB stóð fyrir samkeppni um nýtt merki bandalagsins árið 1968. Tillaga þeirra Hilmars Sigurðssonar og Þrastar Magnússonar, sem saman ráku auglýsingastofuna Argus, varð hlutskörpust. Merkið er byggt í hring, sem vísar í stöðu BSRB sem bandalags stéttarfélaga sem standa saman, og sýnir tengsl á sterkan og eftirminnilegan hátt. Undir eru svo stafir bandalagsins.

Hægt er að hlaða niður merki BSRB á eftirfarandi sniðum: PDF (vektor-skjal), PNG, PSD og TIF.

 

Myndir

Fjölmiðlum er heimilt að nota myndirnar hér að neðan með fréttum sem tengjast myndefninu. Vinsamlegast athugið að önnur not á myndunum eru ekki heimil án skriflegs leyfis frá BSRB.

  • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB [Mynd 1] [Mynd 2] [Mynd 3] [Mynd 4]
  • Þórarinn Eyfjörð, 1. varaformaður BSRB [Mynd]
  • Arna Jakobína Björnsdóttir, 2. varaformaður BSRB [Mynd]
  • Húsnæði BSRB, Grettisgata 89 [Mynd 1]
  • Formannaráð BSRB [Mynd]
  • Stjórn BSRB [Mynd]

 

Gagnlegir hlekkir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?