Nýr lögfræðingur BSRB

Hrannar Már Gunnarsson er nýr lögfræðingur BSRB.

Hrannar Már Gunnarsson hefur hafið störf sem lögfræðingur BSRB. Hann tekur við starfinu af Döllu Ólafsdóttur sem hefur horfið til annarra starfa. Hrannar mun sinna verkefnum á sviði vinnuréttar og veita aðildarfélögum BSRB ráðgjöf um túlkun laga, reglna og kjarasamninga.

Hrannar starfaði sem lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum frá 2014 og hefur einnig verið aðstoðarkennari við Háskóla Íslands. Hann lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 2015.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?