Félag flugmálastarfsmanna undirritar kjarasamning

Nýr kjarasamningur FFR við SA/Isavia var undirritaður þann 3. mars 2023.

Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst kl. 08:00 miðvikudaginn 8. mars 2023 og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 12. mars 2023. Niðurstöður atkvæðagreiðslu verða kynntar á hádegi mánudaginn 13. mars 2023.

Samninganefnd FFR heldur eftirfarandi kynningarfundi um samninginn fyrir félagsmenn, auk símafunda með starfsmönnum á landsbyggðini:

• Mánudagur 6. mars kl. 11:00 hjá flugvallarþjónustu á Keflavíkurflugvelli (í þjónustuhúsi 2. hæð).

• Mánudagur 6. mars kl. 16:30 í flugstöð Leifs Eiríkssonar (Eiríksstaðir).

• Mánudagur 6. mars kl. 19:30 í húsi BSRB Grettisgötu 89, 105 Reykjavík (salur á 1. hæð inn af matsal).

• Þriðjudagur 7. mars kl. 09:30 á Egilsstöðum.

• Þriðjudagur 7. mars kl. 16:00 á Akureyri.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?