Fræðsludagur Réttindanefndar

Réttindanefnd BSRB hefur það hlutverk að taka til umfjöllunar og athugunar mál sem snerta hagsmuni aðildarfélaga BSRB. Nefndin tekur einnig að sér um fræðslu á málum sem kunna að snerta réttindi launafólks þyki henni tilefni til.

Réttindanefnd BSRB skipulagði því fræðsludag sem hægt var að sækja bæði í BSRB húsinu og á netinu þann 23. mars 2023. Á honum fengu fundargestir kynningu frá Trackwell á Tímon, Advania á Vinnustund og frá MyTimePlan. Markmið fundarins var að fræðast um þessi kerfi sem halda utan um vinnustundir starfsfólks, skipulag, vinnutíma og orlofsmál starfsmanna auk annarra atriða. Auk þess gafst gestum kostur á að spyrja spurninga og eiga í umræðum um kerfin.

Formaður Réttindanefndar, Arna Jakobína Björnsdóttir, og starfsmaður nefndarinnar, Hrannar Már Gunnarsson, sáu um skipulag fundarins.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?