Baráttudagur launafólks 1. maí

Stéttarfélög um allt land standa fyrir kröfugöngum og baráttufundum á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí.

Loksins getum við fagnað þessum merkisdegi saman í raunheimum eftir tveggja ára hlé frá kröfugöngum og baráttufundum vegna heimsfaraldurs og við hvetjum félagsmenn til að taka þátt á sínu heimasvæði.

Yfirskrift dagsins þessu sinni er „Við vinnum."

BSRB tekur þátt í kröfugöngu í Reykjavík og býður gestum og gangandi í baráttukaffi í BSRB-húsinu á Grettisgötu að göngu lokinni.

Hér að neðan má finna dagskrá baráttufunda og kröfuganga um allt land út frá upplýsingum sem að ASÍ og BSRB hefur borist. 

Við hjá BSRB sendum ykkur baráttukveðjur og hlökkum til að sjá ykkur!

Reykjavík
Safnast saman á Hlemmi kl. 13:00

Kröfugangan leggur af stað kl. 13:30. Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila í göngunni og á Ingólfstorgi.

Útifundur á Ingólfstorgi Kl. 14:10, fundarstjóri Þórhildur Þorkelsdóttir.

Þórarinn Eyfjörð formaður Sameyki heldur ræðu

Drífa Snædal, forseti ASÍ flytur ávarp

Una Torfa og Bubbi Morthens flytja tónlist.

Kórar og fundarmenn syngja Maístjörnuna

„Internationallinn“ sunginn og leikinn

Baráttukaffi hjá stéttarfélögunum að fundi loknum

VR er með fjölskylduhlaup á Klambratúni Kl. 11:30 og verkalýðskaffi í anddyri Laugardalshallarinnnar eftir útifundinn, kl. 14:30.

Félagsmönnum aðildarfélaga hjá Húsi Fagfélaganna: 2F (Rafiðnaðarsamband Íslands, Byggiðn – Félag byggingarmanna, FIT(Félag iðn- og tæknigreina), MATVÍS og Samiðn) er boðið í 1. maí kaffi að kröfugöngu lokinni en kaffið hefst kl 14:00 að stórhöfða 29-31. (gengið inn Grafvarvogsmegin)

Félagsmönnum aðildarfélaga BSRB, gestum og gangandi er boðið í 1. maí kaffi að kröfugöngu lokinni að Grettisgötu 89.

Hafnarfjörður
Baráttutónleikar Verkalýðsfélagsins Hlífar og STH (Starfsmannafélags Hafnarfjarðar) verða haldnir í Bæjarbíói, kl. 15:00.

Fram koma þrjú af stóru nöfnunum í íslensku tónlistar og skemmtanalífi í dag, Sóli Hólm, Bríet og Bjartmar Guðlaugsson.

Frítt er inn á meðan húsrúm leyfir. Einnig verður boðið upp á léttar veitingar, gosdrykki, kaffi og sælgæti.

Húsið opnar kl. 14:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega.


Akranes
Verkalýðsfélag Akraness, VR, FIT Félag iðn- og tæknigreina, Sameyki, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands

standa fyrir dagskrá á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí.

Safnast verður saman við Þjóðbraut 1, kl. 14:00 og gengin kröfuganga að hátíðarsal eldri borgara á Dalbraut þar sem hátíðardagskrá hefst.

Ræðumaður dagsins: Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS

Kvennakórinn Ymur syngur nokkur lög

Boðið verður upp á kaffihlaðborð

Bíósýningar verða fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 13:00 og 16:00 (foreldrar þurfa að nálgast rafrænan frímiða á vlfa.is)

Stykkishólmur
Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir dagskrá á Hótel Stykkishólmi.

Dagskráin hefst á Hótel Stykkishólmi kl. 13:30

Kynnir: Helga Hafsteinsdóttir, Kjölur

Ræðumaður: Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar

Tónlistaratriði úr Tónlistarskóla Stykkishólms

Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Kaffiveitingar

Grundarfjörður
Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir dagskrá í Samkomuhúsinu.

Dagskráin hefst í Samkomuhúsinu kl. 14.30

Kynnir: Garðar Svansson, Sameyki

Ræðumaður: Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar

Tónlistaratriði úr Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Kaffiveitingar að hætti Gleym-mér-ei

 

Snæfellsbær
Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir dagskrá í Klifi.

Dagskráin hefst í Klifi kl. 15.30

Kynnir: Vignir Smári Maríasson, Verkalýðsfélagi Snæfellinga

Ræðumaður: Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar

Tónlistaratriði úr Tónlistarskóla Snæfellsbæjar

Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Kaffiveitingar að hætti eldri borgara

 

Borgarnes
Stéttarfélag Vesturlands og Kjölur standa fyrir hátíðar- og baráttufundi sem hefst í Hjálmakletti, Borgarnesi kl. 14:00

Hátíðin sett. Signý María Völundardóttir syngur. Nemendur úr tónlistarskóla Borgarfjarðar flytja tónlist.

Ávarp. Söngfjölskyldan úr Kveldúlfsgötunni, Theódóra, Olgeir Helgi og Sigríður Ásta koma fram.

Internasjónallinn sunginn.

Félögin bjóða samkomugestum í súpu og brauð að fundi loknum. Foreldrar og nemendur 9.bekkjar GB sjá um veitingar.

Kvikmyndasýning fyrir börn verður í Óðali kl 13:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasvala. (Athugið aðeins þessi eina sýning)

 

Búðardalur
Stéttarfélag Vesturlands, Kjölur og Sameyki standa saman að samkomu í Dalabúð kl.14.30

Skemmtiatriði: Elísabet Ormslev, söngkona og Tónlistarskóli Auðarskóla.

Gestum er boðið uppá kaffiveitingar.

 

Ísafjörður
Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu kl. 14:00 með Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar í fararbroddi

Hátíðardagskrá í Edinborg

Ræðumaður dagsins: Finnbogi Sveinbjörnsson

Tónlistaratriði: Bergþór Pálsson syngur við undirleik Gylfa Ólafssonar

Dansatriði – Börn dansa ballet

Pistill dagsins: Albert Eiríksson

Dansatriði – Rósanna dansar magadans

Súpa í boði 1. maí nefndar í Edinborgarhúsinu að hátíðarhöldum loknum

Bíó fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og kl. 16:00 - Ævintýri Pílu

Bíó fyrir eldri í Ísafjarðarbíói kl. 20:00 – Allra síðasta veiðiferðin

 

Patreksfjörður
Bíó fyrir börn kl. 16:00 - Ævintýri Pílu

 

Suðureyri
Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14:00

Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar

Hátíðardagskrá í Félagsheimili Súgfirðinga

Kaffiveitingar – 1. maí ávarp - Söngur og hljóðfæraleikur

 

Bolungarvík
Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur býður í kaffi og meðlæti. Kl. 15:00 7. og 8. bekkur grunnskóla Bolungarvíkur sér um kaffiveitingarnar.

Hrund Karlsdóttir, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur flytur ávarp.

Tónlistaskóli Bolungarvíkur sér um tónlist og söng

Hjörtur Traustason og Bjarki Einarsson taka nokkur lög.

 

Akureyri
Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl.13:30 en hálftíma síðar verður lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar

Hátíðardagskrá í Menningarhúsinu Hofi að lokinni kröfugöngu

Finnur Víkingsson, formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ flytja ávörp.

Kaffiveitingar að lokinni dagskrá

Vilhjálmur Bragason stýrir dagskránni - Söngur og gleði með gestum úr Hárinu ásamt Ívari Helgasyni.

 

Fjallabyggð
Dagskrá í Fjallabyggð verður í sal félaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði frá kl. 14:30 til 17:00

Ávarp frá 1. maí nefnd stéttarfélaganna

Kaffiveitingar

 

Húsavík
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum bjóða til hátíðarhalda í íþróttahöllinni kl. 14:00

Ræðumenn: Ósk Helgadóttir, varaformaður og Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar

Elísabet Helgadóttir og Kristján Helgason flytja Maístjörnuna.

Stefán Jakobsson tekur lagið og fer með gamanmál.

Einar Óli syngur nokkur lög.

Jónas Þór og Arnþór verða með tónlistar og skemmtiatriði.

Tónasmiðjan býður til veislu.

 

Þórshöfn
Verkalýðsfélag Þórshafnar býður öllum frítt í Íþróttamiðstöðina.

Kaffi og veitingar eru einnig í boði verkalýðsfélagsins.

 

Vopnafjörður
Hátíðardagskrá í Félagsheimilinu Miklagarði á mill kl. 12:00-13:00

Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins.

Ræðumaður: Sigríður Dóra Sverrisdóttir

 

Borgarfjörður eystri
Hátíðardagskrá í Álfheimum á mill kl. 12:00-13:00

Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins.

Ræðumaður: María Von Pálsdóttir

 

Seyðisfjörður
Hátíðardagskrá í Félagsheimilinu Herðubreið á mill kl. 12:00-13:00

Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins.

Ræðumaður: Auður Ingibjörg Brynjarsdóttir

 

Egilsstaðir
Hátíðardagskrá á Hótel Héraði á mill kl. 12:00-13:00

Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins.

Ræðumaður: Bergsteinn Brynjólfsson

 

Reyðarfjörður
Hátíðardagskrá í Safnaðarheimilinu á mill kl. 12:00-13:00

Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins.

Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

 

Eskifjörður
Hátíðardagskrá í Melbæ á mill kl. 12:00-13:00

Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins.

Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson

 

Neskaupstaður
Hátíðardagskrá í Hótel Hildibrand á mill kl. 12:00-13:00

Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins.

Ræðumaður: Ásdís Helga Jóhannsdóttir

 

Fáskrúðsfjörður
Hátíðardagskrá í Glaðheimum á mill kl. 12:00-13:00

Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins.

 

Stöðvarfjörður
Hátíðardagskrá í Grunnskólanum Stöðvarfirði á mill kl. 12:00-13:00

Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins.

Ræðumaður: Sverrir Kristján Einarsson

 

Breiðdalsvík

Hátíðardagskrá á Hamar kaffihúsi á mill kl. 12:00-13:00

Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins.

Ræðumaður: Sif Kjartansdóttir

 

Djúpavogur
Hátíðardagskrá á Hótel Framtíð á mill kl. 12:00-13:00

Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins.

Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

 

Hornafjörður
Hátíðardagskrá á Z Bistro á mill kl. 12:00-13:00

Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins.

Ræðumaður: Sigurður Einar Sigurðsson

 

Selfoss
Kröfuganga frá Austurvegi 56 kl. 11:00. Félagar í Sleipni fara fyrir göngunni.

Ræðumenn: Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS og Jóhannes Torfi Torfason, Nemi í ML.

Tónafljóð verður með barnaskemmtun og Guðrún Árný flytur nokkur lög.

Veitingar í boði stéttarfélaganna á Hótel Selfossi

 

Vestmannaeyjar
1. maí verður verður haldinn hátíðlegur í AKÓGES

Húsið opnar kl. 14:00

Kaffi samsæti frá 14:30

Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja sjá um tónlistaratriðin.

 

Reykjanesbær
Stéttarfélögin á svæðinu bjóða félagsmönnum og öðrum í heimsókn á skrifstofur félaganna til að kynna sér starfsemina í tilefni dagsins. Opið hús verður í Krossmóa 4, 4. Hæð milli kl. 14 – 16 þar sem boðið verður upp á kaffi, léttar veitingar og spjall.

 

Grindavík
Verkalýðsfélag Grindavíkur verður með opið hús í Gjánni að Austurvegi 5, frá kl. 15 – 17 þar sem boðið verður upp á kaffi og meðlæti.




Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?