Morgunverðarfundur á aldarafmæli LSR

Fundurinn verður á aldarafmæli LSR.

Í tilefni aldarafmælis LSR verður haldinn opinn morgunverðarfundur á Hilton Reykjavik Nordica á afmælisdegi sjóðsins, þann 28. nóvember næstkomandi. Þar verður meðal annars fjallað um sjálfbærar fjárfestingar og mikilvægi samtryggingar.

Dagskráin verður fjölbreytt með áherslu á framtíðina en við skoðum einnig 100 ára sögu LSR. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja ávarp og Philip Ripman, sjóðsstjóri hjá Storebrand í Noregi ætlar að ræða um sjálfbærar fjárfestingar í erindi sínu. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður þar sem rætt verður um mikilvægi samtryggingar í nútímasamfélagi.

Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 08:00, dagskrá hefst kl. 08:15 og lýkur kl. 10:00. Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna hér. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á fundinum á vef LSR.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?