Fjallað um álag og kulnun á málþingi BSRB

Málþingið fer fram föstudaginn 15. febrúar.

Álag í starfi og kulnun hafa verið mikið í umræðunni undanfarið. BSRB stendur fyrir málþingi næstkomandi föstudag þar sem þessi málefni verða krufinn. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á starfsumhverfi opinberra starfsmanna, kulnun og öðrum afleiðingum aukins álags til að mæta.

Fyrirlesari á málþinginu verður Ingibjörg Jónsdóttir, forstöðumaður Institute of Stress Medicine í Svíþjóð og prófessor við Gautaborgarháskóla. Í erindi sínu, sem verður tvískipt, mun hún byrja á að ræða um streituvalda í atvinnulífinu með áherslu á skilyrði á vinnustað, vinnuhópa og einstaklinga. Í síðari hluta erindisins mun hún fjalla um orsakavalda og einkenni kulnunar ásamt úrræðum á sviði forvarna og meðferðar. Ingibjörg mun fara yfir áður óbirtar niðurstöður rannsókna meðal opinberra starfsmanna í Svíþjóð, meðal annars um langtímaáhrif kulnunar á einstaklinginn.

Til að létta okkur aðeins lundina mun Hljómsveitin Eva segja frá reynslunni af kulnun með sínum einstaka hætti í bland við tónlist og gleði.

 

Dagskrá málþingsins:

Málþingið verður haldið föstudaginn 15. febrúar milli klukkan 9 og 12 í Sal 2 á Reykjavík Natura við Nauthólsveg (sjá kort).

  • 9:00-9:10   Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, setur málþingið
  • 9:10-10:15   Streituvaldar í atvinnulífinu
  • 10:15-10:30   Kaffihlé
  • 10:30-11:00   Reynslusaga um kulnun – Hljómsveitin Eva
  • 11:00-12:00   Orsakavaldar kulnunar og úrræði á sviði forvarna og meðferðar

Fundarstjóri verður Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB.

Það er óþarfi að skrá þátttöku en það væri hjálplegt til að meta fjölda þátttakenda að skrá sig til leiks á Facebook-viðburði málþingsins.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?