Árangurslaust samtal við SNS

Fundur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag skilaði ekki árangri. Ekki hefur verið boðaður annar fundur í ljósi þess hversu langt ber á milli deiluaðila.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir það vonbrigði að samtalið við Samband íslenskra sveitarfélaga hafi ekki skilað meiri árangri í dag en raun ber vitni.

„Það er auðvitað mjög mikilvægt að sé talsamband milli aðila, og gott að Samband íslenskra sveitarfélaga sýni einhvern samningsvilja. En upphafstilboðið gengur ekki nógu langt auk þess að það tekur ekki á þessari grundvallar mismunum á launum starfsfólks sveitarfélaganna. Í þessari viku leggja um 1500 starfsmenn sveitarfélaganna niður störf í tíu sveitarfélögum og aukinn skriðþungi færist í aðgerðirnar fram á sumar. Svo sveitarfélögin verða að gera betur.“

Hægt er að sjá uppfært yfirlit yfir verkfallsaðgerðir BSRB hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?