Minnum á opinn fund um heilbrigðismál í dag

Opinn fundur BSRB um heilbrigðismál hefst klukkan 12:00 í dag.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningarVið minnum á opinn fund BSRB um heilbrigðismál sem fer fram í hádeginu í dag, 9. október. Frummælandi á fundinum verður Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og áhugamaður um heilbrigðiskerfið.

Yfirskrift fundarins verður: Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu – Hver er hagur sjúklinga?

Fundurinn fer fram í húsnæði BSRB við Grettisgötu 89. Hann hefst klukkan 12:00 og mun standa í um klukkustund. Boðið verður upp á súpu fyrir fundargesti og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Við hvetjum þá sem ætla að mæta til að skrá sig á Facebook-síðu fyrir fundinn.

Birgir Jakobsson landlæknirBirgir Jakobsson landlæknir mun opna fundinn með stuttu ávarpi.

Að loknu ávarpi landlæknis mun Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, flytja erindi. Yfirskrift erindisins er: Að hlúa að meiddum og sjúkum.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?