Kjarasamningar aðildarfélaga BSRB gilda áfram

Ekki kemur til mögulegrar uppsagnar á kjarasamningum aðildarfélaga BSRB þar sem ASÍ hefur ákveðið að segja ekki upp kjarasamningum.

Ákvörðun ASÍ um að segja ekki upp kjarasamningum á almennum markaði verður til þess að uppsagnarákvæði í kjarasamningum aðildarfélaga BSRB virkjast ekki.

Í samningum allra aðildarfélaga bandalagsins eru ákvæði um að verði kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum sagt upp geti BSRB sagt upp kjarasamningum sinna félagsmanna í kjölfarið með þriggja mánaða fyrirvara.

Þar sem samningar á almennum vinnumarkaði gilda óbreyttir munu kjarasamningar þorra aðildarfélaga bandalagsins gilda út mars 2019.

Ákvæði í kjarasamningum aðildarfélaga BSRB:

„Komi til þess að samkomulag náist á almennum vinnumarkaði um breytingu á kjarasamningum skulu BSRB og SNR [samninganefnd ríkisins] taka upp viðræður um hvort og þá með hvaða hætti slík breyting taki gildi gagnvart samningum aðildarfélaga BSRB. Verði samningum á almennum vinnumarkaði sagt upp á grundvelli forsenduákvæðis þeirra á gildistíma samnings þessa er BSRB, fyrir hönd aðildarfélaga sinna, heimilt að segja samningum upp með þriggja mánaða fyrirvara miðað við mánaðamót.“


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?