Samkomulag um fjarvinnu og réttinn til að aftengjast

Í dag skrifuðu evrópsk verkalýðsfélög og vinnuveitendur undir áætlun um fjarvinnu og réttinn til að aftengjast. Um lagalega bindandi samkomulag er að ræða og var það undirritað í viðurvist varaforseta Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins.

Samkomulög sem þessi, milli verkalýðsfélaga og vinnuveitenda, eru grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi. Þetta samkomulag sýnir fram á sameiginlegan metnað til að takast á við sumar af stærstu áskorunum sem blasa við launafólki og fyrirtækjum í dag,” sagði Luca Visentini, framkvæmdarstjóri ETUC - evrópska verkalýðssambandsins.

 

 

 

 

 


Áætlunin samanstendur af sex meginþáttum:

Fjarvinna og réttur til að aftengjast

Farið verði yfir rammasamning um fjarvinnu (2002) og hann uppfærður og innleiddur sem tilskipun Evrópusambandsins. Með þessu taka aðilar vinnumarkaðarins í Evrópu stórt skref í mótun framtíðarvinnumarkaðarins.

 

Græn umskipti

Rammasamkomulag ætlað að tryggja réttlát græn umskipti á vinnumarkaði með viðeigandi opinberri fjármögnun og fjárfestingu. Áhersla er lögð á að skapa ný, góð og græn störf og auka stuðning við launafólk og fyrirtæki á meðan aðlögun stendur yfir.

 

Atvinna ungmenna

Sameiginleg yfirlýsing gefin út í framhaldi af „Framework of Actions on Youth Employment“ til að kanna áskoranir og tækifæri til að auðvelda ungu fólki að fá atvinnu.

 

Persónuvernd og eftirlit

Haldin verði málstofa og gefnar út sameiginlegar leiðbeiningar um vinnustaðaeftirlit og eftirlitstækni með það að markmiði að aðilar vinnumarkaðarins séu upplýstir um þróun og hafi vettvang til að skiptast á skoðunum með tilliti til kjarasamninga.

 

Færni til framtíðar

Málstofa sett á laggirnar til að fylgja eftir sameiginlegum rannsóknarverkefnum til að auka aðgang launafólks að þjálfun og þátttöku á vinnumarkaði. Verkfæri verði þróuð fyrir aðila vinnumarkaðarins til að greina misræmi og/eða skort á færni.

 

Getuuppbygging

Skilvirkni uppbyggingaverkefna* (e. capacity building projects) könnuð og hindranir við innleiðingu rammasamninga aðila vinnumarkaðrins greindar.

*Eurofound skilgreinir getuuppbyggingu sem uppbyggingu á færni, getu og styrk aðila vinnumarkaðarins til virkar þátttöku á mismunandi stjórnsýslustigum þegar kemur að opinberri stefnumótun, kjarasamningsgerð, tvíhliða samráði og hagsmunagæslu. Markmið getuuppbyggingar er að stuðla að stofnanaumhverfi þar sem samráð og þekking skilar sér í bættri löggjöf, stefnu og samskiptum.

 






Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?